Morgunblaðið - 11.09.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.09.1997, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, NÍELS HERMANNSSON frá Yzta-Mói, Háaleitisbraut 101, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju, föstu- daginn 12. september kl. 13.30. Steinunn Jóhannsdól Hermann Níelsson, Ingibjö Björn Níelsson, Jórunn Níels Níelsson, Guðbjö Hanna Níelsdóttir, Helgi B <-v ttir, rg Magnúsdóttir, Jóhannesdóttir, rg Sigurjónsdóttir, jörgvinsson. + Ástkær móðir mín, amma okkar, langamma og systir, ELÍN ÞÓRUNN NORDQUIST, Rohnert Park, Kaliforníu, U.S.A., andaðist á heimili sínu hinn 27. ágúst sl. Útför Elínar fór fram frá Fossvogskapellu í kyrrþey, mánudaginn 8. september. Ása Smith, Tina og Patricia, Savannah og Tyler, Sverrir, Viggó og Jónas .# Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, HELGI GÍSLASON, lést á Hornbrekku, Ólafsfirði, þriðjudaginn 9. september. Sigríður Ingimundardóttir, Gíslína Helgadóttir, Ingimar Antonsson, Sigurður Helgason, Ágústa Pétursdóttir, Hannes Helgason, María Jónsdóttir, Ingimundur Helgason, Arndís Friðriksdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og langalangafabarn. t Elskuleg frænka okkar og vinur, INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR, frá Ósi á Skógarströnd, Breiðahvammi, Ölfushreppi, verður jarðsungin frá Kotstrandarkirkju, Ölfus- hreppi, laugardaginn 13. september kl. 14.00. Árni Gunnarsson, Hrefna Filippusdóttir, Sigríður Ásta Árnadóttir, Rúnar J. Aðalsteinsson, Gunnhildur Árnadóttir, Árni Aðalsteinn Rúnarsson. -J t Systir okkar og mágkona, MÍNERVA JÓNSDÓTTIR, íþróttakennari, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 9. seþtember. Bergþór Jónsson, Jóhanna Sigurjónsdóttir, Ragnar Jónsson, Guðrún Brun Madsen. t Ástkær faðir minn, HARALDUR Ó. BRIEM, fyrrverandi póstmaður, lést á Droplaugarstöðum fimmtudaginn 4. september sl. Hann verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 15. sept- ember nk. kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Valdimar Briem. HALLDOR BRAGASON + Halldór Braga- son fæddist í Reykjavík 18. nóv- ember 1945. Hann lést á heimili sínu 4. september síðast- liðinn. Foreldrar hans eru hjónin Dóra Halldórsdótt- ir, f. 12.1. 1919 í Reykjavík, og Bragi Brynjólfsson, klæðskerameistari, f. 6.8. 1916 á Akur- eyri, d. 18.8. 1995. Systkini Halldórs eru: Alda, f. 15.5. 1944, Elín Sigríður, f. 17.2. 1951, og Brynjólfur, f. 5.4. 1954. Halldór kvæntist hinn 20.8. 1977 Þorbjörgu Jónasdóttur, f. 12.3. 1945. Synir þeirra eru: Yngvi, f. 30.7. 1977, og Hall- dór, f. 20.3. 1983. Áður átti hann dótturina Ingibjörgu Lilju, f. 2.3. 1968. Eiginmaður henn- ar er Hörður Vals- son, f. 27.7. 1966. Fósturdóttir Hall- dórs er Þóra Björg Jónasdóttir, f. 7.5. 1970. Hennar dótt- ir er Sunna Björg Gunnarsdóttir, f. 7.8. 1992. Árið 1962 hóf Halldór nám í prentiðn í Prent- smiðjunni Eddu og tók hann sveins- próf 2.7. 