Morgunblaðið - 10.09.1997, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Reuter
FRÁ SETNINGU ráðstefnunnar um frið og stöðugleika í Evrópu, sem haldin var í Vilníus.
Ráðstefna leiðtoga Mið- og Austur-Evrópuríkja
um frið og stöðugleika
Skýrum skilaboðum
beint til Vesturlanda
LEIÐTOGAR ríkja
Mið- og Austur-Evr-
ópu, sem um helgina
komu saman í Vilnius
til að ræða „sambúð
þjóða og grannasættir"
í nafni friðar og stöðug-
leika ! álfunni, sam-
mæltust um að beina
þeim skilaboðum til for-
ystumanna Vestur-
landa, að þjóðir á þessu
svæði geri tilkall til
samstarfs á jafnréttis-
grundvelli við nágranna
sína í vesturhluta álf-
unnar, sem og vestan
hafs.
Forsetar Litháens og
Póllands, Algirdas Brazauskas og
Aleksander Kwasniewski, voru gest-
gjafar ráðstefnunnar, sem forsetar
átta annarra ríkja í Mið- og Austur-
Evrópu sátu auk forsætisráðherra
Rússlands, en samtals héldu þar
tæplega fímmtíu fyrirlesarar erindi.
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrver-
andi utanríkisráðherra, var meðal
gesta á ráðstefnunni sem boðið var
að halda þar framsögu.
„Til ráðstefnunnar var stefnt for-
setum og forsætisráðherrum 11 ríkja
á þessu svæði. Tilgangurinn var
augljóslega sá, eins og fram kom í
máli þeirra þjóðarleiðtoga sem þarna
töluðu, að koma ákveðnum skilaboð-
um á framfæri við leiðtoga Evrópu-
sambandsins og Atlantshafsbanda-
lagsins, þ.e.a.s. Bandaríkin," sagði
Jón Baldvin.
„Allir leiðtogarnir, að undanskild-
um forsætisráðherra Rússlands og
forseta Hvíta-Rússlands, voru á einu
máli um að stöðugleiki og öryggi
Vatikamð. Reuter
SVO GETUR farið að móðir Teresa,
sem lést í Kalkútta á föstudag, fái
skjótari inntöku í dýrlingatölu róm-
versk kaþólsku kirkjunnar, en hing-
að til hefur þekkst.
Samkvæmt reglum Vatíkansins
getur hið langa og flókna ferli ekki
hafist fyrr en fimm árum eftir and-
lát þess sem um ræðir. Það getur
síðan tekið áratugi, jafnvel aldir, að
fullkomna ferlið sem m.a. felst í þvi
að sanna að tvö kraftaverk hafi orð-
ið eftir að bænum var beint til þess
sem um ræðir.
Evrópu yrði bezt tryggt
með því að þessi ríki
gerðust fullir aðilar að
Evrópusambandinu. “
Eftirstríðsástand
Jón Baldvin sagði
það hafa vakið athygli
sína, að fleiri en einn
ræðumaður vitnaði til
þess að Mið-Evrópubú-
ar stæðu í svipuðum
sporum og íbúar Vest-
ur-Evrópu á árunum
eftir lok síðari heims-
styijaldar, um 1945-
1950. í raun og veru
hefði stríðinu ekki lokið
á þessu svæði fyrr en
árið 1989. „Þær gífurlegu breyting-
ar sem hafa orðið á þessum tiltölu-
lega fáu árum - hrun Berlínarmúrs-
ins, endurheimt sjálfstæðis Mið- og
Austur-Evrópuríkja, upplausn Var-
sjárbandalagsins, sameining Þýzka-
lands, upplausn Sovétríkjanna, end-
urheimt sjálfstæðis Eystrasaltsríkja
og fleira - þetta eru alveg ótrúlega
miklar breytingar á skömmum tíma
og þýða að forystumenn Mið-Evrópu
líta á þau vandamál sem þeir standa
frammi fyrir sem vandamál stríðs-
loka og umskipta frá alræðisstjórn-
arfari yfir í lýðræði, réttarríki og
markaðsbúskap," sagði Jón.
Einnig sagði Jón marga ræðu-
menn, ekki sízt þá sem voru sagn-
fræðingar, hafa fjallað mikið um það
sem þeir kölluðu „bölvun sögunnar"
og litu svo á að í raun og veru hafi
saga 20. aldarinnar verið saga linnu-
lausrar borgarastyijaldar, og engir
hafi orðið með jafn átakanlegum
hætti fómarlömb þessara átaka og
Samkvæmt upplýsingum úr Vat-
íkaninu getur hins vegar verið að
gerðar verði einhverjar undanþág-
ur vegna sérstöðu móður Teresu,
sem helgaði líf sitt hjálparstarfi á
meðal fátækra á Indlandi. Jóhann-
es Páll páfi, sem hefur alræðisvald
yfir málefnum kirkjunnar og getur
því ákveðið að líta framhjá reglum
hennar, hafði sérstakt dálæti á
móður Teresu og því er ekki talið
ólíkegt að hann liðki eitthvað fyrir
framgangi þessa máls.
