Morgunblaðið - 11.09.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.09.1997, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ISLAND á fjölmarga fulltrúa úti í hinum stóra heimi óperunnar — sennilega fleiri en við gerum okkur í hugarlund. Sumir þeirra hafa verið að stíga sín fyrstu skref sem atvinnumenn síðasta kast- ið og hafa flestir hvetjir, ef marka má ummæli og dóma erlendra fjölmiðla, burði til að láta ljós sitt skína um ókomna tíð. Rödd íslands — öllu heldur raddir — á því án efa eftir að verða hávær á erlendri grundu á næstunni. Einn þessara ungu söngvara, sem eru að hasla sér völl erlendis, er Hanna Dóra Sturludóttir, sópransöngkona, búsett í Berl- ín. Hún verður einsöngvari á upphafstónleik- um Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskóla- bíói í kvöld og annað kvöld kl. 20 og á laug- ardag kl. 17. Hljómsveitarstjóri verður Keri Lynn Wilson frá Kanada sem á ættir að rekja til íslands. Hanna Dóra mun syngja aríur úr Cosi fan tutte eftir Mozart, Vocalise eftir Rak- hmanínov, La Boheme eftir Puccini og Kátu ekkjunni eftir Lehár á tónleikunum en jafn- framt verður á efnisskránni tónlist eftir Prokofíev, Chabrier, Ravel og fleiri. „Stærstu verkefni sem manni bjóðast hér heima er að syngja í íslensku óperunni og með Sinfóníuhljómsveit íslands, sem er án efa skrautfjöður íslensks tónlistarlífs — orð- in þekkt nafn víða erlendis. Það er því mik- ill heiður að fá tækifæri til að syngja með hljómsveitinni,“ segir Hanna Dóra sem kem- ur nú í annað sinn fram með SÍ en í fyrsta sinn sem einsöngvari. „Árið 1991 tók ég, ásamt nokkrum öðrum ungum söngvurum, þátt í flutningi Sinfóníuhljómsveitarinnar og Kórs Langholtskirkju á Messíasi eftir Hándel undir stjórn Jóns Stefánssonar. Að þessu sinni mun aftur á móti mæða meira á mér.“ Meiri væntingar Þótt Hanna Dóra hafí í nokkum tíma verið búsett í Berlín hefur hún fylgst vel með tónlistarlífinu hér heima og kveðst grípa flest tækifæri sem gefast til að sækja tón- leika. Fyrir vikið þekkir hún liðsmenn Sin- fóníunnar vel en að auki eru sumir þeirra vinir hennar og kunningjar frá námsárunum hér heima. „Það er skemmtilegt og að mörgu leyti þægilegt að þekkja fólk í hljómsveit- inni en á móti kemur að pressan og vænting- arnar eru óhjákvæmilega meiri.“ Það er óhætt að segja að Hanna Dóra verði í góðra vina hópi á upphafstónleikun- um, en Jónas Ingimundarson píanóleikari, sem margoft hefur leikið undir hjá henni á tónleikum, mun annast kynningu. „Það er virkilega ánægjulegt að Jónas skuli koma fram á tónleikunum, en hann er afar hug- LISTIR Maður verður að hamra jámið... Hanna Dóra Sturludóttir sópransöngkona þreytir frum- raun sína sem einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit ís- lands á upphafstónleikum starfsársins í Háskólabíói í kvöld, annað kvöld og á laugardag. Orri Páll Ormars- son fór að fínna söngkonuna sem hefur mörg jám í eldinum þessa dagana. , Morgunblaðið/Kristinn HANNA Dóra Sturludóttir sópransöngkona verður í forgrunni á upphafstónleikum Sinfóniuhljómsveitar íslands á þessu misseri. myndaríkur maður sem hefur einstakt lag á að ná til áheyrenda." Að sögn Hönnu Dóru er aukinheldur spennandi að fá tækifæri til að vinna með Keri Lynn Wilson, en kvenkyns hljóm- sveitarstjórar eru ekki á hverju strái, þótt þeir séu að sækja í sig veðrið. „Ég þekkti Keri Lynn ekki áður en það fer mjög gott orð af henni. Hún er vaxandi hljómsveitar- stjóri." Hanna Dóra hefur í mörg horn að líta um þessar mundir, en 31. ágúst síðastliðinn var ópera Mozarts, Cosi fan tutte, frumsýnd í Rostock í Þýskalandi en hún fer þar með aðalkvenhlutverkið, Fiordiligi. Mun hún taka þátt í sýningunum fram að áramótum en þetta er stærsta verkefni Hönnu Dóru frá því hún lauk námi frá Listaháskólanum í Berlín. „Það voru engir dómar komnir þegar ég fór heim til íslands um síðustu helgi en við- brögðin sem ég fékk úr salnum voru mjög jákvæð. Ég er því bjartsýn á framhaldið en þetta er mjög skemmtileg og tímalaus upp- færsla sem Gerard Ostkamp, mjög fær hol- lenskur leikstjóri, stjórnar." Gagnkvæm virðing Af ummælum, sem Ostkamp lét falla í tímaritinu OZ daginn fyrir frumsýninguna, að dæma er virðingin gagnkvæm. „Þessi unga og glæsilega söngkona [Hanna Dóra] á bjarta framtíð fyrir sér. Hún er frábær.