Morgunblaðið - 11.09.1997, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ
^36 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997
MINNINGAR
Ástkær eiginmaður minn, sonur okkar, faðir,
tengdafaðir, bróðir og tengdasonur,
SKARPHÉÐINN MAGNÚSSON,
verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn
12. september kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir sem vilja
minnast hans, vinsamlega láti hjúkrunar-
þjónustuna Karitas, í síma 551 5606, njóta
þess.
Anna Björg Viðarsdóttir,
Magnús Friðriksson, Inga Skarphéðinsdóttir,
Linda Rún Skarphéðinsdóttir, Þröstur Eriingsson,
Magnús Birkir Skarphéðinsson,
Ævar Ingi Skarphéðinsson,
Inga Rut Skarphéðinsdóttir,
Margrét Magnúsdóttir, Friðrik Magnússon,
Leifur Magnússon, Sólveig Magnúsdóttir,
Viðar Benediktsson, Bára Jóhannsdóttir.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GRÉTA SIGURÐARDÓTTIR,
Brekkugötu 39,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 12. september kl. 15.30.
Aðalgeir Aðalsteinsson,
Sigrún Aðalgeirsdóttir,
Helga Aðalgeirsdóttir, Óskar Ingi Sigurðsson,
Kristín Aðalgeirsdóttir, Robert William Jagerson
Sindri Geir Óskarsson,
Aron Daníel Robertson.
t
Útför systur okkar,
GUÐRÚNAR ÞÓRÐARDÓTTUR
frá Ljósalandi, Vopnafirði,
Stigahlíð 28, Reykjavík,
verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. september kl. 13.30.
Fríða Þórðardóttir,
Helgi Þórðarson,
Guðbjörg Þórðardóttir,
Steingrímur Þórðarson.
Systir okkar, + UNNUR BJARNADÓTTIR,
Kleppsvegi 34,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, fimmtudaginn 11. september,
kl. 13.30. Guðrún, María og Guðfinna Bjarnadætur.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
HALLDÓRA ÞORSTEINSDÓTTIR,
Smáratúni 3,
Selfossi,
verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardag-
inn 13. september kl. 13.30.
Guðrún Bjarnadóttir, Olaf Lillaa,
Guðborg Bjarnadóttir, Kári Jónsson,
Valgerður Bjarnadóttir, Kristinn Sveinbjörnsson,
Þorsteinn Bjarnason.
t
Elskuleg föðursystir mín,
KATRÍN GÍSLADÓTTIR
fyrrverandi yfirhjúkrunarkona,
Blómvallagötu 13,
sem lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund
5. september síðastliðinn, verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. septem-
ber kl. 15.00.
Fyrir hönd systur, ættingja og vina,
Gunnar Smári Þorsteinsson.
INGIBJÖRG
BJÖRNSDÓTTIR
+ Ingibjörg
Björnsdóttir
fæddist á Bakka,
Skagaströnd, 21.
október 1896. Hún
lést 2. september
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Björn Benónýsson
bóndi og kona hans
Ingibjörg Stefáns-
dóttir. Þau bjuggu
lengst á Illugastöð-
um í Laxárdal. Alls
eignuðust þau 12
börn, Stefanía, f.
1.4. 1894, Tómas,
f. 28.8.1895, Ingibjörg, f. 21.10.
1896, Þorsteinn, f. 1.11. 1898,
Margrét, f. 26.12. 1899, Ingiríð-
ur, f. 14.11. 1902, Þorvaldur f.
23.5. 1905, Friðberg, f. 11.6.
1906, Björn, f. 29.1.1909, Gunn-
ar, f. 26.6. 1910 og Lovísa f.
21.1. 1912.
Ingibjörg giftist 1915 Agli
Gottskálkssyni, Bakka í Vall-
hólma, f. 31.1. 1892. Börn
þeirra eru Oddný, f. 8.4. 1916,
gift Ragnari Björnssyni, bónda
Elsku amma mín er nú dáin eftir
langa og góða ævi. Margar ljúfar
minningar streyma fram þegar ég
hugsa um allt sem ég fékk að njóta
og læra hjá henni. Þær eru ótaldar
vísurnar og öll þau spil sem hún
kenndi okkur. Eg minnist ömmu
minnar sem góðrar konu með góða
lund og hlýtt hjarta. Ég man fyrst
eftir henni þegar ég kom í torfbæ-
inn hennar á Miðgrund. Það var
alltaf mikil tilhlökkun þegar til
stóð að fara í sveitina hennar og
ég gleymi ekki hvað það var gam-
an og minnist þess hvað gamli
bærinn var alltaf jafnfínn og vina-
legur. Við systkinin ærsluðumst
og lékum okkur og fórum oft mik-
inn þegar við hlupum fram og aft-
ur um göngin í gamla torfbænum.
