Morgunblaðið - 11.09.1997, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRVERIMU
Formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis
Stokka þarf upp allt
stj órnkerfi smábáta
„AÐ ÆTLA mönnum að lifa af því
að stunda vinnu sína í 20-26 daga
á ári og það með dýr atvinnutæki í
höndunum er fráleitt í öllu tilliti. Það
hljóta allir að sjá það í hendi sér.
Þetta segir líka um leið sína sögu
um óhagkvæmni sóknartakmark-
ana, sem leiða gjarnan til þeirrar
niðurstöðu, sem nú blasir við króka-
bátum í sóknardagakerfi," segir
Steingrímur J. Sigfússon, þingmað-
ur og formaður sjávarútvegsnefndar
Alþingis, aðspurður um álit sitt á
stöðu trillukarla í sóknardagakerfínu
og sérstökum vanda Grímseyinga í
þessu tilliti.
Steingrímur segir vandann hafa
legið fyrir lengi. Ljóst hafi verið
fyrir ári í hvað stefndi og því hefðu
stjórnvöld mátt vera farin að hugsa
fyrir því. Hann sagðist hafa árið
1995 fiutt tillögu á þingi um 80
daga gólf þó að menn gætu eflaust
sætt sig við eitthvað minna. 45 til
60 dágar væru að sínu mati algjört
lágmark ef menn ættu að geta
stundað þessa atvinnu af einhveiju
viti. „Menn kusu að setja kíkinn upp
að blinda auganu, fengu vandamálið
í hnakkann aftur árið 1996 og þá
var enn eina ferðina gerð breyting,
sem augljóst var að myndi leiða til
þess sem nú er að koma á daginn.
Reyndar er ég svo þeirrar skoðunar,
þó það sé annað og lengra mál, að
þetta stjómkerfi smábáta í heild
sinni verði að stokkast upp. Það er
ófreskja eins og það er. I stað fjór-
falds kerfis, sem notað er til að
stjórna sókn báta upp að tíu tonnum
með allri þeirri mismunum, sem það
veldur, vil ég stokka þetta allt upp
í eitt samræmt kerfi, sem sniðið
yrði að aðstæðum á grunnslóðinni
og eðli þessarar sóknar. í mikilvæg-
ustu bolfiskstofnum mætti líta til
langtíma meðaltalshiutdeildar þessa
hóps í veiðinni sem síðan yrði þeirra
fasta hlutdeild og óframseljanleg
upp fyrir þennan hóp, en gæti eftir
atvikum hreyfst til innan hans.“
Efnahagur fjölskyldna sem
að baki standa í uppnámi
„Skilinn var eftir hópur þeirra,
sem höfðu minnsta aflareynslu og
voru í lakastri stöðu. Þeir gátu þar
af leiðandi ekki valið þorskaflahá-
markið, heldur urðu að reyna að
beijast áfram í sóknardagakerfinu.
Það var hins vegar alveg fyrirséð
að það var verið að búa til enn eina
hringekjuna og í þessum verst
stadda hópi eru m.a. ungir og nýlega
byijaðir sjómenn með nýlega og
dýra báta. Þessir menn hafa afar
litla möguleika til að vinna fyrir
sér, eins og ljóst er, enda efnahagur
þeirra fjölskyldna, sem að baki
standa, í algjöru uppnámi. Hvað sem
hver segir er þetta mál sem verður
með einhveijum hætti að taka á,“
segir Steingrímur.
Til að bregðast við aðsteðjandi
vanda sóknardagabáta strax, sem
Steingrímur álítur skelfilegan,
finnst honum koma vel til álita að
setja vel ígrundað gólf á sóknar-
daga, ef til vill á móti aflaþaki á
hvern bát. Samfélaginu væri skylt
að horfast í augu við vanda þessara
einstklinga hvernig sem hann væri
að öðru leyti tilkominn. Ekkert þýði
að skeila skuldinni á forystumenn
Landssambands smábátaeigenda.