þessarar sögu en einmitt Mið- og
Austur-Evrópa.
„Þeir vitnuðu til þess hvernig
Vestur-Evrópa reis úr rústum stríðs-
ins upp úr 1950, fyrst og fremst á
grundvelli friðarhugsjónar Evrópu-
hugmyndarinnar og Evrópusam-
bandsins, sem reist er á grundvelli
þeirrar hugsjónar,“ sagði Jón. Hann
sagði einnig mikið hafa verið fjallað
um breytingar á stöðu þjóðríkja, um
takmarkanir á fullveldi ríkja og kosti
þess, eins og reynslan af ESB hefði
sannað, að styrkja í raun þjóðar-
heildir með því að deila eða sameina
fullveldi ríkja í öflugu bandalagi,
jafnframt nauðsyn þess að þetta
væri bandalag Evrópuþjóða, ekki
Bandaríki Evrópu.
Úttekt á „þroskastigi“
væntanlegra ESB-ríkja
Mikið var einnig rætt um það mat
sem ESB hefði látið gera á því hvern-
ig þessum löndum hefði miðað i átt-
ina að því að uppfylla þau efnahags-
legu og pólitísku skilyrði sem sam-
bandið hefur sett fyrir aðild hinna
fyrrverandi kommúnistaríkja. „Þá
var skoðað hvað það er sérstaklega
sem skortir á til að þetta takmark
náist,“ sagði Jón og vísaði til orða
Brazauskas Litháensforseta, sem
sagði að þetta væri sennilega í fyrsta
sinn sem gerð hefði verið svo ræki-
leg heildarúttekt á „þroskastigi"
þessara þjóðfélaga, sem leiðtogar
þeirra skilgreindu nú allir sem einn
sem „væntanleg aðildarríki" ESB.
Mikill samhljómur
„Niðurstaðan var sem sagt sú, að
það var ótrúlega mikill samhljómur
í máli þeirra sem þarna töluðu,"
sagði Jón. Tilgangurinn hefði verið
sá að frá þessari ráðstefnu bærust
skilaboð til Vesturlanda, „skilaboðin
frá Vilnius". „Þau eru skýr,“ segir
Jón Baldvin. Þau séu að Mið-Evrópa
sem svæði geri tilkall til samstarfs
á jafnréttisgrundvelli við Vestur-
Evrópu, ríkin fái öll aðild að Evrópu-
sambandinu og fullnægi skilyrðum
þess um lýðræði, mannréttindi og
réttaröryggi.
Rússland var rætt sem sérstakt
vandamál. Tvísýnt þætti hvernig
umbótaferlinu' þar reiddi af. Rúss-
land þyrfti fyrst og fremst tíma til
að græða sín eigin sár frá fyrri tíð
og koma þessum umbótum á traust-
an grundvöll. „Menn slógu því föstu
að umbótaferlið væri það vel á veg
komið í hinum ríkjunum á svæðinu
að þar yrði ekki aftur snúið, en þetta
væri ekki hægt að fullyrða um Rúss-
land,“ sagði Jón Baldvin.
Jón Baldvin
Hannibalsson
Móður Teresu hrað-
að í dýrlingatölu?
Ekki fyrsta rimma Spencers jarls
við slúðurblöðin
Breska pressan
mesta krabbamein-
ið á þjóðfélaginu
ÝMIS orð hafa verið notuð til að
lýsa ræðu Charles Spencers jarls
við útför systur sinnar, Díönu
prinsessu af Wales. Talað hefur
verið um „úthugsaða hefnd“,
Athygli fjölmiðla beindist óhjá-
kvæmilega að Spencer eftir að
systir hans giftist Karli Breta-
prinsi. Spencer, sem er 33 ára,
lærði sagnfræði I Oxford þar sem
„grimmd", að „sár hafi verið opn- hann lagði áherslu á frönsku bylt-
uð“, hann hafi misst
stjóm á skapi sínu,
skapað sundrungu og
sýnt dómgreindar-
leysi. Þegar Spencer
hafði lokið máli sínu
á laugardag voru
fyrstu viðbrögð al-
mennings hins vegar
að samsinna honum.
Viðbrögð Spenc-
ers, bæði þegar hann
kvaddi systur sína og
þegar hann las yfír-
lýsingu í viðurvist
blaðamanna fyrir
utan heimili sitt dag-
inn, sem systir hans
lét lífið, kunna að
vera umdeild, en víst
Charles Spencer
jarl.
er að þau hafa haft afgerandi áhrif
á umræðuna um það hvort setja
eigi reglur um það hvað ljósmynd-
arar og fjölmiðlar megi ganga langt
í leit sinni að fréttum, upplýsingum
og myndefni úr einkalífi fræga
fólksins.
í gær skoraði Wakeham lávarð-
ur, formaður nefndar, sem fjallar
um ásakanir á hendur íjölmiðlum,
á bresku blöðin að virða rétt Vil-
hjálms og Harrys, sona Díönu og
Karls Bretaprins, til að fá að vera
í friði meðan á skólagöngu þeirra
stendur. Kvaðst Wakeham vilja
endurskoða hlutverk æsifréttaljós-
myndara, sem hafa verið sakaðir
um að hafa átt þátt í dauða Díönu
í bílslysi fyrir rúmri viku.
