Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ _____________________________________FRÉTTIR_______________________________________ Útgerð og skipstjóri Sigurðar VE dæmd til greiðslu sektar að upphæð 4,3 milljónir króna „Erum hengdir fyr- ir algör smáatriði“ Morgunblaðið/HG SIGURÐUR Einarsson útgerðarmaður í brúnni á Sigurði VE eftir að skipið hafði verið fært til hafnar í Bodö. UNDIRRÉTTUR í Bodö í Noregi hefur dæmt skipstjóra og útgerð Sigurðar VE til greiðslu sektar og málskostnaðar að upphæð um 4,3 milljónir króna. Niðurstaðan fylgir í einu og öllu ákæru og kröfu norska ákæruvaldsins og eru út- gerð og skipstjóri fundin sek um öll ákæruatriðin, sem taka til laga um veiðar útlendinga innan lög- sögu Noregs. Útgerðin og skip- stjórinn var kærður fyrir að hafa ekki sinnt tilkynningaskyldu um veiðar og afla og hafa fært afladag- bók ranglega. Rétturinn var skip- aður þremur dómurum og voru þeir sammála um öll atriði dómsins nema upptöku eða sektargreiðslu útgerðarinnar. Útgerð og skipstjóri Sigurðar VE hafa ákveðið að áfrýja dómnum. Sigurður Einarsson, eigandi ísfélags Vestmannaeyja, útgerðar Sigurðar VE, segir dóminn hafa verið ákveðin vonbrigði. „Við erum hengdir fyrir algjör smáatriði. Þá er rétt að benda á að einn dómar- anna skilaði séráliti, þar sem hann fellst í öllum meginatriðum á máls- vörn okkar. Þess vegna hafa lög- fræðingar okkar í Noregi ráðlagt okkur að áfrýja dómnum og það Löglærður dómari í minnihluta verður gert,“ segir Sigurður Ein- arsson. Sigurður VE var færður til hafn- ar af norsku strandgæzlunni í byrj- un júnímánaðar í vor þar sem norsku strandgæzlunni höfðu ekki borizt tilkynningar um veiðar skipsins og afla innan lögsögu Jan Mayen, en skipið var þar að síld- veiðum samkvæmt gildandi samn- ingi. Við vitnaleiðslur kom í ljós, að áhöfnin hafði sent skeytin og fært afladagbók í samræmi við leið- beiningar Fiskistofu. Engu að síður komust skeytin ekki rétta boðleið og bárust norsku strandgæzlunni því ekki. Þess vegna var skipið tekið og fært til hafnar vegna meintra brota á lög- um um veiðar útlendinga innan lögsögu Noregs. í vörn útgerðar Sigurðar kom fram að skipstjórinn hefði verið í þeirri trú að skeytin hefðu komizt á leiðarenda, að skip- ið hefði í raun verið að löglegum veiðum og hefði útgerðin engan ávinning haft af því að trassa skeytasendingar. Akæruvaldið taldi að það gilti engu hvort skipstjórinn hefði haldið að skeytin hefðu borizt. Staðreynd- in væri einfaldlega sú, að þau hefðu ekki borizt, að afladagbók hefði ekki verið færð og því hefðu lögin verið brotin. Dómarar á öndverðum meiði Rétturinn var skipaður einum héraðsdómara og tveimur fagleg- um meðdómendum, skipstjóra og hafnarstjóra. Dómararnir voru sammála í öllum megin atriðum dómsins nema hvað varðaði upp- töku eða sekt útgerðarinnar. Upp- takan er byggð á því að upphaf og lok veiða hafi ekki verið til- kynnt og afladagbók ekki rétt færð. Meirihluti dómsins, hinir faglegu dómarar, ákvað að nýta heimildir í lögum til að beita upptöku eða sekt á grundvelli þess að útgerðin beri ekki síður ábyrgð á viðkom- andi lögbrotum en skipstjórinn. Ennfremur