Morgunblaðið - 11.09.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
VERK eftir Kristberg O. Pétursson.
Verk unnin í Cuxhaven
„Hlutverk
mitt að vera
í stjórnar-
andstöðu“
RITHÖFUNDURINN Hilmar
Jónsson hefur sent frá sér annað
bindi í safni eig-
in ljóða, leikrita
og skáldsagna.
Það er bók-
menntaklúbbur
Suðurnesja sem
gefur ritsafnið
út. Árið 1991
kom út safn
greina sem höf-
Hilmar undur nefnir
Jónsson Slagurinn við
rauðu mafíuna.
I Ritsafni 2 er m.a. að finna leik-
ritið Útkall í Klúbbinn frá 1979
og nýtt leikrit um eldklerkinn
Jón Steingrímsson.
„Ég hef verið að fást við skrif
á leikverki um Jón Steingrímsson
í 20 ár,“ segir Hilmar. „Það var
þó ekki fyrr en ég lét af störfum
sem bókavörður í Keflavík fyrir
5 árum sem ég gat gefið mig að
skrifunum af alvöru. Þá fór ég
að púsla saman brotunum og nú
er leikritið loks fullunnið." Hilm-
ar á ættir að rekja til Meðallands
og segir ekkert svæði á Islandi
hafa haft meiri áhrif á sig.
„Lakasvæðið er alltaf jafn til-
komumikið og fallegt," segir
Hilmar. „Ætli það sé ekki meðal
annars þess vegna sem ég hef
verið svo gagntekinn af sögu
eldklerksins."
I ritsafninu er einnig að finna
skáldsögurnar Hundabyltingin,
sem rithöfundurinn Gunnar Dal
lýsir í inngangi sem sérkennilega
abstrakt skáldverki, og Foringj-
ar falla, pólitiska skáldsögu sem
Hilmar segir lýsa vandræða-
ástandi í lögreglumálum í
heimabæ sínum, Keflavík, fyrir
20 árum. Hilmar dregur oft upp
drungalega mynd af íslensku
samfélagi í verkum sínum. „Mér
finnst að rithöfundur hljóti alltaf
að vera í andstöðu við þá sem
stjórna,“ segir Hilmar. „Það er
hlutverk rithöfundar að vera
gagnrýnandi í þjóðfélaginu. Því
dýpra sem hann kafar ofan í
þjóðfélagið því varanlegri og
betri verða verk rithöfundarins."
Mitt ljóð er ekki um vorið né haustið
hinn ljóðræna tima vonar og saknaðar.
mitt ljóð er ekki um konur ungar og fagrar
og albúnar til ásta
mitt ljóð er ekki um hesta horaða eða feita
og fegurri en málverk eftir Kjarval
mitt ljóð er um frelsið, frelsið í landi mínu
ekki frelsi meðal framandi þjóða
í Víetnam eða Bandaríkjunum
í Rússlandi eða Kina,
heldur frelsi vina minna
þeirra sem þora að tala
þeirra sem trúa á hamingjuna
þeirra sem vinna við þorskinn
þeirra sem spenna greipar í bæn
þeirra sem eru ofsóttir vegna skoðana sinna.
(Ur ljóðinu Frelsi)
SÝNING á málverkum eftir Krist-
berg 0. Pétursson hefst í dag,
fimmtudag, á veitingastaðnum
Jómfrúnni, Lækjargötu 4. Verkin
á sýningunni voru unnin í júlí og
ágúst sl. meðan Kristbergur dvaldi
í gestavinnustofunni „Kunstler-
KVIKMYNPIR
Rcgnboginn,
Kringlubíö
ÁSTARFÍKLARNIR
„ADDICTED TO LOVE“
★ ★ Vi
Leikstjóri: Griffin Dunne. Handrit:
Robert Gordon. Tónlist: Rachel Port-
man Aðalhlutverk: Matthew Brod-
erick, Meg Ryan, Kelly Preston,
Tcheky Karyo. Wamer Bros. 1997.
RÓMANTÍSKA gamanmyndin
„Addicted to Love“ eða Ástarfíkl-
arnir reynir að finna nýja fleti á
gamalli sögu og tekst að vera öðru-
vísi, stundum fyndin og stundum
jafnvel frumleg í leikstjórn Griffin
Dunnes. Matthew Broderick og
Meg Ryan leika fólk sem sagt er
upp af ástvinum sínum en neitar
að viðurkenna orðinn hlut. Kær-
asta Brodericks hittir nýjan elsk-
huga á ferðalagi í New York og
sendir honum bréf þess efnis.