Þeim hafi.verið mikill vandi á hönd-
um undanfarin ár í samskiptum við
stjórnvöld vegna mismunandi hags-
muna innan smábátahópsins sem
aftur hafi leitt til síendurtekins
hringls með stjórnkerfið. Það fæli
í sér eitthvert ljótasta dæmið um
mismunun og brot á jafnræðisregl-
um sem fyrirfinnanlegt væri í seinni
tíma stjórnsýslu.
Ekki hafnaraðstaða
fyrir aðra en smábáta
Steingrímur segir að vandi hlut-
aðeigandi fjölskyldna væri alveg jafn
mikill hvar sem þær annars byggju
á landinu. Aftur á móti segist hann
standa við þá sannfæringu sína að
gildar forsendur séu fyrir því að
taka sérstaklega á stöðu byggðar-
laga, eins og Grímseyjar. „Það er
að mínu mati fullkomlega forsvaran-
legt út frá samfélagslegum forsend-
um að gera sértækar ráðstafanir,
sem stuðla að því að hlú að byggð
og gera mönnum betur mögulegt
að spjara sig við þann eina atvinnu-
veg, sem í raun og veru er stundað-
ur á fáeinum stöðum á landinu. Þar
hefur Grímsey óneitanlega algjöra
sérstöðu landfræðilega þó að nefna
megi nokkur önnur byggðarlög þar
sem að smábátaútgerð er yfirgnæf-
andi mikilvæg, svo sem Bakkafjörð-
ur, Norðurfjörður á Ströndum, Borg-
arfjörður eystri og Suðureyri við
Súgandafjörð."
Að mati Steingríms snýst málið
fyrst og síðast um pólitískan vilja
og telur hann að með vissum ráðstöf-
unum væri fullkomlega forsvar-
anlegt að styðja sérstaklega við bak-
ið á útvegi frá þessum stöðum. „Ein
röksemdin, sem nota má í mörgum
tilvikanna, er sú að hið opinbera
hefur tekið pólitískar ákvarðanir um
að bjóða ekki upp á hafnaraðstöðu
á þessum stöðum fyrir aðra en smá-
báta,“ segir formaður sjávarútvegs-
nefndar.
Opið bréf til Arthurs Bogasonar formanns LS
„Fáránleg ráðstöfun“
MORGUNBLAÐINU hefur borizt til
britingar eftirfarandi opið bréf til
Arthurs Bogasonar, formanns
Landssambands smábátaeigenda.
Bréfið undirritað^ af tveimur smá-
bátaeigendum í Ólafsvík:
Undirritaðir, f.h. smábátaeigenda
í Ólafsvík, vilja koma á framfæri
eftirfarandi árnaðaróskum til yðar
vegna þess árangurs er þér hafið
náð í hagsmunabaráttu smábátaeig-
enda á undanförnum árum og endur-
speglast gerlega í nýútgefnu frum-
varpi sjávarútvegsráðherra fyrir
fiskveiðiárið 1997-1998.
Slátrun veiðistjórnunarkerfis
Lokahnykkurinn í slátrun fisk-
veiðistjómunarkerfis fyrir smábáta,
og þar með lífsafkomu smábátaeig-
enda og þeirra fjölskyldna, var, að
okkar mati, sú fáránlega ráðstöfun
að úthluta 84 dögum til handa smá-
bátaeigendum á dagakerfi, án nokk-
urra takmarkana um hámarksafla.
Flótti og fjöldagjaldþrot
Sú ráðstöfun hafði óhjákvæmilega
þá fyrirséðu afleiðingu í för með sér
að veiðar voru óheftar og veiðin fór
langt fram úr því aflamarki sem
áður var búið að úthluta til þessa
útgerðarflokks á viðkomandi
fiskveiðiári. Þessi áðurnefnda
ráðstöfun hefur leitt til þess að nú
er þessum sama útgerðarflokki ein-
ungis úthlutað 26 dögum í hand-
færakerfinu og 20 dögum í línu- og
handfærakerfinu.
