Morgunblaðið - 11.09.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.09.1997, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997 LAIMDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Óskar Á MYNDINNI má sjá hvar pressunni verður komið fyrir. Ný steypu- pressa Eyrarbakka - Þessa dagana er unnið að því hjá Alpan hf. á Eyrar- bakka að tengja lagnir að nýrri steypupressu sem komst í hús á föstudaginn með óvenjulegum að- ferðum. Pressan sem um getur er 20 tonna þung og hæðin er slík að aðeins eru örfáir sentímetrar upp í þakið yfir henni þar sem hún stend- ur nú. Það var því ekki um annað að ræða til að koma pressunni inn í steypuskálann en að ijúfa þakið sem er úr forsteyptum einingum og slaka henni þar niður. Vegna þess hversu þyngslin voru mikil varð að nota tvo öfluga krana við verkið. í steypuskálanum eru fyrir þrjár aðrar pressur sem notaðar eru við að steypa pönnur og potta úr bráðnu áli. Þessar pressur hafa allt upp í 220 tonna þrýstikraft, en sú nýja er þó enn kröftugri og hefur 340 tonna þrýstikraft. Hún er fram- leidd hjá fyrirtækinu Sennerskov í Kaupmannahöfn. Með tilkomu þessa nýja verkfæris eykst fram- leiðslugeta fyrirtækisins til muna, en unnið hefur verið í steypuskálan- um allan sólarhringinn um langt skeið. Búða- kirkja 150 ára Hellissandi - Sunnudaginn 7. september var haldið uppá 150 ára afmæli Búðakirkju og 10 ára afmæli endurvígslu hennar. Vígslubiskupinn í Skálholti, sr. Sigurður Sigurðarson, prédikaði við hátíðarmessu í kirkjunni en sóknarpresturinn, sr. Olafur Jens Sigurðsson, þjónaði fyrir altari ásamt sóknarprestinum á Staðastað, sr. Guðjóni Skarphéð- inssyni. Kirkjukór Búða- og Hellnasókna söng, undir stjórn organistans Kay Wiggs Lúðvíks- son. Guðmundur Jónsson óperu- söngvari sem nú er 77 ára gam- all söng 2 lög. Mikið fjölmenni var á Búðum í tilefni afmælisins. Kvöldið áður var haldið uppá 50 ára afmæli hótelsins og var þar Iíka mann- margt. í kaffisamsæti sem haldið var að messu lokinni rakti sókn- arpresturinn sögu kirkjunnar í stuttu máli og benti á menningar- sögulegt gildi hennar fyrir Is- lendinga. Sturla Böðvarsson al- þingismaður flutti kveðju þjóð- minjaráðs og þjóðminjavarðar og kvaðst telja Búðakirkju einn þeirra dýrgripa gamalla minja sem við Islendingar ættum og þyrftum að vernda og varðveita vel. Taldi hann þjóðminjavörð sýna kirkjunni mikinn áhuga í þessu tilliti. Smári J. Lúðvíksson færði kirkjunni nýja altarisbiblíu með kveðju frá Ólafsvíkur- og Ingjaldshólskirkjum. Finnbogi BÚÐAKIRKJA varð 150 ára 7. september sl. Morgunblaðið/Golli VÍGSLUBISKUPINN í Skálholti, sr. Sigurður Sigurðarson, préd- ikaði við hátíðarmessu í kirkjunni en sóknarpresturinn, sr. Ólafur Jens Sigurðsson, þjónaði fyrir altari ásamt sóknarprestinum á Staðastað, sr. Guðjóni Skarphéðinssyni. Hér sjást þeir að lokinni messu að heilsa upp á safnaðarbörn. G. Lárusson flutti kveðju Hellna- sóknar og sr. Guðjón Skarphéð- insson færði kirkjunni gamla Ijósmynd af Staðastað að gjöf frá Staðastaðarsókn en frá Staða- stað var Búðakirkju lengst þjón- að eða þar til prestakallaskipan var breytt 1993. Síðan er henni þjónað frá Ingjaldshóli. Guðbrandur Vigfússon, fyrr- verandi hreppstjóri í Ólafsvík, færði kirkjunni að gjöf 50.000 krónur sem er minningargjöf um foreldra hans sem bjuggu á Kálf- árvöllum í Staðarsveit. Þá bárust kirkjunni kveðjur frá forseta ís- lands, hr. Ólafi Ragnari Gríms- syni, og bæjarstjórn Snæfellsbæj- ar. Þokkalegasta veður var á Búðum þennan dag, þótt veður væri víða fúlt við Faxaflóann í vestanáttinni. Klukkutindi SH 102 komið fyrir á sjó- minjasafni Hellissandi - í sjóminjagarðinum á Hellissandi er búið að koma fyrir bát norðan við gömlu sjóbúðina. Það er Sjómannadagsráð sem á garðinn og rekur hann. Smám saman eru að bætast í safnið nýir gripir. Nýlega bættist við báturinn Klukkutindur SH 102 sem Sigurður Runólfsson átti og réri úr Krossavík. Klukkutindur gæti verið síðasti bát- urinn sem róið var þaðan. Hann var upphaflega happdrættisbátur frá DAS en Sigurður eignaðist hann 1962. Seldi hann síðan 1992 og eft- ir það stóð hann lengi á kambinum í Rifí. Báturinn var hreinsaður og málaður eftir að honum var komið fyrir í garðinum. Veiðimenn! Vanclaðir KRAFT kulclagallar í felulitum veráa selclir á tilboðsverái næstu da^a. yyHililiIig Kostuðu áður 15.800 kr. Eigum einnig mikið úrval af öðrum lilífðarfatnaði og göngu- slróm í veiðiferðina. imr m SKÚLAGÖTU 51 SÍMI: 551 1520 0G FAXAFENI 12 SÍMI: 588 6600 Eitt mesta rigningar- sumar í manna minnum Suðursveit - Hér í Suðursveit hefur verið eitt mesta rign- ingarsumar í manna minnum. Frá 6. júlí til 1. september hafa aðeins komið 6 þurrir dagar og hefur því heyskapur gengið stirðlega. Allt hefur þetta samt lukkast með rúllutækninni en um heygæði skal ósagt látið. En nú í septemberbyrjun hefur brugðið til norðvestanáttar með sólfari og hafa því bændur sleg- ið upp afganga og hirt. Ferðaþjónustubændur bera sig vel og segja aðsókn allgóða nú í sumar. Á Smyrlabjörgum var reist 20 herbergja hús búið nýjustu þægindum sem bætist við þá ferðaþjónustu er þar var fyrir og var það tekið í notkun 2. júní. Fjölnir Torfason, ferðaút- gerðarmaður á Jökulsárlóni, sagði að miðað við tíðarfar hefði aðsókn verið nokkuð góð. Reyndar er ekki síður athyglis- vert að sigla um lónið í rigningu og sjá tröllslegar kynjamyndir jakanna koma í ljós út úr þoku- suddanum. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Úr- koman í sumar hefur lamið nið- ur hvimleitt ryk frá Skeiðarár- sandi en af því var mikill bagi í upphafi ferðavertíðar. Mikið fuglalíf er við lónið enda virðist æti vera nóg. Æðarfugli fer ört fjölgandi en skúmi fækkar sennilega vegna tófunnar sem þarna er mikið af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.