Morgunblaðið - 05.09.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.09.1997, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Ljósmynd/Muggur SVEINN Sveinbjörnsson, leiðangursstjóri, skoðar seiði um borð í Arna Friðrikssyni. Seiðaleiðangri Hafró lýkur í dag ÁRLEGUM seiðaleiðangri Hafrann- sóknastofnunar lýkur upp úr hádegi í dag, föstudag. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins hefur leið- angurinn lofað góðu um framhaldið, en þau seiði, sem nú er verið að skoða, koma inn í veiðistofninn að fjórum árum liðnum. Að sögn Sveins Sveinbjörnssonar, leiðangursstjóra, verður ekkert látið uppi um niður- stöðurnar fyrr en búið er að vinna úr gögnum í næstu viku. Arni Friðriksson hefur þá verið á sjó í 30 daga, en fyrsta vikan, frá 5.-12. ágúst, fór í síldarleit eftir að Þorsteinn EA komst í síldartorfu úr norsk-íslenska síldarstofninum um 70 sjómílur norður af Langanesi. Án þess að hafa orðið vart við meiri síld, þó leitað hafi verið á stóru svæði fyrir austan land, sneri rannsókna- skipið sér að seiðarannsóknum, sem tekið hafa nú um þijár vikur. Leið- angurinn hefur gengið mjög vel í alla staði. Seiðaleiðangurinn hófst í Breiða- firði og þaðan var farið sem leið lá vestur, norður, austur og suður. I gær var Árni Friðriksson staddur í Háadýpinu við Vestmannaeyjar. Gert er ráð fyrir að ljúka leiðangrin- um í Faxaflóanum í dag. Þorbjörn hf. kaupir Kolbeinsey „Ætlum að styrkja rækjuvinnslu okkar fyrir vestan“ SJAVARUTVEGSFYRIRTÆKIÐ Þorbjörn-Bakki hf. hefur keypt frysti- togarann Kolbeinsey ÞH af Fiskiðju- samlagi Húsavíkur hf. Gengið var frá samningum í gærmorgun. Skipið, sem nú er í slipp, verður afhent þann 1. október og er það selt án veiðirétt- ar. Að sögn Einars Svanssonar, fram- kvæmdastjóra FH, er nú með sölunni lokið uppstokkun skipaflota Fiskiðju- samlagsins með því að selja þrjú skip í burtu í staðinn fyrir eitt, en Júlíus Havsteen og Kristey voru seld til Jökuls hf. á Raufarhöfn og í staðinn hefur FH keypt og fengið afhent rækjufrystitogarann Húsvíking ÞH sem áður hét Pétur Jónsson RE. Söluverð Kolbeinseyjar fæst ekki gefið upp að sinni. Kolbeinsey ÞH 10 er 430 brúttó- lesta frystitogari. Skipið er með góða aðstöðu til frystingar á rækju og heilfrystingar á bolfiski. Skipið var smíðað árið 1981 á Akureyri. Aðal- vél skipsins er 1802 hestafla MAK- vél. Árið 1994 var Kolbeinsey breytt í frystiskip. Áætlað að vinna fimm þúsund tonn af rækju á ári „Við ætlum okkur að nota skipið til þess að styrkja reksturinn á rækjuvinnslu fyrirtækisins í Bol- ungavík og útgerðina þar. Við erum með mikinn rækjukvóta og teljum að með kaupum á skipinu komum við til með að nýta hann sem best,“ sagði Gunnar Tómasson, fram- kvæmdastjóri Þorbjörns-Bakka hf. „Fyrst og fremst kemur skipið til með að vinna afla fyrir Japansmark- að og suðurækju fyrir Evrópu og aðra markaði. Iðnaðarrækjan kemur svo til vinnslu í Bakka þar sem starfa liðlega 100 manns í tveimur rækju- verksmiðjum í Bolungavík og Hnífs- dal og frystihúsi í Bolungavík.