Morgunblaðið - 11.09.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.09.1997, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Á dómsvaldið að styðja og verada þjóðkirkjuna? SÍÐASTA skoðanakönnun, sem gerð var nú á haustdögum, um af- stöðu til aðskilnaðar ríkis og kirkju leiddi í ljós að fleiri en nokkru sinni eru fylgjandi aðskilnaði. Meirihluti svarenda, 58 af hundraði, lýsti sig fylgjandi aðskilnaði, 14 af hundraði tóku hvorki afstöðu með né á móti og einungis 28 hundraðshlutar voru mótfallnir aðskilnaði. Þegar einungis þeir sem afstöðu tóku eru taldir, eru 66 af hundraði fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju, tveir af hverjum þrem! Þetta er um margt merkileg niðurstaða. Ekki síst í ljósi þess að sá styr sem staðið hefur um kirkjuna undanfarið er að mestu genginn niður og nokkuð langt liðið frá hinu merkilega páskahreti. Á vordögum afgreiddi Alþingi til- lögur um stöðu, stjóm og starfs- hætti kirkjunnar. Tillögur þessar höfðu iengi verið að velkjast um í kerfínu og oftar en einu sinni verið lagðar fyrir kirkjuþing. Þegar upp var staðið voru tillögurnar aðeins lagfæringar sem hefðu máske átt við fyrir áratug eða svo, en vart nú í dag. í athugasemdum nefndarinnar sem um málið fjallaði við lagafrum- varpið, á síðu 16, 5. málsgrein segir: ....fAjðilar hafa einnig látið til sín heyra þótt eigi fari sérlega hátt, m.a. í þá veru að slíta beri öll tengsl milli ríkis og kirkju. Eigi verður þó talið að nú um stundir eigi svo rót- tækar hugmyndir fylgi að fagna meðal alls þorra íslendinga og mið- ast efni þessa frumvarps m.a. við þá ætlan nefndarinnar." Það má ljóst vera, með vísan í skoðanakannanir sem gerðar voru Ég beini þeirri spurn- ingu til dómsmálaráð- herra eða forseta Hæstaréttar, segir Guð- mundur Kr. Oddsson, hvernig dómsvaldinu beri að styðja og vernda þjóðkirkjuna. um málið, að forsendur þær sem nefndin gaf sér við samningu laga- frumvarpsins voru algerlega úr takti við hina raunverulegu stöðu. Frum- varpið var eiginlega úrelt áður en • • Orugg áhætta SÍÐUSTU ár hefur verið ævintýralegur uppgangur á íslensk- um hlutabréfamarkaði eins og almenningur hefur séð. Allir hafa grætt á öllu og ekkert verið til að spilla gleð- inni yfír góðri ávöxtun hlutabréfa. Þegar ein- hveijum gengur vel er það regla að hann eignast marga vini og svo hefur verið með íslenska hlutabréfa- markaðinn, hann hefur marga fylgjendur og fáa andmælendur enda er svo komið að nánast ríkir hluta- bréfaæði hjá þjóðinni, allir eru sér- fræðingar og allir ætla að vera með og græða. Það er svo komið að mikill fjöldi fólks telur að hlutabréf geti ekki annað en hækkað og þeg- ar áhættunni sé dreift á hlutabréf- sjóði sé ekki möguleiki að tapa leng- ur, allt er pottþétt. Frábær frammistaða Þegar litið er á árangur íslenskra hlutafélaga á markaði síðustu ár er árangurinn vissulega frábær og margir hafa auðgast verulega með skynsamlegum fjárfestingum en árangur þessi byggist ekki síst á Nærfatnaður af bestu gerð Laugavegi 4, sími 551 4473 því að markaðurinn er nýr, mikið af félögum var vanmetið og eftir- spumin hefur verið mikil og verðið farið upp af þeirri ástæðu, sérstaklega síðasta árið. Nú er staðan hins vegar