Morgunblaðið - 05.09.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.09.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 29 AÐSENDAR GREINAR Að leysa vanda fárra „út- valdra“ á kostnað fjöldans ÝMSIR áhrifaaðilar leggja áherslu á há þjónustugjöld í heil- brigðisþjónustu og að leyfð verði kaup á biðli- staplássum. Með háum þjónustugjöldum má draga verulega úr að- sókn til lækna og verði kaup á biðlistaplássum leyfð er sjúklingum skipt í verðuga og óverðuga. Hér er um mál að ræða sem hafa grundvallarþýðingu fyrir aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustunni, m.a. vegna þess að margir þeirra er eiga við veruleg veikindi að stríða lifa við kröpp kjör. Há þjónustugjöld: Þjónustugjöld dagsins eru of há fyrir a.m.k. Vi hluta lægst launuðu barnafjölskyldurnar í landinu eins og komið hefur fram (Ólafur Ólafs- son, ræða á BSRB-þingi 1997). Þessi hópur frestaði eða hætti við að leita til læknis á sl. ári. Svipuð vandamál eru algeng í löndum þar sem einkatryggingar ráða ríkjum í heilbrigðis- þjónustu en hafa nú risið á hinum Norður- löndunum eftir harðar sparnaðaraðgerðir síð- ustu ára (Norrænt landlæknamót, ágúst 1997). Þversögnin er að há þjónustugjöld koma helst niður á þeim er hafa lélegustu heilsuna eða mestu umönnunarþörfina og þarfnast því mest læknishjálpar. Rannsóknir á áhrif- um hárra þjónustugjalda hafa ekki áður verið gerðar á Norðurlöndum vegna þess að eftir samþykkt laga um Almannatryggingar fyrir 50 árum skapaðist jafnræði í aðgengi fólks en síðan hefur ekki borið á kvörtunum sjúklinga vegna þessa. Rannsóknir á aðsókn fólks til lækna eftir stéttum á íslandi á tímabilinu 1967-1990 hafa ekki gefið tilefni til athugasemda (Ólaf- ur Ólafsson, Hjartavernd 1996). Landlæknisembættinu, sem ber samkvæmt lögum að fylgjast með gæðum læknisþjónustunnar, mun halda áfram framangreindum rannsóknum og skýra frá niður- stöðum þegar þær berast. Ef við getum ekki sómasamlega séð þeim fyrir læknisþjónustu er þarfnast hennar fullnægjum við ekki laga- skilyrðum laga nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu. Kaup á biðlistaplássum: Ef ákvæði um kaup á biðlista- plássum ná fram að ganga hverfur hefðbundið jafnræði fólks á íslandi um aðgengi að heilbrigðisþjón- ustunni. Slík ákvæði stangast á við: 1. Siðalögmál lækna (Code et- hicus), en okkur ber eingöngu að láta læknisfræðileg sjónarmið ráða um meðferð sjúklinga en ekki fjár- hag þeirra. 2. Ákvæði um „réttindi sjúkl- inga“ sem Alþingi lagfesti fyrir nokkrum mánuðum. Því hefur verið haldið fram að við þær aðstæður sem eru í biðlistamálum eigi þeir sjúklingar sem góð efni hafa að Þjónustugjöld dagsins eru of há fyrir a.m.k. fjórðung hinna lægst launuðu. Olafur Olafs- son telur, í fyrri grein sinni, að verði kaup á biðlistaplássum leyfð sé sjúklingum skipt í verð- uga og óverðuga. geta leitað annað og um leið greiða fyrir því að hinir efnaminni geti notið heilbrigðisþjónustu án hárra þjónustugjalda. Því miður hefur þetta ekki gengið eftir í raun. Þeir efnuðu leita til einkatrygginga því fáir geta greitt fyrir dýrar aðgerðir úr eigin vasa. Dæmi um kostnað: Bijósklosaðgerð kostar 'h milljón og liðaskipti 