Morgunblaðið - 12.09.1997, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 12.09.1997, Qupperneq 4
I 4 FÖSTUDAGUR 12, SEPTEMBER 1997___________________________________________ ______ _______MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn Kólnar í veðri VETURINN nálgast og undanfarið hefur kólnað í veðri. í gær þurfti að moka snjó sums staðar af fjallvegum nyrðra og spáð er norðanátt um allt land í dag. Ef til vill er helgin framundan sú síð- asta á þessu ári fyrir fólk sem fer til beija. Á Austurvelli er gróðurinn farinn að láta á sjá eftir vætusamt sumar og eins gott að búa sig vel við haust- verkin. Læknaskortur eystra ERFIÐLEGA gengur að ráða lækna í lausar læknisstöður á Austur- landi. Læknislaust er á Djúpavogi, Eskifirði og Reyðarfírði. Annan lækni af tveimur vantar á Vopna- fjörð og óvíst er hvað læknir verður lengi á Fáskrúðsfirði. Stefán Þórarinsson, héraðslækn- ir á Austurlandi, segir ástandið bagalegast á Djúpavogi þ.ví sækja þurfí næstu hjálp nokkuð langt í burtu. Vandinn hafí hins vegar ver- ið leystur tímabundið því samið hafí verið við lækna í Grafarvogi um að veita aðstoð næstu vikurnar. Ekki er allt upp talið því Stefán segir að of fáir eða aðeins tveir lækn- ar séu á Höfn. Læknamir þyrftu að vera a.m.k. þrír miðað við íbúafjölda á svæðinu. Fjórir læknar eru á Egils- stöðum og tveir á Seyðisfírði. Stefán sagði að læknanemar hefðu hlaupið undir bagga í sumar. „Engin viðbrögð hafa verið við aug- lýsingum um stöðurnar. Landlækn- isembættið og starfsmenn heilsu- gæslustöðvanna hafa því verið að leita að læknum. Sú leit hefur ekki gengið vel. Ég held að ein stærsta ástæðan sé að algjör óvissa er í kjaramálunum enda hefur kjara- nefnd ekki enn skilað niðurstöðu eftir launadeiluna fyrir ári. Menn ráða sig ekki í vinnu þegar ekki er vitað hvaða kjör bjóðast," sagði hann og taldi að önnur ástæða gæti falist í því að ekki væri nægi- lega mikil endurnýjun í stéttinni. „Vinnuálag er of mikið og menn eru of mikið einir," bætti hann við. Stefán sagði að eftir því sem hann kæmist næst væri ekki lækn- islaust neins staðar á Norður- og Vesturlandi. Hins vegar væri ekki alls staðar fullmannað. Boðin staða bankastjóra Fjárfesting- arbankans BJARNA Ármannssyni, 29 ára gömlum forstjóra Kaupþings hf., hefur samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins verið boðin staða bankastjóra hins nýstofn- aða Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins hf. Ekki náðist í Bjarna í gær, þar sem hann er staddur er- lendis, en samkvæmt heimild- um blaðsins hefur hann ekki enn gefið endanlegt svar við tilboðinu. Þorsteinn Ólafsson, stjórnar- formaður Fjárfestingarbank- ans, sagðist í samtali við Morg- unblaðið í gær geta staðfest að sér hefði verið falið að bjóða ákveðnum aðila bankastjóra- stöðuna. Hann sagðist hins vegar hvorki játa því né neita að Bjarna hefði verið boðin staðan. Birting- skýrslu Atla Gíslasonar Ekki ákvörðun ráðuneytis „ÞAÐ er ekki ákvörðunaratriði dómsmálaráðuneytisins að birta skýrslu Atla Gíslasonar," sagði Þorsteinn Pálsson dóms- málaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þetta er rannsókn sem sak- sóknari framkvæmir og það er hans að taka ákvörðun um meðferð á rannsóknargögn- um,“ sagði Þorsteinn. Ríkissak- sóknari hefur sagst ekki munu birta skýrsluna að svo stöddu. Biskup taldi safnaðarstjórn í Noregi ekki fara eftir faglegum niðurstöðum og gerði ekki tillögu um prest ÞORSTEINN Pálsson kirkjumála- ráðherra ákvað í gær að ráða séra Sigrúnu Óskarsdóttur í prestsemb- ætti íslenska safnaðarins í Noregi til næstu þriggja ára, en stjórn safnaðarins hafði einróma mælt með henni. Ólafur Skúlason, bisk- up íslands, ákvað að koma ekki með tillögu um prest fyrir söfnuð- inn, eins og gert var ráð fyrir, þar sem hann taldi stjórn safnaðarins ekki hafa farið eftir faglegum nið- urstöðum við val hennar á presti. Séra Sigrún Óskarsdóttir sagð- ist í samtali við Morgunblaðið vera afar glöð og þakklát fyrir það traust sem henni hefði