Eftir að amma flutti til Akureyrar
hafði hún það fyrir venju að heim-
sækja dætur sínar og var það allt-
af mikil tilhlökkun þegar hún og
afi ásamt bræðrunum voru vænt-
anleg í heimsókn. Ég ætla að rifja
upp æviferil elsku ömmu minnar
með nokkrum línum.
Amma fór ung í fóstur til föður-
systur sinnar Sigríðar Benónýs-
dóttur og manns hennar Magnúsar
Hjálmarssonar. Þau bjuggu fyrst
á Bjamastöðum í Blönduhlíð 1897
- 1904, Brekkukoti fremra 1904
- 1907, Ingveldarstöðum á
Reykjaströnd 1907 -1909, fluttu
þaðan til Sauðárkróks. Þar lést
Magnús 14.5. 1912. Magnús og
Sigríður áttu engin börn. Amma
var í barnaskóla á Sauðárkróki og
fermdist þar. Vorið 1913 fór hún
að Bakka í Vallhólma sem vinnu-
kona til Gottskálks Egilssonar og
konu hans Guðlaugar Árnadóttur
sem síðar urðu tengdaforeldrar
hennar. Þar kynntist hún eigin-
manni sínum Agli Gottskálkssyni.
Afi var með hærri mönnum, grann-
vaxinn en samsvaraði sér vel.
Hann var góður verkamaður, sí-
Garðakoti, d.
28.5.1990, eiga
fimm börn, Magnea
Sigríður, f. 10.8.
1917, gift Bjarna
Sigurðssyni iðn-
verkamaður, Akur-
eyri, eiga fimm
börn, Guðlaug, f.
23.7. 1920, giftMar-
inó Sigurðssyni
bónda, Álfgeirsvöll-
um, eiga sex börn,
Gottskálk, f. 29.10.
1921, ógiftur iðn-
verkamaður, Akur-
eyri, Steingrímur,
f. 30.8. 1924, ógiftur iðnverka-
maður, Akureyri, Arni Helgi
Hólm, f. 15.10. 1926, d. 30.11.
1928, Árný Lilja, f. 15.8. 1928,
gift Halldóri Jónssyni, bónda,
Mannskaðahóli, eiga sex börn,
og Birna Ingibjörg, f. 13.10.
1934, gift Sigurði Sigmarssyni
verslunarmanni, Akureyri, eiga
fósturson.
Útför Ingibjargar fór fram
frá Akureyrarkirkju 9. septem-
ber.
vinnandi, hirðusamur og nýtinn,
góður skepnuhirðir, átti jafnan
miklar heybirgðir og tryggar af-
urðir. Afi var greindur og glaðlynd-
ur, góðmenni sem átti hvers manns
vinsældir, fastlyndur og tryggur,
hógvær hversdagslega, traustur í
öllum viðskiptum og var góður
þegn. Amma var myndarkona í
meðallagi á hæð, vel vaxin, mikil
starfskona, fjölhæf til allra verka,
utan- sem innanbæjar og hagvirk
með ágætum. Hún var búkona,
hagsýn í besta lagi, myndarleg í
allri umhirðu heimilisins svo að í
orði var haft, var þó í slæmum
húsakynnum, í torfbæjum, allt þar
til hún flutti til Akureyrar. Gest-
risni hennar og myndarlegum veit-
ingum var vel við brugðið.
Amma var greind meira en í
meðallagi, mjög vel læs og las
mikið og las alltaf húslesturinn
meðan sá siður var við hafður. Þá
var víða siður að einhver las upp-
hátt fyrir fólkið í baðstofunni eftir
að ljós var kveikt á vökunni og
fólk var sest með handavinnuna
sína. Kom það oft í hlut Ingibjarg-
ar og sat hún þá og pijónaði af
fullum krafti og lét stundum fletta
bókinni fyrir sig. Var þá afí með
ýmsa handavinnu svo sem að flétta
reipi, gjarðir eða þæfa pijónles.
Amma var geðprúð, átti virðingu
og vinsældir þeirra sem kynntust
henni. Hún var lífsförunautur sem
stóð eins og bjargið við hlið manns
síns. Þau bjuggu á ýmsum jörðum
ætíð sem leiguliðar. Fyrst bjuggu
þau á Hvammkoti á Skaga 1917
- 1921. Þar var erfitt að búa, ör-
reitis kot, ekki vænlegt til afkomu
fyrir fjölskyldu, var því fjárhagur
þröngur. Heyskapur var lítill
heimavið svo það þurfti að afla
heyja uppi á Skagaheiði, um lang-
an veg að fara. Lá afi þar við
annan mann í tjaldi en að morgun-
verkunum loknum söðlaði amma
'ua
í stómm og rúmgóðum sýningarsal okkar
eigum við ávallt fyrirliggjandi margar
gerðir legsteina og minnisvarða.
Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára reynsla
Verið velkomin til okkar,
eða fáið mynclalista.
SKEMMUVEGI48, 20Ö”KÓR, SIMI: 557-6677/FAX: 557-8410
hest og færði þeim mat og diykk
og vann að heyskap með manni
sínum á milli mála. Sigríður, fóstra
ömmu, fór til hennar að Hvamm-
koti og var hjá henni upp frá því.
Hún andaðist á Miðgrund 30.7.
1941, 87 ára. Næst lá leiðin að
Ytri-Ingveldarstöðum á Reykja-
strönd og voru þar frá 1921 -
1926. Þar var betra að vera, þægi-
legri jörð, afkomumöguleikar meiri
og styttra í kaupstað. Báðar þessar
jarðir liggja að sjó og nýttu þau
sér það vel, reru til fiskjar þegar
færi gafst og var amma vel feng-
sæl. Afi var við fuglaveiði á Drang-
eyjarfjöru þessi vör og kom því öll
úti- sem innivinna á hennar hend-
ur. Frá Ingveldarstöðum flytja þau
í Hjaltastaðakot, Grænumýri í
Blönduhlíð 1926 og eru þar í níu
ár. Þá voru börnin orðin fimm svo
það var í nógu að snúast. Jörðin
var þægileg til búskapar. í Hjalta-
staðakoti eignuðust þau þtjú börn
og þar sitt yngsta. Guðlaug fór
mjög ung í fóstur til nöfnu sinnar
og ömmu á Bakka. Vorið 1935
flytja þau að Miðgrund í sömu
sveit. Miðgrund var að mörgu leyti
góð jörð, alveg í þjóðbraut. Sil-
ungsveiði var í Héraðsvötnum,
góðar engjar og tún grasgefin.
Sléttuðu þau túnin og stækkuðu
mikið svo heyöflun var orðin mikil
og búið gaf af sér góðan arð. Börn-
in voru að komast upp og fóru að
hleypa heimdraganum um styttri
og lengri tíma. Bræðurnir voru
alltaf heima og bjuggu með for-
eldrum sínum.
Á Miðgrund efnuðust þau vel
og bjuggu þar góðu búi. Éftir að
þau komu í Blönduhlíðina og börn-
in komin upp fór afi að vinna í
vegavinnu og hélt því áfram meðan
þrek entist. Þegar hey var bundið
og flutt heim á hestum tók amma
ævinlega á móti heyinu og hlóð
því upp, hífði baggana upp í reipi.
Þegar heyið fór að hækka bar hún
það svo vel upp að til fyrirmyndar
var og þegar hey voru þakin torfi
hífði hún það upp og ekki var frá-
gangurinn lakari á því enda drápu
þau hey aldrei. Miðgrund stóð við
vegamót og þess vegna var oft
mikill gestagangur svo baðstofan
var oft þétt setin. Þar voru oft
haldnar miklar hrútasýningar því
bræðurnir voru búnir að koma upp
góðri aðstöðu til að reka fé og
hross á bíla þegar þeir flutningar
komu til sögunnar. Var komið með
rekstra af ýmsum bæjum til að
setja á bíla. Oft kom það fyrir að
fólk kom með mjólkurbílnum þegar
hann kom framan úr firðinum og
fékk að bíða meðan bíllinn fór í
úthlíðina. Þessir farþegar þurftu
að sitja á pallinum hjá brúsunum
og var því heitur drykkur oft vel
þegin hjá ömmu og afa. Eins voru
margar vinaheimsóknir til þeirra
og þá var alltaf glatt á hjalla og
mikið spilað.
Amma var virkur féiagi í
kvenfélagi Akrahrepps. Miðgrund
fékkst ekki keypt og í lokin var
bærinn orðin óíbúðarhæfur og þó
fyrr hefði verið. Árið 1968 flytja
þau ásamt bræðrunum til Akur-
eyrar að Ægisgötu 6. Afi lést
15.12. 1973. Bræðurnir fóru að
vinna í Slippstöðinni og unnu þar
meðan aldur leyfði. Hugsaði amma
um heimilið meðan aldur og þrek
entust. Síðustu árin hennar önnuð-
ust þeir bræður hana af mikilli
umhyggju. Eftir að amma kom tii
Akureyrar gat hún snúið sér að
hannyrðum af fullum krafti og eru
þær ótaldar allar þær fallegu
myndir sem hún saumaði út og
prýða veggi margra heimila ætt-
ingja og vina hennar.
Elsku amma mín. Ég bið algóð-
an Guð að vernda þig. Hvíl í friði.
Sigríður Halldórsdóttir.
Elsku langamma. Nú ert þú
komin til guðs. Ég veit að þér líð-
ur vel þar en ég sakna þess að
geta ekki tekið utan um þig og
komið við mjúka skinnið þitt. Bless,
elsku amma mín.
Halldór Snær.