Morgunblaðið - 05.09.1997, Side 48
'48 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF TIL BLAÐSINS
Opið bréf til forráða
manna Flugleiða
Frá Lennart Bernram:
LAUGARDAGINN 31. maí áttu
konan mín og ég að fljúga med
FI 204 frá Keflavík til Kaup-
mannahafnar kl. 16:00. Vegna
einhverrar bilunar var tilkynnt
rétt fyrir kl. 16, að fluginu hefði
seinkað til kl. 17:45. Þetta þýddi
að við myndum lenda í Kaup-
mannahöfn kl. 23:00 og þannig
missa síðasta flugið til Gauta-
•..borgar. Þar sem tvær aðrar flug-
vélar á leið til Kaupmannahafnar
voru að því komnar að fara í loft-
ið báðum við um að vera flutt
yfir á aðra hvora þeirra, en feng-
um þau svör að báðar vélarnar
væru fullar.
Af ýmsum ástæðum var mikil-
vægt fyrir okkur að komast heim
til Gautaborgar þetta sama kvöld
og því báðum við starfsfólk við
upplýsingaborð að athuga, hvort
Flugleiðir gætu ekki leigt fyrir
okkur bíl í Kaupmannahöfn, sem
við myndum aka sjálf þá 4 klukku-
stunda bílferð, sem er til Gauta-
borgar. Flugleiðir myndu borga
kostnaðinn af bílaleigubílnum og
feijunni yfir Eyrarsund í staðinn
fyrir að setja okkur á hótel í Kaup-
mannahöfn. Okkur var sagt að
þetta ætti vel að vera mögulegt
og var lofað að símabréf með upp-
lýsingum ásamt beiðni um þetta
yrði sent til Kaupmannahafnar.
Til öryggis báðum við um að vera
bókuð á fyrsta flug til Gautaborg-
ar á sunnudagsmorgni, ef þetta
myndi ekki ganga.
Á meðan við biðum í Keflavík
heyrði kona mín, sem er íslensk,
að starfsfólkið við upplýsingaborð-
ið talaði saman um tóm sæti í
annarri af flugvélunum, sem við
áður höfðum fengið upplýsingar
um að væru fullar. Flugleiðir höfðu
boðið SAGA-class farþegum þau
sæti, en þeir höfðu afjiakkað!
Fyrsta spurning mín er: Af
hveiju laug starfsfólk Flugleiða í
Keflavík um þessi tómu sæti?
Á Kastrup höfðum við samband
við starfsstúlku Flugleiða við hlið-
ið. Hún hafði fengið símabréfið frá
íslandi, en sagði okkur að Hertz
bílaleigunni væri lokað klukkan
22:00 (klukkan var um 23) og þar
sem bílstjórinn yrði sjálfur að taka
^við bílaleigubílnum hefði ekki ver-
ið hægt að gera neitt í málinu.
Það eina sem var hægt að „bjóða
okkur uppá“ var hótelherbergi yfir
nóttina í Kaupmannahöfn. Ég bað
þá um að fá að tala við einhvern
ábyrgan yfirmann hjá Flugleiðum
annaðhvort á Kastrup eða í Kefla-
vík. Ég varð meira en lítið hissa,
þegar svarið var, að Flugleiðir
hafa engann ábyrgan yfirmann,
sem er hægt að ná í eftir kl. 23:00
að staðartíma í Kaupmannahöfn,
hvorki þar eða á íslandi!
Önnur spurning mín er: Er
þetta satt, eða laug hún líka?
Hafa Flugleiðir engann ábyrgan
“'•yfirmann sem hægt er að ná í
eftir myrkur? Vita flugmálayfir-
völd um þetta?
Við vorum send til upplýsinga-
borðs SAS á Kastrup til að fá
bókun á hóteli og á flugi næsta
morgun. Flugleiðir höfðu þá bókað
okkur á flug til Gautaborgar kl.
10:20, ekki á fyrsta flug kl. 9:20,
eins og við höfðum beðið um.
Þriðja spurning mín: Af hveiju
vorum við ekki bókuð á fyrsta
flug eins og beðið var um, þar
sem nóg var af sætum? Var verið
að reyna að valda okkur vandræð-
um, eða er þetta bara merki um
almennt áhugaleysi gagnvart far-
þegum (alltént ef þeir fljúga ekki
í SAGA-class)?
