Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNUAUGLÝSINGAR
r
Islensk erfðagreining er ungt og
ört vaxandi fyrirtæki sem hefur
það að markmiði að finna að-
ferðir til að lækna sjúkdóma og
bæta heilsu með erfðafræði-
vísindum.
Erfðavísindi
Vegna aukinna umsvifa óskum við eftir starfsfólki til að vinna að
spennandi rannsóknum á rannsóknarstofum sem eru tæknilega
með þeim best búnu í heimi.
Við leitum að dugmiklum og hæfum einstaklingum með reynslu
í rannsóknum og háskólamenntun á sviði sameindalíffræði, erfða-
fræði, lífefnafræði, meinafræði eða efnafræði (B.Sc., M.Sc, Ph.D.
eða sambærileg próf).
Umsóknir með upplýsingum um lífshlaup, námsferil og fyrri störf
berist fyrir 20. september merktar:
r
Islensk erfðagreining
b.t. starfsmannastjóra
Lynghálsi I
I 10 Reykjavík
r
Islenskur iðnaður
66° norður óskar að ráða í eftirfarandi störf:
1. Aðstoðarmann í sníðadeild.
2. Þjónustustarfskraft við framleiðslulínu.
3. Starfsmenn á bræðslu- og saumavélar.
Komið og ræðið málin við Pálínu eða Mörtu,
Faxafeni 12, eða í símum 588 9485 og
588 9486.
66PN SEXTÍU OG SEX NORDUR
Sjóklæöagerðin hf.
Sölustjóri
Örtvaxandi fyrirtæki í upplýsingamiðlun sem
telst vera eitt það stærsta sinnar tegundar hér
á landi leitarað hæfileikaríkum sölustjóra. Söl-
udeild fyrirtækisins státar af hörkuduglegum
sölumönnum og gnægð verkefna.
Sölustjóri stjórnar söludeild fyrirtækisins, gerir
m áætlanir, stöðuskýrslur og tillögur að aðgerð-
um. Hann sér um starfsmannahald deildarinn-
ar, kennir nýjum sölumönnum og viðheldur
þekkingu eldri. Þá tekur sölustjóri þátt í stjórn-
un og ákvarðanatöku. Sölustjóri erfyrirmynd
manna sinna í sölu.
Hæfniskröfur eru að viðkomandi hafi fyrst og
fremst langa eigin sölureynslu, reynslu af sölu-
stjórnun, starfsmannahaldi og mikla markaðs-
þekkingu. Menntun á sviði markaðsfræði er
ákjósanleg en kemur ekki í stað reynslu.
Boðið er uppá nýja og glæsilega vinnuað-
stöðu, laun við hæfi og framtíðarstarf hjá fyrir-
tæki sem horfirtil framtíðar.
Umsóknir þurfa að innihalda sem ítarlegastar
upplýsingar um viðkomandi ásamt meðmæl-
um. Umsóknir verða meðhöndlaðar sem
trúnaðarmál. Beðið verður eftir réttum aðila
í starfið. Umsóknum sé skilað á afgreiðslu Mbl.
^ fyrir 15. september nk., merkt: „Sölustjóri/
framtíð—2101".
Matreiðslumaður
Áhugasamur og ábyggilegur matreiðslumaður
óskasttil starfa á þekktu veitingahúsi í Reykja-
vík. Reynsla nauðsynleg.
Áhugasamir leggi inn nafn, síma, ásamt ítar-
legum upplýsingum inn á afgreiðslu Mbl,
merktar: „M — 2096", fyrir 15. sept.
Öllum fyrirspurnum svarað.
Reykjavík
Hjúkrunarfræðingar
Lausar stöður á hjúkrunarvakt vistheimilisins.
Heil staða og hlutastörf kvöld og helgar.
Lífleg vinna og góður starfsandi.
Stöður sjúkraliða og við aðhlynningu eru
lausar nú þegar og í október. Um er að ræða
heilar stöður og hlutastörf.
Upplýsingarveitir ída Atladóttir, hjúkrunarfor-
stjóri, og Þórunn A. Sveinbjarnar, hjúkrunar-
framkvæmdastjóri, í símum 553 5262 og
568 9500.
