Morgunblaðið - 11.09.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.09.1997, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Milli andláts Díönu og útfarar hennar lék Tony Blair lykilhlutverk Konung- dæmið mun breytast í heila viku hríkti í stoðum breska konung- dæmisins. Á meðan almenningur sýndi and- úð sína á konungsfj ölskyldunni, sem þótti koma harðneskjulega fram og ríghalda í siðareglur og hefðir, gerðist ýmislegt að tjaldabaki og þurfti Tony Blair forsætisráð- herra að taka af skarið í samvinnu við Karl Bretaprins. FORSÍÐUR nokkurra breskra blaða þar sem farið er fram á að konungsfjölskyldan láti tilfinningar sínar í ljós. ELÍSABET drottning minnist Díönu í ávarpi sem sjónvarpað var beint. HART var deilt á bresku konungsQöl- skylduna eftir að Díana prinsessa af Wales lést í bílslysi í París fyrir rúmri viku. Voru köllin eftir því að flölskyld- an, og þá sérstaklega Elísabet drottn- ing, sýndi að þar bærðust tilfinningar en ekki aðeins harðbrjósta áhersla á siðareglur og venjur, orðin svo hávær að farið var að boða endalok konung- dæmisins á Bretlandi. Þótti það bera því vitni að konungsfjölskyldan væri ekki í sambandi við almenning, að meðan alls staðar á Bretlandi var flaggað í hálfa stöng stóð flaggstöng- in ofan á Buckingham-höll ber. Vik- una eftir slysið gerðist ýmislegt bak við tjöldin og virðist Tony Blair for- sætisráðherra hafa leikið þar lykil- hlutverk. Eftir útförina undirstrikaði hann að konungdæmið myndi breyt- ast. Blair vissi um leið og honum hafði verið sagt frá andláti Díönu aðfara- nótt sunnudagsins 31. ágúst að búast mætti við því að ástandið yrði alvar- legt: „Þetta á eftir að leiða til slíkrar sorgar meðal almennings að það er erfítt að ímynda sér það,“ sagði for- sætisráðherrann við blaðafulltrúa sinn, Alastair Campbell. Gerði sér strax grein fyrir afleiðingum Snemma morguns var komið á samráði milli skrifstofu forsætisráð- herra, konungshallarinnar og sendi- ráðsins í París. Fyrsta mál á dagskrá forsætisráðherra hefði átt að vera að gera sér ljóst hvaða áhrif andlát Dí- önu mundi hafa á pólitísk mál á borð við atkvæðagreiðsluna um aukið sjálf- dæmi Skota í dag, eða hvort boða ætti til vopnahlés milli stjómmála- flokkanna. A skrifstofu hans varð hins vegar brátt ljóst að viðbrögð konungsfjölskyldunnar gætu dregið dilk á eftir sér. Blair birtist í sjónvarpi á sunnu- dagsmorgni og var greinilegt að hon- um var brugðið. Hann sagði að Díana hefði verið „prinsessa fólksins og þannig munum við varðveita hana í hjörtum okkar og minningu að eilífu". Frá konungsfjölskyldunni barst hins vegar einungis yfirlýsing þar sem aðeins var sagt að dauði Díönu væri áfall. Vildi halda í hefðir Konungsfjölskyldan ákvað að láta eins og ekkert hefði í skorist eins oe- gert hafði verið um aldir og hafði borið styrkleika vitni í heimsstyijöld- inni síðari þegar þurfti að stappa stál- inu í bresku þjóðina meðan á linnu- lausum loftárásum nasista stóð. Nú var krafan hins vegar önnur, en kon- ungsfjölskylduna óraði ekki fyrir því að litið yrði á „reisn“ hennar sem til- litsleysi og grimmd. Áður en jarðneskar leifar Díönu höfðu verið fluttar til Bretlands frá Frakklandi var kominn upp ágrein- ingur um það hvemig útfór hennar ætti að fara fram. Spencer-fjölskyldan vildi einkaathöfn Pjölskylda Díönu undir forustu Charles Spencers jarls, bróður henn- ar, vildi að um einkaathöfn yrði að ræða og engin ástæða væri til að hún yrði