Sá dagafjöldi leiðir einungis það
af sér að nú sér fram á flótta úr
greininni og fjöldagjaldþrot. Það
læðist óneitanlega að undirrituðum
sá grunur að þér hafíð vísvitandi
lagst á sveif með þeim hagsmunaöfl-
un í þjóðfélaginu sem vilja þennan
útgerðarflokk feigan og mega helst
ekki á hann minnast. Með hliðsjón
af ofangreindum árangri yðar, í
þeirri viðleitni að stuðla að skipa á
sem fæstar hendur valdi og auðlind-
um þjóðarinnar, sjáum við ástæðu
til að ítreka hamingjuóskir okkar
yður til handa.
Virðingarfyljst,
Astgeir Finnsson,
Finnur Gærdbo.
(Ath. Millifyrirsagnir eru Morg-
unblaðsins.)
Utvegnr kominn út
ÚTVEGUR 1996, ársrit Fiskifélags
Islands, er kominn út í 20 sinn.
Ritið hefur komið út árlega síðan
árið 1977, eða í 20 ár. Útvegur er
nokkurs konar ársrit Fiskifélags
Islands þar sem tainasöfnun sem
félagið innir af hendi fyrir stjórn-
völd er komið á framfæri.
I Útvegi er að finna tölulegar
upplýsingar um nánast allt, sem
við kemur íslenskum sjávarútvegi.
Þar eru upplýsingar um afla og
hagnýtingu allra helztu fiskiteg-
unda, stærð fiskiskipaflotans og
þróun hans, fjármunamyndun í
sjávarútvegi og vinnuafl svo eitt-
hvað sé nefnt.
„Efnið sem hér birtist er að mestu
unnið úr gögnum Fiskifélags ís-
lands. Upplýsingar um útflutning
sjávarafurða eru unnar upp úr gögn-
um frá Hagstofu íslands. Upplýs-
ingar í töflum um notkun vinnuafls,
fjármunamyndun og fjármunaeign
eru fengnar frá Þjóðhagsstofnun.
Töflur um afla annarra þjóða eru
unnar úr útgáfu Alþjóðahafrann-
sóknaráðsins (ICES) og Matvæla-
og landbúnaðarstofnunar Samein-
uðu þjóðanna (FAO). Upplýsingar
sem notaðar eru við kvótaflokkun,
eru frá sjávarútvegsráðuneytinu og
Fiskistofu. Undirritaður þakkar öll-
um þessum aðilum upplýsingar og
samstarf.
Að útgáfu þessa rits hafa komið
gölmargir starfsmenn Fiskifélags
Islands og þakkar undirritaður þeim
sérstaklega. Þá er þeim sem hafa
lagt til efni eða upplýsingar einnig
þakkað þeirra framlag svo og öðrum
sem komið hafa að setningu, prent-
un og frágangi Útvegs í ár,“ segir
fískimálastjóri, Bjarni Grímsson,
meðal annars í formála Útvegs.
ERLEIMT
Reuter
Myndatöfrar Riefenstahl
TVEIR forvitnir gestir virða fyrir
sér ljósmyndir á sýningu í Ham-
borg, þar sem almenningi gefst
kostur á að skoða myndir úr
smiðju Leni Riefenstahl, sem
frægust er fyrir kvikmyndir sínar
sem hún gerði fyrir nazista á
fjórða áratugnum. A sýningunni,
sem er fyrsta opinbera sýningin
á verkum Riefenstahl í Þýzka-
landi eftir lok síðari heimsstyij-
aldar, gefur meðal annars að líta
stakar myndir úr kvikmynd henn-
ar um Ólympiuleikana í Berlín
1936, 25 myndir sem hún tók á
áttunda áratugnum af hefðum og
háttum Nuba-ættflokksins í Súd-
an og nokkrar neðansjávarmynd-
ir af kóralrifjum, sem hún tók í
köfunarleiðöngrum á níunda ára-
tugnum. Riefenstahl varð 95 ára
22. ágúst sl.
