Morgunblaðið - 05.09.1997, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 45
FRÉTTUR
Gönguferð
og staðar-
skoðun í
Yiðey
FRAMUNDAN er næstsíðasta úti-
vistarhelgin í Viðey á þessu sumri.
Að venju verður farin gönguferð
síðdegis á laugardag og síðan stað-
arskoðun heima fyrir eftir hádegi
á sunnudag. Bátsferðir út í Viðey
hefjast kl. 13 báða dagana og verða
á klst. fresti til kl. 17 en í land
aftur á hálfa tímanum til kl. 17.30.
Á laugardag verður gengið frá
kirkjunni kl. 14.15 austur með Við-
eyjarstofu og Heljarkinn og síðan
með suðurströndinni og upp í
Kvennagönguhólma sem geyma
ýmislegt athyglisvert. Þaðan verð-
ur svo haldið austur á Sundbakka.
Þar verða skoðaðar rústir þorpsins
og útgerðarstöðvarinnar er þarna
var í tíð Milljónafélagsins og Kára-
félagsins sem voru með mikla starf-
semi þarna á fyrri hluta aldarinn-
ar. Ferðin tekur rúma tvo tíma.
Nauðsynlegt er að vera á góðum
skóm og hafa annan búnað eftir
veðri.
Á sunnudag verður staðarskoð-
un sem hefst í kirkjunni kl. 14.15.
Hún er fróðleg og öllum auðveld
því lítið þarf að ganga. Þá verða
gömlu Viðeyjarhúsin skoðuð, forn-
leifagröfturinn og annað í næsta
nágrenni húsanna.
Ljósmyndasýningin í Viðeyjar-
skóla er nú aðeins opin fyrir hópa
sem panta fyrirfram en Hestaleig-
an í Laxnesi er að störfum. Veit-
ingahúsið í Viðeyjarstofu er opið
frá kl. 14.
Elvis! Elvis! í
Norræna húsinu
KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir
börn í Norræna húsinu hefjast að
nýju sunnudaginn 7. september kl.
14.
Að þessu sinni verður sýnd
sænska myndin Elvis! Elvis! sem
er gerð eftir sögu Mariu Gripe.
I kynningu segir: „Elvis er sex
ára og verður bráðum sjö. Hann
er skírður í höfuðið á átrúnaðar-
goði og hetju móður hans, Elvis
Presley. Elvis er ósköp venjulegur
strákur, sem tekur upp á ýmsum
skemmtilegum hlutum ásamt vin-
konu sinni henni Önnu-Rósu. Eina
vandamálið er fullorðna fólkið, það
er stundum svo skrýtið."
Skáksamband Islands o g Blindrafélagið
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
KENNARAR Danssmiðju Hermanns Ragnars
og Dansskóla Auðar Haraldsdóttur.
Tveir dansskólar í samstarfi
DANSSMIÐJA Hermanns
Ragnars og Dansskóli Auðar
Haralds munu starfa saman í
vetur og hafa aðsetur í Skip-
holti 25 í Reykjavík en bjóða
einnig upp á kennslu í Garðabæ,
Grafarvogi, Frostaskjóli í Vest-
urbæ og í Mjódd. Einnig verður
kennt úti á landsbyggðinni eins
og kostur er.
Kennarar í skólanum eru Jó-
hann Örn Ólafsson, Auður Har-
aldsdóttir, Henný Hermanns-
dóttir, Ólafur Geir Jóhannes-
son, Unnur Berglind Guð-
mundsdóttir, Jóhann Gunnar
Arnarson, sem öll eru útlærðir
danskennarar, og Rósa Sigurð-
ardóttir, sem lýkur fyrri hluta
danskennaraprófs í vor. Unnur
Arngrímsdóttir mun starfa við
skólana svo og aðstoðarfólk.
Myndin er með sænsku tali og
101 mín. að lengd. Aðgangur
ókeypis.
Smáhundar í
Reiðhöll Gusts
SMÁHUNDASÝNING verður hald-
in í Reiðhöll Gusts, Kópavogi, á
morgun, laugardaginn 6. septem-
ber.