opinber viðburður. Fyrstu við- brögð drottningarinnar voru að verða við ósk Spencer-fjölskyldunnar. Díana og Karl væru skilin og því bæri Spenc- er-fjölskyldunni, en ekki konungsfjöl- skyldunni, að sjá um útför hennar. Þess utan ætti Díana strangt til tekið ekki rétt á sérstakri meðferð. Hún bar ekki titilinn „hennar konunglega hátign“ iengur, jafnvel þótt almenn- ingur liti ekki svo á, og útför hennar yrði ekki opinber. Samkvæmt frásögnum ýmissa blaða gerði Blair Karli prins það ljóst að almenningur mundi ekki sætta sig við slíka jarðarför. Karl játti því og þá var hafist handa við að finna málamiðlun, sem lyktaði með því að ákveðið var að fram færi „einstök útför fyrir einstaka manneskju". Með hjálp sir Roberts Fellowes, ritara drottningarinnar og eigin- manns lafði Jane Spencer, systur Dí- önu, var Spencer-ijölskyldan talin á það að útförin yrði að fara fram með opinberum hætti að einhveiju leyti, þótt ekki yrði hún formlega opinber. Þetta samkomulag treysti sambandið milli Blairs og Karls, sem sagt var gott fyrir. Hins vegar undirstrikaði það bilið milii Karls og móður hans, sem hafði meira að segja verið því andsnúin í fyrstu að prinsinn færi til Northolt-herflugvallarins til að taka á móti Díönu, hvað þá að hann héldi til Parísar að sækja jarðneskar leifar hennar. Karl var hins vegar þeirrar hyggju að það mundi ekki leggjast vel í almenning ef enginn úr konungs- fjölskyldunni yrði viðstaddur og hafði sitt fram. Útgáfa Channel 4 Því var reyndar haldið fram að heiftarlegur ágreiningur hefði komið upp milli Karls og Elísabetar í fréttum í upphafi þessarar viku. í frétt sjón- varpsstöðvarinnar Charmel 4 var gef- in önnur mynd af ágreiningnum um útför Díönu. Sagði þar að Karl hefði orðið æfur af bræði þegar móðir hans krafðist þess í fyrstu að um einkaút- för yrði að ræða, konungsfjölskyldan kæmi ekki nálægt henni og ekki kæmi til greina að líkið lægi í ein- hverri af höllum konungsíjölskyld- unnar. Það hefði ekki verið fyrr en Karl hefði ausið úr skálum reiði sinnar yfir Fellowes og sagt honum að hann gæti „rekið sig á hol á flaggstöng“ sinni að drottningin lét undan. I frétt- inni sagði jafnframt að þegar Spenc- er-fjölskyldan hefði frétt af afstöðu drottningar hefði hún ákveðið að eiga ekki frekari samskipti við konungs- fjölskylduna. Sættir hefðu ekki náðst fyrr en með milligöngu Blairs. Bæði konungsfjölskyldan og Spencer-fjöl- skyldan lýstu yfir því að frétt Chann- el 4 væri þvættingur. Þegar ákveðið hafði verið að Díana fengi „einstaka útför“ kom í ljós að ekki var einfalt að hrinda því í fram- kvæmd. Til eru leiðarvísar um það hvað skuli gera við andlát drottning- armóðurinnar eða drottningarinnar. Þeim fylgja listar, sem eru uppfærðir reglulega, yfir það hveijum skuli bjóða. Líkfylgd drottningarmóðurinn- ar er meira að segja æfð árlega. Erfiður undirbúningur Ekkert slíkt var til í þessu tilfelli auk þess sem Díana hafði svo tak- markað starfslið eftir að hún misti hátignartitilinn að erfitt var að henda reiður á hveijum skyldi bjóða til útfar- arinnar. Mikil vinna var lögð í að undirbúa útförina og tóku þrír aðstoð- armenn Blairs þátt í undirbúningnum. Skrifstofa forsætisráðherra hefur ekki viljað gera mikið úr þætti sínum í að útförin var skipulögð með þeim hætti, sem raun bar vitni. Hins vegar hefur komið fram að í Downing- stræti ríkti mikil óánægja með stífni og stöðnun hjá konungsfjölskyldunni og starfsliði hennar. Það var