Spencer í slúðurblöðunum
Fjölmiðlar fylgdust með Díönu
prinsessu nánast við hvert fótmál,
en Spencer bróðir hennar fór held-
ur ekki varhluta af athygli slúður-
blaðanna.
ínguna. Árið 1989
kvæntist hann Vict-
oriu Lockwood, fyrr-
verandi fyrirsætu, og
eiga þau fjögur börn.
Hjónaband hans
komst á síður slúður-
blaðanna þegar hann
gekkst við því að
hafa haldið fram hjá
konu sinni árið 1991
með Sally Ann Las-
son. Lasson hafði
sagt vikublaðinu
News of the World
frá sambandinu, en
Spencer tókst að
hrifsa frumkvæðið
með því að játa synd-
ir sínar í dagblaðinu
Daily Mail áður en vikublaðið kom
út.
Deilt við slúðurblöðin
í maí árið 1994 sakaði Spencer
fjölmiðla um að hafa eyðilagt
hjónaband systur sinnar. Sagði
hann að á bresku slúðurblöðunum
ynnu „sennilega ófyrirleitnustu
blaðamenn nokkurs lands". Dag-
blaðið The Sun var ekki lengi að
svara: „Hann fæddist með silfur-
skeið í munni. Synd að hann skyldi
ekki láta hana vera í munninum
svo að hann gæti ekki farið með
slíkan þvætting."
Þótt Spencer hafi ímugust á
mörgum þáttum fjölmiðlunar hef-
ur hann starfað sem fréttamaður,
meðal annars hjá bandarísku sjón-
varpsstöðinni NBC. Andúðin á
starfsbræðum sínum hjá prent-
miðlunum leynir sér hins vegar
ekki: „Ég tel að breska pressan
sé mesta krabbameinið á þjóðfé-
laginu," sagði hann eitt sinn.
Hinsta hvíla Díönu
VICTOR Malan, presturinn sem
jarðsöng Díönu, prinsessu af Wal-
es, við einkaathöfn á landareign
fjölskyldu hennar í Norður-Eng-
landi á laugardag, segir að notaður
hafi verið áttaviti til að tryggja það
að gröfín snéri í átt að rísandi sólu.
Milan, sem er fæddur í Suður-
Afríku, kvaðst hafa þekkt Díönu
frá því hún var 14 ára gömul og
lýsti henni sem hjartahlýrri, ör-
látri og liflegri stúlku sem stund-
um átti erfitt með að sitja kyrr
við guðsþjónustur. Hann neitaði
hins vegar að gefa nánari upplýs-
ingar um athöfnina, að ósk fjöl-
skyldu hennar.
Hvíldarstaður á
bernskuslóðum
í upphafi var talið að Díana
yrði jörðuð í kapellu Spencer-fjöl-
skyldunnar í Kirkju heilagrar Mar-
íu í Great Brington, þar sem 20
kynslóðir fjölskyldunnar hvíla.
Fjölskylda hennar valdi hins vegar
að jarðsetja hana á landareigninni
Althorp þar sem hún ólst upp. Þar
var gröfinni valinn staður á eyju
í stöðuvatni, sem nefnt er Spor-
öskjuvatnið.
Bróðir Díönu, Spencer jarl,
sagði að fjölskyldan hefði valið
staðinn með það fyrir augum að
geta litið eftir gröfínni og að syn-
ir Díönu geti heimsótt gröf móður
sinnar án ágangs almennings.
Hann sagði einnig að grafreiturinn
yrði opinn alménningi nokkrar vik-
ur á ári og að fjölskyldan hugaði
að uppsetningu minnismerkis um
Díönu í nágrenni grafarinnar.
Þúsundir fylgdust með
líkfylgdinni
Að athöfninni í Westminster, á
laugardag, lokinni héldu nánustu
ættirigjar Díönu til Althorp með
konunglegri lest. Kista hennar var
hins vegar flutt með bfl. Þúsundir
syrgjenda biðu við veginn þar sem
bilnum var ekið köstuðu margir
þeirra blómum að bílnum. Þá biðu
um 6.000 manns við aðkeyrsluna
að setrinu og um 10.000 manns i
nágrannabænum Northampton.
Althorp-landareignin hefur ver-
ið í eigu Spencer-fjölskyldunnar
frá árinu 1508. Setrið var byggt
árið 1573 og er núverandi um-
hverfi þess að mestu hannað sam-
kvæmt hugmyndum Capability
Brown. Brown hafði hins vegar
ekki lokið verkinu er hann féll frá
árið 1783 og því var það arftaki
hans, Lapidge, sem lét gera Spor-
öskjuvatnið. Fimmti jarlinn af
Spencer lét síðan endurgera garð-
inn umhverfis vatnið á árunum
milli 1880 og 1890.
Eyjan var vígð á fimmtudag að
beiðni fjölskyldunnar og byggð var
bráðabirgðatengibrú fyrir lík-
fylgdina.