Það sem síðan gerði að upp úr
sauð var, að á sunnudagsmorgni
höfðum við samband við skrif-
stofu Hertz á Kastrup og fengum
það staðfest, að Heitz sé vissu-
lega lokað kl. 22:00, en skrifstof-
unni sé haldið opinni og beðið
eftir farþegum, sem hafa pantað
bíl hjá bílaleigunni, ef komu flugs
þeirra seinkar!! Stúlkan, sem var
hjá Hertz þennan sunnudags-
morgun, hafði sjálf setið og beðið
eftir farþega kvöldið áður fram
til kl 23:30, af því að vél hans
hafði seinkað. Hún sagði þetta
vera sið, sem öll flugfélögin vissu
um.
Fjórða spurning mín: Af hveiju
laug starfsstúlka Flugleiða á
Kastrup að okkur? Var það bara
af því að enginn nennti að hjálpa
okkur eða hafði hún einhveija
aðra ástæðu til þess? Er þetta
hluti af þjónustuvilja ykkar og
ímynd gagnvart farþegum?
Ég hef flogið mikið með mörg-
um mismunandi flugfélögum, en
aldrei orðið fyrir eins miklu skeyt-
ingarleysi og starfsfólk Flugleiða
sýndi okkur í þessari ferð. Var það
bara óheppileg tilviljun, að svona
margt fólk, sem ekki er starfi sínu
vaxið, var í vinnu samtímis, eða
er þetta hið sanna andlit flugfé-
lags, sem er nánast einokunarfyr-
irtæki? Það er jú í erfiðleikum sem
reynir á þjónustuandann og greið-
viknina. Viðhorf stúlkunnar við
hliðið á Kastrup minnti mig á það,
sem maður rakst á í Austur-Evr-
ópulöndum hér áður fyrr; afstöðu
sem gengur ekki á vesturlöndum
nútímans með síharðnandi sam-
keppni. Hún var mjög slæm aug-
lýsing fýrir fyrirtæki sitt.
Ég vil fá spumingum mínum
til Flugleiða svarað og vænti skýr-
inga Flugleiða á því, sem ég hér
hef lýst. Ég vil líka vita hvað Flug-
leiðir hyggjast gera til að þetta
endurtaki sig ekki. Ég mun auðvit-
að reyna að komast hjá því að
fljúga með Flugleiðum, ef ég fæ
ekki tæmandi svör.
í byijun júní fengu Flugleiðir í
Stokkhólmi þessar spurningar.
Þrátt fyrir fleiri áminningar hefur
ekkert svar borist mér. Þess vegna
vel ég að bera fram spurningar
mínar í þessu opna bréfi til for-
ráðamanna Flugleiða, eins og ég
tilkynnti að ég myndi gera, ef ég
fengi ekki svar, þegar ég sendi
Flugleiðum bréf þetta í fyrsta sinn.
Fyrirtæki eins og Flugleiðir,
sem hafa nánast einokun á flug-
ferðum milli íslands og umheims-
ins, ber mikla ábyrgð gagnvart
farþegum sínum. Það er langt að
róa til íslands.
LENNARTBERNRAM,
Aspgatan 20,
426 77 V Frölunda.
*
Góðir skór á stráka
og stelpur
stærðir 22-36 svartir
3.990
smáskór
i bláu húsi við íákafen 8Ími 568 3919
ÍDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
Stuttur
afgreiðslutími
MAÐUR hringdi til Vel-
vakanda og vildi kvarta
yfir því hve stuttur af-
greiðslutími strætisvagna-
skiptistöðvarinnar í Ár-
túnsholti væri. Hann segir
að húsið sé opnað um 8 á
morgnana og því lokað á
milli kl. 17 og 18. Fjöldi
fólks þarf að komast ferða
sinna bæði fýrir og eftir
þennan tíma og þá þurfa
þeir að bíða úti, og á vet-
urna gjama í slæmum veð-
rum. Þá er enga snyrtiað-
stöðu að hafa fyrir og eft-
ir þennan opnunartíma og
það getur stundum verið
bagalegt. Einnig minntist
hann á að sér þætti stræt-
isvagnarnir oft ekki nógu
snyrtilegir.
Fyrirspurnir
MARGRÉT er með fyrir-
spum til Ríkisútvarpsins,
Rásar 1, um ljóð dagsins.
Hún var að velta því fyrir
sér hvort það væri skylda
að hafa þau alltaf svona
átakanleg.
Margrét var að fá launa-
seðilinn sinn frá Trygg-
ingastofnun ríkisins 3.
september. Hún spyr hvort
ekki sé hægt að senda seð-
ilinn heim til fólks fyrir
mánaðamót þannig að
hægt sé að sjá hvaða upp-
hæð er útborguð 1. sept.