Sýndar verða eftirtaldar tegund-
ir: Bichon frise kl. 10-10.04, chi-
huahua kl. 10.04-10.28, papillon
kl. 10.28-11.04, pomeranian kl.
11.04-11.24, shih Tzu kl. 11.24-
11.32, pugkl. 11.32-11.40, enskur
bulldogkl. 11.32-11.40 ogcavalier
king ch.sp. kl. 12.30-15.34.
Aðgangur er ókeypis.
Kolrassa í
Hinu húsinu
SÍÐDEGISTÓNLEIKAR Hins
hússins hefjast að nýju í dag, föstu-
daginn 5. september, eftir mánað-
arfrí. Tónleikarnir verða framvegis
haldnir á Geysi Kakóbar, sem er
nýtt kaffihús í Hinu húsinu.
Kolrassa krókríðandi spilar á
þessum fyrstu tónleikum vetrarins
og munu þau m.a. spila nýtt efni
sem hljómsveitin hefur unnið að
upp á síðkastið. Tónleikarnir hefj-
ast stundvíslega kl. 17.
Myndastytta
hvarf úr garði
STYTTA, grá úr steini 120 cm á
hæð og um það bil 60 kg hvarf
úr garði Vífilfells, Stuðlahálsi 1 í
Reykjavík, sennilega 24. ágúst.
Ef einhver hefur orðið styttunnar
var er hann vinsamlegast beðinn
um að láta lögregluna vita.
Styttan er af konu sem ber hend-
ur við höfuð.
LEIÐRÉTT
Ranglföðurnafn
í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær
er bar yfirskriftina Listin að lifa
var rangt farið með föðurnafn eins
viðmælandans en það var Vala
Kolbrún Reynisdóttir. Var hún
sögð Hreinsdóttir. Einnig var
rangt með farið þegar sagt var
að faðir Jóns Trausta byggi í
Karmo. Stjúpfaðir hans býr þar.
Beðist er velvirðingar á mistök-
unum.
^ Vinna saman að fyrsta
Islandsmótinu í blindskák
FYRSTA íslandsmótið í blindskák,
sem haldið verður í samvinnu
Blindrafélagsins, samtaka blindra
og sjónskertra á íslandi og Skák-
sambands íslands, hefst föstudag-
inn 5. september kl. 16. Setningin,
sem og undanrásir mótsins, fer
fram í Nýheijasalnum í Skaftahlíð
24 í Reykjavík. Davíð Oddsson, for-
sætisráðherra, mun setja mótið með
því að leika fyrsta leikinn að við-
stöddum m.a. formanni Blindrafé-
lagsins og forseta Skáksambands
Islands.
Þetta fyrsta íslandsmeistaramót
í blindskák er lokað mót þar sem
flestir sterkustu skákmenn landsins
mæta til leiks, m.a. fímm stórmeist-
arar úr ólympíuliði íslands, þeir
Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson,
Hannes Hlífar Stefánsson, Þröstur
Þórhallsson og Helgi Áss Grétars-
son. Auk stórmeistaranna tefla þeir
Dan Hansson, Jón Viktor Gunnars-
son, Áskell Örn Kárason, Berg-
steinn Einarsson og Sigurður Daði
Sigfússon.
Mótið fer þannig fram að tefldar
verða undanrásir í tveimur riðlum
dagana 5. og 6. september, að þeim
loknum leika tveir efstu menn úr
hvorum riðli eina útsláttarumferð.
Sunnudaginn 7. september kl. 14
verða tefldar úrslitaskákir mótsins.
Úrslitaskákirnar fara fram í beinni
útsendingu úr sjónvarpssal Sýnar.
Teflt verður með Fischer klukku
og fá keppendur 10 mínútur í upp-
hafstíma og eftir það 20 sekúndur
fyrir hvern leik sem þeir leika.
Tölvudeild Nýherja annast
tæknilega hlið mótsins en skák-
mennirnir munu sitja við tölvur og
sjá á skjánum aðeins taflborðið en
ekki taflmennina. Þeir sjá ennfrem-
ur síðasta leik andstæðingsins og
tilkynna um leiki sína með því að
styðja bendlinum á reiti á auðu
skákborðinu.