sú að til að fyrir- tækin standi undir hinu háa verði sem á þeim er verður hagnaður þeirra að halda áfram að vaxa því annars er ávöxtunin til lengri tíma ekki nógu góð miðað við aðra kosti sem bjóðast við ávöxt- un fjármuna. Það má aldrei gleym- ast í allri tölfræðinni að það sem til langs tíma ræður hækkun hluta- bréfaverðs er hagnaður félaganna sjálfra því hann er á endanum þeir vextir sem fólk fær á peninga sína. Eftirspurn og framboð á bréfum valda ákveðnum sveiflum en geta ekki borið uppi þá meðalhækkun sem verður á hlutabréfunum til lengri tíma. Til að sýna þetta á skýran hátt er best að taka raun- hæft dæmi um ákveðið félag og sýna hvemig frammistaðan er og þarf að vera. Eimskip er stærsta og glæsilegasta fyriitækið á ís- lenska markaðnum, sannkallaður ættarlaukur íslenskra hlutafélaga, markaðsverðmæti þess er í dag u.þ.b. 20 milljarðar kr. síðustu tíu ár hefur hagnaður þess verið nokk- uð góður, trúlega í námunda við 500 milljónir kr. á ári að meðaltali. Talið er gott að ná 7% raunvöxtum á fé til lengri tíma miðað við það þyrfti hagnaður Eimskips að vera 1.400 milljónir kr. á ári til að standa undir núverandi verði hlutabréf- anna. Ef hagnaður Eimskipafélags- ins eykst ekki á næstu árum eða duldar eignir verða innleystar og færðar til bókar má reikna með að verð bréfanna lækki að því marki að hagnaður félagsins standi undir eðlilegri ávöxtun þeirra fjármuna sem bundnir eru í hlutabréfum í Eimskipi. Þetta dæmi um Eimskip er ekkert einsdæmi og nýlegar dýf- Tryggingar Allianz bjóðast nú á íslandi. Orri Björnsson telur þær athyglisverðan kost fyrir þá sem vilja ávaxta sparnað sinn. ur á markaðnum vegna minni hagn- aðar traustra fyrirtækja sýna að markaðurinn er afar spenntur og má ekki við eðlilegum sveiflum í milliuppgjörum fyrirtækja án þess að verð hlutabréfanna sveiflist um tugi prósenta. Spenntur markaður íslenski hlutabréfamarkaðurinn er á miklu gelgjuskeiði núna og kemur til með að sveiflast talsvert á næstunni, það er ekki spurning um hvort heldur hvenær verð hluta- bréfa lækkar svo um munar, hve- nær veit enginn en það gerist, það er víst. Spurningin er því sú, á hinn almenni sparifjáreigandi að leggja allt sitt traust á hlutabréf þegar vitað er að ávöxtun þeirra er mjög sveiflukennd? Ég hygg að allir ráð- gjafar fjármálafyrirtækjanna muni ráða fólki frá því að leggja allt sitt í hlutabréf þótt eðlilegt sé að taka einhveija áhættu því þeir sem eru að leggja fyrir vilja geta gengið að einhveiju visu þegar á þarf að halda og í hlutabréfum er sjaldnast á vís- an að róa. Ein er sú leið sem marg- ar þjóðir Evrópu hafa nýtt sér í rík- um mæli og það eru söfnunarlíf- tryggingar sem byggjast á því að viðkomandi gerir samning um að leggja fyrir ákveðna upphæð á ári til tiltekins aldurs og fær í staðinn líftryggingu og ávöxtun á iðgjaldið sem greitt er út við samningslok. í Þýskalandi er tryggingafélagið All- ianz fremst þeirra fyrirtækja sem bjóða slíkar tryggingar og er reynd- ar stærsta líftryggingafélag Evrópu árangur þeirra í gegnum tíðina hefur verið framúrskarandi árs- ávöxtun 7,44% síðustu 27 árin það sem er ólíkt með sparnaðarlíftrygg- ingu Allianz og hlutabréfum er það að líftryggingarsparnaðurinn