1966. Hann hélt áfram störfum hjá Eddu til ársins 1977 er hann gerðist verkstjóri í umbroti og setningu hjá Frjálsri fjölmiðlun hf. og starfaði hjá því fyrirtæki síðan. Útför Halldórs fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elskulegur móðurbróðir okkar er látinn eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Það er sárt að horfa á eftir góðum manni á besta aldri yfir í annan heim, en við vitum að Halldór hefur fengið hlýjar mót- tökur við komuna þangað og líður vel, laus við allarþjáningar. Halldór var alla tíð mikill keppnismaður og spilaði hér á árum áður handbolta og fótbolta með Þrótti, Reykjavík. Golf stundaði hann af miklum áhuga og var fjölskylduvöllurinn í Draumalandi notaður óspart við þá iðju. í ár sat hann hjá er ijölskyld- an þreytti sitt árlega Draumalands- golfmót en stjórnaði þess í stað keppninni af miklum áhuga. Það verður skrýtið að koma upp í sumar- bústað og sjá hann ekki sitjandi í sófanum eins og hann var vanur í sumar. Þær eru margar og góðar minningarnar sem við systurnar eigum um Halldór og hans mun verða sárt saknað. Elsku fjölskylda, við munum með Guðs hjálp styrkja hvert annað í sorginni, í því felst kraftur okkar. Hvíl í friði, elsku frændi. Steinunn Inga og Dóra. Elsku Dóri, ástkæri vinur og samstarfsfélagi. Ítalíuhópinn langar til þess að rita hér fáeinar línur til að minnast þín og allra góðu stundanna okkar saman, í vinnu og utan hennar. Öll vitum við að bilið milli lífs og dauða getur oft á tíðum verið ansi lítið. Hversu stutt það var í þínu tilviki óraði okkur þó ekki fyr- ir, því öll trúðum við því að þú myndir aftur ná fullri heilsu og taka þátt í öllu því sem ætlunin var að taka sér fyrir hendur á næstunni. Við kynntumst flest fyrir um tuttugu árum, þá byrjaðir þú að vinna með okkur á gamla DB. Við vorum ung og full af orku, vinnan var okkur mikils virði og vinnufé- lagarnir ein sterk heild sem lagði sitt af mörkum til að blaðið kæmist út á réttum tíma. Síðar þróaðist það þannig að þú, Dóri, varðst yfirmað- ur sumra okkar án þess þó að sækj- ast eftir því og olli það okkur nokkru hugarangri um tíma, sem fljótlega snerist þó upp í ánægju og gleði, því ekki var yfirgangi né hroka fyrir að fara hjá þér þó þú værir nú orðinn okkur æðri. Eins og gefur að skilja er ekki alltaf auðvelt að vera yfirmaður vina sinna, en þér fórst það vel úr hendi og sigldir léttilega milli skers og báru til að gera sem flestum til hæfís, bæði yfir- og undirmönnum. Eftir því sem árin liðu jókst vin- áttan, við fórum að kynnast mökum hvers annars og eftir stórkostlega ævintýraferð saman til Rimini á Ítalíu fyrir nokkrum árum, þróaðist með okkur öllum sú djúpstæða vin- átta sem staðið hefur í blóma allt fram á þennan dag. Við mynduðum með okkur félagsskap og ákváðum að hann skyldi kallaður Italíuhópur (í höfuðið á fyrstu utanlandsferð- inni okkar). Margt hefur verið brall- að á þessum síðustu árum, farnar ótal ferðir í tjöld og sumarbústaði vítt og breitt um landið, tvær ferð- ir hafa einnig verið farnar utan, og í ófá skipti höfum við glaðst saman yfir smáu sem stóru tilefni hjá hvert Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró r Islensk framleiðsla Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - Reykjavik sími: 5871960-Jax: 587 1986 + Ástkær sonur okkar og bróðir, HRINGUR KJARTANSSON, sem fæddist þann 5. september 1997, lést á barnaspítala Landspítalans þann 6. septem- ber síðastliðinn. Útför verður frá Fossvogskapellu kl. 15.30 í dag, fimmtudag. Kjartan Guðbrandsson, Anna Sólmundsdóttir, Atli Freyr Gíslason. öðru. Já, fyrir utan öll þau skipti sem við höfum hist bara til þess að vera saman, spjalla og skralla. Nú er skarð fyrir skildi í Italíu- hópnum. Stór tollur hefur verið inn- heimtur, en við munum ekki láta