Sýndir verða valdir kaflar úr
undanrásunum á Sýn kl. 13 á
sunnudag. Hægt verður að fylgjast
jafnharðan með hveijum leik í mót-
inu á veraldarvefnum á slóðinni
Titaninum.islandia.is, port 5000.
Nánari upplýsingar um mótið er
einnig að finna á heimasíðu Skákar
á íslandi á slóðinni
http://www.vks.is/skak og forrit til
móttöku upplýsinga á
http://www.dfong.com/chess-
bd/index.html.
íslandsmótið í blindskák er í boði
Nýheija en Búnaðarbanki Islands
gefur verðlaunafé. Þó hér sé um
að ræða fyrsta íslandsmótið í blind-
skák á blindskák sér langa sögu
hérlendis sem erlendis. Er það ætl-
un Blindrafélagsins og Skáksam-
bandsins að þetta verði árlegur við-
burður héðan í frá og að næst verði
unnt að efna til opinna undanrása
og gefa þannig enn fleirum kost á
að spreyta sig í þessari skemmtilegu
íþrótt.
Minningarsíður um
Díönu prinsessu
ÆGIS ehf. hefur komið upp minn-
ingarsíðu um Díönu prinsessu af
Wales (http://www.aegis.is/diana/),
þar sem Netbúum gefst kostur á því
að sýna samúð sína í verki og skrifa
í Samúðarbók. Á síðunni er mynd
af Díönu prinsessu og getur fólk
skráð nafn sitt, netpóstfang og sam-
úðarkveðju til aðstandenda Díönu.
Kveðjur þessar verða sendar til
réttra aðila næstkomandi laugardag,
eftir jarðarför Díönu prinsessu.
Á hádegi í gær höfðu yfir 10
þúsund einstaklingar og fyrirtæki
heimsótt síðuna, meðal annars frá
Kína, Tævan, Króatíu og Perú, en
aðilar frá 50 löndum hafa heimsótt
síðuna, samkvæmt því sem kemur
fram í frétt frá Ægis ehf.
Þar segir ennfremur: „Þess má
geta að America On-Line (AOL)
hefur lýst ánægju sinni með fram-
takið og er síðan auglýst sérstaklega
fyrir notendur AOL sem eru rúmlega
9.000.000. CNN hefur einnig aug-
lýst þessa síðu ásamt öðrum síðum
sem bjóða upp á samúðarkveðjur í
gegnum alnetið.
Síða þessi hefur verið valin „Edit-
ors Choice" hjá WEB-Magazine, sem
er eitt stærsta nettímarit á Vefnum
og er það mikill heiður fyrir síðu sem
þessa.
Hægt er að skrá nafn sitt og raf-
póstfang á http://www.aeg-
is.is/diana/ og eru allir, sem ekki
hafa sent inn sína línu nú þegar,
hvattir til að gera það sem fyrst.“
Fundur um stöðuna
á Norður-Irlandi
ALÞJÓÐAFÉLAG stjórnmálafræði-
nema við Háskóla íslands efnir til
hádegisfundar föstudaginn 5. sept-
ember er ber yfírskriftina Tímamót
á Norður-írlandi? Hinn 15. september
nk. eiga að hefjast eiginlegar viðræð-
ur um framtíðarskipan mála Norður-
írlands og er að sjá sem hér sé kom-
ið einstakt tækifæri til að koma á
langþráðum friði enda líklegt að
deiluaðilar fáist nú í fyrsta sinn til
að setjast niður við sama borð. Allt
veltur þó á því hvort sambandssinnar
samþykkja að setjast niður með full-
trúum írska lýðveldishersins IRA,
segir í fréttatilkynningu.
Tveir munu taka til máls á fund-
inum. Davíð Logi Sigurðsson sagn-
fræðingur mun flytja stuttan inn-
gang og spjalla lauslega um sögu
Norður-Irlands auk þess sem hann
mun velta upp ýmsum spurningum
sem vakna á þessum tímamótum.
