Morgunblaðið - 11.09.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.09.1997, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ PFA cHeimilistœkjavet'slun Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími 533 2222 pFAFF 2(1, samstatf CANDYDAGAR Ennfleiri heimilistœki Mikil verölœkkun! Mikið er um að vera. Verið velkomin, skoðið úrvalið, gerið kaup ársins. Við höldum upp á 30 ára gott samstarf PFAFF og Candy með miklum afslætti til viðskiptavina okkar á um 50 aerðum heimihstækja. okkur dæmi: vvorrrAVtwR HDAVKI, OFN OGI IPPI'VO'I'IAVIiL Allt í einu tæki. 94.900.- Míklð WVnl / /v "UKid útvai ELDAVELAR með helluborði og o&ti. 1)Van'ANÝi.oGWRR^ rnmf VeriÖ«5’ , íeriðW4'8’" ' NEYTENDUR Umbúðir ferskra kjúklinga stund- um óviðunandi HOLLUSTUVERND ríkisins hefur fengið ábendingar um að umbúðir ferskra kjúklinga séu í einhvetjum tilfellum óviðunandi. Að sögn Ásmundar Þorkelsson- ar, matvælafræðings hjá Hollustu- vernd, á þetta einungis við umbúð- ir utan um ferska kjúklinga. „Ef umbúðir eru ekki vatnsheldar og nægjanlega sterkar til að þola það hnjask sem varan verður fyrir á leið til neytandans eru þær óviðun- andi. Smitist blóðvökvinn út í aðra vöru eins og grænmeti til dæmis er verið að bjóða hættunni heim. Það er alltaf viss hætta á að í blóð- vökvanum séu sýklar sem undir eðlilegum kringumstæðum myndu drepast við hitameðhöndlun á kjöt- inu. Berist þeir á hinn bóginn yfir í önnur matvæli er hætta á matar- sýkingu.“ Ásmundur segir að í reglugerð um útbúnað alifuglasláturhúsa, slátrun alifugla, verkun þeirra og heilbrigðisskoðun standi að til pökkunar á afurðum megi ein- göngu nota hreinar, nýjar og hent- - ugar umbúðir, sem hvorki spilla eða lýta vöruna en sem veija afurð- ir óhreinindum og hverskonar mengun við geymslu og flutninga. „Við höfum því vísað þessari ábendingu áfram til yfirdýralækn- is.“ - Hver haldið þið að sé ástæðan fyrir því að reglunum er ekki fram- fyigt? „Fyrst og fremst hörð sam- Nýtt Orkulýsi fyrir börn ORKULÝSI heitir ný lýsistegund sem kom á markað í vikunni. Lýsið er þróað af efna- og næringarfræð- ingum Fiskafurða hf. og framleitt í Þorlákshöfn. Lýsið er framleitt með næringarþarfir barna í huga. Orkulýsi er selt í einum pakka með öðrum drykk sem heitir Orkufjör. Orkulýsið inniheldur A-, D- og E- vítamín fyrir börn, er ríkt af fjöló- mettuðum Omega3-fitusýrum og er bragð- og lyktarskert. Orkufjörið er ríkt af B- og C-vítamínum. Á u.mbúðum er mynd af Magn- úsi Scheving í hlutverki íþróttaálfs- ins úr Latabæ. keppni á matvörumarkaði sem þýð- ir að framleiðendur reyna að draga úr umbúðakostnaði.“ Verður lagfært Halldór Runólfsson yfirdýra- læknir bendir á að þegar gefið var leyfi til að selja ferska kjúklinga var sett það frumskilyrði að ekki gæti lekið úr umbúðunum. „Við settum ekki stífar reglur um gerð umbúða heldur fórum fram á að framleiðendur pössuðu sjálfir að ekki gæti lekið úr þeim. í fram- haldi af ábendingu Hollustuvernd- ar munum við nú skoða umbúðir ferskra kjúklinga og í samstarfi við þá og heilbrigðiseftirlit viðkom- andi sveitarfélaga taka ákvörðun um framhald.“ Þá hvetur Halldór neytendur til að láta heilbrigðiseftirlit vita ef þeir rekast á umbúðir sem hugsan- lega gætu lekið. Ennfremur minnir hann á að ferska kjúklinga á að meðhöndla sem kælivöru og gegn- steikja fyrir neyslu. Ljósmyndapappír HAFINN er innflutningur á Imation ljósmyndapappír fyrir bleksprautu prentara. Pappírinn er seldur í nokkrum stærðum. Það er Þruman ehf. sem sér um innflutning. Sælkeravörur GOÐI er um þessar mundir að setja á markað nýja vörulínu fyrir sæl- kera. Fyrstu vörurnar í línunni eru „paté“. Framleiðsla þeirra er í hönd- um Harðar Reynissonar og Hólm- gríms Rósenbergssonar sem áður unnu hjá fyrirtækinu íslenskt- Franskt. í fréttatilkynningu frá Kjötumboðinu hf. Goða segir að yfirbragðið sé franskt. Þau paté sem fáanleg eru heita meðal annars villisveppapaté, hreindýrapaté, skógarpaté, fjallagrasapaté, andap- até og katalóníupaté. Goði framleið- ir einnig hlaup og sósur fyrir paté. Frábærar snyrtivörur fyrir húð og hár á mjög góðu verði! BIDHSEH Japanskar snyrtivörur ^ með steinefnum -S& fyrir húð og hár. J Bionsen-vörurnar byggja upp og viðhalda náttúrulegu jafnvægi húðarinnar, hársins og hársvarðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.