verið sýnt með ráðningu í embættið og kvaðst hlakka til að bytja að vinna að því að byggja upp öflugt og líflegt safnaðarstarf ásamt því „góða fólki sem væri í söfnuðinum“. Séra Sigrún sagði að ekki væri enn búið að fínna fastan samastað fyrir safnaðarstarfíð, en hugmynd- ir væru uppi um að leigja eða kaupa stórt hús í Osló undir það. Söfnuðurinn hefði þó aðgang að Frogner kirkju í miðborginni fyrir guðsþjónustu annan hvern sunnu- dag. Séra Sigrún útskrifaðist úr guð- fræðideild Háskóla íslands í júní 1991. Þá um haustið vígðist hún sem aðstoðarprestur í Laugarnes- kirkju og gegndi því starfí til árs- ins 1993. Hún varð síðar ráðin sem framkvæmdastjóri Æskulýðssam- bands kirkjunnar í Reykjavíkur- prófastsdæmum, en hélt til Noregs haustið 1995 í sérnám í sál- gæslu. Jafnframt því starfaði hún sem prestur norsku kirkj- unnar. Hún mun taka við prestsembætti ís- lenska safnaðarins þann 1. október nk. Leitað til norskrar ráðningarstofu Sex manns sóttu um prestsembættið sem auglýst var fyrr í sumar. Þremur um- sækjendum, séra Kristjáni Björnssyni, séra Erni Bárði Jónssyni og Sig- rúnu var boðið í viðtal við trúnaðar- nefnd stjórnar safnaðarins í byijun ágúst, en auk þess var norsk ráðn- ingarstofa fengin til að meta þau út frá ákveðnum þáttum. í þvi mati fékk Órn Bárður flest stig umsækjenda, en séra Sigrún og séra Kristján fengu heldur lak- ari útkomu en metin jafnhæf. Stjórn safnaðarins ákvað síðan að mæla með séra Sigrúnu Óskars- dóttur við biskup íslands. Ekki farið eftir faglegu mati Ólafur Skúlason tilkynnti kirkju- málaráðherra með bréfí dagsettu 9. sept- ember sl. að hann hygðist ekki koma með tillögu til ráðherra um prest fyrir söfnuðinn. í fréttatilkynningu sem hann sendi frá sér í gær segir hann það vera vegna þess að stjóm safnaðarins í Noregi hefði ekki farið eftir faglegu mati við val sitt á presti, eins og um hefði verið rætt. „í mörgum sím- tölum og einnig á fundi, sem ég sótti með forráðamönnum þessa samfélags, var lögð einstak- lega sterk áhersla á það, að nauð- synlegt væri að sem vandlegast væri staðið að vali á presti og fag- leg niðurstaða réði um ákvörðun. Mér féll þessi tilhögun mjög vel og studdi hana og þótti til fyrir- myndar,“ segir Ólafur í fréttatil- kynningunni. „Ekki síst var það skoðun mín, að nauðsyn bæri til að standa með þessum hætti að vali á presti fyr- ir þetta samfélag í Noregi, þar sem það féll ekki innan ramma löggjafar um söfnuði íslensku Þjóðkirkjunnar, hvorki hvað sókn- arnefnd áhrærir og vald hennar og ábyrgð og þar með aðild að kjörmannaákvörðun né tilheyrði söfnuðurinn nokkru prófastsdæmi og laut því hvorki tilsjónar né for- ystu prófasts," segir í tilkynningu K biskups. Samþykkt biskups ekki virt | „Á fundinum, sem fyrr er getið, útskýrði safnaðarforystan fyrir mér, hvernig hún hygðist standa að hinu faglega vali. I fyrsta lagi var leitað til virts ráðgjafarfyrir- tækis í Noregi, Man Power, en þeir hafa haft hönd í bagga með mannaráðningar í norsku þjóð- k kirkjunni og hjá ýmsum stærri fyrirtækjum auk hins opinbera. Og í framhaldi af ráðgjöf þessari mundi sérstakt trúnaðarráð þriggja leiðtoga safnaðarins ræða við umsækjendur. Ég taldi að með þessu móti væri val á presti mjög vel undirbúið og sagðist mundi styðja þær niðurstöður sem kæmu úr slíkum faglegum könnunum," segir í fréttatilkynningunni. „Eftir töluverða bið og margs konar bollaleggingar ytra fékk ég loksins greinargerð þessara aðila k en þá hafði safnaðarstjórnin breytt « um stefnu og lagt þessar niður- stöður til hliðar. Ég sé mér því ekki fært að eiga nokkurn þátt í skipan prests fyrir íslendinga í Noregi, þar sem það var ekki virt, sem ég hafði sam- þykkt og gengist inn á og þeir ætluðu að leggja til grundvallar > tillögum sínum. Taldi ég hið fag- lega val vera til fyrirmyndar og mundi koma í veg fyrir flokka- drætti og sundrungu innan safnað- arins,“ segir að síðustu. 1, Séra Sigrún prestur íslenska safnaðarins Sigrún Óskarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.