Morgunblaðið - 11.09.1997, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
__ 34. þing SUS
Asdís Halla
ein í for-
manns-
framboði
ÁSDÍS Halla Bragadóttir aðstoðar-
maður menntamálaráðherra er sú
eina sem hefur lýst yfir framboði
til embættis formanns Sambands
ungra sjálfstæðismanna, en 34.
þing SUS verður sett á morgun,
föstudag, í félagsheimilinu Stapa í
Reykjanesbæ. Frestur til að bjóða
fram til formanns og stjómar renn-
ur hins vegar út kl. 19 á laugar-
dag. Kosning fer fram eftir hádegi
á sunnudag og hafa 464 þingfull-
trúar kosningarétt.
Guðlaugur Þór Þórðarson fráfar-
andi formaður SUS setur þingið kl.
18, en yfirskrift þess er Frelsi.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
flytur síðan ávarp og situr fyrir
svörum seinna um kvöldið ásamt
öðrum ráðherrum Sjálfstæðis-
flokksins. Á laugardag hefjast mál-
efnastörf nítján nefnda og mun
þeim ljúka um hádegi á sunnudag.
Verður þá gengið til kosninga en
að þeim loknum verður þingi slitið.
Morgunblaðiö/Eyjólfur M. Guðmundsson
STEYPUVINNA við biðhlöð á
Keflavíkurflugvelli.
Endurnýjun
biðhlaða á
Keflavíkur-
flugvelli
Vogum. Morgunblaðid.
UM tvö þúsund og fjögur hundruð
rúmmetrar af steypu hafa farið í
endurnýjun tveggja biðhlaða fyrir
flugvélar á Keflavíkurflugvelli í
sumar að sögn Karls Karlssonar,
verkstjóra hjá Dverghömrum sf.
sem eru undirverktakar hjá íslensk-
um aðalverktökum sem sjá um
framkvæmdina fyrir vamarliðið.
Að sögn Friðþórs Eydal, blaða-
fulltrúa Vamarliðsins er kostnaður
við framkvæmdina ásamt uppsetn-
ingu aðflugkerfis 62 milljónir
króna.
Landsbankinn selur skipin Aðalvík og Njarðvík
Morgunblaðið/Kristinn
ÚTGERÐARMENN spá í spilin á fundi Landsbankans og Útvegsmannafélags Suðurnesja.
„Suðumesjamenn sitja
fyrir að öllu jöfnu“
LANDSBANKINN auglýsir í dag til sölu tvö
fiskiskip í eigu dótturfyrirtækis síns, Regins
hf. Þetta em skipin Aðalvík og Njarðvík og er
sameiginlegt aflamark þeirra um 1.500 þorskí-
gildistonn. Skipin voru áður í eigu íslenzkra
aðalverktaka, en urðu eign Landsbanka íslands
fyrr á þessu ári. Sverrir Hermannsson, banka-
stjóri Landsbankans, sagði á kynningarfundi í
Reykjanesbæ í gær vegna sölu skipanna, að
það væri vilji fyrir því hjá stjórnendum Lands-
bankans að skipin yrðu áfram gerð út frá Suður-
nesjum, en bezta tilboðinu í skipin yrði að sjálf-
sögðu tekið. „Suðumesjamenn sitja fyrir að
öllu jöfnu,“ sagði Sverrir. Áætla má að sameig-
inlegt verðmæti skipanna og aflaheimilda þeirra
sé nálægt einum milljarði króna.
Það vom Landsbankinn á Suðumesjum og
Útvegsmannafélag Suðumesja sem boðuðu til
þessa kynningarfundar. Þorsteinn Erlingsson,
formaður Útvegsmannafélagsins, sagði það
mikilvægt að halda þessum aflaheimildum inn-
an kjördæmisins. Hann taldi það til dæmis
ágætan kost að einhverjar útgerðir sameinuð-
ust um kaupin og gætu þær síðan skipt afla-
heimildunum með sér. Einnig ræddi Þorsteinn
um sameiningu fyrirtækja á Suðurnesjum við
fyrirtæki í öðmm landshlutum og taldi hann
nauðsynlegt að menn stöldruðu við og athug-
uðu þann möguleika hvort frekari samvinna
fyrirtækja innan svæðisins væri ein leiðin til
að halda þessum aflaheimildum.