strax ákveðið að drottning- in yrði viðstödd útförina, en fyrstu tvo dagana eftir andlát Díönu neitaði hún að leyfa að fáninn yrði dreginn í hálfa stöng yfir Buckingham-höll. Hún vildi ekki heldur að leiðin, sem líkfylgdin færi, yrði lengd. Hermt er að starfsmenn forsætisráðherra hafi varað við því að almenningur kynni að bregðast ókvæða við ef konungs- fjöiskyldan léti fyrirberast í Balmoral- höll í Skotlandi fram að útförinni og myndi ekki skilja að samkvæmt siða- reglum mætti ekki flagga á Bucking- ham-höll nema konungur eða drottn- ing væri í höliinni og þá aðeins í heila Síðustu orð Díönu París, Los Angeles. Reuter. FRANSKA dagblaðið Le Parisien sagði í frétt í gær að síðustu orð Díönu prinsessu hefði verið beiðni um að láta sig í friði. Blað- ið hefur eftir ónafngreindum lækni á slysstaðnum að hún hefði látið orðin falla er sjúkraliðar beindu sterkum Ijósum að henni. í blaðinu kom einnig fram að Díana hefði verið hálfmeðvitund- arlaus er Iæknirinn kom á slys- staðinn og ljósmyndarar verið að taka nærmyndir af henni. Þá kom fram að læknir á slysstaðn- um hefði gefið þau fyrirmæli að sjúkrabílnum væri ekið lötur- hægt til sjúkrahússins þannig að forðast mætti óþarfa hristing og að hjarta hennar hefði hætt að slá í sjúkrabílnum en ekki eftir að komið var á sjúkrahúsið eins og talsmaður þess hélt fram. Bílsljórinn undir áhrifum áfengis og lyfja Tilkynnt var í París í gær að nýjar rannsóknir á blóði bílsljór- ans Henri Paul staðfestu að áfengismagn í blóði hans hefði verið þrisvar sinnum hærra en leyfilegt er í akstri. Einnig kom þar fram að fluoexetine, sem er meginefnið í þunglyndislyfinu Prozac, hefði fundist í blóði hans auk róandi lyfs að nafni tiaprine. Báðum þessum lyfjum eiga að fylgja aðvaranir um aukna áhættu í akstri. Einnig er í mörg- um löndum varað við neyslu áfengis samhliða notkun lyfj- anna. Dauði Diönu söluvara Unnið er að því að koma bók- um um ævi Díönu á markað og er búist við að fyrstu bækurnar komi í bókabúðir í Bandaríkjun- um í næstu viku. Útgáfufyrirtæk- ið The Running Press í Fíladelfíu mun gefa út myndabók um ævi Díönu í 450.000 eintökum. Bókin er unnin af breska útgefandan- um Quadrillion sem best er þekktur fyrir útgáfu myndabók- ar um brúðkaup þeirra Karls og Díönu árið 1981. Einnig munu margir útgefendur hyggja á end- urútgáfu fyrri bóka um Díönu með viðbót um dauða hennar. í Hong Kong baðst umboðsað- ili Yolvo afsökunar á auglýsingu sem birtist í Macau í byrjun vik- unnar. Auglýsingin fjallaði um öryggi Volvo-bifreiðanna og vís- aði til dauða Díönu. stöng vegna þess að konungdæmið væri aldrei höfuðlaust samanber orðin „konungurinn er látinn, lengi lifi kon- ungurinn". Blair var hins vegar mjög áfram um að hella ekki olíu á eldinn. Á miðvikudag fyrir viku gaf hann út stutta yfirlýsingu í Downing-stræti og varði þar konungsfjölskylduna og rétt hennar til að fá að syrgja í friði. En hann virtist einnig vera að gefa konungsfjölskyldunni vísbendingu um það hvemig ætti að gera hlutina þeg- ar hann gekk að hliðinu fyrir enda götunnar og talaði stuttlega við al- menning. Blair og Bretaprins ræða ástandið Sama dag ræddi Blair við Karl um það að allt virtist vera að fara á ann- an endann. Þeir komust að þeirri nið- urstöðu að drottningin yrði að ávarpa bresku þjóðina og flagga yrði í hálfa stöng yfir Buckingham-höll. I sam- tali þeirra kom fram að sá möguleiki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.