Kærasti Meg Ryans er hinn mikli
elskhugi og eðlari, sem fer að vera
með kærustu Brodericks, og yfir-
gefur Ryan. Broderick og Ryan
hittast af tilviljun þar sem þau
njósna um hið nýja par og taka
höndum saman og njósna um þau
dag og nótt og leggja á ráðin um
að eyðileggja fyrir þeim hið nýja
og fullkomna ástarsamband. Brod-
erick er stjörnufræðingur og stillir
upp speglum og linsum þannig að
líf nýju ástarfuglanna speglast úr
íbúð þeirra og á vegginn í húsinu
gegnt þeim, þar sem Broderick og
Ryan hafa tekið sér aðsetur. Þann-
hus“ í Cuxhaven í Þýskalandi og
sýndi hann þau þar í lok dvalarinn-
ar.
Sýningin er opin kl. 11-22 eða
lengur meðan á Rúrek-jasshátíð-
inni stendur, en kl. 11—18 að henni
lokinni.
ig geta þau fylgst með hverri
hreyfingu þeirra; gægjufíknin er
óstöðvandi.
Svört gamansemi myndarinnar
tengist að miklu leyti örlögum hins
mikla og óseðjandi elskhuga, sem
Ryan sér svo eftir, Kelly Preston
fær nú notið og Broderick greyið
öfundar stórlega. Tcheky Kayro
leikur þennan nútíma Kasanóva og
segja má hann steli senunni þegar
líða tekur á myndina og líf hans,
fyrir tilverknað njósnaranna, verð-
ur æ ömurlegra og jafnvel skelfi-
legra. Kayro gerir úr honum
skemmtilega ráðgátu og hortugan,
sjálfumglaðan, skapheitan og óþol-
andi Frakka, lífsnautnamann sem
kannski og kannski ekki notfærir
sér saklausar konur. Hann gæti
líka sem best verið þessi ekta,
ástríðufulli elskhugi, sem hann lít-
ur út fyrir að vera á veggnum hjá
Broderick. Hinn jarðbundni Brod-
erick heldur myndinni innan marka
hins trúverðuga þegar hún ætlar
að taka strikið út í tóma vitleysu
og Ryan heldur henni þar á mörk-
unum sem bæði hatursfull og ill-
gjörn mótorhjólagella.
Handritið er ágætlega samið og
frumlegt miðað við það sem geng-
ur og gerist í rómantísku gaman-
myndunum. Persónusköpunin er
góð og fyndnin eins og sprettur
af sjálfri sér og tengist ekki svo
lítið gægjufíkninni, því myndin er
jafnmikið um hana og ástarfíkn-
ina. Ástarfíklarnir er lítil, snotur
gamanmynd um hinar mörgu hlið-
ar ástarinnar. Mynd sem leynir á
sér.
Arnaldur Indriðason
Hefnd ástar-
fíklanna
ÞÆR skemmta í Kaffileikliúsinu: F.v. Guðrún, Anna
Sigga og Aðalheiður.
Söngskemmtun í
Kaffileikhúsinu
SÖNGSKEMMTUNIN „Alla,
Gunna og Anna Sigga á ferðalagi"
verður flutt í Kaffileikhúsinu í Hlað-
varpanum á morgun, fimmtudag
kl. 21, og sunnudagskvöldið 14.
september kl. 21.
Á efnisskránni eru m.a. léttir
dúettar og dægurflugur auk létt-
klassískra laga. Þær stöllur Guðrún
Jónsdóttir sópran, Anna Sigríður
Helgadóttir mezzósópran og Aðal-
heiður Þorsteinsdóttir píanóleikari,
hafa gert víðreist um landið og
haldið sex slíkar söngskemmtanir.
Húsið opnar kl. 20.30 og miða-
verð er kr. 1.000.
FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997 23
Stöðvaðu tímann næstu
með því að nota
CELLULAR DEFENSE
SHIELD
KYNNING
í dag og á morgun,
föstudag.
10% kynningarafsláttur
og fallegur kaupauki.
Uymfp
H Y G E A
d ny r 11vöru. verd lu n
Kringlunni
Húð þín endurheimtir æskuljómann
á ný — þökk sé stórkostlegri virkni
CELLULAR DEFENSE SHIELD — frá
DANSSKÓLI
ASTVALDSSONAR
Njóttu
þessÁA—
læra að
dansa—
REYKJAVIK* MOSFELLSBÆR* KEFLAVIK
GRINDAVÍ K®GARÐLR©SANDGERÐI
KENNSLA HEFST MANUD 15 SEPT
LÁTTU SKRÁ ÞIG
Kennum alla dansa fyrir alla aldurshópa
BARNAHÓPAR, YNGST 3 ÁRA
UNGLINGAHÓPAR
ALLIR NÝNUSTU DANSAR
IJÓNA -OG PARAHÓPAR
EINKATÍIMAR
HiL
M
SPICE
OIRLS
§álsa jjmm
_i —
HUSTLE
Þúgeturkomia
«ma
°8 Þarft ekki
dansfélaga
'BOKIN 21 LÍNUDANS
STREET DANCING
INNRITUN DAGLEGA í BRAUTARHOLTI 4
MILLI KL 19-23 ÍSÍMI: 552-0345
- kjarni málsins!