Morgunblaðið - 11.09.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997 49
FOLK í FRÉTTUM
KVIKMYNDIR/Háskólabíó sýnir heimildamynd-
ina When We Were Kings um viðureign
Muhammad Ali og George Foreman um heims-
meistaratitilinn í þungavigt í Zaire áríð 1974.
að margra
áliti há-
punkturinn
á ferli Alis
Skarkalinn
í skóginum
JAMES Brown og
B.B. King voru
meðal þeirra tón-
listarmanna sem
komu fram í
sjónarspilinu í
skóginum.
MOBUTU Sose Seko snaraði fram 10 milljónum dollara til að
borga þeim Muhammatl Ali og George Foreman fyrir keppnina.
Á þessum
tíma var Ali
upp á sitt
besta
WHEN We Were Kings
hlaut óskarsverðlaunin
síðastliðið vor en það tók
framleiðanda myndarinnar og
stjómanda, Leon Gast, 22 ár að
fullgera hana og fjármagna. Ein-
ræðishemann í Zaire, Mobutu
Sose Seko, sem nú er nýlátinn
eftir að hafa hrökklast frá fyrr á
árinu, snaraði á sínum tíma fram
10 milljónum dollara til að borga
þeim Muhammad AIi og George
Foreman fyrir að berj-
ast um heimsmeistara-
titilinn í hnefaleikum í
landi sínu. Jafnhliða
bardaga þeirra var svo
haldin heljarmikil tón-
listarhátíð þar sem
tónlist innfæddra og bræðra
þeirra frá Bandaríkjunum var
höfð í hávegum. Allt þetta mikla
sjónarspil var gjaman kallað
Rumble in the Jungle, eða
skraðningur í skóginum.
Árið 1974 var Ali 32 ára gamall
og tíu ár vora liðin frá því hann
náði heimsmeistaratitlinum í
hnefaleikum í viðureign við
Sonny Liston. Tæplega fjögur ár
vora liðin frá því Ali kom á ný
fram í sviðsljósið eftir að hafa
neyðst til að setjast í helgan
stein og verið sviptur titlin-
um. Hófst hann þegar
handa við þá baráttu sína
að endurheimta titilinn,
en flestir töldu að dagar
hans í hringnum væru
taldir. Foreman vann
titilinn í viðureign
við Joe Frazier ár-
ið 1973 þegar ■
hann var 25 ára
og í mars 1974,
varði hann titil-
inn í snöggid
_________ bar-
áttu við Ken Norton.
A þessum tíma var
AIi upp á sitt besta og
gefur að líta allar
bestu hliðar hans í
“myndinni, en Fore-
man, sem var á margan hátt and-
stæða AIis, á líka sinn þátt í sjón-
arspilinu þótt minna fari fyrir
honum. Tónlistarmenn á borð við
James Brown og B.B. King leika
stórt hlutverk, en þeir fóra til
Zaire til að sýna fram á stolt
svarta mannsins. Meðal frétta-
manna sem fygdust með var rit-
höfundurinn Norman Mailer sem
ásamt fleirum lýsir atburðunum í
myndinni, en Mailer líkti bar-
dagatækni Alis við sofandi fíl.
Kimnugleg and-
lit á skjánum
NOKKRAR gamal-
kunnugar sjónvarps-
stjömur snúa aftur í
imbakassanum næsta
vetur í Bandaríkjunum
og munu Mklega skila
sér á skjáinn hérlendis
innan tíðar.
Kirstie Alley er lík-
lega best þekkt fyrir
hlutverk sitt í Staupa-
steini, sem hún fékk
Emmy-verðlaun fyrir á
sínum tíma. Hún verður
í nýjum þætti á NBC-
sjónvarpsstöðinni sem
nefnist „Veronica’s
Closet“ og fer með hlut-
verk grannhyggins yfir-
manns nærfatafyrir-
tækis.
