Morgunblaðið - 11.09.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.09.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997 11 FRÉTTIR Míkíll bolti veiddist í Haffjarðará MIKILL boltalax veiddist á loka- degi laxveiða í Haffjarðará á Snæfellsnesi á sunnudaginn. Laxinn vó reyndar „aðeins“ 20 pund, en hann var 106 senti- metra langur en reynslan hefur hjálpað mönnum að gera þumal- puttareglu sem er á þá leið að laxar á bilinu 104-106 sentimetr- ar eru um það bil 24 punda þeg- ar þeir ganga úr sjó í fullum holdum. Laxinn sem um ræðir var grútleginn. „Þetta var feiknalax og veiði- maðurinn, Ragnar Gíslason, var klukkustund að ná honum á land. Laxinn veiddist í Urðinni og tók rauða Frances númer 8,“ sagði Einar Sigfússon, einn eigenda Haffjarðarár, í samtali við blaðið í gærdag. Sagði Einar að .veiði- skýrslur sumarsins væru í yfir- lestri, en lokatalan lægi ekki enn fyrir. „Þetta eru hátt í 600 laxar í sumar og við erum ánægð með það. Það var mikill lax í ánni og aldrei dauður punktur í veiðinni þótt hún væri misjöfn frá degi til dags,“ bætti Einar við. Hörkugöngur hafa komið í Geirlandsá Lífleg sjóbirtingsveiði hefur verið í Geirlandsá þegar veður hefur leyft að undanförnu. Til marks um það veiddi eitt hollið 30 birtinga og einn lax á tveimur dögum fyrir skömmu. Sást mikið af fiski og var mikið af honum stór. Fimm fiskar voru 10 punda. Góðar skorpur komu í hollinu, þannig lenti einn veiðimaðurinn í göngu í Ármótunum og veiddi 9 fiska í beit. RAGNAR Gíslason með stórlaxinn úr Urðinni í Haffjarðará, 20 punda. Skot í Hítará Skot kom í Hítará um helgina að sögn Bergs Steingrímssonar hjá SVFR. „Hann hringdi í mig hann Haraldur Eiríksson, ungur strákur sem hefur verið leiðsögu- maður í Kjósinni í sumar. Hann var að veiða í einn og hálfan dag í Hítará um helgina og fékk fimm laxa og átta bleikjur. Laxarnir voru allir grálúsugir og upp í rúm 8 pund. Stærsta bleikjan var 5 pund og sú smæsta 2 pund. Haraldur sagðist hafa séð mikið af nýjum laxi, mest þó á Breið- inni, en einnig í Langadrætti þar sem laxinn stökk viðstöðulaust. Vonandi veit þetta á góðan enda- sprett í ánni, því veiðin hefur ekki verið upp á það besta það sem af er,“ sagði Bergur. Áin hefur nú gefið rétt um 180 laxa. Laugardalsá örlítið betri en í fyrra Veiði lauk í Laugardalsá við Djúp í gærdag og sagðist Sigur- jón Samúelson á Hrafnabjörgum ekki vera búinn að telja saman úr veiðibókinni enn. „En þetta eru milli 130 og 140 laxar í sum- ar. Það er betra en í fyrra, þá veiddust 112 laxar. Það er reyt- ingur af laxi um alla á, en hefur tekið illa að undanförnu. Þetta er ekkert á við það sem var hér á árum áður, þá var áin full af laxi og fyrir kom að holl /engu á annað hundrað laxa. Áin er að framleiða nóg af seiðum, en það er greinilegt að það kemur lítið eða ekkert af þessu heim úr hafínu,“ sagði Siguijón. Stærsti laxinn í sumar var 16 pund, en aflinn var þar fyrir utan af öllum stærðum. Ný langbylgjustöð Ríkisútvarpsins á Gufuskálum Áður en húð þín verður mínútu eldri. Almenningur hvattur til að eiga langby lgj uútvarp TIL þess að fullum árangri af upp- byggingu langbylgjustöðva Ríkisút- varpsins verði náð er nauðsynlegt að sem flestir íslenskir