“ Onnur óperusýning sem bíður Hönnu Dóru á þessu hausti er Töfraflautan eftir Mozart í óperunni í Bonn, en sú sýning verður senn tekin upp frá fyrra leikári. Þá koma út tvær geislaplötur í Þýskalandi í haust, þar sem Hanna Dóra kemur við sögu. Mun önnur þeirra hafa að geyma nútíma- tónlist en hin Sálumessu Brahms. „Síðan mun ég koma fram á fjölmörgum tónleikum í Berlín fram til loka janúar, meðal annars kirkjutónleikum og óperettutónleikum. Þá ætla ég að taka mér stutt fri og safna kröft- um — það verða allir söngvarar að gera annað slagið.“ HANNA Dóra horfir björtum augum til framtíðar enda hefur hún nóg að gera og kveðst vera komin með góðan umboðsmann. Söng- konan gerir sér á hinn bóginn fulla grein fyrir því að hún má ekki slá slöku við. „í þessu fagi dugar skammt að sitja og slappa af. Maður verður að hafa fyrir hlutunum — hamra járnið meðan það er heitt. Tónleikarn- ir með Sinfóníuhljómsveit íslands koma því á góðum tíma fyrir mig og eiga örugglega eftir að reynast gott veganesti á framabraut- inni.“ Vefir/málverk/leir MYNDLISl Listasafn Kópavogs VEFIR/MÁLVERK/LEIR KRISTÍN JÓNSDÓTTIR MÁLFRÍÐUR AÐAL- STEINSDÓTTIR RAGNA INGIMUNDAR- DÓTTIR Opið alla daga frá 12-18. Lokað mánudaga. Til 14. september. Að- gangur 200 krónur. ULLIN og samtíminn eru ríkj- andi þættir í myndhugsun Kristín- ar Jónsdóttur frá Munkaþverá, og hefur lengi verið. Ennfremur eru verk hennar líkust fléttu til fortíð- ar þegar hún skírskotar til bók- menntaarfsins með leturtáknum á ullar- eða papírsflöt. Kemur eink- ar skýrt fram í verkum eins og myndaröðinni „Án titils“ 1-5, sem er frá þessu ári, efni blýantur, pappír, og svo „Norðan-norðaust- an“ frá síðasta ári, efni ull, blek, olíukrít. Þar að auki virðist Krist- ín stöðugt færast nær hugmynda- fræðilegri list dagsins, innsetning- arferlinu og jafnframt þeim straumum sem tjá brotabrot um- heimsins, almenna hversdagslega hluti í nýju ljósi. Hið síðasttalda kemur mjög skýrt fram á þessari sýningu hennar og þá einkum í gólfverkunum, sem munu koma mörgum aðdáenda hennar spanskt fyrir sjónir. Einfaldlega sökum þess, að svo er sem gestur- inn sé kominn inn í verslun með ullarvörur, jafnvel rannsóknar- stofu, þar sem hann lítur sýnis- horn ólitaðrar og litaðrar ullar, en í mjög vönduðum og vel hönn- uðum búningi. Plexíglerið er þar jafn hart, kalt og fráhrindandi og ullin mjúk, heit og þrungin nánd. Stingur mjög í stúf við það sem hún hefur gert áður til að mynda er aflöng plexíglerrör fá fram- lengingu af ullardúski svo sem í verkinu „Flug“ (1996), efni ull, plexígler, olíukrít. Þar er skírskot- unin allt önnur og nálgunin meiri. Það verk er tók athyglina strax og hélt henni við endurteknar yfir- ferðir var þó leikur með optískan titring (vibration) og nefnist „Hill- ing“ (1997), efni ull, plexígler, ryðfrítt stál. Þar virkjar lista- konan á fíngerðan og snjallan hátt lárétt línuhryn, þar sem lín- urnar eru plexíglerrör og verður að telja verkið djásn sýningarinn- ar. Málfríður Aðalsteinsdóttir er óskrifað blað í heimalandi sínu, en hún flutti frá íslandi til Noregs árið 1979. Stundaði nám við Stat- ens Handverks- og Kunstindustri- RAGNA Ingimundardóttir; Leirker skole í Osló og útskrifaðist þaðan 1987. Sýning hennar á safninu er fyrsta einkasýning hennar hér- lendis, en áður hefur hún haldið tvær einkasýningar og tekið þátt í nær tug samsýninga. Svið henn- ar er tauþrykkið, sem ýmist verð- ur að fatnaði, veggteppum eða listaverkum sem ætlað er að skreyta opinberar byggingar. KRISTÍN Jónsdóttir; Hilling, 1997, ull, plexígler, ryðfrítt stál. MÁLFRÍÐUR Aðalsteinsdóttir; 1997, efnisþrykk. Formsvið Málfríðar er afar knappt og byggist á leik með þríhyrn- inga, sem orðinn er að þráhyggju í listsköpun hennar, þótt af og til brjóti hún sér nýjar leiðir og búi til láréttar náttúrustemmur í líki ímyndaðra fjalla. Þetta er að sönnu afar einhæft og auðséð er að enn á ger- andinn eftir að þroska formskyn sitt, en það krefst afar mikillar þjálf- unar að ná óskiptri og samfelldri hrynjandi í þessum vinnubrögðum, Þetta kemur helst fram í því að gangurinn milli formanna er ekki alltaf hnökralaus, en nákvæmi er mikið atriði í vinnut brögðum af þessu tagi. Sýningin samanstendur einungis af 7 stórum dúk- um og hér voru það aðal- lega fjallamyndirnar tvær á norðurvegg ( nr. 2 og 3) sem drógu athygli að sér fyrir sam- ræmda hrynjandi, einkum sterk- bláa myndin fyrir hið mettaða og efniskennda litaferli. Hins vegar er myndin „Bemska" (6) á suður- vegg ríkust af blæbrigðum og F3#u,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.