Morgunblaðið - 11.09.1997, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
I DAG
FRÁ styrkveitingunni. Frá vinstri eru: Stefán J. Hreiðarsson,
forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar rikisins, Ingveld-
ur Friðriksdóttir sjúkraþjálfari, Jóna G. Ingólfsdóttir þroska-
þjálfi og Ásgeir Þorsteinsson, formaður sjóðsstjórnar.
Uthlutað úr styrktarsióði
NÝVERIÐ var í annað sinn út-
hlutað úr styrktarsjóði Greining-
arstöðvar ríkisins til minningar
um Þorstein Helga Ásgeirsson.
Styrk hlutu Ingveldur Friðriks-
dóttir, sjúkraþjálfari, til náms-
dvalar við The Bobath Center í
London og Jóna G. Ingólfsdóttir,
þroskaþjálfi, til náms í sérkennslu
við Kennaraháskóla íslands.
Styrktarsjóðurinn var stofnað-
ur fyrir tveimur árum. Tilgangur
hans er að veita styrki til símennt-
unar og fræðilegra rannsókna á
sviði fatlana bama með það að
leiðarljósi að efla fræðilega þekk-
ingu og faglega þjónustu við fötl-
uð börn og fjölskyldur þeirra.
Hefur starfsfólk Greiningar- og
ráðgjafarstöðvar ríkisins að jafn-
aði forgang við styrkveitingar úr
sjóðnum sem fara fram árlega.
Sjóðnum hefur borist fjöldi
framlaga, bæði frá félögum og
einstaklingum, en tekna er einnig
aflað með sölu minningarkorta.
Markaður og kaffi-
sala fyrir kristniboðið
ÁRLEGUR haustmarkaður Kristni-
boðssambandsins verður haldinn
laugardaginn 13. september í húsi
KFUM og KFUK, Holtavegi 28
(gegnt Langholtsskóla) í Reykjavík.
Markaðurinn hefst kl. 14.
í frétt frá Kristniboðssambandinu
segir að nokkrar konur úr hópi
kristniboðsvina standi fyrir mark-
aðinum. Þar verði selt ýmiss konar
grænmeti, ávextir og ber, allt eftir
því hvað kristniboðsvinir og aðrir
velunnarar vilji leggja fram af upp-
skeru sumarsins. Þessu verður veitt
móttaka í húsi KFUM og K fostudag-
inn 12. september kl. 17-19.
Daginn eftir, sunnudaginn 14.
september, efnir Kristniboðsfélag
karla til kaffisölu í Kristniboðssaln-
um, Háaleitisbraut 58, og hefst hún
kl. 14.30.
Ágóðinn af markaðinum og kaffi-
sölunni rennur til kristniboðsstarfsins
í Eþíópíu, Kenýu og Kína. í Afríku
eru nú átta íslenskir kristniboðar að
störfum á vegum Kristniboðssam-
bandsins. í fyrra hóf Kristniboðssam-
bandið þátttöku í samstarfsverkefni
um kristilegar útvarpssendingar til
Kína. Um 4-5 milljónir manna hlusta
daglega á kristilegan bamaþátt en
einnig tekur Kristniboðssambandið
þátt í að greiða fyrir hálftímalangan
útvarpsþátt fyrir fullorðna.
í ár þarf að safna um 19 milljónum
króna til að standa straum af kostn-
aði við starf Kristniboðssambandsins
innanlands og utan.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
Greiðsla fyrir
hreinsun á
tengikössum
VEGFARANDI hafði sam-
band við Velvakanda
vegna fréttar í blaðinu sl.
þriðjudag þar sem segir
að þeir sem líma auglýs-
ingaspjöld á tengikassa
veitustofnana verði krafðir
um greiðslu fyrir hreinsun
á þeim.
