Morgunblaðið - 10.09.1997, Page 4

Morgunblaðið - 10.09.1997, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jafnmörg skattamál til lögreglu á þessu ári og á síðustu þremur Búist við mikilli í‘j ölgim dóma í skattsvikamálum MÁLUM, sem embætti skattrann- sóknarstjóra vísar til lögreglu, hef- ur fjölgað mikið á þessu ári. Árið 1994, ári eftir að embættið var stofnað, fóru 16 mál til lögreglu, 25 árið 1995 og 27 á síðasta ári. Á þessu ári eru málin þegar orðin 66, eða nær jafnmörg og þrjú fyrri ár. Helstu brot, sem skattrannsókn- arstjóri óskar opinberrar rannsókn- ar á, varða vantaldar tekjur af at- vinnurekstri eða að ekki er staðið skil á virðisaukaskatti eða stað- greiðslu. Engin ein atvinnugrein sker sig þar úr. Fyrsta starfsár sitt skilaði emb- ætti skattrannsóknarstjóra 23 millj- ónum króna í ríkissjóð, en í fyrra voru um 550 milljónir króna af tekj- um ríkissjóðs raktar til skattrann- sókna. Rannsóknarmönnum við embætti skattrannsóknarstjóra verður fjölgað á næstunni, úr 17 í 20. Skúli Eggert Þórðarson, skatt- rannsóknarstjóri ríkisins, segir að hingað til hafi dómstólar. dæmt í tveimur til fimm skattsvikamálum á ári, en nú megi búast við mikilli fjölgun dóma. „Skýringin á þessari skyndilegu fjölgun er að hluta sú, að meðferð mála tekur oft langan tíma. Eftir að rannsókn okkar lýkur fer málið til endurákvörðunar ríkisskatt- stjóra. Þar eru tvö kærustig og loks getur málið komið til kasta yfir- skattanefndar. Eftir að málsmeð- ferðinni lýkur tekur embætti skatt- rannsóknarstjóra ákvörðun um refsimeðferð. Á þessu ári höfum við getað lokið við að afgreiða mörg mál, sem höfðu verið í vinnslu skattayfirvalda undanfarin tvö til þijú ár.“ Upphæð og saknæmi ráða rannsókn Skúli Eggert segir að það fari eftir eðli máls hvort skattrann- sóknarstjóri vísi máli til lögreglu eða til yfirskattanefndar. „Meðferð yfirskattanefndar er lokuð og að- eins gjaldandi sjálfur og starfs- menn skattayfirvalda fá upplýs- ingar um málið. Fari það hins veg- ar fyrir dómstóla getur hver sem er kynnt sér málavexti og um slík mál er gjarnan fjallað í fjölmiðlum. Ef um verulegar upphæðir er að ræða, aðstæður sem auka saknæmi brots eða það er talið sérstaklega vítavert af öðrum ástæðum, vísum við málum til opinberrar meðferð- ar.“ Skattrannsóknarstjóri segir að hann geti ekki tíundað meðalupp- hæð í þeim skattsvikamálum sem vísað hafi verið til lögreglu á þessu ári. Hann kveðst reikna með að um 40 til 50 málum verði árlega vísað til lögreglu á næstu árum. Glæðist í Smugunni SJÖ íslensk skip eru nú í Smug- unni og hættu nokkur við heim- ferð í gær þegar veiði glæddist á ný eftir ördeyðu. Að sögn Friðriks Guðmunds- sonar, framkvæmdastjóra Tanga á Vopnafirði, var skip fyrirtækis- ins Brettingur að búa sig til heim- ferðar eftir 35 daga dvöl í Smug- unni en hætti við þegar Eyborg EA fann físk norðarlega I Smug- unni. Friðrik segir að ágætur afli hafí verið á þessum slóðum á fimmtudag og föstudag í síðustu viku en svo hafi tregast þar til í fýrrakvöld. Síðast þegar fréttist hafði Brettingur fengið 2 tonn í einu holi og 6 tonn í öðru eftir að skipið kom norður í gær. Afla- brögð eru jafnan svona í Smug- unni, segir Friðrik, að það skipt- ast á ördeyðukaflar og stuttir kaflar þar sem aflast vel. Veiði hefur verið dauf í Smugunni í ár og telur hann að afli íslenskra skipa þar sé innan við 5.000 tonn. Erfiðleikar við mönnun sláturhúsa Um 20 manns vantar á Blönduósi NOKKUÐ er um að fólk vanti til starfa í sláturhúsum um þessar mundir, m.a. vantar að minnsta kosti 20 starfsmenn til sláturhúss Sölufélags Austur-Húnvetninga á Blönduósi. Víða eru menn þegar í föstum störfum og taka síður tíma- bundin störf og með fækkandi fólki I sveitum eru færri kostir í