Morgunblaðið - 05.09.1997, Page 43

Morgunblaðið - 05.09.1997, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 43 PÁLL EINAR SIGURÐSSON + Páll Einar Sig- urðsson fæddist í Reykjavík 19. des- ember 1925. Hann lést á heimili sínu i Reykjavík 13. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 22. ágúst. Hingað til Boston barst okkur hjónunum sú sorgarfrétt að góð- vinur okkar og sam- starfsmaður, Páll Sig- urðsson, meinatæknir og bókavörður, væri látinn. Því miður gátum við ekki fylgt honum til grafar nema í huganum. Páli kynntist ég fyrst fyrir tæp- um 50 árum og mig minnir að þessi einstaki maður hafi fyrst birst mér á balli í gamla Sjálfstæð- ishúsinu við Austurvöll. Hann skar sig alla tíð úr fjöldanum bæði að útliti og í fasi. Hávaxinn og líkam- lega vel byggður var hann sem ungur maður og hélt því allt til daudadags. Smekkvísi í klæða- burði var eitt af aðalsmerkjum hans alla tíð. Aldurinn fór vel með hann og í raun varð hann myndar- legri með hveiju ári enda nýttu auglýsendur í sjónvarpi útlit hans og glæsileika þegar mikið lá við. Páll fór ekki troðnar slóðir á lífs- ferli sínum og hélt sínu striki og skoðunum í gegnum þykkt og þunnt. Hann sagði ætíð hug sinn og kom því fólki stundum ónota- lega á óvart með hreinskilni sinni. En þeir sem þekktu hann vel og skildu svo ekki sé talað um þá sem höfðu sömu skoðanir mátu orð hans mikils enda stóðu þau sem stafur á bók. Páll vandaði val á vinum jafnt sem á dauðum hlutum. Að vera vinur hans og félagi var ekki allra og að hafa verið í þeim hópi met i ég mikils. Gagnkvæm virðing og vinátta einkenndu þessa tæpa hálfa öld sem við áttum leið saman. Páll hóf starf á Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg sem sendisveinn 14 ára að aldri. Þá réð þar ríkjum Níels Dungal prófessor og frásögn Páls af upphafi ráðn- ingar sinnar og síðan af samskipt- um sínum við Dungal einkenndist j af virðingu Páls fyrir yfirmanni sínum en jafnframt af því að Páll ; lét ekki sinn hlut frekar fyrir pró- fessornum en öðrum. Allt lék í höndum Páls og áttaði Dungal sig á því og kom honum í læri til ljós- myndara, að mig minnir til Vigfús- ar Sigurgeirssonar. Greind Páls og glöggt auga bættust við hæfni handa hans og bestu myndir frá fyrri tíð Rannsóknastofunnar bera allar merki Páls. Þegar starfsemi hófst á Keldum árið 1948 fluttist Páll þangað með Birni heitnum Sigurðssyni sem þá bar höfuð og herðar yfir flesta ef ekki alla íslenska lækna sem fengust við annað en hreinar lækningar. Hjá Birni hófst annar kafli í lífi Páls og nýttist þar hæfni hans og reynsla við rannsóknir og ljós- myndun enda vandaði Bjöm til alls sem hann kom að. Samt sleppti Páll ekki hendinni af Rannsóknastofu Há- skólans og vinum sínum þar og var þar tiður gestur. Páll var bókamaður af lífi og sál. Sem ungur maður starfaði hann að hluta við sölu gamalla bóka. Sjálfur eignaðist hann fág- ætt bókasafn og voru það sérstök forréttindi í gamla daga að vera boðinn heim til hans í „bibliotekið" á Baldursgötunni eða „tekkið“ eins og það var nefnt í vinahópnum. Áhugi Páls og virðing fýrir bókum komu sér vel í starfí hans á Keldum þar sem hann stóð með Bimi að því á koma upp einu besta lækna- bókasafni landsins. Páll sleppti heldur ekki hendi af bókasafni Rannsóknastofu Háskólans þótt hann hyrfi úr starfi þaðan og árið 1965 unnum við tveir að því að grisja það safn sem þá var hið stærsta og besta sinnar tegundar