700.000-1 milljón ís- lenskra króna. í Skandinavíu kostar Ólafur Ólafsson trygging hjá Skandia 90.000 ísl.kr. á ári, 150.000 eftir 65 ára aldur, en enginn lítur við þér eftir sjö- tugtl! Þeir sem minni efni hafa geta ekki leitað til einkatrygginga. Við sitjum því uppi með tvö kerfí. Kerfi einkatrygginga, sem veitir tiltölu- lega fáum útvöldum góða faglega þjónustu og opinbert kerfí, sem berst í bökkum við rýrnandi gæði og þjónar almenningi. Þeir síðar- nefndu hafa þó ekki síður tekið þátt í hálfrar aldar uppbyggingu á heilbrigðisþjónustunni og í heild lík- lega lagt meira til en þeir fyrr- nefndu. Þeir betur settu í þjóðfélag- inu hafa lítinn áhuga á að viðhalda opinberu kerfí, sem er skiljanlegt. Þeir kjósa ekki að greiða tvisvar fyrir heilbrigðisþjónustu. Lýðkjörnir fulltrúar mega sín lítils í þessum leik, enda ráða þeir ekki yfir fjár- magninu. Einstaklingshyggjan og eigingirni hinna fáu útvöldu hafa tekið völdin. Samheldnin og um- hyggjan fyrir lítilmagnanum hverf- ur. Þjónusta við almenning versnar. Þetta er ekki hugarfóstur undir- ritaðs heldur lýsing á heilbrigðis- þjónustu í Suður-Evrópu, í Banda- ríkjunum og í þriðja heiminum. Ég efast stórlega um að meiri hluti þjóðarinnar kjósi að leysa vanda tiltölulegra fárra útvaldra á kostnað almennings og stuðla þannig að heilsufarslegum ójöfnuði eins og er í framangreindum löndum. Höfundur er landlæknir. Að skýla sér á bak við fagra rós til að hylja eigið illgresi AÐ UNDAN- FÖRNU hafa Morg- unblaðinu borist greinar þar sem lýst er yfir hatrammri andstöðu við veiði- gjald. Slíkur er eld- móðurinn á stundum að kalla hefur þurft til upphafsmann hag- fræðirannsókna, Adam Smith, afbaka vísindi hans og gera hann að forhertum ríkisforsjársinna. Til að skilja betur hvers vegna sumir eru á móti auðlindagjaldi getur verið ágætt að skipta andstæðingum þess í þijá hópa, þessir hópar lýsa hvers vegna veiðigjaldsandstaða ríkir. í fyrsta lagi eru þeir sem ekki vita betur og í fávisku sinni tala gegn veiði- gjaldi. Þetta fólk ber að uppfræða, en ef það neitar að hlusta verður það að fá að vera áfram í sínu fá- viskuhorni. Svo er það hópur manna sem tala í nafni frjálshyggju gegn veiðigjaldi til að hylma yfir sósíal- ískar hugsjónir sínar. Þeir tala fyr- ir ríkisforsjá í atvinnulífínu sem felst í því að ríkið, í krafti valdboðs- réttar, gefi fiskinn í sjónum. Þessu fólki verður að benda á að koma úr felum, það þurfi ekkert að skammast sín fyrir hugsjónir sínar, þó svo að þær séu mjög óhagkvæm- ar. í þriðja hópnum eru þeir sem tilheyra sérhagsmunagæslunni og eru á móti veiðigjaldi til að vernda eigin hag. Þá þarf að skamma fýr- ir að taka sérhag sinn fram yfír samhag þjóðarinnar. Andstæðingar veiðigjalds hafa átt erfitt með að skilja að gengi gjaldmiðils geti verið of hátt skráð langtímum saman. Þeir líta svo á að hátt skráð gengi leiði alltaf til viðskiptahalla og því hljóti gengið ávallt að aðlaga sig réttum geng- isstuðli. Þetta er að hluta_ til rétt en það kemur fleira til. Ástæðan fyrir viðskiptahalla er að arðsemi í þjónustu- og verslunargreinum og sumum iðngreinum er meiri enn í útflutningsgreinum og leiðir það til viðskiptahalla, þ.e.a.s