Morgunblaðið - 10.09.1997, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1997 13
LANDIÐ
Morgunblaðið/Sig. Fannar.
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar lendir á þyrlupallinum.
Þyrlupallur í
notkun á Selfossi
Selfossi - Síðastliðinn fóstudag var
þyrlupallurinn við Sjúkrahús Suð-
urlands á Selfossi formlega tekinn í
notkun. Þyrlupallurinn hefur verið í
byggingu í nokkur ár undir stjórn
Almannavarnanefndar Selfoss og
nági’ennis. Aðildarsveitarfélögin
hafa stutt þessa framkvæmd með
beinum fjárframlögum og margir
hafa komið að verkinu án endur-
gjalds eða veitt mikinn afslátt af
kaupverði efnis og vinnu.
Það kom fram í ræðu Karls
Björnssonar, bæjarstjóra og for-
manns Aimannavarnanefndar Sel-
foss, að velvildin í garð þessara
framkvæmda sé næsta ótrúleg, það
er ekki algengt að opinber aðili eins
og Almannavarnanefnd skuli njóta
svo höfðinglegrar fyrirgreiðslu eins
og raun ber vitni. Fyrir þessa ein-
stöku velvild vildi Karl Björnsson
koma þökkum til þeirra sem að
verkinu hafa komið.
Morgunblaðið/Atli Vigfusson
HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra og Kristrún Ey-
mundsdóttir kona hans ræða við Þórarin B. Jónsson
bónda í Skarðaborg.
GUÐMUNDUR Bjarnason landbúnaðarráðherra á tali
við Jónas Bjarnason bónda á Héðinshöfða.
4
*
Ti ■
■ * * . *
AÐALSTEINN Baldursson, formaður Verkalýðsfélags
Húsavíkur er ekki sfður mikill áhugamaður um hag
sauðfjárbænda, enda einnig formaður Félags sauðfjár-
bænda á Húsavík.
Fjöl-
mennt á
Hrauns-
rétt
EFTIR þriggja daga
göngur á Þeistareyki var
réttað í Hraunsrétt sl.
sunnudag. Á þriðja þús-
und fjár í eigu Aðaldæl-
inga og Reykhverfunga
var í réttinni. Að venju
var Qöldi fólks saman
kominn og ungir sem
aldnir aðstoðuðu við rétt-
arstörfin.
Ráðherrar kjördæmis-
ins, þeir Guðmundur
Bjarnason, landbúnaðar-
og umhverfisráðherra, og
Halldór Blöndal sam-
gönguráðherra létu sig
ekki vanta á réttirnar en
þeir hafa verið fastir gest-
ir þar í fjölda ára.
Morgunblaðia/Kristján RAGNAR Þorsteinsson, bóndi
UNGA fólkið lét ekki sitt eftir liggja við réttarstörfin en það gat verið að betra að f Sýrnesi
þiggja aðstoð í sumum tilfellum.
Fjallað um Grettissögu á
sagnaþingi á Sauðárkróki
Sauðárkróki - Stofnun Sigurðar
Nordals og heimamenn stóðu fyrir
málþingi um sögu Grettis sterka
Ásmundarsonar í Fjölbrautaskólan-
um á Sauðárkróki helgina 23. og 24.
ágúst sl. Úlfar Bragason, forstöðu-
maður Stofnunar Sigurðar Nordals,
setti þingið og bauð gesti velkomna
en síðan var gengið til dagskrár.
Fyrirlesarar nálguðust Grettlu úr
ýmsum áttum og skoðuðu þessa vin-
sælu sögu frá mörgum og mismun-
andi sjónarhornum og höfðu flestir
að yfirskrift meitlaðar setningar úr
sögunni. Þannig nefndi Örnólfur
Thorsson erindi sitt: Enginn maður
skapar sig sjálfur og fjallaði þar
m.a. um þá þætti sem mestu um það
réðu að söguhetjan varð utangarðs-
maður og lánleysingi sem ekki nýtt-
ist atgervi og aðrir kostir til eðlilegs
lífs.
Guðvarður Már Gunnlaugsson
nefndi erindi sitt: Grettir vondum
vættum, veitti hel og þreytti þar
sem hann gerði að umtalsefni hvers
vegna saga útlagans hefði náð slík-
um vinsældum sem raun hefur orðið
á. Kristján Eiríksson nefndi sinn
fyrirlestur Kröpp eru kaup en Viðar
Hreinsson nefndi sinn þátt Vand-
ræðaunglingar í sveit og ræddi þar
um æsku og uppvaxtarár Grettis og
bar saman við nokkra aðra fyrir-
ferðarmikla einstaklinga í sögunum
sem líkt var ástatt um og Gretti.
Síðari dag ráðstefnunnar fjallaði
Ögmundur Helgason um Gretti í
þjóðsögum og sögnum og Helga
Kress nefndi erindi sitt Harður í
haus. Grettir og gróteskan. Þá lásu
Svanhildur Óskarsdóttir og Gunnar
Stefánsson Ijóð um Gretti og tengd
sögu hans á milli atriða.
A eftir hverju erindi var opnuð
mælendaskrá og tóku ráðstefnu-
gestir þátt í umræðum og vörpuðu
fram fyrirspurnum til frummæl-
enda. Meðal þeirra sem tóku til
máls var Jón Eiríksson, sá af
heimamönnum sem einna best
þekkir til sögu Grettis og útlegðar-
dvalar hans í Drangey og var spjall
hans ekki síður fróðlegt og
skemmtilegt en annarra, bæði
frummælenda og þeirra sem til
máls tóku undir þeim lið.
Við lok fyrri ráðstefnudags var
móttaka á vegum Sauðárkróks-
kaupstaðar en síðan var sameigin-
legur kvöldverður á Hótel Áningu.
Eftir hádegi seinni dags ráðstefn-
unnar var fyrirhuguð ferð til
Drangeyjar en af henni gat ekki
orðið þar sem ekki var fært tii eyj-
arinnar vegna veðurs en hins vegar
var farin ferð á landi þar sem ekið
var á milli sögustaða og gengið m.a.
að Grettislaug á Reykjanesi, komið
við í gamla kirkjugarðinum í Fagra-
nesi og skoðaður staðurinn þar sem
talið er að líkami Grettis hafi hlotið
hinsta legstaðinn en þeir bræður
Jón og Kristján Eiríkssynir hafa
sett þar upp merktan stein. Að lok-
Morgunblaðið/Bjbm Björnsson
HLUTI ráðstefnugesta skoðaði Grettislaug hjá Reykjum.
um var síðan skoðaður hinn gamli
þingstaður í Hegranesi en þar sést
vel til fornra mannvirkja og var
ferðin farin undir fróðlegri og
skemmtilegri leiðsögn þeirra Ög-
mundar Helgasonar og Kristjáns
Eiríkssonar.
í viðtölum við ráðstefnugesti kom
fram ánægja með ráðstefnuna og
töldu allir slíka umfjöllun um bók-
menntaarfmn mjög gagnlega og
ekki síður skemmtilega og mjög
lofsvert framtak Stofnunar Sigurð-
ar Nordals að standa að og taka
þátt í slíkum menningarviðburðum.
Þátttakendur í ráðstefnunni voru
um 80 og ráðstefnustjóri var Úlfar
Bragason.