Morgunblaðið - 11.09.1997, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ISLAND á fjölmarga fulltrúa úti í hinum
stóra heimi óperunnar — sennilega
fleiri en við gerum okkur í hugarlund.
Sumir þeirra hafa verið að stíga sín
fyrstu skref sem atvinnumenn síðasta kast-
ið og hafa flestir hvetjir, ef marka má
ummæli og dóma erlendra fjölmiðla, burði
til að láta ljós sitt skína um ókomna tíð.
Rödd íslands — öllu heldur raddir — á því
án efa eftir að verða hávær á erlendri grundu
á næstunni.
Einn þessara ungu söngvara, sem eru að
hasla sér völl erlendis, er Hanna Dóra
Sturludóttir, sópransöngkona, búsett í Berl-
ín. Hún verður einsöngvari á upphafstónleik-
um Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskóla-
bíói í kvöld og annað kvöld kl. 20 og á laug-
ardag kl. 17. Hljómsveitarstjóri verður Keri
Lynn Wilson frá Kanada sem á ættir að
rekja til íslands.
Hanna Dóra mun syngja aríur úr Cosi
fan tutte eftir Mozart, Vocalise eftir Rak-
hmanínov, La Boheme eftir Puccini og Kátu
ekkjunni eftir Lehár á tónleikunum en jafn-
framt verður á efnisskránni tónlist eftir
Prokofíev, Chabrier, Ravel og fleiri.
„Stærstu verkefni sem manni bjóðast hér
heima er að syngja í íslensku óperunni og
með Sinfóníuhljómsveit íslands, sem er án
efa skrautfjöður íslensks tónlistarlífs — orð-
in þekkt nafn víða erlendis. Það er því mik-
ill heiður að fá tækifæri til að syngja með
hljómsveitinni,“ segir Hanna Dóra sem kem-
ur nú í annað sinn fram með SÍ en í fyrsta
sinn sem einsöngvari. „Árið 1991 tók ég,
ásamt nokkrum öðrum ungum söngvurum,
þátt í flutningi Sinfóníuhljómsveitarinnar
og Kórs Langholtskirkju á Messíasi eftir
Hándel undir stjórn Jóns Stefánssonar. Að
þessu sinni mun aftur á móti mæða meira á
mér.“
Meiri væntingar
Þótt Hanna Dóra hafí í nokkum tíma
verið búsett í Berlín hefur hún fylgst vel
með tónlistarlífinu hér heima og kveðst grípa
flest tækifæri sem gefast til að sækja tón-
leika. Fyrir vikið þekkir hún liðsmenn Sin-
fóníunnar vel en að auki eru sumir þeirra
vinir hennar og kunningjar frá námsárunum
hér heima. „Það er skemmtilegt og að mörgu
leyti þægilegt að þekkja fólk í hljómsveit-
inni en á móti kemur að pressan og vænting-
arnar eru óhjákvæmilega meiri.“
Það er óhætt að segja að Hanna Dóra
verði í góðra vina hópi á upphafstónleikun-
um, en Jónas Ingimundarson píanóleikari,
sem margoft hefur leikið undir hjá henni á
tónleikum, mun annast kynningu. „Það er
virkilega ánægjulegt að Jónas skuli koma
fram á tónleikunum, en hann er afar hug-
LISTIR
Maður verður að
hamra jámið...
Hanna Dóra Sturludóttir sópransöngkona þreytir frum-
raun sína sem einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit ís-
lands á upphafstónleikum starfsársins í Háskólabíói í
kvöld, annað kvöld og á laugardag. Orri Páll Ormars-
son fór að fínna söngkonuna sem hefur mörg jám í
eldinum þessa dagana.
, Morgunblaðið/Kristinn
HANNA Dóra Sturludóttir sópransöngkona verður í forgrunni á upphafstónleikum
Sinfóniuhljómsveitar íslands á þessu misseri.
myndaríkur maður sem hefur einstakt lag
á að ná til áheyrenda."