Nærfatafyrirtækið
Victora’s Secret hefur
hreyft athugasemdum
við nafngiftinni. Hafa
talsmenn þess haldið
því fram að verið sé að
stela hugmyndinni að
baki Victoria’s Secret-
nærfatalínunni og hótað
málaferlum.
David Caraso var
ákaflega traustvekjandi
Judri Ilirsch
David Cai’uso
lögreglumaður í
„NYPD Blue“ áður en
hann sagði skilið við
þættina til að reyna fyr-
ir sér á hvíta tjaldinu.
Hann hefur nú fengið
hlutverk í nýjum þátt-
um á CBS-sjónvarps-
stöðinni sem nefnast
„Michael Hayes“.
Judd Hirsch sló í
gegn í þáttunum „Taxi“,
sem era sýndir á Sýn.
Hann verður í nýjum
þáttum á CBS sem
nefnast „George and
Leo“.
Tony Danza var
einnig í þáttunum
„Taxi“, en er öllu betur
þekktur fyrir frammi-
stöðu sína í „Who’s the
Boss“. Hann vonast nú
eftir því að samningur
um gerð þáttanna „The
Tony Danza Show“
verði framlengdur ann-
an vetur á NBC. Fjalla
þættimir um íþrótta-
fréttamann sem er ný-
fráskilinn og sér um
uppeldi tveggja dætra
sinna á táningsaldri
Frumsýning
Góðir skór á stráka
og stelpur
stærðir 22-36 svartir
3.990
smáskór
í bláu húsi viö fákafen símí 568 3919
Brandtex fatnaður
Stretchbuxur kr. 2.900
Konubuxur frá kr. 1.690
Dragtir, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náttfatnaður
Nýbýlavegi 12, sími 554 4433
Finnst þér líf þitt
stundum innantómt?
Langar þig að lyfta þér upp í skemmtilegum skóla
eitt kvöld í viku eða eitt laugardagssíðdegi í viku...
og fræðast um allt sem vitað er um raunverulegar líkur á lífi eftir
dauðann, hvernig miðlar starfa, hvar framliðnir liklegast eru og
hversu mikið sé að marka upplýsingar af þessu tagi?
Ef svo er þá eru námskeiðin í Sálarrannsóknarskólanum örugglega einn besti val-
kosturinn sem þú átt völ á. I Sálarrannsóknarskólanum kenmr landsliðið i dulræn-
um málum og i spiritisma allt sem raunverulega er vitað um þessa hluti og itvern-
ig miðlar starfa og hvernig hver og einn getur hagnvtt sér flest þessi mál og haft
gagn af en ekki síst gaman af þeim og yfirgripsmiklum fróðleik. Hringdu og fáðu
allar nánari upplýsingar um IangskemmtiIegasta skólann i bænum sem í boði er
í dag. Yfir skráningardagana er svarað í síma Sálarrannsóknarskólans alla daga
vikunnar kl. I4-I9. Opið hús og kynningarfundir verða fyrir alla sem áhuga hafa
á að kynna sér starfsemi skólans á laugardaginn og sunnudagainn kl. I4 til I6.
^ Sálarrannsóknarskólinn
„skemmtilegasti skólinn í bænum“
Vegmúla 2, s. 561 901S og 588 6050.
TÖLVUSTOLAR
HEIMILISINS
“ i
Vandaður skrifborösstóll
meö háu fjaórandi baki
og á parket hjólum.
Teg 235
Litir: Blár, svartur,
rauöur grænn.
Kr 12.900,-1
3.200,- kr
Vandaður skrifborösstóll
á parkethjólum. i
Teg.270
Litir: Blár, svartur,
rauður, grænn
Kr 9.950
Stcú&WftffUilbiíírhaÆmir dir.
fcsmc&ts Iníimsröfi
m
„Fiallarefurinn“
Sterkur 02 rúmgóður
skólabakpoki
Lagerhillur
Fagleg ráðgjöf - góð þjónusta.
JbfOfnasmiðjan
Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100
Verksmiöja Flatahrauni 13 • Sími 555 6100