útvarpsnot- endur eigi viðtæki með langbylgju- sviði. Þetta kom m.a. fram í ræðu sem Markús Örn Antonsson, fram- kvæmdastjóri Ríkisútvarpsins, flutti þegar ný langbylgjustöð var tekin í notkun á Gufuskálum á mánudag. í máli sínu lagði Markús Örn mikla áherslu á öryggi í útvarps- sendingum og mikilvægi langbylgj- unnar fyrir almannavarnir. Hann rakti hvernig langbylgjusendingar Útvarpsins hefðu verið óviðunandi frá því að langbylgjumastrið á Vatnsenda féll í ofsaveðri í febrúar 1991, fyrst hefðu þær fallið niður með öllu en síðan verið hafnar að nýju með mjög skertri sendiorku. Nú sæi hins vegar fyrir endann á því ástandi og Ríkisútvarpið hefði aldrei átt jafn öflugan sendibúnað og þann sem nú hefði verið tekinn í notkun. „Aðstæður á íslandi og umhverf- is landið kalla á öryggi í útvarps- sendingum. Með uppbyggingu lang- bylgjustöðvanna til hliðar við FM- kerfið er tryggt að dagskrárefni Ríkisútvarpsins, veðurfregnir og önnur áríðandi boð berist um landið allt, inn á hálendið og á haf út. Langbylgjan er einnig til vara ef FM-sendar bila. Til þess að fullum árangri af þessum aðgerðum verði náð, er tímabært að brýna fyrir ís- lenskum útvarpsnotendum að eiga viðtæki með langbylgjusviði á heim- ilum, í farartækjum og sem hluta af ferðabúnaði," segir m.a. í ræð- unni. Margfalt sendiafl á við gömlu Vatnsendastöðina Sendiorka nýju stöðvarinnar er 300 kílóvött og er sent út á tíðn- inni 189 kHz. Sendiaflið er marg- falt á við það sem verið hefur í gömlu stöðinni á Vatnsenda, en hér er um að ræða nýja kynslóð lang- bylgjusenda sem bandaríska fyrir- tækið Harris hefur hannað og smíð- að. Byggt er á tölvutækni með möguleikum fyrir stafræna útsend- ingu í framtíðinni. Auk nýju langbylgjustöðvarinnar á Gufuskálum verður innan skamms tekinn í notkun nýr og öfiugur langbylgjusendir á Eiðum en hann mun senda út á tíðninni 207 kHz. Þar með batna móttöku- skilyrði á langbylgju um austanvert ísland og á hafsvæðunum austur af landinu. Heildarkostnaður vegna hinna tveggja nýju stöðva er um 300 milljónir króna. Á langbylgjunni verður í boði blandað efni af báðum rásum Ríkis- útvarpsins og verður því útvarpað allan sólarhringinn. SNYRTISTOFAN GUERLAIN IÓðingata 1 • 101 • Reykjavík I Sími 562 3220 « Fax 552 2320| Estée Lauder kynnir Nutritious Bio-Protein Moisture Complex Dag einn tekur þú eftir því. Húð þín er ekki lengur eins heilbrigð og fersk og hún var. Fínar línur hafa myndast. Þá er tími til kominn að nota Nutritous, nýja gerð af rakakremi. Létt, auðugt af styrkjandi mjólkurpróteinum, ásamt nauðsynlegum vítamínum og steinefnum. Allt þetta gefur húð þinni það sem hún þarfnast til að vera heilbrigð og geislandi. Eftir 8 vikna notkun á Nutritious sýna rannsóknir eftirfarandi: • Rakahlíf húðarinnar styrkist um allt að 80% • Húðin þéttist, fínar línur og hrukkur minnka um allt að 35% • Nutrituous ver húðina gegn sýnilegum öldrunareinkennum í framtíðinni. Nutrítious Bio-Protein Moisture Complex kr. 3.600. Kannaðu málið í Hygeu, Laugavegi. Ráðgjafi frá Estée Lauder verður í versiuninni í dag og á morgun, föstudag. OtttttO H Y G E A jnyrtivðruver<ilun Laugavegi 23 Sími 511 4533.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.