í landinu. Frá þeim tíma bast Páll okkur betur þar sem hann gerðist bókavörður okkar í hlutastarfi ásamt vinnu sinni á Keldum. Bóka- varðarstarfinu hélt hann til dauda- dags og síðasti vinnudagur hans hjá okkur var líka hans síðasti líf- dagur. Eg tel það til sérstakra forrétt- inda og hafa orðið mér til gæfu og gengis að hafa átt Pál að vini og samstarfsmanni. Síðustu þrjá áratugina höfum við hist allt að því daglega. Oft fór aðeins á milli okkar vinakveðja en á milli sátum við saman og skiptumst á skoðun- um, ýmist í kaffistofunni í hádeg- inu eða í skrifstofu minni. Aldrei bar neitt á milli og yfirleitt vorum við sammála, hvort sem rætt var um bókasafnið, stjórnmál eða fólk- ið í landinu. Við áttum alla tíð svo ótrúlega margt sameiginlegt enda báðir sprottnir úr svipuðum jarð- vegi, þótt annar væri úr borg og hinn úr sveit. Páll var gæfumaður í einkalífi og valdist honum eiginkona sem bar af flestum. Sigga var hans stolt og börnin þeirra bera beggja merki. En Páll gaf líka af sér til ann- I ALEXANDER L. GOODALL + Alexander Littlejohn Good- all fæddist í Dysart, Fife, í Skotlandi 22. mars 1930. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 17. ágúst síðastliðinn og fór bálför hans fram frá Víðistaða- kirkju 26. ágúst. Eftir langa en hetjulega baráttu er Alexander Goodall látinn. Alex- ander var hljóðlátur maður en til- finningaríkur. Hann var mikill fé- lagi Mörthu systur minnar og mágkonu sem og barna þeirra, James og Elísabetar. Ófáar voru 1 ferðirnar sem fjölskyldan fór til heimalands hans, Skotlands, og hin síðari ár í sumarbústað þeirra fýrir austan fjall. Alexander barðist hatrammlega gegn sjúkdómi sínum og afleiðing- um hans. Hinn gífurlegi andlegi styrkur sem hann bjó yfir kom honum oft til góða og dró hann upp úr veikindunum hvað eftir annað. En ekki var hann einn í baráttunni því Mai-tha hefur staðið eins og klettur við hlið hans og gefið honum þann styrk sem upp á vantaði þegar hans eigið þrek dugði ekki til. Alexander var góður maður og munum við sakna hans og hans lúmska skoska húmors. En við vit- um að nú er baráttunni lokið og hann hefur fengið frið. Elsku Mart- ha, James og Elísabet, við finnum til með ykkur í sorg ykkar og send- um okkar dýpstu samúðarkveðju. Guð geymi góðan dreng. Þorkell og Grethe. arra og ekki síst til barna. Konan mín minnist alltaf orða hans'þegar hún var barnshafandi og hann kom eitt sinn til okkar í hádeginu á Hallveigarstíginn, okkar fyrsta heimili, og sagði við hana: „Svona eru konur fallegastar.“ Fjölskyldan, lífið, starfið og bækurnar gerðu Pál að einstökum menntamanni sem ekki hefði verið hægt að verða með þaulsetum í hefðbundnum skólum. Þetta fund- um við, sem urðum vinir hans, trúnaðarmenn og jafningjar. Fyrir hönd allra starfsmanna Rannsóknastofunnar vil ég full- yrða að mannlífið þar verður aldr- ei hið sama að Páli horfnum úr leik. Við hjónin sendum Sigríði og börnunum, Sigurði, Köru og Sig- rúnu, innilegar samúðarkveðjur og biðjum þeim Guðs blessunar. Jónas Hallgrímsson, Boston. Afmælis- o g minn- ingar- greinar MIKILL íjöldi minningargreina birtist daglega í Morgunblað- inu. Til leiðbeiningar fyrir greinahöfunda skal eftirfarandi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Lengd greina Um hvern einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfílegri lengd á útfarardegi, en aðrar minningargreinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínu- bil