Morgunblaðið - 11.09.1997, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
PFA
cHeimilistœkjavet'slun
Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími 533 2222
pFAFF 2(1,
samstatf
CANDYDAGAR
Ennfleiri heimilistœki
Mikil verölœkkun!
Mikið er um að vera. Verið velkomin, skoðið
úrvalið, gerið kaup ársins. Við höldum upp á
30 ára gott samstarf PFAFF og Candy með
miklum afslætti til viðskiptavina okkar
á um 50 aerðum heimihstækja.
okkur dæmi:
vvorrrAVtwR
HDAVKI, OFN OGI IPPI'VO'I'IAVIiL
Allt í einu tæki.
94.900.-
Míklð WVnl
/ /v "UKid útvai
ELDAVELAR
með helluborði og o&ti.
1)Van'ANÝi.oGWRR^
rnmf
VeriÖ«5’ ,
íeriðW4'8’" '
NEYTENDUR
Umbúðir ferskra
kjúklinga stund-
um óviðunandi
HOLLUSTUVERND ríkisins hefur
fengið ábendingar um að umbúðir
ferskra kjúklinga séu í einhvetjum
tilfellum óviðunandi.
Að sögn Ásmundar Þorkelsson-
ar, matvælafræðings hjá Hollustu-
vernd, á þetta einungis við umbúð-
ir utan um ferska kjúklinga. „Ef
umbúðir eru ekki vatnsheldar og
nægjanlega sterkar til að þola það
hnjask sem varan verður fyrir á
leið til neytandans eru þær óviðun-
andi. Smitist blóðvökvinn út í aðra
vöru eins og grænmeti til dæmis
er verið að bjóða hættunni heim.
Það er alltaf viss hætta á að í blóð-
vökvanum séu sýklar sem undir
eðlilegum kringumstæðum myndu
drepast við hitameðhöndlun á kjöt-
inu. Berist þeir á hinn bóginn yfir
í önnur matvæli er hætta á matar-
sýkingu.“
Ásmundur segir að í reglugerð
um útbúnað alifuglasláturhúsa,
slátrun alifugla, verkun þeirra og
heilbrigðisskoðun standi að til
pökkunar á afurðum megi ein-
göngu nota hreinar, nýjar og hent-
- ugar umbúðir, sem hvorki spilla
eða lýta vöruna en sem veija afurð-
ir óhreinindum og hverskonar
mengun við geymslu og flutninga.
„Við höfum því vísað þessari
ábendingu áfram til yfirdýralækn-
is.“
- Hver haldið þið að sé ástæðan
fyrir því að reglunum er ekki fram-
fyigt?
„Fyrst og fremst hörð sam-
Nýtt
Orkulýsi
fyrir börn
ORKULÝSI heitir ný lýsistegund
sem kom á markað í vikunni. Lýsið
er þróað af efna- og næringarfræð-
ingum Fiskafurða hf. og framleitt
í Þorlákshöfn. Lýsið er framleitt
með næringarþarfir barna í huga.
Orkulýsi er selt í einum pakka með
öðrum drykk sem heitir Orkufjör.
Orkulýsið inniheldur A-, D- og E-
vítamín fyrir börn, er ríkt af fjöló-
mettuðum Omega3-fitusýrum og
er bragð- og lyktarskert. Orkufjörið
er ríkt af B- og C-vítamínum.
Á u.mbúðum er mynd af Magn-
úsi Scheving í hlutverki íþróttaálfs-
ins úr Latabæ.
keppni á matvörumarkaði sem þýð-
ir að framleiðendur reyna að draga
úr umbúðakostnaði.“
Verður lagfært
Halldór Runólfsson yfirdýra-
læknir bendir á að þegar gefið var
leyfi til að selja ferska kjúklinga
var sett það frumskilyrði að ekki
gæti lekið úr umbúðunum. „Við
settum ekki stífar reglur um gerð
umbúða heldur fórum fram á að
framleiðendur pössuðu sjálfir að
ekki gæti lekið úr þeim. í fram-
haldi af ábendingu Hollustuvernd-
ar munum við nú skoða umbúðir
ferskra kjúklinga og í samstarfi
við þá og heilbrigðiseftirlit viðkom-
andi sveitarfélaga taka ákvörðun
um framhald.“
Þá hvetur Halldór neytendur til
að láta heilbrigðiseftirlit vita ef
þeir rekast á umbúðir sem hugsan-
lega gætu lekið. Ennfremur minnir
hann á að ferska kjúklinga á að
meðhöndla sem kælivöru og gegn-
steikja fyrir neyslu.
Ljósmyndapappír
HAFINN er innflutningur á Imation
ljósmyndapappír fyrir bleksprautu
prentara. Pappírinn er seldur í
nokkrum stærðum. Það er Þruman
ehf. sem sér um innflutning.
Sælkeravörur
GOÐI er um þessar mundir að setja
á markað nýja vörulínu fyrir sæl-
kera. Fyrstu vörurnar í línunni eru
„paté“. Framleiðsla þeirra er í hönd-
um Harðar Reynissonar og Hólm-
gríms Rósenbergssonar sem áður
unnu hjá fyrirtækinu íslenskt-
Franskt. í fréttatilkynningu frá
Kjötumboðinu hf. Goða segir að
yfirbragðið sé franskt. Þau paté
sem fáanleg eru heita meðal annars
villisveppapaté, hreindýrapaté,
skógarpaté, fjallagrasapaté, andap-
até og katalóníupaté. Goði framleið-
ir einnig hlaup og sósur fyrir paté.
Frábærar snyrtivörur fyrir húð og hár á mjög góðu verði!
BIDHSEH
Japanskar snyrtivörur ^
með steinefnum -S&
fyrir húð og hár. J
Bionsen-vörurnar byggja upp
og viðhalda náttúrulegu
jafnvægi húðarinnar, hársins
og hársvarðarins.