Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ 4 BREF TIL BLAÐSINS Tommi og Jenni Ferdinand Smáfólk 5UPPERTIME! IT'S SUPPERTIMEÍYE5, IT'5 5UPPERTIMEÍ Gjörið svo vel... Þrír Kvöidmatartími! Hvað var nú þetta? Mér þykir það hundar... Þrír kvöld- Kvöldmatartími! Já, leitt... Hann býst eiginlega við verðir! það er kvöldmatar- þessu ... A hverju kvöldi? En vand- tími! ræðalegt. Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Simbréf 569 1329 Hætta á sauðfjár- sjúkdómum vex Frá Sigurði Sigurðarsyni: RIÐUVEIKI í sauðfé hefur fundist á u.þ.b. 10 bæjum hvert ár eftir 1990, aðallega á Norðurlandi og Austurlandi. Á þeim svæðum er hættan mest. Fram til 1. september á þessu ári hefur veikin fundist á 5 bæjum, þar af eru 4 á Austur- landi og 1 á Akureyri. Hér er um að ræða sjúkdóm, sem getur borist í kýr og líklega fleiri dýrategundir t.d. geitur, ketti, loðdýr og hrein- dýr, þótt tekist hafi að afstýra því hér á landi enn sem komið er. Kom- ist veikin í kýr er það áfall fyrir landið út á við. Ekki er unnt að útiloka smithættu fyrir fólk af kúa- riðu, þótt ekkert bendi til hættu fyrir fólk af riðuveiki í sauðfé. Það er því áríðandi, að allir sem hlut eiga að máli leggist á eitt um að draga úr hugsanlegri útbreiðslu, uppræta veikina í sauðfé með öllum tiltækum og skynsamlegum ráðum og draga eins og unnt er úr nánum samgangi sauðfjár og nautgripa. Það er eitur að hafa nautgripi og sauðfé í sömu húsum þar sem riðu- hætta er. Mikilvægt er að láta vita um alla nautgripi sem sýna grun- samleg einkenni frá taugakerfi, hafa nautgripi og sauðfé í aðskild- um húsum og draga eins og unnt er úr nánum samgangi á túnum. Garnaveiki Garnaveiki sýkir öll jórturdýr. Hún breiðist út um landið hægt og sígandi en unnt væri að stöðva hana og uppræta, ef samstilltum átökum yrði við komið. Þar sem garnaveiki hefur orðið vart ætti að bólusetja ásetningslömb sem allra fyrst, helst í september og hafa þau ekki með fullorðnu fé á óhreinum og smituðum túnum og halda sauðfé og nautgripum aðskildum. Því miður hefur komið fyrir að sveitarstjórnir, sem bera ábyrgð á framkvæmd varnarbólusetningar, hafí vanrækt að láta framkvæma hana í tæka tíð og stundum hefur hún fallið niður. Fara þarf vel með fénaðinn og ástunda hreinlæti í allri umgengni. Fram undan er fjárrag næstu vikurnar um allt land við smölun, réttir, flutninga. Minnt er á eftirfar- andi atriði: Fyrirhyggjan prýðir garp: 1. Hafíð tiltæka aðstöðu við rétt- ir til að einangra þegar í stað kind- ur úr öðrum vamarhólfum eða svæð- um og kindur með grunsamleg ein- kenni, þ.e. kindur sem eiga að fara beint í sláturhús (sveitarstjóm). Sótthreinsið einangmnarstaðinn. 2. Takið strax frá og flytjið í einangmn til byggða og með smit- gát, kindur sem sýna merki í smöl- un eða réttum um riðu eða aðra smitsjúkdóma (kláða, sletting eða óstyrk í hreyfíngum, sljóleika, hræðslu, vanþrif). Látið vita strax um slíkar kindur, sem skilja verður eftir. Þær skal sækja og koma til rannsóknar í samráði við dýra- lækni. Takið sýni (haus) af kindum, sem finnast nýdauðar eða lóga verð- ur í smölun. 3. Látið lóga og rannsaka allar gmnsamlegar kindur, sem koma fyrir í heimalöndum. 4. Hver sem verður var við gran- samlega kind, hvar og hvenær sem er, getur kallað á dýralækni sér að kostnaðarlausu. Hafa má samband við undirritaðan dag sem nótt. 5. Sveitarstjórnir eru hvattar til að ná samkomulagi sín á milli um að taka ekki heim heldur láta farga flækingsfé, sem kemur fyrir í öðrum afréttum en hinum eiginlegu og öllu fé sem fer langt (t.d. yfir hrepp). 6. Sé ætlast til bóta fyrir slíkar kindur þarf að ræða um það fyrir fram við yfirdýralækni eða fulltrúa hans, áætla líklegan fjölda og fá samþykki fyrir bótum. Þeir sem senda slíkar kindur til slátrunar verða að taka fram við réttastjóra í sláturhúsi að um bótafé sé að ræða og sláturleyfishafi (slátur- hússtj.) gerir skýrslu um það sem sent er ásamt sýnum (haus) að Keldum. 7. Heilasýni á að taka úr full- orðnu sláturfé í haust á riðusvæðum og víðar. 8. Ekki skyldu menn hýsa ókunnugar kindur með sínu fé held- ur flytja beint í réttir (flytjið þó ekki veikar kindur til rétta heldur kallið á dýralækni) eða í sláturhús, ef lógun er ákveðin. 9. Flytjið ekki líffé með slátur- gripabílum. Bílstjórar eiga að sótt- hreinsa bílana reglulega, hvern dag og eftir flutning frá sýktum svæð- um og bæjum. Sjá reglur sem hengja skal upp í sláturhúsum og dýralæknar hafa einnig fengið. 10. Haldið aftur af verslun og öðmm flutningum sauðfjár til lífs á milli bæja. SIGURÐUR SIGURÐARSON, dýralæknir á Keldum. Kvittun og kveðja til Onnu Maríu Þórisdóttur Frá Ásgerði Jónsdóttur: ÞAÐ væri mikil lukka fyrir þjóðina ef allar meintar málfarsvillur reynd- ust vera misheyrn. Því miður er ekki svo vel þótt mér muni hafa misheyrst orðið samþykktu í stað samsinntu í morgunsögu þinni 22. júlí sl., trúlega vegna óraddaðs framburðar. Ég bið þig velvirðingar á að hafa gert athugasemd án þess að grennslast betur fyrir um efnið hjá útvarpinu. Þú vitnar í aðra meinta misheyrn eða missögn mína: „Sumarbústað á fimmtán hjólum." Ég heyrði ekki þetta heiti á sögunni og í fmmriti greinarkorns míns sem ég hef í höndum er því að sjálfsögðu nefnt hjól. Það er villa sem ég ber ekki ábyrgð á. Umsögn mín um söguna sem slíka voru þtjú orð, eitt lýsing- arorð og tvö nafnorð. Ég finn enga þörf til_ þess að fækka þeim eða §ölga. Ég varð ekki vör við ofbeldi eða æsing í umræddri sögu og hafði því engin orð um það. Og tel ég bæði lofs- og þakkarvert þegar höfundar barnabóka og annars efn- is sniðganga slíkt. Ég er sein til svars því ég vissi ekki um athugasemd þina fyrr en nú nýlega. ÁSGERÐUR JÓNSDÓTTIR, Drápuhlíð 32, Reykjavík. 4. € C € w ;; í c í í i ( ( ( < < < i i i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.