Davíð Logi útskrifaðist með BA-
gráðu í sagnfræði frá Háskóla íslnds
í febrúar 1996 og stundaði sl. ár
meistaranám við Queens-háskóla í ■-
Belfast á Norður-írlandi í írskri sögu
og stjórnmálum auk þess að gegna
störfum fréttaritara fyrir Morgun-
blaðið.
í kjölfar Davíðs mun hr. Peter
Bell fjalla um samstarf írskra og
breskra stjórnvalda í friðarátt, at-
burði síðustu mánaða og framtíðar-
horfur. Bell gegnir stöðu aðalritara
ensk-írsku samráðsnefndarinnar í
Belfast auk þess sem hann er sér-
fræðingur í Norður-írlandsmála-
ráðuneyti bresku ríkisstjórnarinnar.
Á eftir mun Bell svara fyrirspurnum
fundarmanna.
Allir eru velkomnir á fundinn sem
fer fram á ensku og hefst í hátíðar-
sal aðalbyggingar Háskóla íslands
kl. 12.15.
Níunda starfs-
ár Dansskóla
Jóns Péturs
ogKöru
DANSSKÓLI Jóns Péturs og
Köru hefur nú í haust sitt níunda
starfsár.
„Hjá skólanum er sem fyrr boð-
ið upp á barnadansa, samkvæmis-
dansa, gömlu dansana og tjútt
fyrir fólk á öllum aldri, jafnt byrj-
endur sem lengra komna. Kántrý-
dansar hafa að undanförnu náð
mikilli fótfestu hér á landi og
verður boðið upp á sérnámskeið
í þeim. Fyrir þá sem ekki hafa
dansfélaga eru kántrýdansar til-
valdir," segir í fréttatilkynningu.
Fyrir yngstu nemendurna, 4-5
ára, er boðið upp á dans, söng
og leik. „Hjá eldri börnum og
unglingum er strax byrjað að
kenna samkvæmisdansa, þ.e. suð-
ur-ameríska og standard dansa
svo og helstu gömlu dansana.
Samhliða því verða þeim kenndir
kántrýdansar. Fyrir fullorðna
verða tvenns konar námskeið í
boði. Annars vegar námskeið í
kántrýdönsum þar sem nýjustu
dansarnir verða kenndir og liins
STARFSFÓLK skólans í vetur
eru Kara Arngrímsdóttir, Jón
Pétur Úlfljótsson, Logi Víg-
þórsson, Guðfinna Björnsdótt-
ir, Karen Lind Ólafsdóttir og
Stefán Guðleifsson.
vegar námskeið í samkvæmis-
dönsum," segir jafnframt.
I framhaldshópum er haldið
áfram að byggja upp dansinn á
þeim grunni sem fyrir er og bætt
inn fleiri dönsum og sporum. Fyr-
ir utan almenna kennslu er í skól-
anum æfingasalur sem er opinn
alia daga vikunnar.
Innritun á dansnámskeið skól-
ans stendur yfir daglega frá kl.
12-19.
■ SÍÐASTA kántrýbnll sumarsins
í Danshúsinu Glæsibæ verður hald-
ið laugardagskvöldið 6. september.
Ballið byrjar kl. 21 með danskennslu
þar sem Jóhann Örn Ólafsson
kennir nokkra línudansa við tónlist
frá Bjarna Degi. Hljómsveitin Far-
malls mun leika fyrir dansi á ballinu
og Jóhann Örn leiðir dansinn. Dans-
smiðja Hermanns Ragnars og
Dansskóli Auðar Haralds standa
fyrir uppákomu, kennslu og sýningu
í Kringlunni á laugardeginum frá
kl. 13. Þar verða kynnt þau fjöl-
mörgu dansnámskeið sem í boði
verða í vetur.
■ GÖNGUHÓPUR félngsmið-
stöðvnrinnar Hólmasels heldur
áfram göngu sinni í vetur. Safnast
er saman við félagsmiðstöðina
Hólmasel 4-6 kl. 10.30 alla laugar-
dagsmorgna og gengið í u.þ.b. klst.
undir stjórn Rúnu írisar Guðmunds-
dóttur íþróttakennara. Byijað verður
laugardaginn 6. september og eru
byijendur sem og lengra komnir
velkomnir.