og hæfílega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksenti- metrar í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Formáli Æskilegt er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem íjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálf- um. Undirskrift Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur og móttaka Mikil áherzla er lögð á að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textamenferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Þá er ennfremur unnt að senda greinar í símbréfi - 569 1115 - og í tölvupósti (minning@mbl.is). Vinsamleg- ast sendið greinina inni í bréf- inu, ekki sem viðhengi. Skilafrestur Eigi minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Vinningaskrá 17. útdráttur 4. sept. 1997. Bifreiðavinningur Kr. 2.000,000_____________Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 19175 Ferðavinningur Kr. 100.0C 0 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 11241 24309 45797 75538 Kr. 50.000 Ferðavinningur 1580 12541 28187 44849 60704 66175 7387 14472 38189 58292 60963 72443 Kr. 10.000 Húsbúnaðarvinningur 277 9815 24418 33979 46603 53731 61099 73394 341 12310 24545 34655 47693 54079 61296 74130 1494 12529 25072 35062 47950 54478 64394 76884 2306 13941 25699 35397 48192 55406 65419 78626 3129 18336 27649 36179 48706 56022 68031 78930 3934 18455 27670 37430 49227 57138 68442 79031 4858 19433 28834 40067 49429 57896 69368 79394 5185 20184 29888 40376 52316 58529 69696 79461 5563 20411 30588 41887 52520 58591 70885 79554 5850 21507 31219 42789 52855 58651 71345 7597 21629 31513 43302 53365 58716 71409 8131 21937 32122 43408 53462 59969 71929 8643 24106 33239 46383 53611 60754 72604 Húsbúnaðarvinningur Kr. 5.0(1 0 Kr. 10. 000 (tvöfaldur) 136 10152 20983 30533 40324 51427 62352 69827 238 10636 21044 30707 40920 51640 62467 70196 806 10720 21307 31090 41326 51846 62581 70832 1166 10785 21550 31128 41582 52620 62652 71383 1777 11897 21665 31784 41703 52706 62868 71543 1804 11986 21893 31914 42653 52850 63667 71548 1818 12545 23549 32525 43235 53166 63702 72509 2019 12571 23559 33220 43610 53472 63729 72679 3015 12775 23674 33642 43667 53639 63823 72944 3308 12969 24375 33843 43793 54075 63923 73651 3451 13337 25271 34147 44155 54485 63932 73792 3650 13359 25384 34175 44270 54494 64390 73869 4178 13434 25458 34678 44276 55240 64415 73944 4981 13636 25720 34741 44357 55617 64756 74530 5058 14146 25963 34791 45736 55877 65031 75236 5352 14610 26038 34855 45807 56266 65118 76099 5917 14834 26229 34978 46287 56822 65176 76206 6119 15120 26461 34980 46471 56853 65364 76655 6124 15493 27055 35506 46510 57812 65903 76724 6396 16013 27358 35796 46720 57930 66051 77021 6713 16293 27434 35894 46942 58053 66100 77184 6724 17033 27579 36283 47150 58177 66133 77959 7112 17227 28166 36557 47343 58592 66217 78231 7249 17388 28435 36678 47479 58959 66247 78372 7786 17914 28531 37387 47629 59336 66581 78528 8009 18523 28634 37636 47977 59558 66989 79805 8204 19328 29335 38570 48402 60596 67026 8785 19815 29699 39163 48413 60680 67453 9455 20046 29789 39498 48842 61021 67685 9555 20069 30148 39675 50455 61444 68329 9820 20082 30309 39804 50879 61582 69277 9990 20463 30377 40280 51343 61845 69529 Næsti útdráttur fer fram 11. sept. 1997 Heimasíða á Intemeti: Http://www.itn.is/das/

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.