“ Að sögn Gunnars er gert ráð fyr- ir að vinna um fimm þúsund tonn af rækju fyrir vestan á ári. Fyrir utan rækju til vinnslu í landi af Kolbeinsey kaupir fyrirtækið rækju af þremur togurum, eins og er. „Síð- an komum við til með að kaupa djúp- rækju af smábátum, sem róa í ísa- fjarðardjúpi og iðnaðarrækju af öðr- um frystiskipum." Fyrir á Þorbjörn hf. frystiskipin Gnúp GK og Hrafn Sveinbjarnarson GK, Sturlu GK, sem er lítill ísfisktog- ari, og ísfiskskipið Dagrúnu ÍS. „Okkur líst mjög vel á skipið, sem reynst hefur vel alla tíð á meðan það hefur verið í rekstri. Vonandi reynist það okkur jafn vel,“ sagði Gunnar. Árásir á friðargæsluliðið í Bosníu verða ekki liðnar Skotvopnum beitt ef nauðsyn krefur Washiní^ton, Sar^jevo. Reuter. FRIÐARGÆSLULIÐAR í Bosníu munu beita skotvopnum ef nauðsyn krefur verði á þá ráðist af æstum múg. Lýsti Wesley Clark hershöfð- ingi og yfirmaður NATO-heijanna í Evrópu yfir þessu í Washington í fyrrakvöld og skoraði jafnframt á Radovan Karadzic, fyrrum leiðtoga Bosníu-Serba, að gefa sig fram en hann er eftirlýstur fyrir stríðsgiæpi. Clark sagði, að múgæsingar og árásir á friðargæsluliða yrðu ekki liðnar lengur. „Við munum ekki beygja okkur fyrir ofbeldi af þessu tagi, heldur grípa til allra ráða, þar á meðal skotvopna, til að veijast því,“ sagði Clark en múgur manns réðst í tvígang með gijótkasti að bandarískum hermönnum í síðustu viku. Clark vildi ekkert um það segja hvort sérsveitir yrðu notaðar til að hafa hendur í hári Karadzics en höfuðstöðvar hans eru við Pale í serbneska lýðveldinu í Bosníu. Hann skoraði hins vegar á Karadzic að gefa sig til að unnt yrði að fjalla um mál hans fyrir stríðsglæpadóm- stólnum í Haag. Vill sækja þá Karadzic og Mladic Bandaríski öldungadeildarþing- maðurinn og demókratinn Joe Biden, sem fór um Bosníu í síðustu viku, sagði, að bandarískir hermenn ættu að reyna að handtaka þá Karadzic og Ratko Mladic, hershöfðingja Serba í Bosníustríðinu. Kvaðst hann telja það nauðsyniegt til að unnt yrði að koma á raunverulegum friði í landinu. Biden lýsti einnig stuðningi við áframhaldandi veru bandarískra hermanna í Bosníu eftir 1. júlí á næsta ári þótt þeim yrði eitthvað fækkað. Evrópuríkin yrðu hins vegar að fjölga í sínu liði en gætu áfram notið sama stuðnings Bandaríkja- manna í leyniþjónustu- og fjar- skiptamálum. Ekki er eining á Bandaríkjaþingi um stefnuna í Bosníumálum. Kay Bailey Hutchison, öldungadeildar- þingmaður fyrir repúblikana í Tex- as, varar við auknum afskiptum Bandaríkjanna af Bosníu og gagn- rýnir stjórnvöld fyrir að taka afstöðu í átökum harðlínumanna og Biljönu Plavsics, forseta serbneska lýðveld- isins. Segir hún, að hugsanlega sé skipting Bosníu eina leiðin til varan- legs friðar. Málþing um friðsamlega sambúð og stöðugleika í Evrópu Astandið í Hvíta-Rúss- landi rætt sérstaklega Jón Baldvin Hannibalsson meðal ræðumanna Reuter. FORSETI Litháen, Algirdas Brazauskas heilsar hinum hvít-rúss- neska starfsbróður sinum, Alexander Lúkasjenkó, á fundi sem þeir áttu í forsetahöllinni í Vilnius i gær. MÁLÞING um friðsamlega sambúð og stöðugleika í Evrópu hefst í Vil- nius í Litháen í dag. Ber málþingið yfirskriftina: „Sambúð þjóða og grannasættir - um leiðir til að tryggja öryggi og stöðugleika í Evr- ópu“. Meðal verkefna málþingsins er að ræða hlutverk fjölþjóðastofnana við að tryggja frið og stöðugleika í álf- unni. Eru það forsetar Litháens og Póllands, sem gangast fyrir henni, en meðal þátttakenda verða forsetar ýmissa Evrópuríkja, aðrir frammá- menn og fulltrúar frá Evrópusam- bandinu, Evrópuráðinu, ÖSE, Ör- yggis- og samvinnustofnun Evrópu, og frá Bandaríkjunum. Aðalumræðuefni fundarins er hvernig efla megi almennt góð sam- skipti Austur-Evrópuríkjanna eftir iok kalda