bugast. Tobba verður áfram með okkur og þú, elsku Dóri, munt ávallt vera með okkur í huga og verki, hvað sem við gerum og hvar sem við verðum. Þrátt fyrir gífurlegan baráttuvilja þinn og ekki síður Tobbu, eiginkonu þinnar, sem stóð eins og klettur við hlið þér allan tímann og veitti þér þann styrk sem upp á vantaði þegar þitt eigið þrek dugði ekki til, hefur þú nú þurft að lúta í lægra haldi fyrir vilja mannsins með ljáinn. Þjáningum þínum er nú lokið, en eftir sitja harmi þrungin eiginkona og börn ásamt sólargeislanum þínum, henni Sunnu litlu. Kæri Dóri, þú hefur verið góður félagi og vinur og við munum sakna þín sárt og innilega. Elsku Tobba og börn, við finnum til með ykkur í sorg ykkar og send- um okkar dýpstu samúðarkveðju. Guð geymi minningu ástkærs vinar. Fríða Björg, Guðmundur S., Jón Br., Guðrún, Vigdís, Bjarney og Gunnar, (Italíuhópurinn). í dag verður til moldar borinn vinur minn í 30 ár, Halldór Braga- son, er lést eftir erfið veikindi á heimili sinu 4. sept. sl. Kynni okkar og vinskapur hófust er ég hóf nám í Prentsmiðjunni Eddu 1967 og þar unnum við saman í tæp átta ár og síðan aftur nokkrum árum síðar á Dagblaðinu en þar vann Dóri til dauðadags. Dóri Braga var góður fagmaður og var mín fyrirmynd, sem hefur reynst mér vel síðan. Á árunum í Eddunni unnu marg- ir stórbrotnir og skemmtilegir menn og var Dóri Braga þar fremstur í flokki. Eddan er skemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á, og þar fór saman grín, alvara og einstaklega gott félagslíf. Ég á Dóra margt að þakka frá þessum árum, oft á tíðum dugðu nemalaun- in ekki út vikuna og þá gat ég allt- af leitað til Dóra og einnig er mér sérstaklega minnisstætt er ég fékk mína fyrstu aukavinnu, eftir fjög- urra tíma streð kom í ljós að ég hafði gert mistök og öll vinnan ónýt, þá stóð Dóri upp frá sinni vinnu, stimplaði sig út, og kom mér til hjálpar svo ég gæti skilað verk- inu með reisn til verkstjórans morg- uninn eftir. Þetta lýsir vel samskipt- um okkar Dóra í vinnunni, þau voru mér, nemanum, ávallt í hag. En það var öðru nær er við mættumst á handboltavellinum, við billiardborðið eða á golfvellinum. í handboltanum lék Dóri með Þrótti en ég með Gróttu. Þróttur og Grótta voru erkifjendur 2. deildar og ekk- ert var gefið eftir og það sem mestu máli skipti fyrir hvern leik við Þrótt var að missa aldrei sjónar á Dóra og hans fræga valhoppi. Dóri var ekkert sérstaklega skotfastur en ótrúlega teknískur leikmaður og kom það vel í ljós er við hófum að leika golf saman í Golfklúbbi Reykjavíkur - upphafshöggin í styttra lagi en bein og sérstaklega var hann laginn í kringum flatirn- ar. Það var því góð tilfinning að hafa hann með sér í liði er við keppt- um við félaga okkar Guðmund S. og Jón Carls, en við fjórir fórum í margar góðar golfferðirnar austur fyrir fjall eða suður með sjó. Eftir tæp átta ár í Eddunni skildu leiðir er ég fór úr blýinu yfir í offsetið eins og það var kallað. En við hófum samstarf aftur skömmu síðar er Dagblaðið kom til sögunnar og viti menn, með honum kom gamli húmorinn úr Eddunni og áttum við þar saman mjög góð ár með skemmtilegu samstarfsfólki. Með söknuð í hjarta þakka ég góðum dreng fyrir samverustund- irnar í gegnum tíðina og votta konu hans, Tobbu, og öllum hans nánustu mína dýpstu samúð. Halldór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.