Vegfaranda þennan
langar til að fá svör við því
hvers vegna eigi allt í einu
að taka upp á því fyrst
núna að láta auglýsendur
greiða fyrir hreinsunina,
því þessar auglýsingar hafa
verið límdar á kassana og
önnur mannvirki svo árum
skiptir. Hann telur að vel
sé hægt að láta ganga eft-
ir þessari greiðslu aftur í
tímann því auglýsingamar
eru yfirleitt þess efnis að
hægt er að rekja hver það
er sem auglýsir. Hingað til
hafa það líklega verið
skattborgaramir sem hafa
greitt fyrir þessa hreinsun,
en það nær að sjálfsögðu
engri átt. Og hví fylgir lög-
reglan ekki lögreglusam-
þykkt Reykjavíkur, sem í
er vitnað í þessari frétt, þar
sem segir að auglýsingar á
mannvirki séu bannaðar?
Þá má einnig spyija hvort
ekki séu einhver viðurlög
við þessu.
Lögreglan
áhugalaus
KONA á Akureyri hafði
samband við Velvakanda
og vildi hún koma á fram-
færi athugasemdum vegna
samskipta sinna við lög-
regluna á Akureyri. Hún
sagðist hafa fengið upplýs-
ingar um fíkniefnasölu frá
ungum krökkum og hafði
hún í framhaldi af því sam-
band við lögregluna á Ak-
ureyri til að koma þessum
upplýsingum á framfæri.
Sá sem hún talaði við
spurði hana þá hvort þess-
ar upplýsingar væru frá
hennar börnum komnar og
hvort þau væru í fíkniefn-
um. Sámaði konunni mjög,
hún taldi sig vera að gera
skyldu sína með því að
koma þessum upplýsing-
um á framfæri, en datt
ekki til hugar að hennar
börn yrðu bendluð við
þetta mál. Henni fannst
lögreglan sýna þessu máli
lítinn áhuga og hún segir
að þetta hvetji fólk ekki
til þess að koma upplýsing-
um á framfæri.
Tapað/fundið
Myndavél í óskilum
CANNON-myndavél, með
stórri linsu, fannst á
Hlemmi í byijun septem-
ber. Vélin er merkt „Sól-
veig Ásgeirsdóttir". Þeir
sem kannast við vélina
geta haft samband í síma
551-6813 eða 551-2700.
Giftingarhringur
týndist
GIFTINGARHRINGUR,
breiður, með ágröfnu
nafninu Eva inní, týndist
seinni hluta ágúst. Þeir
sem hafa orðið varir við
hringinn em beðnir að
hafa samband í síma
554-6877.
Úr tapaðist
GULLÚR af gerðinni Olma
tapaðist í Reykjavík sl.
sunnudag. Finnandi vin-
samlega hringi í síma
554-4511.
Kvenúr týndist
GYLLT kvenúr með svartri
ól tapaðist aðfaranótt
sunnudagsins 7. sept. ann-
aðhvort á Kaffi Reykjavík
eða á leiðinni á Dubliner
krá. Finnandi vinsamlega
hafí samband í síma
562-8979. Fundarlaun.
Dýrahaid
Hvít læða týnd
HVÍT læða, lítil, ómerkt,
sem heitir Lára týndist í
Vesturbæ Kópavogs föstu-
daginn 5. september.
Hennar er sárt saknað.
Þeir sem hafa orðið varir
við kisu eru beðnir að hafa
samband í síma
554-6329.
Persneskur köttur
týndur
SVARTUR persneskur
köttur, eyrnamerktur og
geltur, hvarf mánudaginn
8. september frá Löngu-
brekku 7 í Kópavogi. Þeir
sem hafa orðið varir við
kisa vinsamlega hafi sam-
band við Maríu í síma
564-2274.
Góð fundarlaun!
