Morgunblaðið - 11.09.1997, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997
LAIMDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Óskar
Á MYNDINNI má sjá hvar
pressunni verður komið fyrir.
Ný steypu-
pressa
Eyrarbakka - Þessa dagana er
unnið að því hjá Alpan hf. á Eyrar-
bakka að tengja lagnir að nýrri
steypupressu sem komst í hús á
föstudaginn með óvenjulegum að-
ferðum.
Pressan sem um getur er 20
tonna þung og hæðin er slík að
aðeins eru örfáir sentímetrar upp í
þakið yfir henni þar sem hún stend-
ur nú. Það var því ekki um annað
að ræða til að koma pressunni inn
í steypuskálann en að ijúfa þakið
sem er úr forsteyptum einingum
og slaka henni þar niður. Vegna
þess hversu þyngslin voru mikil
varð að nota tvo öfluga krana við
verkið.
í steypuskálanum eru fyrir þrjár
aðrar pressur sem notaðar eru við
að steypa pönnur og potta úr
bráðnu áli. Þessar pressur hafa allt
upp í 220 tonna þrýstikraft, en sú
nýja er þó enn kröftugri og hefur
340 tonna þrýstikraft. Hún er fram-
leidd hjá fyrirtækinu Sennerskov í
Kaupmannahöfn. Með tilkomu
þessa nýja verkfæris eykst fram-
leiðslugeta fyrirtækisins til muna,
en unnið hefur verið í steypuskálan-
um allan sólarhringinn um langt
skeið.
Búða-
kirkja
150 ára
Hellissandi - Sunnudaginn 7.
september var haldið uppá 150
ára afmæli Búðakirkju og 10 ára
afmæli endurvígslu hennar.
Vígslubiskupinn í Skálholti, sr.
Sigurður Sigurðarson, prédikaði
við hátíðarmessu í kirkjunni en
sóknarpresturinn, sr. Olafur
Jens Sigurðsson, þjónaði fyrir
altari ásamt sóknarprestinum á
Staðastað, sr. Guðjóni Skarphéð-
inssyni. Kirkjukór Búða- og
Hellnasókna söng, undir stjórn
organistans Kay Wiggs Lúðvíks-
son. Guðmundur Jónsson óperu-
söngvari sem nú er 77 ára gam-
all söng 2 lög.
Mikið fjölmenni var á Búðum
í tilefni afmælisins. Kvöldið áður
var haldið uppá 50 ára afmæli
hótelsins og var þar Iíka mann-
margt. í kaffisamsæti sem haldið
var að messu lokinni rakti sókn-
arpresturinn sögu kirkjunnar í
stuttu máli og benti á menningar-
sögulegt gildi hennar fyrir Is-
lendinga. Sturla Böðvarsson al-
þingismaður flutti kveðju þjóð-
minjaráðs og þjóðminjavarðar og
kvaðst telja Búðakirkju einn
þeirra dýrgripa gamalla minja
sem við Islendingar ættum og
þyrftum að vernda og varðveita
vel. Taldi hann þjóðminjavörð
sýna kirkjunni mikinn áhuga í
þessu tilliti. Smári J. Lúðvíksson
færði kirkjunni nýja altarisbiblíu
með kveðju frá Ólafsvíkur- og
Ingjaldshólskirkjum. Finnbogi
BÚÐAKIRKJA varð 150 ára 7. september sl.
Morgunblaðið/Golli
VÍGSLUBISKUPINN í Skálholti, sr. Sigurður Sigurðarson, préd-
ikaði við hátíðarmessu í kirkjunni en sóknarpresturinn, sr. Ólafur
Jens Sigurðsson, þjónaði fyrir altari ásamt sóknarprestinum á
Staðastað, sr. Guðjóni Skarphéðinssyni. Hér sjást þeir að lokinni
messu að heilsa upp á safnaðarbörn.