boði. Gísli Garðarsson, sláturhússtjóri hjá Sölufélagi Austur-Húnvetn- inga, segist þurfa 60 manns til að geta farið af stað en hefur fengið um 40. „Við höfum ekki lent í þessu fyrr sem segir okkur að hér sé nóg að gera enda eru fleiri fyrirtæki að auglýsa eftir fólki,“ segir Gísli en sláturtíðin stendur í um fjórar vikur. „Það hefur kannski einhver áhrif að hún er orðin stutt miðað við það sem var áður. Nú er líka minna af fólki í sveitunum og þeir sem vilja stunda vinnu á annað borð eru komnir í fasta vinnu og þess vegna er ekki eins mikið af lausafólki.“ Gísli segir ráðgert að auglýsa eftir fólki en dugi það ekki verði að jafna sláturdögum niður uppá nýtt miðað við þau af- köst sem ráða megi við. Hættulega mikil þensla Þá hefur gengið hægar en áður að fá fólk til starfa hjá þeim þrem- ur sláturhúsum sem Sláturfélags Suðurlands rekur. „Þetta hafa ver- ið hefðbundin haustvandræði, kannski heldur meiri að þessu sinni vegna atvinnuástandsins," sagði Steinþór Skúlason, forstjóri SS. „Þetta er tímabundin vinna sem menn hlaupa síður í og það gildir um allan vinnumarkaðinn, það er orðin hættulega mikil þensla." SS þarf að ráða um 140 manns og stendur sláturtíðin yfir í um 8 vik- ur en hún hefst um miðja næstu viku. „Kjarninn af starfsfólki slát- urhúsanna er úr sveitunum og það hefur skilað sér sæmilega vel en er þó greinilega orðið færra.“ Fólk tók seint við sér Hjá sláturhúsi KEA á Akureyri er hins vegar nóg af starfsfólki. „Þetta gekk allt saman upp og miklu meira en það,“ sagði Óli Valdimarsson sem stjórnað hefur slátrun og kjötvinnslu í 40 ár. „Fólk tók hins vegar seint við sér og ég var hræddur um að þetta myndi ganga illa en sú varð ekki raunin, helst að við höfum færri vana menn.“ Óli segir að ráða þurfi 100 til 110 manns í törnina sem stendur í um 5 vikur. „Við höfum yfirleitt ekki lent í vandræðum með mann- skap, hann kemur úr bænum og nágrenni þrátt fyrir að ekki sé um að ræða eins mikla uppgripavinnu og var.“ Morgunblaðið/Kristinn INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra heilsar upp á Kristjönu Brynjólfsdóttur á nýju heim- ili hinnar síðarnefndu í Skógarbæ. Hjúkrunarheimilið Skógarbær í Mjódd Annar áfangi tekinn í notkun ANNAR áfangi hins nýja hjúkrunarheimilis Skóg- voru í fyrsta áfanga, þar sem starfsemi hófst í maí arbæjar í Mjódd var tekinn í notkun í gær. síðastliðnum. Gert er ráð fyrir að þriðja áfanga, með Þar með bættust við 24 ný hjúkrunarrúm en 22 rúm 28 rúmum, verði lokið í janúar á næsta ári. Skákþing á Akureyri SKÁKÞING íslands var sett á Akureyri síðdegis í gær. í fyrstu umferð vann Jóhann Hjartarson Þröst Þórhallsson, Sævar Bjama- son vann Rúnar Sigurpálsson, Hannes Hlífar Stefánsson vann Áskel Öm Kárason, Bragi Þor- finnsson vann Þorstein Þorsteins- son, Jón Viktor Gunnarsson og Arnar Þorsteinsson og Gylfi Þór- hallsson og Jón G. Viðarsson gerðu jafntefli. Þórarinn Egill Sveinsson forseti bæjarstjórnar Akureyrar setti mót- ið og lék fyrsta leikinn fyrir Jó- hann Hjartarsson en hann stýrði hvítu mönnunum á móti Þresti Þórhallssyni. Þar sem bókstafurinn Þ er ekki á borðinu gat hann notað millinafn sitt og lék E2 til E4. 10 ár em frá því Skákþing ís- lands var síðast haldið á Akureyri og 70 ár frá því skákþing var fyrst haldið í bænum. Teflt er í Alþýðu- Morgunblaðið/Kristján Þórarinn E. Sveinsson, forseti bæjarsljórnar Akureyrar lék fyrsta leikinn fyrir Jóhann Hjartarson og heilsar hér „andstæð- ingi“ sínum, Þresti Þórhallssyni. Hjá þeim stendur Þráinn Guð- mundsson, yfirdómari. húsinu, 4. hæð, og hefjast umferð- kl. 14. Öllum er fijálst að fylgjast ir kl. 17 á daginn en um helgar með mótinu en því lýkur 20. sept. I ) j I I I > í i i L

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.