KISAN okkar hún Ronja
týndist í Grafarvogi í sum-
ar. Hún er bröndótt og
svolítið hvít með sætan
hvítan blett á trýninu,
merkt, með silfurlitaða
hálsól. Við höfum leitað
mikið og söknum hennar
sárt. Getur einhver gefið
okkur upplýsingar um
hana? Nýja símanúmerið
okkar er 486-4523.
SKÁK
Umsjön Marjjcir
Pétursson
Staðan kom upp á
helgarskákmóti Taflfélags
Reykjavíkur sem fram fór
um síðustu helgi. Sigur-
björn Björnsson (2.210)
var með hvítt, en Sævar
Bjarnason (2.265) hafði
svart og átti leik.
Sævar missti hér af fal-
legri vinningsleið sem var
1,- Rxc3! 2. Bxc3 -
Hxh3! 3. Hxh3 - b2 og
vekur upp nýja drottningu.
Heppnin var þó með honum
og hann vann skákina samt
sem áður, eftir slæm mistök
hvíts: 1. - Rcl? 2. Kg2 -
Rd3 3. Kgl - Rxb2 4.
Hxb2 - Hxh3 5. Hxb3??
(Hróksendataflið er í jafn-
vægi eftir 5. Kg2) 5. —
Hxf3 6. Hb5 Hxc3 og Sæv-
ar vann eftir mikinn tíma-
hraksbarning.
Bragi Halldórsson sigr-
aði á mótinu, en varð einn-
ig hlutskarpastur á helgar-
skákmóti TR í ágúst. Hann
hlaut 6 vinninga af 7 mögu-
legum, en Sævar Bjarnason
varð annar með 5 'A v.
SVARTUR Ieikur og vinnur
Það er alveg skýrt....
Hvaða skjái atvinnumenn velja
Kynntu þér ViewSonic skjáina
PT-81 3
SonicTron skjáirnir hafa djúpa,
fallega liti og eru hnifskarpir sem
Þakka má Aperture Gríll tækninni.
Mikil upplausn og hröð uppfærsla
á mynd tryggja fyrsta flokks mynd
sem um leið er notendavæn.
OnView stafræn myndstýrlng gerir
möguleqt að stjórna 21 mismunandi
aðgerð beint á skjánum.
Nákvæm litastjórnun, Þökk sé
ViewMatch kerfinu.
Tegund PT813 PT775
Skjástærð 21” 17"
Tiftíðni 160Hz 154Hz
dp 0.28AG 0.25AG
Bandvídd 230MHz 200MHz
ViewSonic*
Mðrkln ð - 10« Reykjavik - siml 588 20*1 - fax 58« 2082 - www.bodeind.ls
Deaigned for
Mlcrosoft*
Windowa*85
Víkveiji skrifar...
VESTFIRÐINGAR brugðust
hart við Víkveijapistli, sem
birtist síðastliðinn fimmtudag, þar
sem Víkveiji fjallaði um ferð sína
um Vestfirði og Arnarfjörð og dáð-
ist að því mikla náttúruskrauti, sem
þar ber fyrir augu, fossinn í ánni
Dynjandi, sem fellur af fjallsbrún-
inni og nærri niður í sjó og Vík-
veiji nefndi Fjallfoss, en einnig hef-
ur gengið undir nafninu Dynjandis-
foss eða jafnvel aðeins Dynjandi.
Lesandi, sem ættaður er úr
Mosdal í Amarfirði, sagði, að Arn-
firðingar hefðu alltaf talað um
Dynjandisfoss, en nafnið Fjallfoss
væri síðari tíma nafngift. Hann
kvað þetta þó vera eitt þessara ei-
lífðardeilumála, „gömlu þræta“,
sem jafnan væru til umræðu á fjöl-
skyldusamkomum í sinni fjölskyldu
og sýndist þá sitt hveijum. Á niðja-
móti í sumar hafí hann hins vegar
rætt við aldraða föðursystur sína,
sem myndi tímana tvenna. Hún
hefði sagt honum, að í hennar ung-
dæmi hafi aldrei verið rætt um
annað en Dynjandisfoss. Nefndi
hann einnig að fyrir allmörgum
árum hafí komið út bók eftir Haf-
liða Magnússon um Arnarfjörð, þar
sem hann hafi fjallað um örnefni
og annað í firðinum. Hann segði
að fossinn héti Dynjandisfoss.