Margrét sá myndir og
auglýsingar um skólanesti
bama og hún vill spyija
fólkið sem sér um efni í
auglýsingarnar hvort það
hafi aldrei heyrt talað um
gróft brauð, henni virðist
allt brauð í auglýsingunum
vera úr hvítu hveiti.
Tapað/fundið
Veski tapaðist
SVART karlmannsveski
með skilríkjum o.þ.h. týnd-
ist í Sambíóinu við Álfa-
bakka á milli kl. 16 og 17
sl. sunnudag. Finnandi er
vinsamlega beðinn að
hringja í síma 557-5997.
Myndamöppur
í óskilum
TVÆR myndamöppur em
í óskilum hjá Bæjarleið-
um. Myndirnar í möpp-
unni eru frá Bandaríkjun-
um. Þeir sem kannast við
að hafa gleymt mynda-
möppum í leigubíl eru
beðnir að hafa samband
við Bæjarleiðir.
Barnajakki
í óskilum
BARNAJAKKI, hvítur,
fannst í Elliðaárdalnum.
Uppl. í síma 567-0814.
Leiktölva fannst
LEIKJATÖLVA, Game
Boy, fannst við Furagrand
í Kópavogi. Uppl. í síma
557-8226.
Dýrahald
Krúsí er týnd
KRÚSÍ sem er hvít læða
týndist frá Óðinsgötu 4 að-
faranótt sunnudags 31. ág-
úst. Hún er 5 mánaða og
er með bleika ól og grænt
merkispjald. Þeir sem hafa
orðið varir við hana hafi
samband í síma 561-3272
eða 565-1075. Fundarlaun.
Svartur kettlingur
í óskilum
SVARTUR kettlingur, 4-5
mánaða, fannst við Kúr-
land föstudaginn 28. ág-
úst. Uppl. í síma
588-8128.
Högnióskar
eftir heimili
EINS og hálfs árs högni
óskar eftir góðu heimili
vegna flutnings. Hann er
geltur og eymamerktur.
Uppl. í síma 565-2818.
SKAK
limsjön Marjjcir
Pétursson
HVÍTUR leikur og vinnur.
STAÐAN kom upp á stóra
opna mótinu í Berlín í sum-
ar. Rússneski stórmeistar-
inn Udar Ibragimov
(2.585) var með hvítt og
átti leik, en Þjóðveijinn
Georg Seul (2.425) hafði
svart.
30. Hxg5+! - Kh7 (Þetta
er engu betra en að þiggja
fómina. Þá blasir mát við
eftir 30. -
hxg5 31.
Dxg5+ -
Kh7 32.
Hc4) 31.
Hh5 og
svartur
gafst upp.
Skák-
menn frá
fyrrum Sov-
étríkjum
voru sigur-
sælir í Berl-
ín eins og
svo oft áður:
1.-4.
Kruppa,
Savtsjenko
og Lemer,
Úkraínu og Tsjútsjelov,
Hvíta-Rússlandi 7 'U v.
5.-22. Lajos Portisch ,
Ungveijalandi, Asejev,
Glek, Episín, Kharitonov,
Smirin, Loginov og Genba,
Rússlandi, G. Kuzmin,
Eingorn, Baklan og Tim-
oschenko, Úkraínu, De la
Riva, Spáni, David, Lúx-
emborg og Þjóðveijarnir
Hertneck og Siegel 7 v.
Stigahæsti keppandinn
á mótinu, Frakkinn Joel
Lautier, var í hópi 18 skák-
manna sem hlutu 6 ‘A v.
Guðfríður Lilja Grétars-
dóttir keppti á mótinu og
hlaut fjóra vinninga. Hún
byijaði vel, en tapaði
tveimur síðustu skákunum.
Keppendur voru 542 tals-
ins.
Helgarskákmót TR hefst
í kvöld kl. 19.30 í félags-
heimilinu Faxafeni 12.
Mótinu lýkur á sunnudags-
kvöld. Verðlaun eru 20
þús., 12 þús. og 8 þús.
Þátttökugjöld eru kr. 1.500
fyrir félagsmenn í TR en
2.300 fyrir aðra. Fyrir 15
ára og yngri kostar 1.000
fýrir félaga í TR en 1.500
fyrir utanfélagsmenn. Öll-
um heimil þátttaka.
