Morgunblaðið - 10.09.1997, Side 28

Morgunblaðið - 10.09.1997, Side 28
-28 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1997 MINNING MORGUNBLAÐIU Ástkær faðir okkar, fósturfaðir, sonur og bróðir, SIGURÐUR ÓSKARSSON frá Þingvöllum, Mánahlíð 14, Akureyri, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu miðviku- daginn 3. september sl., verður jarðsunginn frá Glerárkirkju föstudaginn 12. september kl. 14.00. Sigurður Freyr Sigurðsson, Lilja Ósk Sigurðardóttir, Bjarni Bærings Bjarnason, Anna Linda Bjarnadóttir, Sigurlaug Njálsdóttir, Þorsteinn Óskarsson, Jón Þórir Óskarsson, Ólafur Njáll Óskarsson og fjölskyldur þeirra. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og systir, INGIBJÖRG AUÐUR ÓSKARSDÓTTIR, Bárugötu 19, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 7. september. Þórður Þórarinsson, Charles Fred Moser, Theresa Ellen Metzen, Díana Grace Soell, Mark Óskar Moser, tengdabörn, barnabörn og systkini. SIGURBERGUR E. GUÐMUNDSSON + Sigurbergur E. Guðmundsson, Mansi, var fæddur i Reykjavík 29. nóv- ember 1923. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 2. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Elísson, fiskmats- maður, og Valgerð- ur Bjarnadóttir og eru þau bæði látin, en hann fluttist til Keflavíkur með for- eldrum sínum árið 1930. Systkini Sigurbergs voru: Ólafur R. Guðmundsson, sem er látinn, Kristín Guðmunds- dóttir og Bára Guðmundsdótt- ir, báðar búsettar í Keflavik. Fyrri kona Sigurbergs hét Mar- grét Freyja Sigurlásdóttir, f. 29.6. 1921, d. 6.3. 1960. Þau eignuðust þrjú börn: drengur, er lést í fæðingu 1943. Esther, f. 21.10. 1945, og Kristín, f. 31.7. 1947 og eru þær báðar búsettar í Bandaríkjunum. Est- her á þijár dætur og þær eru Margrét Freyja, Kristbjörg og Andrea. Börn Kristínar eru Ingrid Kristín _ og Eric Paul. Árið 1964 kynntist Mansi seinni konu sinni, Sveinbjörgu Krist- insdóttur, f. 26.1. 1922. Sveinbjörg átti fyrir átta börn og eru þau öll á lífi. Þau eru Birgir, Sig- urbjörg, Guðleif, Sigríður og Júlía, öll Sveinsbörn, og G. Grétar, Halldóra og Gísli, öll Grét- arsbörn. Sigur- bergur gekkst yngstu börnunum í föðurstað. Þau Sigurbergur og Sveinbjörg bjuggu allan sinn búskap í Keflavík, fyrst á Kirkjuvegi 31 í nokkur ár og í átta ár á Vallar- götu 27. Síðasta árið bjuggu þau í Vinaminni við Aðalgötu 5. Mansi hóf störf sem bifreiða- sljóri í Keflavík ungur að árum og vann ýmis störf bæði til lands og sjávar. Vann m.a. hjá olíufé- laginu Esso, var um tíma á Goðafossi og síðar sem bifreiða- stjóri hjá varnarliðinu. Útför Sigurbergs fór fram frá Njarðvíkurkirkju 9. september. * + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, KARÓLÍNA SIGURBJÖRG JÓNSDÓTTIR, frá Sjólyst, Grindavík, andaðist í Víðihlíð, dvalarheimili aldraðra í Grindavík, mánudaginn 8. septembér, Sædís E. Hansen, Kaj H. Hansen, Sigurjón Keith Williamsson, Linda H. Hansen, Karina H. Arp, Johany Arp, Daniel Arp, Nadia Arp, * + Móðurbróðir minn, EYJÓLFUR EINARSSON, Hrannargötu 5, Keflavík, andaðist föstudaginn 29. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd ættingja, Ingibjörg Kjartansdóttir. + Elskuleg amma mín, ÓLAFÍA SVEINSDÓTTIR frá Syðri-Kárastöðum, lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga mánudaginn 8. september. Fyrir hönd aðstandenda, Ingólfur Sveinsson. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, GUÐNÝ EIRÍKSDÓTTIR, Melhaga 5, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 8. september sl. Jarðarförin auglýst síðar. Þórður Pálsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Hjartkær faðir okkar ert horfínn hér af jörð, hinstu ástarkveðju við helgum þakkargjörð. Fyrir liðnu árin, er lágu saman spor, og ljúf var gleðin heima um fagurt bemsku vor. En ástrík móðir okkar og eiginkona þín, ung í blóma lífsins hlaut hinstu örlög sín. Þá gekkstu, elsku pabbi, í gepum þunga sorg, en gieði þína og harma, þú aldrei barst á torg. Gæfan hvarf þér ekki, hún greiddi sorgarský, og geislar hamingjunnar, þeir brutust fram á ný. Er góð og hugdjörf kona, þér gafst um lífsins veg, og gekk í skarðið auða, með böm sín yndisleg. Þótt fjarlægð okkur skildi, ei fennti í gengin spor, og föðurást þín sama, og heima um æskuvor. Leiðarstjaman góða, sem lýsti um lönd og höf, og ljúfir endurfundir, hin dýra lífsins gjöf. Hér þökkum, elsku pabbi, það allt er okkur varst, umhyggjuna sömu, sem fyrir okkur barst. Við fundum hana í öllu, því garlægð gat ei breitt, nú friður Guðs þig blessir, er hvílist hjarta þreytt. Á hinstu kveðjustundu við þökkum þúsund falt, þinni konu og bömum hennar, kærleiksþelið allt. Við biðjum Guð að blessa þá alla, er unnu þér, þín elskuð minning lifir, þótt leiðir skilji hér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Esther og Kristín. Elsku afi Mansi. Það er sárt að kveðja og skilja að við fáum aldrei að hitta þig framar, en við eigum svo margar góðar minningar um þig, sem við munum varðveita í hjörtum okkar. Það var alltaf gott að koma á heimili ykkar ömmu Sveinu. Þar voru engin boð og bönn. Við fengum ávallt að njóta okkar og vera við sjálf, enda sótt- um við í nærveru ykkar. Nú er komið að kveðjustund, elsku afi, og okkur langar að kveðja þig með eftirfarandi ljóðlínum. Nú hnígur sól að sævarbarmi, sígur húm á þreytta jörð. Nú blikar dögg á biómahvarmi, blundar þögul fuglahjörð. í hljóðrar nætur ástarörmum aliir fá hvíld frá dagsins hörmum. (A.G.) Við biðjum góðan Guð að halda verndarhendi sinni yfir ömmu Sveinu, Esther, Kiddu og öðrum ástvinum sem nú eiga um sárt að binda. Guð geymi þig, elsku afi, og hafðu þökk fyrir allt. Afabörn. Elsku afi. Að morgni 2. septem- ber sl. var okkur tilkynnt að þú værir farinn frá okkur og kæmir aldrei aftur. Það var erfitt að sætta sig við það í fyrstu, en um leið og mesti sársaukinn er horf- inn, sjáum við að líkami þinn fer en andi þinn verður alltaf meðal okkar. Það hrannast upp í huga okkar margar yndislegar minn- ingar og við erum mjög þakklát fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með þér. Sérstaklega þær góðu stundir sem við áttum með þér og ömmu í sveitinni á sumrin og á jólunum þegar við komum til ykkar. Þú varst alltaf hress og kátur enda tókst þú oft nikkuna upp til að rífa stemmn- inguna upp með spili og söng. Við munum geyma allar þessar minn- ingar í hjarta okkar og varðveita þar alla okkar ævi. Það var alltaf hægt að leita til þín ef eitthvað var að, þú vildir alltaf hlusta á okkur, enda var mjög gott að tala við þig. Elsku afi, orð á blaði fá seint lýst tilfinningum okkar til þín. En nú ert þú laus úr viðjum þjáðs lík- ama og getur gert allt sem hugur- inn girnist og munum við geyma þessar stundir hjá okkur, þar til við hittumst næst. Við biðjum góðan Guð að hjálpa ömmu okkar á þessum erfiðu tímum. Sveinbjörg og Hleiðar. Með þessum fáu línum langar mig að þakka þér fyrir samveruna sem við áttum. Eg var fimm ára þegar þið mamma kynntust og hófuð sambúð og allt frá þeim tíma reyndist þú okkur mjög góður fað- ir. Þau voru ekki fá skiptin sem þið mamma réttuð mér hjálpar- hönd í mínurn veikindum og einnig er ég stóð í þeim sporum að glíma við þá sorg er ég missti fyrri mann- inn minn. Fæ ég ykkur seint full- þakkað. Það er svo stutt síðan þú greindist