hafi það haft áhrif að útgerðin hafi gefið skipun um að drepa á aðalvélum skipsins, svo draga yrði það til hafnar. Þetta hafi seinkað töku skipsins og tafið varðskipið frá öðrum eftirlitsstörf- um um einn sólarhring. Upphæð sektarinnar miðaðist við 400 tonna síldarafla, sem ekki voru gefin upp og verðmæti skipsins. Sérálit löglærðs dómara Minnihluti dómsins, héraðsdóm- arinn, dró hins vegar í efa að rétt- lætanlegt væri að beita ákvæði um upptöku í þessu máli og skilaði sér áliti. Hann segir að það sé ljóst að útgerðin hafi engan fjárhagslegan ávinning haft af hinum meintu brotum. Málið snúist ekki um ólöglegar veiðar og ekkert liggi fyrir um að skipstjórinn hafí hindrað norsku strandgæzluna við störf sín. Það sé ennfremur ljóst að skipstjórinn og áhöfnin reyndu að senda skeyti um upphaf og lok veiða. Ennfremur segir hann að áhöfnin hafi farið að leiðbeiningum íslenzkra yfír- valda og því á engan hátt reynt að skjóta neinu undan. Niðurstaðan Niðurstaða dómsins varð sú, að Kristjörn Árnason, skipstjóri, var dæmdur til sektar að upphæð um 300.000 krónur fyrir brot á fyrr- nefndum lögum og 150.000 krónur í málskostnað. Útgerð Sigurðar var dæmd til upptöku eða greiðslu á 3.750.000 krónum auk 150.000 króna í málskostnað af sömu sökum. Deilt um orsakir flugatviksins yfir ísafjarðardjúpi Nokkrar vikur í nið- urstöðu rannsóknar SKÚLI Jón Sigurðarson, formaður Rannsóknarnefndar flugslysa, segir að nokkrar vikur séu í að niðurstöð- ur nefndarinnar varðandi flugatvik- ið yfir ísafjarðardjúpi, þegar Metro 23 flugvél Flugfélags Islands lenti í erfiðleikum, liggi fyrir. Beðið sé lokagagna frá sérfræðingum sem séu að vinna fyrir nefndina. í nýjasta tölublaði Bæjarins besta, sem er fréttablað sem gefíð er út á Vestfjörðum, er birt grein eftir Hálf- dán Ingólfsson, flugmann, þar sem fjallað er um atvikið. Þar eru birtar upplýsingar sem sagðar eru úr flug- rita vélarinnar og leiddar líkur að því að vélin hafi fallið til dæmis vegna ofriss. Segist Hálfdán sann- færður um að helsta orsökin fyrir atvikinu séu „óvenjulegir flugeigin- leikar vélarinnar og reynsluleysi flugmannanna á þessa flugvélarteg- und“. Rangar upplýsingar Skúli Jón sagði að samkvæmt þeim gögnum sem Rannsóknar- nefnd flugslysa hefði undir höndum nú þegar væri ljóst að flugvélin hefði tekið þijár dýfur í atvikarás sem hefði tekið um tvær mínútur. „Hún var á eðlilegum klifurhraða og í eðlilegri flugstöðu þegar at- vikarásin hófst. Flughraðinn var vel yfír skilgreindum ofrishraða flug- vélarinnar þegar hann varð minnst- ur en nálægt hámarkshraða þegar hann varð mestur. í mestu dýfunni varð hæðartap flugvélarinnar rúm- lega 2.000 fet og hún fór ekki nið- ur fyrir 3.100 feta hæð yfir sjó. Rannsókn atviksins er ólokið og er beðið lokagagna frá sérfræðingum sem eru að vinna fyrir nefndina. Nefndin getur því ekki á þessu stigi tjáð sig frekar um einstaka orsaka- þætti flugatviksins. Vangaveltur um orsakir þess eru því ótímabærar og óviðeigandi þar sem allar stað- reyndir málsins liggja ekki enn fyr- ir,“ sagði Skúli Jón ennfremur. Páll Halldórsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags íslands, sagði að þær upplýsingar sem fram kæmu í greininni í Bæjarins besta og ættu að vera komnar úr flugrita flugvél- arinnar væru kolrangar. Það hefði hann fengið staðfest hjá Rann- sóknanefnd flugslysa. Það sem haldið væri fram í greininni félli þannig um sjálft sig þar sem for- sendurnar væru rangar. „Það er eiginlega ekkert frekar um málið að segja. Málið er í rannsókn og við bíðum bara eftir að fá upplýs- ingar um niðurstöðu rannsóknar- innar,“ sagði Páll. Hann sagði að einungis örfáir aðilar hefðu upplýsingar úr flugrit- anum. Þær hefðu ekki verið gerðar opinberar og Flugfélagið hefði þær ekki frekar en aðrir. Sigurður Aðalsteinsson,_ flug- rekstrarstjóri Flugfélags íslands, segir að það sé mjög margt við grein Hálfdáns að athuga og alvar- Iegur hlutur, að jafn mikilsmetinn flugmaður á ísafírði og hann blandi sér í málið með þessum hætti án þess að hafa réttar upplýsingar. Hálfdán hafí verið heldur fljótur að mynda sér skoðun, enda sé skoðun hans nánast örugglega ekki rétt. Sigurður sagði að þó erfítt gæti reynst að komast að því sem raun- verulega gerðist væri þó hægt að beita útilokunaraðferðum til að nálgast sannleikann. Þannig kæmi kenningin um ofris vélarinnar, sem fram kæmi í greininni, ekki heim pg saman við staðreyndir málsins. í ofrisi félli flugvél en í umræddu atviki hefði mestur hamagangurinn verið þegar flugvélin steig. Flugvélin hefði a.m.k. tvisvar farið í gegnum þann feril að vera fyrst hrifín upp og síðan slengt niður. Ofris byijuðu aldrei á því að flugvélar hækkuðu flugið heldur þvert á móti misstu þær flugið og féllu niður. ■. Vissulega gætu síðan viðbrögð flugmanna og gerð og búnaður flug- vélarinnar orðið til þess að meira yrði úr svona atburði en efni stæðu til. Allt slíkt væru hins vangaveltur út í loftið sem ekkert hefðu við að styðjast. Flugstjórinn í ferðinni hefði til dæmis mikla reynslu, þó hann hefði ekki flogið þessari vélartegund nema í nokkra mánuði. Hann hefði hins vegar fengið mjög góða þjálfun og það væru ekki efni til að að kenna flugmönnunum um atvikið. Þá hefðu Metro vélamar reynst vel við fjöl- breyttustu aðstæður. Þær hefðu ver- ið notaðar í sex ár hjá félaginu og meðal annars verið tíðir gestir á Isafírði. Keppni í langflugi hafin ÓLAFIJR Ragnar Grímsson, forseti Islands, ræsti í gær- morgun þátttakendur í lang- flugskeppni sem er hluti af fyrstu heimsleikunum í flugi sem haldnir eru í Tyrklandi. Alls lögðu 19 flugvélar upp í langflugið frá Reykjavíkur- flugvelli og koma keppendum- ir við í Frakklandi, á Spáni, Ítalíu, í ísrael, Jórdaníu og Tyrklandi. Ýmsar gerðir flug- véla taka þátt í keppninni, bæði eins og tveggja hreyfla, en enginn keppandi er frá ís- landi. Fegursta íslandsbókin Ljósmyndir eftir Sigurgeir Sigurjónsson. Texti eftir Sigurð Steinþórsson jarðfræðing og formáli eftir frú Vigdísi Finnbogadóttur. Fæst á íslensku, ensku, þýsku, frönsku og sænsku. ; ÍSLAÍ Í uósmvnp-5' v* *PV*J*** FORLAGIÐ Laugavegi 18 • Simi 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500 Morgunblaðið/Kristinn * ) I I I I I I I I i J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.