hækkar stöðugt og lækkar aldrei (Allianz ábyrgist 4% vexti á sparn- aðinn hvað sem á dynur). Þessar tryggingar bjóðast nú á íslandi og eru athyglisverður kostur fyrir þá sem vilja fá góða en umfram allt örugga ávöxtun af sparnaði sínum. Því eins og margir munu kynnast á næstu árum þá er bæði hægt að græða og tapa á hlutabréfum og fjárfesting í þeim er örugg áhætta. Höfundur fulltrúi lýá söluumboði Allinnz. Barnakuldaskór stærðir 20-34 verð frá 3.990 og góðir fyrstu skór 5 gerðir verð frá 3.590 smáskór í bláu húsl við fákafen sími B68 3919 Orri Björnsson það var samþykkt, og fjölmargir innan kirkj- unnar eru ósáttir við einstök atriði þess, enda er farið með kirkjuna eins og opinbera stofn- un, sem hún og aúðvit- að er í höndum ríkis- valdsins. Stjórnarskráin Samband ríkisvaldsins og þjóðkirkjunnar byggir á 62. grein stjómarskrárinnar sem hljóðar svo: „Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóð- kirkja á Islandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.“ Þessi grein stjórnar- skrárinnar hefu staðið óbreytt allt frá því Danakonungur færði íslend- ingum stjórnarskrá árið 1874. Á sama tíma hefur þjóðfélagið allt tekið stakkaskiptum, Island fékk heimastjóm 1904, varð fullvalda 1918 oglýðveldi 1944. Stjómarskrá- in tók veigamiklum breytingum á þessum tímapunktum þar sem sjálf- stæði íslendinga jókst til muna, en 62. greinin stóð þetta allt af sér. Þrátt fyrir þetta er umræðan um aðskilnað ríkis og kirkju að verða aldargömul. Árið 1909 kom tillaga um aðskilnað ríkis og kirkju fram á Alþingi og aftur á seinni hluta ann- ars áratugar aldarinnar. Um örlög þessara tillagna þarf ekki að spyija. Þrískipting ríkisvaldsins En hvað felst í þessari stjórnarskrár- grein? í annarri grein stjórnarskrár- innar er þrígreining ríkisvaldsins í framkvæmdarvald, löggjafarvald og dómsvald staðfest. Það felur í sér að ríkisvaldið er þetta þrennt. Ein meginstoð lýðræðisins er sjálf- stæði dómstóla gagnvart ríkisvald- inu. Það felur í sér að dómstólar skuli ekki taka mið af hagsmunum ríkisins í dómsmálum heldur „... fara einungis eftir lögunum", eins og segir í 61. grein stjómar- skrárinnar. 65. grein stjórnarskrárinnar hljóð- ar svo: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án til- lits til kynferðis, trúar- bragða, skoðana, þjóð- ernisuppruna, kynþátt- ar, litarháttar, efna- hags, ætternis og stöðu þeirra að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hví- vetna.“ Það sem fram kemur í þessari grein er hornsteinn almennra mannréttinda. En það að allir skuli vera jafnir fyrir lögunum á ekki einungis við um ein- staklinga, heldur lögað- ila sem slíka, stofnanir óg fyrirtæki og ekki síst ríkisvaldið sjálft. Á þeirri forsendu er hægt að stefna ráðuneytum fyrir dómstóla ef svo ber undir, og dómendur skulu meta mál- in hlutlaust og einungis með tilliti til laga. Er þjóðkirkjan undanþegin lögum? En annað gildir um þjóðkirkjuna. Þar sem dómsvaldið er hluti ríkis- valdsins hlýtur því að bera að styðja og vemda þjóðkirkjuna sérstaklega. Hvemig má skilja þetta á annan hátt? Þetta felur í sér að þegar dóm- endur þurfa að taka afstöðu til máls sem varðar hagsmuni þjóð- kirkjunnar, máls sem gæti komið