við fiytjum meira verðmæti inn en út, síðan lækkar gengið til að rétta hallann af. Þetta leiðir til sveiflna sem er mjög erf- itt að starfa eftir til lengri tíma litið. En það er annað sem kemur til og ekki síður alvarlegt. Það er að sjávarútvegur- inn þolir mun hærri gengisskráningu vegna ókeypis hráefnis úr sjó. Aðrar iðngreinar þurfa því bæði að eiga við of hátt skráð gengi og þær sveiflur sem skapast út af því að fiskurinn í sjón- um er takmörkuð auð- lind en aðrar iðngreinar, verslun og þjónusta ekki. Þeir erfíðleikar sem skapast í hagkerfum vegna auð- lindaiðnaðar hafa stundum verið nefndir „Hollenska veikin“. Hol- lenska veikin lýsir sér í því að sam- keppnisgreinar fara halloka fyrir þeim greinum sem varðar eru fyrir erlendri samkeppni. Ástæðan fyrir þessu er að gengið hækkar og þensla skapast í þjóðfélaginu. Iðn- greinar verða því ekki samkeppnis- færar við aðrar greinar sem varðar eru fyrir erlendri samkeppni. Iðnað- urinn verður ekki samkeppnisfær um launagreiðslur og sú fjárfesting, tækni og þekking sem lögð hefur verið í iðnaðinn skilar ekki nægileg- um arði. Andstæðingar auðlinda- gjalds hafa bent á að iðnfyrirtæki géti lækkað laun starfsmanna sinna og að gengishækkunin eigi að vega upp á móti launalækkununum. Þessu fylgja þrír ókostir: í fyrsta lagi leiðir gengishækkunin ekki til verðlækkunar á öllum hlutum. I öðru lagi má gera ráð fyrir að laun myndu hækka samfara gengis- hækkuninni og þannig yrði komið í veg fyrir verðlækkun á vörum. í þriðja lagi er ekki sanngjarnt gagn- vart því fólki sem starfar í iðnaði að það fái ekki sömu kjarabætur og aðrir í þjóðfélaginu vegna geng- ishækkunar. Sú leið að lækka laun starfsmanna iðnfyrirtækja myndi einnig leiða til þess að iðngreinar yrðu ekki samkeppnisfærar um kaupgjald á markaðnum og myndu því missa hæfasta fólkið, þar sem því byðust betri laun annars stað- ar. Með þessu tapast dýrmætt fólk, bæði faglært og ófaglært, og sam- keppnisgreinarnar yrðu því ekki eins vel í stakk búnar til að halda uppi hágæðaframleiðslu. Einnig mundi sú fjárfesting sem bundin er í iðngreinunum ekki skila jafnmikl- um arði og áður og því hlyti iðnaðar- framleiðsla að dvína. Adam Smith og Karl Marx. Því hefur verið haldið fram að Karl Marx hefði verið veiðigjaldssinni og Adam Smith andstæðingur þess. Karl Marx var stuðningsmaður rík- isrekstrar og vildi að ríkið sjálft sæi um auðlindavinnslu, framleiðslu, verslun og þjónustu og miðstjórnar- valdið myndi ákvarða eftir geðþótta hvernig á málum yrði haldið. Því er ekki hægt að draga Karl Marx inn í þessa umræðu; hann hefði Þar sem auðlindahrá- efni er gjöf náttúrunnar, segir Jón Ragnarsson, er nauðsynlegt að ríkið selji aðgang að þessum auðlindum og nýti fjár- magnið til að kosta samneyslu þjóðarinnar. hvorki verið hlynntur né andvígur veiðigjaldi. Adam Smith var hins vegar siðfræðiprófessor sem lagði áherslu á efnahagslegt framtak og vildi að jafnvægi ríkti í hagkerfínu. Þar sem auðlindahráefni er gjöf náttúrunnar en verður ekki til með efnahagslegu framtaki er nauðsyn- legt að ríkið selji aðgang að þessum auðlindum og nýti fjármagnið til að kosta samneyslu þjóðarinnar í stað þess að skattleggja