Hrafnista, hjúkrunar- og vistheimili fyrir aldraða í Reykjavík tók til
starfa 1957. Þar búa 317 vistmenn. Á vistheimilinu eru 204, en á 5
hjúkrunardeildum eru 113.
Atvinna í boði
Vegna aukinna verkefna getum við bætttveim-
ur vönum sölumönnum/konum í söludeild
okkar. Góð laun í boði. Upplýsingar í síma
581 4082 milli kl. 18.00 - 21.00. á kvöldin.
íslenska bókaútgáfan ehf.
Síðumúla 11,108 Reykjavík.
Atvinna
Sláturhúsinu á Blönduósi bráðvantar duglegt
starfsfólktil ýmissa sláturhússtarfa. Vinsam-
lega hafið samband við sláturhússtjóra í síma
452 4200 fyrir 15. september.
Sölufélag Austur Húnvetninga,
Blönduósi.
Verkamaður óskast
Verkamaður óskast í fóðurblöndunarstöð í
Sundahöfn við sekkjun á fóðri ofl.
Upplýsingar gefur verkstjóri á staðnum eftir
kl. 13.00.
Mjólkurfélag Reykjavíkur,
Korngörðum 8,
sími 568 1907.
Afgreiðslustörf
Starfskraftur óskast allan daginn í undirfata-
verslun í Kringlunni.
Þarf að vera glaðvær og með góða þjónustu-
lund á aldrinum 25—45 ára.
Upplýsingarsendisttil afgreiðslu Mbl. merktar:
„Glaðvær — 2106", fyrir 13. september nk.
Iðnaðar- og
viðskiptaráðuneyti
í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti eru eftirfar-
andi störf laus til umsóknar:
Deildarsérfræðingur
Um er að ræða starf á sviði lögfræði. Helstu
verkefni eru á sviði orku- og stóriðjumála.
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi þekkingu
og reynslu á ofangreindum sviðum ásamt
færni í tölvunotkun.
Stjórnarráðsfulltrúi
Um er að ræða starf í afgreiðslu ráðuneytisins.
Starfið fellst í meginatriðum í að afgreiða við-
skiptavini ráðuneytisins og veita almennar
upplýsingar, svara í síma og hafa umsjón með
póst- og faxsendingum, auk almennra skrif-
stofustarfa. Reynsla og þekking í almennum
skrifstofustörfum og tölvukunnátta er nauð-
synleg. Auk þess ertungumálakunnátta, (enska
og norðurlandamál) áskilin.
í báðum tilvikum er um fullt starf að ræða sem
ráðið verður í frá 1. október 1997. Laun sam-
kvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf og meðmæli eftir atvik-
um sendist iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti,
Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 27. september
nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar veitir Kristmundur
Halldórsson, deildarstjóri.
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti,
9. september, 1997.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
Hörgshlíö 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund i kvöld kl. 20.00
Söngsmiðjan ehf. auglýsir
Nú geta allir lært að syngja,
ungir sem aldnir, laglausir sem
lagvísir.
Hópnámskeið:
Byrjendanámskeið, framhalds-
námskeið, söngleikjarhópur
(byrjendaframhald), barna- og
unglingahópar, einsöngsnám
(kassískt og söngleikja) og pian-
ókennsla.
Upplýsingar og innritun í síma
561 2455 alla virka daga frá
kl.10-17.
Söngsmiðjan,
Grensásvegi 12.
ÉSAMBAND ÍSLENZKRA
> KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Kristinboðssalurinn,
Háaleitisbraut 58.
Samkoma í kvöld kl. 20.30.
Ræðumaður: Kjartan Jónsson.
KRUNG-hópurinn segir frá ferð
sinni til Afríku.
Allir velkomnir.
191
noj IDCD
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía
Lofgjörð, bæn og frjálsir
vitnisburðir kl. 20.00.
Allir hjartanlega velkominir.
Orð Lífsins
Grensásvegi 8
s.568 2777 f.568 2775
Samkoma í kvöld kl. 20. Jódís
Konráðsdóttir prédikar.
Daglegar bænastundir.
Leggðu fram þitt bænaefni.
Allir hjartanlega velkomnir.
— Leiklistarstúdíó —
Eddu Björgvins og Gísla Rúnars.
Haustnámskeið fyrir fullorðna.
Síðustu skráningar. S. 581 2535.
KENNSLA