kirkjunni illa á einhvern hátt, þá verði hagsmunir einstaklingsins að víkja og að dæma verði þjóðkirkj- unni í hag. Hvernig samræmist þetta lýð- ræðishefð á ofanverðri 20. öld? Engan veginn! En hvemig er stuðn- ingi dómsvaldsins við kirkjuna hátt- að? Eru dómendur sem fara með kirkjuna sem hvern annan lögaðila að fremja stjórnarskrárbrot? Spyr sá _sem ekki veit. Ég beini þessum spurningum til dómsmálaráðherra, forseta Hæsta- réttar eða annarra sem til þessara mála þekkja, og vonast eftir svari. Höfundur stundar n&m í stjórnmálafræði við Háskóla íslands og er ritari Samtaka um aðskilnað rikis og kirkju. Guðmundur Kr. Oddsson Kvótinn okkar LÖG kveða á um að fískurinn sem syndir í sjónum við landið okk- ar sé sameign þjóðar- innar. Alþingismenn hafa fullvissað okkur um þetta og ég trúi þeim þó ég hafi aldrei lesið þessi lög. Ég man að vísu eftir einhveiju ströggli á Alþingi um að lögin væru óskýr en ég geri ekkert með það. Þingmenn hafa alltaf átt erfítt með að koma vafningalausum texta á blað. En skráð stefna allra stjórn- málaflokka er vafn- ingalaus. Þjóðin á kvótann. Lái mér því hver sem vill þó ég sé dálítið ruglaður þessa dagana. Mér er ómögulegt að átta mig á því hvernig Ég leyfi mér að efast um, segir Sigurður Björnsson, að þeir stjórnmálamenn sem láta þessi viðskipti með sameign þjóðarinnar viðgangast gangi heilir til skógar. þessu eignarhaldi þjóðarinnar er háttað. Þegar kvótanum var komið á var honum úthlutað á skip. Umráðarétt- inn yfir kvótanum fengu útgerð- armenn. Ekki sjómenn eða fólk sem vann við fiskinn í landi. Bara fáeinir útgerðarmenn. Fyrir veiðiheimildirn- ar, aðganginn að atvinnugreininni, kom ekkert gjald, enda hafði það aldrei tíðkast á íslandi að borga fýrir að fá að fara á sjó. En allt í einu varð breyting. Skyndilega þurfti að borga fyrir leyfí til að róa til fiskjar. Ut- gerðarmennimir sem fengu endurgjaldslaust leyfí til að nýta sameign þjóðarinnar selja nú þessi sömu leyfi fyrir háar íjár- hæðir og stinga pening- unum í eigin vasa. Frétt- ir af þessu berast á hveij- um degi. Menn versla með eigur annarra fyrir opnum tjöldum. Sum dæmin eru með ólíkindum. Virtir lögmenn hafa stað- fest að fólk hafi erft kvóta og greitt af honum erfðafjárskatt til ríkisins. Þetta er út í hött. Af hveiju komast börn útgerðarmanna upp með það að gera tilkall til arfs úr sameign þjóðarinnar? Af hveiju leggur ríkis- valdið blessun sína yfir arftökuna? Nýjasta fréttin er óvenjuleg fyrir það að kona nokkur, sem vill slíta hjúskap við eiginmann sinn, sem er útgerðarmaður, krefst þess að fá helming kvótans úr búinu rétt eins og veiðiheimildirnar séu eign sem orðið hafi til í hjónabandinu. Þetta er auðvitað í stíl við það sem á und- an er gengið, en nú er mál að linni. Ég leyfi mér að efast um að þeir stjórnmálamenn gangi siðferðilega heilir til skógar sem láta þessi við- skipti viðgangast, á sama tíma og þeir hafa sett lög um að kvótinn sé sameign þjóðarinnar. Úr því að hægt er að mistúlka lögin, eins og dæmin sanna, á að breyta þeim. Réttsýnir menn á Alþingi verða að sjá til þess. Höfundur er rekstrarfræðingur og markaðsfulltrúi hjá Kópavogsbæ. Sigurður Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.