Að sögn Hönnu Dóru er aukinheldur
spennandi að fá tækifæri til að vinna með
Keri Lynn Wilson, en kvenkyns hljóm-
sveitarstjórar eru ekki á hverju strái, þótt
þeir séu að sækja í sig veðrið. „Ég þekkti
Keri Lynn ekki áður en það fer mjög gott
orð af henni. Hún er vaxandi hljómsveitar-
stjóri."
Hanna Dóra hefur í mörg horn að líta
um þessar mundir, en 31. ágúst síðastliðinn
var ópera Mozarts, Cosi fan tutte, frumsýnd
í Rostock í Þýskalandi en hún fer þar með
aðalkvenhlutverkið, Fiordiligi. Mun hún taka
þátt í sýningunum fram að áramótum en
þetta er stærsta verkefni Hönnu Dóru frá
því hún lauk námi frá Listaháskólanum í
Berlín.
„Það voru engir dómar komnir þegar ég
fór heim til íslands um síðustu helgi en við-
brögðin sem ég fékk úr salnum voru mjög
jákvæð. Ég er því bjartsýn á framhaldið en
þetta er mjög skemmtileg og tímalaus upp-
færsla sem Gerard Ostkamp, mjög fær hol-
lenskur leikstjóri, stjórnar."
Gagnkvæm virðing
Af ummælum, sem Ostkamp lét falla í
tímaritinu OZ daginn fyrir frumsýninguna,
að dæma er virðingin gagnkvæm. „Þessi
unga og glæsilega söngkona [Hanna Dóra]
á bjarta framtíð fyrir sér. Hún er frábær.“
Onnur óperusýning sem bíður Hönnu
Dóru á þessu hausti er Töfraflautan eftir
Mozart í óperunni í Bonn, en sú sýning
verður senn tekin upp frá fyrra leikári. Þá
koma út tvær geislaplötur í Þýskalandi í
haust, þar sem Hanna Dóra kemur við sögu.
Mun önnur þeirra hafa að geyma nútíma-
tónlist en hin Sálumessu Brahms. „Síðan
mun ég koma fram á fjölmörgum tónleikum
í Berlín fram til loka janúar, meðal annars
kirkjutónleikum og óperettutónleikum. Þá
ætla ég að taka mér stutt fri og safna kröft-
um — það verða allir söngvarar að gera
annað slagið.“
HANNA Dóra horfir björtum augum
til framtíðar enda hefur hún nóg
að gera og kveðst vera komin
með góðan umboðsmann. Söng-
konan gerir sér á hinn bóginn fulla grein
fyrir því að hún má ekki slá slöku við. „í
þessu fagi dugar skammt að sitja og slappa
af. Maður verður að hafa fyrir hlutunum —
hamra járnið meðan það er heitt. Tónleikarn-
ir með Sinfóníuhljómsveit íslands koma því
á góðum tíma fyrir mig og eiga örugglega
eftir að reynast gott veganesti á framabraut-
inni.“
Vefir/málverk/leir
MYNDLISl
Listasafn Kópavogs
VEFIR/MÁLVERK/LEIR
KRISTÍN JÓNSDÓTTIR
MÁLFRÍÐUR AÐAL-
STEINSDÓTTIR
RAGNA INGIMUNDAR-
DÓTTIR
Opið alla daga frá 12-18. Lokað
mánudaga. Til 14. september. Að-
gangur 200 krónur.
