Morgunblaðið - 11.09.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.09.1997, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 205. TBL. 85. ÁRG. FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Vill sér- stök við- skiptavöld Madeleine Albright, utanrikisráðherra Bandaríkjanna, f ísrael Hvetur Israela til að standa við gerða friðarsamninga Reuter MADELEINE Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom fram á blaðamannafundi í Jerúsalem í gær að loknum viðræðum við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra ísraels. Lagði hún mikla áherslu á ör- yggismálin en sagði jafnframt, að ísraelar yrðu að standa við þá samn- inga, semþeir hefðu gert. Washington. Reuter. BILL Clinton, forseti Banda- ríkjanna, hóf í gær baráttu fyr- ir því, að þingið gæfi honum sérstök völd til að ganga frá viðskiptasamningum við önnur ríki. Hann lagði þó ekki fram löggjöf þar að lútandi eins og búist hafði verið við. Clinton sagði í ræðu í Hvíta húsinu, að þessi sérstöku völd myndu hjálpa til við að brjóta niður viðskiptamúra erlendis, treysta efnahagslegan styrk Bandaríkjanna og sýna um- heiminum fram á, að einangr- unarhyggjan ætti ekki upp á pallborðið í landinu. Um tuttugu ára skeið höfðu allir Bandaríkjaforsetar þessi sérstöku völd en umboðið fyrir þeim rann út 1994. Clinton þarf hins vegar á þeim að halda til að stækka fríverslunarbanda- lagið NAFTA. Mikil andstaða er aftur á móti innan verkalýðshreyfing- arinnar við fleiri viðskipta- samningum af þessu tagi og er því haldið fram, að þeir hafi orðið til að fyrirtæki og störf fluttust úr landi. Clinton og ráðgjafar hans halda því fram, að efnahags- uppgangurinn í Bandaríkjunum byggist fyrst og fremst á aukn- um útflutningi og verði ekki haldið áfram á þeirri braut, muni erlendu keppinautarnir taka við forystunni. Jenísalem, Beirút. Reuter MADELEINE Albright, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi síðdegis í gær, að ísraelar mættu ekki brjóta þá frið- arsamninga, sem gerðir hefðu ver- ið, né grípa til einhliða aðgerða, sem græfu undan þeim. Albright, sem kom í sína fyrstu opinberu heimsókn til ísraels í gær, mætti til fréttamannafundar ásamt Benjamin Netanyahu, for- sætisráðherra fsraels, að loknum fyrsta fundi þeirra. Hún sagði það á ábyrgð ísraela að skapa um- hverfi, sem friðarferlið gæti þrifist í, og fordæmdi aðgerðir, sem ælu á tortryggni milli deiluaðila. Einnig sagði hún að forráðamenn sjálf- stjómarsvæða Palestínumanna yrðu að grípa til aðgerða gegn hryðjuverkum og kvaðst ætla að leggja að Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, að uppræta hryðjuverkaöfl. Varað við bjartsýni á árangur í friðarviðræðuin Netanyahu sagðist telja, að það myndi hjálpa, tækist AJbright að sannfæra Palestínumenn um að taka hart á hryðjuverkum. Emb- ættismenn, bæði í ísrael og Banda- ríkjunum, hafa þó varað við bjart- sýni en friðarviðræður hafa legið niðri frá því að ríkisstjórn Net- anyahus leyfði byggingu nýs hverf- is gyðinga á palestínsku landi í Austur-Jerúsalem fyiT á þessu ári. Að loknum viðræðum við ísra- elska og palestínska ráðamenn heldur Albright til Egyptalands, Jórdaníu, Saudi-Arabíu og Sýr- lands. Kveikt í bandaríska fánanum í nágrannaríkjum ísraels gætti mikillar tortryggni fyrir komu Al- bright. Palestínumenn á Vestur- bakkanum kveiktu í bandaríska fánanum í gær og víðs vegar