stríðsins. Hefur mikið áunnist í því efni að undanförnu en eitt ríki sker sig þó nokkuð úr, Hvíta Rússland. Þar ríkir Alexander Lúk- asjenkó forseti sem einræðisherra að margra áliti. Lesið yfir Lúkasjenkó Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rúss- lands, verður í hópi leiðtoganna ell- efu, sem ræða málin í Vilnius. Að sögn Petras Vaitekunas, aðstoðar- manns Algirdas Brazauskas, forseta Litháen, verður honum fluttur boð- skapur lýðræðis, mannréttinda, evr- ópsks gildismats og réttinda fjöl- miðla og stjórnarandstöðu". Vestræn ríki hafa gagnrýnt ein- ræðistilburði Lúkasjenkós harðlega og IMF, Aljóðagjaldeyrissjóðurinn, og Evrópuríkin hafa tekið fyrir allar lánveitingar. Soros-sjóðurinn, sem auðkýfingurinn George Soros stofn- aði til að greiða fyrir lýðræðisþróun í kommúnistaríkjunum fyrrverandi, tilkynnti svo í fyrradag, að starfsem- inni í Hvíta Rússlandi yrði hætt vegna sífelldra skattakrafna og hót- ana um ofsóknir. Þótt Lúkasjenkó vilji mynda sam- bandsríki með Rússum, þá eru sam- skipti hans og stjórnvalda í Moskvu allt annað en góð. Hefur honum ekki líkað fréttaflutningur rúss- neskra blaðamanna af ástandinu í Hvíta Rússlandi og sitja nú nokkrir þeirra í hvítrússnesku fangelsi. Fundarboðendur eru Brazauskas, forseti Litháens, og Aleksander Kwasniewski, forseti Póllands. Auk þeirra sitja fundinn Viktor Tsjernó- myrdín, forsætisráðherra Rússlands, og forsetar Búlgaríu, Rúmeníu, Lett- lands, Eistlands, Moldóvu, Úkraínu, Ungveijalands, Finnlands og Hvíta- Rússlands. Þá verða meðal gesta Niels Hel- veg-Petersen, utanríkisráðherra Danmerkur og forseti þingmanna- samtaka Evrópuráðsins, Anita Grad- in, fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB og formaður ráðherraráðs ÖSE og Strobe Talbott, aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna. Tveimur fyrrverandi utanríkisráð- herrum NATO-ríkja var einnig boðið að flytja erindi á ráðstefnunni, þeim, Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrver- andi utanríkisráðherra íslands og Hans-Dietrich Genscher, fyrrverandi utanríkisráðherra Þýskalands. Mun Genscher ræða ný tækifæri, sem vaxandi alþjóðavæðing færir sam- einaðri Evrópu í framtíðinni. Jón Baldvin mun ræða um hlutverk Evr- ópusambandsins og NATO við að tryggja frið og stöðugleika í álfunni. Vaitekunas segir að fundarboð- endurnir vilji leggja áherzlu á að Austur-Evrópa sé ekki orðin að púð- urtunnu eftir að kalda stríðinu lauk. „Við viljum koma þeim boðskap á framfæri við Evrópu og aðra heims- hluta að ríkin, sem koma saman í Vilnius, eiga ekki í neinum vandræð- um með innbyrðis samskipti sín,“ segir hann. „Þessi samskipti munu ekki undir neinum kringumstæðum verða undirrót óstöðugleika eða óör- yggis í heiminum." Rússar fagna fundinum Tsjernómyrdín, forsætisráðherra Rússlands, segir í viðtaii við litháíska blaðið Lietuvos rytas í gær að fund- urinn sé fagnaðarefni. „Nú er ein- stakt tækifæri fyrir þjóðir okkar að gera Eystrasaltsríkin, Mið-Evrópu og löndin við Svartahaf að einni af uppsprettum friðar og samstarfs í Evrópu,“ segir hann. Tsjernómyrdín dregur þó ekki úr andstöðu Rússa við NATO-aðild Eystrasaltsríkjanna. „Enginn hefur sannað fyrir okkur og enginn mun nokkurn tímann geta sannfært okk- ur um að innganga þessara ríkja í hernaðarbandalag sé nauðsynleg," segir forsætisráðherrann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.