Unnið fyrir opnum tjöldum
Sverrir Hermannsson rakti fyrir höns bank-
ans mikilvægi sjávarútvegsins í viðskiptunum
við bankana og hve mikla samleið bankinn og
útvegurinn ættu saman. Hann sagði að við
sölu skipanna yrði unnið fyrir opnum tjöldum.
Þau yrðu auglýst til sölu og hvert tilboð skoð-
að, en hann útlokaði ekki að leitað yrði eftir
tilboðum. Hann sagði margt koma til greina
en ljóst væri að það skipti máli hvort viðkom-
andi fyrirtæki væru í viðskiptum við Lands-
bankann eða ekki og hver fjárhagslegur styrk-
ur þeirra væri. Sverrir sagði það ekki skilyrði
að fyrirtæki sameinuðust vegna kaupa á skip-
unum, enda væru fjárhagslega sterk fyrirtæki
á Suðumesjum. Ljóst væri að lána þyrfti veru-
legar upphæðir í þeim til langs tíma, en hann
vildi engar tölur nefna um hugsanlegt heildar-
verð eða lánakjör.
Nauðsynlegt að standa saman
Nokkrar umræður urðu á fundinum um
sameiningu fyrirtækja og kom fram í máli
Kristjáns Pálsspnar, Árna Ragnars Árnasonar
og Hjálmars Árnasonar, alþingismanna, að
nauðsynlegt væri að Suðurnesjamenn stæðu
saman um að halda þessum aflaheimildum á
svæðinu.
Andlát
MÍNERVA
JÓNSDÓTTIR
MÍNERVA Jónsdóttir,
íþróttakennari, andað-
ist á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur síðdegis
þriðjudaginn 9. sept-
ember sl., 64 ára að
aldri.
Mínerva fæddist 31.
ágúst 1933 í Hafnar-
firði, dóttir Jóns Snorra
Guðmundssonar bak-
ara og konu hans
Guðnýjar Ólafsdóttur.
Hún tók íþróttakenn-
arapróf frá Laugar-
vatni 1952 og stundaði
framhaldsnám í Art of
Movement Studio, Addleston, Sur-
rey á Englandi frá 1954-1957 þar
sem aðalgreinar henn-
ar voru dans í uppeldi
barna og menntun.
Á þessum tíma sér-
hæfði hún sig í skrán-
ingu hreyfinga með
sérstakri táknskrán-
ingu og var meðal 5-6
fyrstu einstaklinga í
Evrópu sem það gerðu.
Mínerva kenndi hjá
Fimleikafélaginu Björk
í Hafnarflrði 1952-3 og
íþróttafélagi kvenna í
Reykjavík 1953. Hún
var forfallakennari í
Flensborg 1954,
stundakennari við Melaskóla og
Gagnfræðaskólann við Hringbraut
frá 1957-59. Kenndi hjá Þjóðdans-
afélagi Reykjavíkur í nokkur ár frá
1957, auk þess að kenna á fjölda
námskeiða hjá íþróttakennarafélagi
íslands.
Mínerva var einn af aðalkennur-
um við íþróttakennaraskóla íslands
að Laugarvatni frá árinu 1959-
1997 með dans, leikfimi og rytmisk-
ar hreyfingar sem aðalkennslu-
greinar. Á þessum tíma kenndi hún
einnig við aðra skóla á Laugarvatni
og sá um mikinn hluta íþrótta-
kennslu við þessa skóla. Frá 1958
til 1993 starfaði hún með dr. Sig-
ríði Valgeirsdóttur við söfnun og
skráningu allra dansa sem þekktir
eru á íslandi. Mínerva skráði í því
sambandi 150 dansa með tákn-
skráningu. Bók með safni þeirra
Sigríðar, Gömludansarnir í tvær
aldir, kom út 1994. Auk þess var
Mínerva ötul við að safna smáleikj-
um, leikfimisæfíngum og öðru efni
sem hún gaf út til nemenda sinna
við Iþróttakennaraskólann.
Mínerva Jónsdóttir var ógift og
barnlaus.