efnahags- legt framtak einstaklinga. Adam Smith hefði því talist til veiðigjalds- sinna. Veiðigjaldsandstæðingar hafa bent á það að fiskurinn hverfi ekki ofan í þá sem fiskveiðar stunda. Vandinn er hins vegar sá að fiskurinn dreifist svo ójafnt yfir hagkerfið og það eru samkeppnis- greinarnar sem súpa seyðið af því. Höfundur er nemi í stjárnmálafrædi. Jón Ragnarsson Kennarar, þetta er okkar verk SÚ SORGLEGA staða, sem enn einu sinni er komin upp, er hreint út sagt fáránleg. Er metnaðarleysi yfir- valda algjört? Að maður skuli vera að byija fimmta vetur- inn í kennslu eftir nám og í þriðja skiptið er verið að tala um að fara í verkfall. Fyrsta veturinn 1993-94 var kosið um hvort fara ætti í verkfall, en þá sögðu kennarar nei, „það er ekki leiðin til að bæta kjörin". Hvað gerist? Ekkert. Við kennum heilan vetur með lausa samninga. Það er ekki fyrr en farið er í verkfall vorið ’95 sem einhver hreyfíng kemst á málin. Ekkert hafðist upp úr því nema launatap, fleiri vinnudagar og örlítil hækkun á launum. Staða kennara í verk- falli er veik, þar sem enginn tapar beinum peningum þegar við förum í verkfall. Sorgleg staðreynd en staðreynd samt. Því verða kennara- verkföll alltaf löng og ströng. Af fenginni reynslu þá þarf að koma í lög eða inn í samninga okkar að ef ekki er búið að ganga frá samn- ingum þegar samningar verða laus- ir, þá þýðir það sjálfkrafa vinnu- stöðvun frá fyrsta degi. Við eigum ekki að láta bjóða okkur að aldrei skuli vera búið að ganga frá nýjum samningi þegar gildandi samningar renna út. En eitthvað verður að breytast og í raun þarf stökkbreyt- ingu til. En hvað er til ráða? Eru til aðrar leiðir en að fara í verkfall sem gera ekki minni usla? Þetta verðum við að skoða og gera síðan ekkert nema að vel athuguðu máli. Hins vegar þegar út í átökin er komið þá er einungis eitt atriði sem allir eru sammála um að sé á hreinu og það er að ekkert fæst nema með því að vera gijóthörð og standa saman. Ég skora á kennara að láta nú ekki bjóða sér aukna kennsluskyldu og byijunarlaun lægri en hundrað og fimmtíu þúsund á mánuði. Ann- að er bara grín í þessu „hræbillega“ landi sem við búum í. Ef mein- ingin er að fólk geti lifað af þeim launum og engu öðru þá dugir þessi uppþæð ekki einu sinni til. í dag eru laun fólks reiknuð út frá tveimur fyrirvinnum sem er vitleysa og rangur hugsunarháttur sem þarf að leiðrétta. Ef báðir foreldrar vinna úti ætti fólk að vera á góðum laun- Stöndum saman og ver- um gijóthörð, segir Guðbrandur Stefáns- son, aðeins þannig náum við árangri. um, fjögur til fimmhundruð þúsund á mánuði. Kennarar, þetta er okkar verk og engra annarra og ef okkar samn- inganefnd hefur einhvern tímann þurft á stuðningi að halda þá er það núna. Við sem erum úti í skól- unum bölvandi og ragnandi yfir laununum, látum nú í okkur heyra. Ef verkfall verður raunin þá er það bara harkan sex sem gildir. Álls ekki gefast upp. Heldur förum við í önnur störf, því við erum topp- starfsmenn og hálf-klikkaðir hug- sjónamenn í vinnu. Höfundur er íþróttakennari. Guðbrandur Stefánsson sœtir sofar- • Smiðjuvegi 9 • Sími 564 1475 »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.