Morgunblaðið - 11.09.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.09.1997, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Bj armagr einin um spíritismann ÞORSTEINN Sch. Thorsteinsson sendi frá sér grein í Mbl. þann 2. júlí síðastliðinn þar sem hann fór hörð- um orðum um greinina „Getur spíritisminn talist kristindómur?" sem birtist í tímaritinu Bjarma fyrr á árinu. Þar ásakaði hann okk- ur sem að greininni stóðum um rangfærsl- ur, hroka og mikla vanþekkingu og bætti því við að við værum „að ofsækja aðra með ekki nægilega góðum skilgreindum kenning- um“. Þá fór hann fram á að athuga- semdum sínum og spurningum yrði svarað. Tilgangurinn með Bjarmagrein- inni var tvíþættur. Annars vegar átti að varpa ljósi á hvers vegna spíritisminn varð svo vinsæll sem raun varð á innan þjóðkirkjunnar á fyrri hluta aldarinnar en í þvi skyni var saga hans rakin bæði hér heima og erlendis auk þess sem ýmsar ? félagsfræðilegar tilgátur voru kynntar. Hins vegar var leitað svara við því hvers vegna spíritisminn teldist nú að mestu liðin tíð innan prestastéttarinnar og ýmsir kenni- menn vöruðu jafnvel við honum. Margar ástæður voru tilgreindar í því sambandi enda þótt þær gætu sumar haft mismikið vægi hjá hveijum og einum. (1) Á það var bent að Biblían líkir því við framhjáhald frá Guði þegar menn leita til framliðinna eða ^ annarra anda. Menn eigi aðeins að leita til Guðs enda hafi Jesús ávallt beðið beint til Guðs föður og kennt lærisveinunum að gera slíkt hið sama (sbr. bænina Faðir vor). (2) Að mati flestra guð- fræðinga hafa kenn- ingar spíritista verið í litlu samræmi við kristna trú eins og hún birtist í Biblíunni, hjá kirkjufeðrunum og í trúaijátningunum. (3) Vísindalegt gildi sálar- rannsókna hefur verið dregið í efa vegna rannsóknalegra vand- kvæða og tíðra svika. (4) Óviðeigandi hefur þótt að leita frétta af framliðnum. (5) Þá hafa ýmsir bent á að engin trygging sé fyrir því að þeir andar sem komi fram á miðilsfundum séu í raun þeir sem þeir segjast vera. Það voru einkum fyrstu tveir lið- imir sem ÞST gerði athugasemdir við. Hann gengur út frá því að Jes- ús hafí verið „miðill milli tveggja heima, hins andlega og hins verald- lega“ og vísar í því sambandi í I. Tm. 2:5 þar sem segir að Jesús sé „meðalgangarinn milli Guðs og manna“. Þegar ritningartextinn er skoðaður nánar kemur í ljós að Jes- ús er nefndur meðalgangari vegna þess að hann „gaf sig sjálfan til lausnargjalds fyrir alla“ (v. 6). Þetta merkir að Jesús dó fyrir syndir mannanna til þess að þeir gætu eign- ast eilíft líf til samfélags við Guð. Jesús er því vegurinn sem menn þurfa að feta til Guðs vegna þess að það er í honum sem Guð birtist Bjarni Randver Sigurvinsson "V Skrifstofutækni Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrifstofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum. Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefjandi störf á vinnumarkaði. Helstu námsgreinar eru: ■ Handfært bókhald ■ Tölvugrunnur ■ Ritvinnsla ■ Töflureiknir ■ Verslunarreikningur ■ Glærugerð ■ Mannleg samskipti ■ Tölvubókhald ■ Internet ■ Lokaverkefni STARFSMENNTUN fjárfesting til framtíðar Mig langaði að vera vel samkeppnisfær í öllum almennum skrifstofustörfum og eftir vandlega umhugsun valdi ég Tölvuskóla Islands. Þar bætti ég kunnáttuna í Word- ritvinnslu og Exceltöflureikni og lærði hand- og