með krabbamein og nafni þinn fimm ára gaf þér óska- stein í þeirri von að nú myndi þér batna. Ekki varð honum né okkur hinum að þeirri ósk. Nú er komið að þeirri stund að kveðja þig, elsku Mansi minn. Bið ég algóðan Guð að varðveita þig og gefa mömmu styrk í hennar miklu sorg. Gefðu einnig Esther og Kiddu dætrum hans, sem komu frá Bandaríkjun- um til að kveðja föður sinn, styrk til að takast á við þessa miklu sorg. Takk fyrir tímann sem við áttum með þér. Blessuð sé minn- ing þín. Takk fyrir tímann sem með þér við áttum, tímann, sem veitti birtu og frið. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram, lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góðar vættir góða tíð eftir kveðjuna hér. Þinn orðstír mun lifa um ókomna daga. Indælar minningar hjarta okkar ber. (P.Ó.T.) Halldóra og Elís. Það er alltaf erfitt að kveðja þá sem manni þykir mjög vænt um í þessu lífi. Þannig er það einmitt með Mansa, því allir sem kynntust honum vissu hvaða mann hann hafði að geyma. Hann var öllum góður. Okkur sem til þekkjum finnst að ekki hafi verið kominn tími til að hverfa á braut, en þann- ig er víst lífið sjálft. Það er margt sem við fáum aldrei skilið og ann- ars að ákveða lífshlaup okkar. Við fráfall góðs vinar, falla tár en jafn- framt hrannast upp lífsbrot í minn- ingunni, sem maður heldur í og varðveitir sem sinn eigin fjársjóð og enginn getur tekið frá manni. Það var ósjaldan sem barna- börnin hafa beðið um að fá að fara í heimsókn til afa Mansa og ömmu Sveinu. Þar hefur þeim alltaf liðið vel enda hefur heimili þeirra alltaf verið hlýlegt og vinalegt, þar sem gott hefur verið að dvelja. Hefur þar iðulega verið margt um mann- inn alla tíð og mikill gestagangur. Mansi hefur alla tíð haft mikinn áhuga á íþróttum og fylgdist vel með því sem var að gerast hverju sinni. Ekki síst var áhugi hans mikill á fótbolta innanlands sem utan og var hann trúr fylgismaður sinna manna. Áhuga hans á fót- bolta má rekja til yngri ára, því á þeim tíma æfði hann knattspyrnu og var m.a. einn af stofnendum Knattspyrnufélags Keflavíkur árið 1950. Áhugamál Mansa voru fleiri. Hann hafði mikið dálæti á allri tónlist og byijaði snemma að spila á trommur með Lúðrasveit Kefla- víkur. Það voru fleiri hljóðfæri sem léku í höndunum á honum og hann hafði dálæti á, enda hafði hann gott tóneyra. Eitt sinn var verið að frumflytja í útvarpi lag sem náð hafði miklum vinsældum erlendis. Tók þá Mansi fram harmonikkuna og spilaði lagið óaðfinnanlega strax á eftir. Slíku gleymir maður aldrei. Mansi var traustur öllum þeim er leituðu til hans og ekki síður traustur förunautur konu sinnar sem kom berlega í ljós í veikindum hennar síðustu misseri. Það á ekki fyrir okkur að liggja að lifa að ei- lífu, sagði hann, þegar hann fékk úrskurðinn um að hann væri með alvarlegan sjúkdóm, sem erfitt væri að vinna bug á. Mansi var alla tíð keikur og traustur hvað sem á gekk í kringum hann. Þann- ig minnumst við hans og viljum biðja góðan Guð að styrkja Sveinu, Esther og Kiddu í sorg þeirra, svo og alla ættingja og vini. Við spyijum margs en fínnum fátt um fullnægjandi svör. Við treystum á hinn mikla mátt sem mildar allra kjör. í skjóli hans þú athvarf átt er endar lífsins för. Þú skilur eftir auðlegð þá sem enginn tekið fær. Ást í hjarta, blik á brá og brosin silfurtær. Mesta auðinn eignast sá er öllum reynist kær. Þú minning öllu skærar skín þó skilji leið um sinn. Þó okkur byrgi sorgin sýn mun sólin bijótast inn. Við biðjum Guð að gæta þín og greiða veginn þinn. (G.Ö.) Grétar og Guðný, Gísli og Sigríður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.