Milton Friedman
Evrópa ekki reiðu-
búin fyrir EMU
Bonn. Reuter.
EVRÓPA er ekki reiðubúin fyrir
myntbandalag og hætta er á nei-
kvæðum áhrifum á efnahagslífið
og pólitísku
missætti, haldi
menn fast við að
hrinda áformum
um Efnahags-
og myntbanda-
lag Evrópu
(EMU) í fram-
kvæmd. Þetta er
niðurstaða Milt-
ons Friedmans,
nóbelsverð-
launahafa í hag-
fræði, í grein sem hann ritar í þýzka
vikuritið Die Zeit, sem út kom í gær.
„Evrópa er til dæmis um ástand,
sem er óhag-
stætt sameigin-
legum gjaldm-
iðli,“ skrifar
Friedman. „Hún
er samsett úr
einstökum þjóð-
um og borgarar
þeirra tala ólík
tungumál, hafa
mismunandi siði og eru eigin landi
miklu hollari og háðari en sameigin-
lega markaðnum eða hugsjóninni
um „Evrópu“.“
Friedman ber saman Evrópu og
Bandaríkin og segir þau síðar-
nefndu hafa yfir að ráða sameigin-
legri menningu og tungumáli og
sveigjanlegu vinnuafli, fjármagni
og viðskiptum, sem sé nauðsynlegt
ef myntbandalag á að geta gengið \
upp. )
Nóbelsverðlaunahafinn segir í
greininni að atvinnulíf og vinnu-
markaður í Evrópu sé í miklu fastari
skorðum en í Bandarfkjunum og
laun, verðlag og vinnuafl mun
ósveigjanlegra. „Við þessar ástæð-
ur er sveigjanlegt gengi afar gagn-
legt tæki til aðlögunar," skrifar
hann. Friedman segir að verði land .
fyrir efnahagslegu áfalli sé gengis-
breyting bezta leiðin til að koma á *
ný á jafnvægi við viðskiptalöndin, )
en slíkt sé ekki hægt í myntbanda-
lagi.
Friedman segir að áformin um
efnahags- og myntbandalag séu af
pólitískum toga fremur en efna-
hagslegum.
„Annars vegar á
að binda Frakk-
land og Þýzka- j
land svo sterk- .
um böndum að
stríð í Evrópu \
verði óhugsandi
í framtíðinni.
Hins vegar eru
menn að undirbúa stofnun Banda-
ríkja Evrópu," segir hann.
Að mati Friedmans mun stofnun
EMU hafa þveröfug áhrif og breyta
efnahagslegum áföllum í pólitískar
deilur. „Myntbandalag, sem hefur
göngu sína við óhagfelldar aðstæð-
ur, verður hindrun í vegi pólitískrar j
sameiningar," skrifar Nóbelsverð-
launahafinn.
ESB-borgarar
betur upplýstir
Brussel. Reuter.
BORGARAR í ríkjum Evrópu-
sambandsins eru betur upplýstir
en áður um starfsemi sambands-
ins en kunna þó lítil skil á sátt-
málunum, sem liggja henni til
grundvallar. Þetta eru helztu
niðurstöður nýrrar skoðana-
könnunar Europinion, skoðana-
kannanastofnunar ESB.
Samkvæmt niðurstöðunum
finnst yfir 55% ESB-borgara þeir
vita meira um sambandið en þeir
gerðu fyrir tveimur árum. Hins
vegar segjast tæplega 44% svar-
enda hafa heyrt um nýafstaðna
ríkjaráðstefnu, þar sem stofn-
sáttmáli sambandsins var endur-
skoðaður.
Europinion segir að íbúar
Norður-Evrópuríkja séu greini-
lega bezt upplýstir um Evrópu-
sambandið en áhugi á því fari
vaxandi meðal íbúa Miðjarðar-
hafslandanna.
Könnunin náði til 800 manna
úrtaks í hveiju af 15 aðildarríkj-
um ESB, eða samtals um 12.000
manns.