Pennavinir
ÞRJÁTÍU og tveggja ára
þýsk kona með áhuga á
hestum, bókmenntum og
kvikmyndum:
Ilona Burckhart,
Auf der Wirth 4,
55768 Hoppstadten,
Germany.
ÞÝSKUR frímerkjasafn-
ari óskar eftir bréfaskipt-
um við íslenska frímerkja-
safnara með skiptum á
þýskum og íslenskum
merkjum í huga. Skrifar
bæði á ensku auk þýsku:
Wilhelm Burfeindt,
Haydn-Strasse 18a,
D-27474 Cuxhaven,
Deutschland.
Víkveiji skrifar...
HÚN VAR tímabær umræðan
um erfisdrykkjur, sem Ás-
birni Björnssyni fýrrverandi for-
stjóra Kirkjugarða Reykjavíkur-
prófastsdæmis tókst að koma á
varfærnislegan hátt á prent í Morg-
unblaðinu 26. ágúst sl. Mætti hún
vekja viðbrögð fleiri og fá þannig
fram enn frekari umræður. Það er
mikið rétt hjá honum að útfarar-
kostnaður getur aukist verulega
þurfi menn að leigja sal og reiða
fram veitingar fyrir 100-200
manns og jafnvel fleiri.
Ásbjöm vekur ennfremur athygli
á þeirri gömlu, góðu venju að bjóða
aðeins líkmönnum og nánasta
venslafólki í erfisdrykkjur og segir
að hún sé í fullu gildi, enda þótt
hún sé á hröðu undanhaldi. Síðast
í grein sinni nefnir hann að fleiri
atriði mætti tína til en þau sem
hann tiltók, þ.e. dánartilkynningar,
jarðarfararauglýsingar og erfis-
drykkjur. Vonandi snýr eitt af þeim
atriðum, sem hann hefur í huga,
að minningargreinum, þar sem æ
algengara verður að nánustu ætt-
ingjar, svo sem foreldrar eða börn,
skrifi um hinn látna. Víkveiji treyst-
ir Ásbirni fullkomlega til að fjalla
um þann þátt á sama varfærna
háttinn og hann gerði að þessu
sinni.
Öll málefni sem snúa að láti fólks,
hvort sem eru jarðarfarir, erfis-
drykkjur, minningargreinar eða
samúð er viðkvæmt umfjöllunar-
efni, sem sumir mega jafnvel ekki
hugsa til að séu rædd opinskátt.
Jenna Jensdóttir rithöfundur er ein
þeirra sem tókst að koma sjónar-
miðum sínum um minningargreinar
á framfæri í Morgunblaðinu fyrir
skömmu af varfærni og án þess að
særa, að mati Víkveija.
XXX
MIKIL gróska hefur verið í ís-
lenskri kvikmyndagerð á
undanförnum árum, sem er af hinu
góða. Nýlega var kvikmyndin Blossi
frumsýnd og á næstunni er heimild-
armyndin María væntanleg í kvik-
myndahúsin. Myndin fjallar um ör-
lög þýskrar konu, sem flýr skort
eftirstríðsáranna og kemur til ís-
lands að vinna á bóndabæ.
í samtali við Friðrik Þór Friðriks-
son í Morgunblaðinu segist hann
viss um að myndin höfði m.a. til
þeirrar kynslóðar, sem tók á móti
þýska verkafólkinu á þessum árum.
Undir þetta getur Víkveiji tekið.
Hitt er annað mál að ef til vill kem-
ur færra eldra fólk í kvikmyndahús-
in en menn reikna almennt með.
Ástæðan er ekki kvikmyndavalið
heldur hávaðinn sem fylgir THX-
hljóðkerfinu.
xxx
ÍKVERJI þekkir til fullorðins
fólks sem hefur nánast ekki
farið í kvikmyndahús síðan THX
var tekið upp af þeirri einföldu
ástæðu að því ofbýður hávaðinn.
Einnig frétti Víkverji af eldri
manni sem sat með stórar eyrna-
hlífar af þeirri gerð, sem menn
nota í frystihúsum og þegar unnið
er með loftbora. Ungir krakkar
spurðu hvers vegna hann væri með
þetta tæki á höfðinu og hann svar-
aði því til að hávaðinn væri annars
alltof mikill.
Væri ekki athugunar vert fyrir
kvikmyndahúsin að stilla græjurnar
eilítið lægra einhvern ákveðinn tíma
dagsins, t.d. í „5-bíó“, svo að þeir
sem hafa viðkvæma heyrn geti not-
ið kvikmyndanna á sama hátt og
aðrir?