ULLIN og samtíminn eru ríkj-
andi þættir í myndhugsun Kristín-
ar Jónsdóttur frá Munkaþverá, og
hefur lengi verið. Ennfremur eru
verk hennar líkust fléttu til fortíð-
ar þegar hún skírskotar til bók-
menntaarfsins með leturtáknum á
ullar- eða papírsflöt. Kemur eink-
ar skýrt fram í verkum eins og
myndaröðinni „Án titils“ 1-5, sem
er frá þessu ári, efni blýantur,
pappír, og svo „Norðan-norðaust-
an“ frá síðasta ári, efni ull, blek,
olíukrít. Þar að auki virðist Krist-
ín stöðugt færast nær hugmynda-
fræðilegri list dagsins, innsetning-
arferlinu og jafnframt þeim
straumum sem tjá brotabrot um-
heimsins, almenna hversdagslega
hluti í nýju ljósi. Hið síðasttalda
kemur mjög skýrt fram á þessari
sýningu hennar og þá einkum í
gólfverkunum, sem munu koma
mörgum aðdáenda hennar
spanskt fyrir sjónir. Einfaldlega
sökum þess, að svo er sem gestur-
inn sé kominn inn í verslun með
ullarvörur, jafnvel rannsóknar-
stofu, þar sem hann lítur sýnis-
horn ólitaðrar og litaðrar ullar,
en í mjög vönduðum og vel hönn-
uðum búningi. Plexíglerið er þar
jafn hart, kalt og fráhrindandi og
ullin mjúk, heit og þrungin nánd.
Stingur mjög í stúf við það sem
hún hefur gert áður til að mynda
er aflöng plexíglerrör fá fram-
lengingu af ullardúski svo sem í
verkinu „Flug“ (1996), efni ull,
plexígler, olíukrít. Þar er skírskot-
unin allt önnur og nálgunin meiri.
Það verk er tók athyglina strax
og hélt henni við endurteknar yfir-
ferðir var þó leikur með optískan
titring (vibration) og nefnist „Hill-
ing“ (1997), efni ull, plexígler,
ryðfrítt stál. Þar virkjar lista-
konan á fíngerðan og snjallan
hátt lárétt línuhryn, þar sem lín-
urnar eru plexíglerrör og verður
að telja verkið djásn sýningarinn-
ar.
Málfríður Aðalsteinsdóttir er
óskrifað blað í heimalandi sínu,
en hún flutti frá íslandi til Noregs
árið 1979. Stundaði nám við Stat-
ens Handverks- og Kunstindustri-
RAGNA Ingimundardóttir;
Leirker
skole í Osló og útskrifaðist þaðan
1987. Sýning hennar á safninu
er fyrsta einkasýning hennar hér-
lendis, en áður hefur hún haldið
tvær einkasýningar og tekið þátt
í nær tug samsýninga. Svið henn-
ar er tauþrykkið, sem ýmist verð-
ur að fatnaði, veggteppum eða
listaverkum sem ætlað er að
skreyta opinberar byggingar.
KRISTÍN Jónsdóttir; Hilling, 1997, ull, plexígler, ryðfrítt stál.
MÁLFRÍÐUR Aðalsteinsdóttir;
1997, efnisþrykk.
Formsvið Málfríðar er afar knappt
og byggist á leik með þríhyrn-
inga, sem orðinn er að þráhyggju
í listsköpun hennar, þótt af og til
brjóti hún sér nýjar leiðir og búi
til láréttar náttúrustemmur í líki
ímyndaðra fjalla. Þetta er að
sönnu afar einhæft og
auðséð er að enn á ger-
andinn eftir að þroska
formskyn sitt, en það
krefst afar mikillar þjálf-
unar að ná óskiptri og
samfelldri hrynjandi í
þessum vinnubrögðum,
Þetta kemur helst fram í
því að gangurinn milli
formanna er ekki alltaf
hnökralaus, en nákvæmi
er mikið atriði í vinnut
brögðum af þessu tagi.
Sýningin samanstendur
einungis af 7 stórum dúk-
um og hér voru það aðal-
lega fjallamyndirnar tvær
á norðurvegg ( nr. 2 og 3) sem
drógu athygli að sér fyrir sam-
ræmda hrynjandi, einkum sterk-
bláa myndin fyrir hið mettaða og
efniskennda litaferli. Hins vegar
er myndin „Bemska" (6) á suður-
vegg ríkust af blæbrigðum og
F3#u,