tölvufært bókhald, glærugerð, verslunarreikning ásamt undirstöðuatriðum í mannlegum samskiptum og Interneti. Námið er var vel skipulagt og kennsla frábær. Kennt var 3 kvöld í viku í 4 mánuði og enginn heimalærdómur. Nú finnst mér ég vera fær í flestan sjó! Guðrún Skúladóttir, deildarstjóri, íðnaóar- og viðskiptaráðuneyti. . Öll námsgögn innifalin Tölvuskóli íslands Bíldshöfða 18 Sími 567-1466 þeim (Jh. 1:1-18, 14:6). Að kalla Jesúm miðil er því rangtúlkun á ritn- ingartextanum. ÞST vísar einnig til frásögu sam- stofnaguðspjallanna af því þegar Jesús fór með þremur lærisveina sinna upp á fjall þar sem hann ummyndaðist fyrir augum þeirra og ræddi við þá Móse og Elía fram- liðna. Það er ekki rétt hjá ÞST að lærisveinarnir hafi talað við þá Móse og Elía eða þeir yrt á þá. Sömuleiðis verður það að teljast oftúlkun að Jesús hafi leitað til þessara framliðnu manna „í stað þess að leita til Guðs í bæn“. Frá- sagan er á þá leið að Jesús fór upp á fjallið til að biðjast fyrir en meðan á því stóð „varð yfirlit ásjónu hans annað, og klæði hans urðu hvít og skínandi". Guðspjöllin ganga út frá því að Jesús hafi ekki bara verið Það er eðli trúar- bragðanna, segir Bjarni Randver Sigur- vinsson, að þau skil- greini sig út frá eigin forsendum. eins og hver annar maður. Þau kalla hann Drottin og segja að Guð hafi orðið hold í persónu hans. Þess vegna er Jesús líka sagður sonur Guðs því enda þótt hann væri mað- ur var hann einnig Guð að eðli til. Öll þau tákn og undur sem maður- inn Jesús gerði gat hann gert vegna þess að hann var Guð. Þegar hann ummyndaðist birtist hann í guð- dómlegri dýrð sinni og það var í henni sem hann ræddi við þá Móse og Elía um dauða sinn og upprisu. Hvort svo sem við tökum frásöguna bókstaflega eða táknrænt þá er merking hennar sú að Guð faðir leyfði fulltrúum löggjafanna og spá- mannanna að staðfesta að Jesús væri sá sem þeir höfðu vænst. Lærisveinarnir létu sér nægja að ávarpa Jesú en við Móse og Elía töluðu þeir ekki. Raunar trúðu Gyð- ingar á þessum tíma því að hvorki Móse né Elía hefðu dáið heldur hefði Guð hrifið þá beint upp til himna. Þessi frásaga á því ekkert skylt við miðilsfundi. ÞST mótmælti því sjónarmiði að „spíritisminn hafni öllum helstu grundvallaratriðum kristinnar trúar eins og guðdómi Jesú Krists, hjálp- ræðisverki hans og upprisu" og krafðist tilvitnunar. Eins og fram kom í Bjarmagreininni eru skoðanir spíritista um margt skiptar. Það hefur engu að síður einkennt rit þeirra að þeir afneita því að Guð hafi gerst maður í persónu Jesú Krists til þess að friðþægja fyrir syndir manna með lífi sínu og dauða á krossi svo þeir gætu eignast eilíft líf til samfélags við hann í upprisu- líkama af holdi og blóði. Boðskapur andanna fyrir handan er allur á þann veg að algjör óþarfi virðist vera að gera iðrun og fá fyrirgefn- ingu fyrir milligöngu Jesú. í ritinu Ljós yfir landamærin greinir spírit- istinn Jónas Þorbergsson frá þeim meginatriðum sem séu viðurkennd af spíritistum „hvarvetna á okkar jörð“ en þar segir m.a.: „Sérhveij- um einstaklingi ber að vera sinn eigin frelsari en getur með engum rétti varpað því yfir á neinn annan að líða fyrir eigin syndir og mis- gerðir." Ritið ABC of Spiritualism sem gefið er út af National Spiritu- alist Association of Churches segir auk þess að dauði Jesú hafi ekkert hjálpræðislegt gildi. Hann sé ekki önnur persóna