Morgunblaðið - 10.09.1997, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1997 21
TÓNLIST
Listasafn K ó pa v ng s
SÖNGTÓNLEIKAR
Verk eftir Mendelssohn, Brahms,
Massenet, Berlioz, Urbancic, Emil
Thoroddsen, Ama Thorsteinsson og
Þórarin Guðmundsson. Rannveig
Friða Bragadóttir mezzosópran,
Gunnar Kvaran, selló og Jónas
Ingimundarson, pianó. Listasafni
Kópavogs (Gerðarsafni), sunnudag-
inn 7. september kl. 20.30.
GESTUM og gangandi verður
þessa daga starsýnt á húsgrunn
sem verið er að steypa undir fyrsta
tónlistarhús landsins, að frátöldum
Hljómskálanum, við hlið listasafns-
ins úti á Digranesi, en þar á kam-
mertónlistarsalur að rísa fyrir jólin
1998. Þangað til verða tónkærir
Kópvægingar að gera sér Gerðar-
safn að góðu, eins og á sunnudags-
kvöldið var, þegar Rannveig Fríða
Bragadóttir kvaddi íslenzka
sumarið að þessu sinni með söng,
áður en hún heldur suður á vit
óperufjala í Frankfurt-am-Main.
Samleikari hennar á píanó var
aðalhvatamaður dísarhallarinnar
væntanlegu, Jónas Ingimundar-
son.
Efnisvalið bar, einkum þegar á
leið, nokkuð keim af dimmri dep-
Ævisaga
Guðmundar
frá Miðdal
ORMSTUNGA gefur út færri
bækur nú en í fyrra. Ný ljóða-
bók eftir Jóhann árelíuz kemur
út og nefnist hún ParAvion.
Þetta er þriðja ljóðabók Jó-
hanns árel-
íuzar sem
hlaut bók-
mennta-
verðlaun
Almenna
bókafé-
lagsins
1992 fyrir
Tehús ág-
ústmánans.
Hann er
búsettur í
Svíþjóð og
eru sum
ljóða hans í
anda bréfa heim.
Setjið súrefnisgrímuna. fyrst
á yður er vinnuheiti nýrrar bók-
ar eftir Andrés Ragnarsson sál-
fræðing. Bókin er ætluð fólki
sem á fötluð börn. Eigin reynsla
höfundar varð til þess að hann
skrifaði bókina sem fjallar eink-
um um meðvirkni aðstandenda
fatlaðra barna.
Aðalútgáfubók Ormstungu
verður bók um Guðmund frá
Miðdal ríkulega myndskreytt,
en megintexti hennar er eftir
Illuga Jökulsson. Þetta er ævi-
saga Guðmundar með ýmsum
innskotsköflum. Sagt verður frá
málaranum, myndhöggvaran-
um, leirlistamanninum og
ferðamanninum Guðmundi frá
Miðdal.
Ekki er útilokað að fleiri
bækur komi út hjá Ormstungu.
Forlagið er þekkt fyrir útgáfu
þýddra skáldverka, en að þessu
sinni tókst ekki að ljúka fyrir-
huguðum þýðingum.
Landfræðis saga Þorvalds
Thoroddsens er í undirbúningi
hjá forlaginu, endurbætt og
myndskreytt. Inngangskaflar
verða eftir ýmsa fræðimenn
sem fjalla um Þorvald frá sínu
sjónarhorni.
Tímarit þýðenda, Jón á Bæg-
isá 2. tbl. þessa árs, er væntan-
legt fljótlega. Þar verður m.a.
fjallað um þýðingar á barnabók-
menntum.
LISTIR
Nóttin og mæðan
urð, og féll það bæði að yfirvof-
andi hausti, fráfalli stórmenna
utan úr heimi svo og því að Rann-
veigu virðist láta einkar vel að tjá
hið harmræna, enda röddin oftast
dökkleit þrátt fyrir dramatíska
hæð. En listamönnum er nauðsyn
að geta teflt fram ólíkum blæbrigð-
um og tilfinningum. Var t.a.m.
sönn ánægja af þeirri birtu og
kyrrð sem sveif yfir Auf Fliigeln
des Gesanges, fyrsta sönglaginu
af fimm eftir Mendelssohn, og fór
hvort tveggja ekki síður söngkon-
unni vel en laginu. Der Blumen-
strauss var skapheitara, en í Gruss
var aftur haldið á mið þess lát-
iausa einfaldleika sem mörg söng-
ljóð útheimta - ekki sízt þegar
stíllinn er nálægt þjóðlaginu - en
sem óperusöngvurum virðist oftar
en ekki örðugt að stilla sig niður
á. Syrpunni lauk með Bei der Wi-
ege og var öll hin bezta flutt.