G. Lárusson flutti kveðju Hellna-
sóknar og sr. Guðjón Skarphéð-
insson færði kirkjunni gamla
Ijósmynd af Staðastað að gjöf frá
Staðastaðarsókn en frá Staða-
stað var Búðakirkju lengst þjón-
að eða þar til prestakallaskipan
var breytt 1993. Síðan er henni
þjónað frá Ingjaldshóli.
Guðbrandur Vigfússon, fyrr-
verandi hreppstjóri í Ólafsvík,
færði kirkjunni að gjöf 50.000
krónur sem er minningargjöf um
foreldra hans sem bjuggu á Kálf-
árvöllum í Staðarsveit. Þá bárust
kirkjunni kveðjur frá forseta ís-
lands, hr. Ólafi Ragnari Gríms-
syni, og bæjarstjórn Snæfellsbæj-
ar. Þokkalegasta veður var á
Búðum þennan dag, þótt veður
væri víða fúlt við Faxaflóann í
vestanáttinni.
Klukkutindi
SH 102 komið
fyrir á sjó-
minjasafni
Hellissandi - í sjóminjagarðinum á
Hellissandi er búið að koma fyrir
bát norðan við gömlu sjóbúðina. Það
er Sjómannadagsráð sem á garðinn
og rekur hann. Smám saman eru
að bætast í safnið nýir gripir.
Nýlega bættist við báturinn
Klukkutindur SH 102 sem Sigurður
Runólfsson átti og réri úr Krossavík.
Klukkutindur gæti verið síðasti bát-
urinn sem róið var þaðan. Hann var
upphaflega happdrættisbátur frá
DAS en Sigurður eignaðist hann
1962. Seldi hann síðan 1992 og eft-
ir það stóð hann lengi á kambinum
í Rifí. Báturinn var hreinsaður og
málaður eftir að honum var komið
fyrir í garðinum.
Veiðimenn!
Vanclaðir KRAFT kulclagallar í felulitum veráa selclir
á tilboðsverái næstu da^a.
yyHililiIig
Kostuðu áður 15.800 kr.
Eigum einnig mikið úrval af
öðrum lilífðarfatnaði og göngu-
slróm í veiðiferðina.
imr m
SKÚLAGÖTU 51 SÍMI: 551 1520 0G FAXAFENI 12 SÍMI: 588 6600
Eitt mesta rigningar-
sumar í manna minnum
Suðursveit - Hér í Suðursveit
hefur verið eitt mesta rign-
ingarsumar í manna minnum.
Frá 6. júlí til 1. september hafa
aðeins komið 6 þurrir dagar og
hefur því heyskapur gengið
stirðlega. Allt hefur þetta samt
lukkast með rúllutækninni en
um heygæði skal ósagt látið.
En nú í septemberbyrjun hefur
brugðið til norðvestanáttar með
sólfari og hafa því bændur sleg-
ið upp afganga og hirt.
Ferðaþjónustubændur bera
sig vel og segja aðsókn allgóða
nú í sumar. Á Smyrlabjörgum
var reist 20 herbergja hús búið
nýjustu þægindum sem bætist
við þá ferðaþjónustu er þar var
fyrir og var það tekið í notkun
2. júní.
Fjölnir Torfason, ferðaút-
gerðarmaður á Jökulsárlóni,
sagði að miðað við tíðarfar
hefði aðsókn verið nokkuð góð.
Reyndar er ekki síður athyglis-
vert að sigla um lónið í rigningu
og sjá tröllslegar kynjamyndir
jakanna koma í ljós út úr þoku-
suddanum.
En fátt er svo með öllu illt
að ekki boði nokkuð gott. Úr-
koman í sumar hefur lamið nið-
ur hvimleitt ryk frá Skeiðarár-
sandi en af því var mikill bagi
í upphafi ferðavertíðar.
Mikið fuglalíf er við lónið
enda virðist æti vera nóg.
Æðarfugli fer ört fjölgandi en
skúmi fækkar sennilega vegna
tófunnar sem þarna er mikið
af.