Annar Vestfírðingur hringdi og
sagði heitið Fjallfoss beinlínis rangt.
Fossinn héti Dynjandi og ekkert
annað. Þetta yrði að leiðrétta. Hins
vegar taldi hann að neðarlega í
fossinum væri foss, sem bæri nafn-
ið Fjallfoss, en það væri þá aðeins
hluti af Dynjandi.
xxx
EINS OG áður hefur komið fram
hafa Náttúruverndarráð og
Eimskip lagt gangstíga að fossinum
í Amarfirði, hlaðið upp veggi og
snyrt allt umhverfíð neðan við hann.
Er slíkt allt til mikillar fyrirmyndar,
því að við slíka náttúruperlu sem
þessi foss er, er ætíð mikil örtröð
ferðamanna. Þeir setja auðvitað
mark sitt á umhverfið og troða nið-
ur traðir, sem síðan blotna í rigning-
artíð og gangstígamir verða þá eitt
forarsvað. Með þessum framkvæmd-
um er komið í veg fyrir slíkt. Slíkar
framkvæmdir hefur Eimskip kostað
við alla þá fossa sem þeir hafa nefnt
skip sín eftir. Svipaðar framkvæmd-
ir má því sjá við aðra fossa lands-
ins, svo sem eins og Goðafoss.
Á þessum stöðum eru skilti á
íslenzku og fleiri tungumálum, sem
skýra frá heiti fossins og sagt er
frá einhveiju er tengist sögu hans.
Muni Víkveiji það rétt, stendur á
skiltinu í Arnarfirði „Dynjandis-
foss“, en í sviga er nafnið „Fjali-
foss“, enda er það nafn ástæða
þess að Eimskip leggur út þann
styrk, sem veittur er af félaginu til
gerðar gangstíga og þeirra mann-
virkja, sem nú eru við fossinn. En
það er Víkveija að meinalausu þótt
fossinn heiti Dynjandi. Nafnið er
fallegt og raunar hið sama og nafn
árinnar, sem hann er í. Víkvetja
finnst raunar nafnið Fjallfoss einnig
fallegt og hefur í sjálfu sér ekkert
á móti þeirri nafngift heldur.
Einn þeirra, sem gerði athuga-
semd við Víkveijapistilinn síðastlið-
inn fimmtudag kvað þetta vera
sama ruglandann og á Hverfelli við
Mývatn, þar sem heimamenn vildu
að ijallið héti Hverfell en kortagerð-
armenn hafa kallað Hverfjall. Þar
er deilt um hvort nafnið sé réttara,
en auðvitað má segja að heimamenn
eigi að ráða þeim örnefnum sem
eru í þeirra sveit. Þeir hljóta að
þekkja þau bezt.
XXX
LOKS hringdi Hafsteinn Hjalta-
son, sem benti á Sóknarlýs-
ingu Vestfjarða, sem gefin var út
árið 1952, en skráð 1839 af Sig-
urði Jónssyni föður Jóns forseta,
en hann var prestur á Hrafnseyri
í Arnarfirði um langan aldur. Á
bls. 19 í þessari bók segir Sigurð-
ur, að þegar komið sé fyrir ákveðið
fjall, „er komið að bænum Dynj-
andi, sem dregur nafn sitt af mikl-
um fjallfossi árinnar, sem hiklaust
má telja 60 til 70 metra háan“
Samkvæmt þessu orðalagi virðist
augljóst að nafn fossins er Dynj-
andi. Ennfremur getur þessi texti
hafa valdið þeim misskilningi að
fossinn héti Fjallfoss.