um Mið-Austurlönd vora Bandaríkin ásökuð um að styðja ísraela í deil- unni. Albright var vöruð við því í arab- ískum dagblöðum að taka einhliða undir kröfur ísraela og jafnframt hvött til að gera ísraelum grein fyrir því, að ekki yrði liðið, að þeir eyðilegðu friðarferlið. I -egypska dagblaðinu A1 Ahram sagði, að heimsókn Albright virtist til þess gerð að jarða friðarferlið og byggja jiess í stað nýtt öryggis- net fyrir Israel. I jórdanska dag- blaðinu Jordan Times sagði, að hún yrði að setja þrýsting á Israel til að koma í veg fyrir átök og stríð og a 1- Ittihad, dagblað í Sameinuðu arab- ísku furstadæmunum, sagði, að ætlaði hún sér að nota sömu gömiu aðferðirnar og fyrin-ennarar sínir, væri ekki við því að búast, að henni yrði mikið ágengt. Reuter Kosið um þing í Skotlandi KONA ber fána Skotlands er í gær var leikinn sá at- burður á 18. öld er bænaskrár voru bornar fram á Þingtorginu í Edinborg og falast eftir stofnuu skosks þings. I dag verður almenn atkvæðagreiðsla f Skotlandi um það hvort stofna eigi þar þjóðþing, og þá hvort þingið skuli hafa völd til að gera skatta- breytingar. Niðurstöður skoðanakannana, sem birtar voru í gær, benda til að meirihluti kjósenda muni svara báðum spurningunum játandi. Síðast sat þing í Skotlandi árið 1707. ■ Sigur fylgjenda/19 Skoðanakannanir í Noregi Jagland nálgast markmiðið Tromso. Morgunblaðið. VERKAMANNAFLOKKURINN nálgast óðum það markmið sitt að ná sama fylgi og í síðustu kosning- um, samkvæmt tveimur skoðana- könnunum sem birtar voru í gær. Samkvæmt þeim hlyti flokkurinn 36% og 36,5% atkvæða ef gengið væri til kosninga nú en Thorbjorn Jagland, forsætisráðheiTa og for- maður flokksins, lýsti yfir því fyrir tæpum mánuði, að fengi flokkurinn ekki endurnýjað umboð til að halda áfram, 36,9% atkvæða eins og í kosningunum 1993, myndi hann segja af sér. Skoðanakannanimar voru birtar í Aftenposten og VG í gær. í'könn- un Aftenposten fær Verkamanna- flokkurinn 36% en 36,5% í könnun sem gerð er fyrir VG og norska ríkissjónvarpið, NRK. Samkvæmt þessum könnunum dregur lítillega úr fylgi við Kristilega þjóðarflokk- inn, sem er spáð 13,2% og 11%. Hins vegar er mikill munur á könn- ununum þegar kemur að Fram- faraflokknum, sem er spáð 13,1% og 18% fylgi. Hægi-iflokknum er spáð 12% og 15% fylgi en öðram flokkum minna. Margt bendir til að örvænting sé að grípa þá flokka sem verst standa í norskum stjómmálum en formenn Miðflokksins og Venstre boðuðu til blaðamannafunda með litlum fyrirvara í fyrradag þar sem þeir réðust harkalega á stjórnvöld. Sagði Lars Sponheim, formaður Venstre, að gott gengi Verka- mannaflokksins nú væri sönnun þess að Jagland tækist mun betur upp í kosningabaráttu en við stjóm landsins, Gro í slaginn F átt virðist nú geta stöðvað for- sætisráðherrann, sem hefur sett kosningavél Verkamannaflokksins í gang. Meðal þeirra sem henni til- heyi-a eru Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra, sem hefur látið lítið á sér bera frá því að hún lét af embættinu fyrir tæpu ári. Síðustu daga hefur hún hins vegar farið á atkvæðaveiðar fyrir Verkamannaflokkinn og ljóst er af viðtökunum að hún nýtur enn mik- illa vinsælda. Hefur hún aðallega heimsótt elliheimili og félög eldri borgara en gagnrýni á stjórn Verkamannaflokksins hefur verið hvössust vegna málefna aldraðra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.