Eftir Brahms voru tekin þijú
lög. Dein blaues Auge funaði af
ástareldi textans, Stándchen iðaði
af gáska, sérstaklega þó í fislétta
píanóspilinu, er hljómaði líkt og
strengirnir væru slegnir borð-
tennisboltum en ekki hömrum, og
Feldeinsamkeit var hæfilega
dreymandi, þó að e.t.v. hefði mátt
gefa heldur minna í á toppnótum
söngsins. Gunnar Kvaran sellóleik-
ari bættist í hópinn í næstu fimm
lögum, þrem eftir hinn „franska
Puccini,“ Jules Massenet og tveim
eftir Hector Berlioz, og undirstrik-
uðu líðandi knéfiðlutónarnir afar
ljóðræna stemningu hið fegursta,
þó að tónstaðan, einkum í Le jeune
patre Breton e. Berlioz, hefði mátt
vera aðeins hreinni. Sú sveitasæla
var kannski ívið of hægt flutt, en
á móti komu sérlega fallegir veikir
endatónar hjá söngkonunni. Upp
úr stóð einkum síðasta lagið, Trist-
esse du soir, bráðfallegt lag eftir
Massenet við bitran texta um
horfna ást, er tríóið flutti af mik-
illi tilfinningu.
Eftir hlé söng Rannveig Fríða
við píanóundirleik Jónasar Þijá
söngva til Elísabetar eftir Victor
Urbancic, líkast til við eigin texta
tónskáldsins á þýzku, en því miður
nefndi tónleikaskráin hvergi texta-
höfunda á nafn. Né heldur var
þess getið, hvort um frumflutning
væri að ræða, en alltjent þætti
manni líklegt, að lögin, sem flutt
voru hvert í beinu framhaldi af
öðru, hafi varla heyrzt oft eftir dag
hins mikla hæfileikamanns er þjóð-
in fékk að njóta full skammt, því
hann féll frá aðeins hálfsextugur
að aldri. Hitt var víst, að í þeim
stjörnuflutningi sem hér gat að
heyra hlaut að valda undrun að
lögin skyldu ekki víðkunnari, því
þau voru hvert öðru fallegra;
hvorki sérlega afturhverf né fram-
sækin, en innileg og samin af
bæði kunnáttu og andagift.
Þau Rannveig fluttu síðan tvö
þýzk lög eftir Emil Thoroddsen,
Nachts og Wiegenlied. Hið fyrra
fannst manni sungið af fullmiklum
eldmóði miðað við ísjenzka útlegg-
ingu söngtextans: „í kyrrð nætur-
innar heyrist einungis hjartsláttur
þess sem stöðugt leitar og þráir.
[...],“ en í texta Wiegenlieds var
öllu meiri innistæða fyrir þeirri
bitru kvöl sem birtist í söngnum.
Síðasti þáttur kvöldsins var ís-
lenzk sönglög eftir Árna Thor-
steinsson - Nótt og Nafnið - og
Þórarin Guðmundsson - Minning,
Þú ert og Kveðja. Meðal hæstu
punkta í þeirri hápunktaröð var,
að hyggju undirritaðs, fyrsttalda
lagið, sem Rannveig söng af mik-
illi reisn með frábærlega þéttum,
furðu víbratólitlum, tóni með
glæsilegu úthaldi á löngum nótum
og skýrum textaframburði, svo að
m.a.s. framstæðustu íslenzku sér-
hljóðarnir skiluðu sér, en þeir hafa
í seinni tíð verið svolítið þýzku-
skotnir hjá söngkonunni. Nafnið
(ÁT) og Minning (ÞG) voru að
smekk undirritaðs óþarflega dra-
matíseruð í óperuátt, en í Þú ert
eftir Þórarin tók aftur við látlaus
einfaldleikinn og birti allt í einu
ljúfmannlega yfir, líkt og til að
minna á að sá gállinn hefði ekki
glatazt að fullu, hlustendum til
mikillar ánægju.
Efstu og kraftmestu söngnótur
kvöldsins kváðu svo við í síðasta
lagi á dagskrá, Kveðja (ÞG), enda
ætlaði þá allt um koll að keyra úti
í sal, áheyrendur risu á fætur við
kröftugt lófatak, og listamennirnir
sluppu ekki fyrr en eftir þijú auka-
lög; hið fræga vögguljóð eftir
Brahms, er söngkonan tileinkaði
Sir Georg Solti, Sjá dagar koma
og Sofðu unga ástin mín; öll við
rífandi og verðskuldaðar undirtekt-
ir tónleikagesta.
Ríkarður Ö. Pálsson
Til auglýsenda
Það færist æ meira í vöxt að límd séu auglýsingaspjöld og aðrir merkimiðar
á tengikassa veitustofnana, en það er með öllu óheimilt.
Rafmagnsveita Reykjavíkur, Vegagerðin, Póstur og sími hf. og
Gatnamálastjórinn í Re^kjavík hafa ákveðið að taka höndum saman og fara
af stað með átak til að sporna gegn þessari þróun.
Ábyrgð á staðsetningu slíks efnis er þeirra sem auglýsa, óháð því hver
keniur merkingunum fyrir og verða auglýsendur krafðir um greiðslu fyrir
hreinsun kassanna.
Pað er einlæg von okkar að umbótunum verði vel tekið og að allir standi
saman um að halda borginni hreinni.
Rafmagnsveita
Reykjavíkur
PÚSTUR OG SÍMI HF
VEGAGERÐIN
Gatnamálastjórinn
í Reykjavik