þrenningarinnar og geti því ekki talist jafn föðurnum á himnum. Dæmi eru reyndar um að þeir spíritistar sem reynt hafa að aðlaga spíritismann kristinni trú tali um mikilvægi upprisunnar en þeir segja hana þá aðeins vera andlega upp- risu sem taki við eftir iíkamsdauð- ann og sé upphaf þroskaferils sálar- innar fyrir handan. Upprisa Jesú hafi því verið áþekk upprisu þeirra anda sem koma fram á miðilsfund- um. Að kristnum skilningi reis Jes- ús hins vegar upp í líkama sínum (Lk. 24:39) og vann þannig sigur á dauðanum. Þess vegna geta menn líka vænst þess að verða reistir upp frá dauðum á efsta degi enda skap- aði Guð þá af holdi og blóði til sam- félags við sig hér á jörðu. Sjálfur virðist ÞST gera lítið úr upprisu holdsins en að kristnum skilningi er skapari heimsins engu að síður fær um að mynda nýja jarðneska dýrðarlíkama handa þeim sem hann reisir upp frá dauðum. Sú upprisa verður til eilífs lífs ólíkt upprisu þeirra einstaklinga sem voru reistir upp frá dauðum á tímum Jesú. Hún var tímabundin en sýndi fram á vald hans yfir dauðanum. Enda þótt flestir guðfræðingar séu ósammála spíritistum í trúar- efnum þá vil ég ekki segja að eng- inn sá geti talist kristinn sem ein- hvern tímann hafi leitað á vit spírit- ismans. Niðurstaða greinarinnar var nefnilega sú að enda þótt spírit- isminn geti ekki talist kristindómur þá blandi almenningur saman ólík- um trúarhugmyndum í því fjöl- hyggjuþjóðfélagi sem við búum við í dag. Dæmi eru um að fólk sem ekki gerir greinarmun á spíritisma og kristinni trú og leitar til hug- lækna og miðla biðji engu að síður til Drottins Jesú Krists og kenni börnum sínum að gera slíkt hið sama. Þó svo að færa megi rök fyrir því að þessi leit í spíritismann geti verið óráðleg þá gæti þetta fólk samt sem áður trúað á Jesúm sem frelsara sinn. Við kristnir menn hljótum a.m.k. að treysta því fyrir- heiti Biblíunnar að þeir sem játi með munni sínum að Jesús sé Drott- inn, ákalli nafn hans og trúi í hjarta sínu að Guð hafi reist hann upp frá dauðum muni hólpnir verða (Rm. 10:9-11). Rannsóknir á fyrirbrigð- um spíritismans geta auk þess átt rétt á sér þegar unnt er að koma þeim við með vísindalega viður- kenndum aðferðum en varhugavert er að taka öllu því gagnrýnislaust sem er sagt vera komið að handan. ÞST hefur verið tíður gestur á síðum Mbl. um langt skeið og gagn- rýnt þjóðkirkjumenn óspart fyrir meintar rangfærslur um önnur trú- arbrögð og trúarviðhorf. Vissulega ber að vanda til allrar umfjöllunar um þau sjónarmið sem menn aðhyll- ast ekki sjálfir en um leið er nauð- synlegt að geta tekið gagnrýni. Bjarmagreinin var í raun samantekt á viðhorfum þeirra sem telja spírit- ismann ekki eiga samleið með krist- inni trú. Slík viðhorf hljóta að eiga rétt á sér. Það er eðli trúarbragð- anna að þau skilgreini sig út frá sínum eigin forsendum og leggi mat á önnur trúarviðhorf, einkum þau sem virðast vera í mótsögn við þau. Sé það gert málefnalega ætti það að geta stuðlað að auknum skilningi á milli manna en það er einmitt mikilvæg forsenda þess heimsfriðar sem flestir þrá. ÞST segist vera í „Samstarfsnefnd trúfé- laga fyrir heimsfriði". Fróðlegt væri að fá að heyra meira um hana, hvaða trúfélög eigi aðild að henni og í hveiju starfsemin sé fólgin. Er hún byggð á hugsjón sr. Sun Myung Moons? Höfundur er guðfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.