Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 11 FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís LEIKSKÓLAKENNARAR fjölmenntu á baráttufund Fé- lags íslenskra leikskólakenn- ara og lýstu fulium stuðningi við sljórn félagsins og samn- inganefnd en boðað verkfall mun hefjast 22. september hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Fundur í Félagi íslenskra leik- skólakennara Pólitískt kjörnir full- trúar beri ábyrgð FJÖLMENNUR fundur í Félagi ís- lenskra leikskólakennara lýsti full- um stuðningi og trausti á samninga- nefnd félagsins og hvatti hana til að halda áfram á sömu braut. Björg Bjarnadóttir, formaður fé- lagsins sagði að ef koma ætti í veg fyrir verkfall 22. september yrðu pólitískt kjörnir fulltrúar sveitarfé- laganna að hætta að skýla sé bak við embættismannakerfið. Þeir yrðu að bera ábyrgð og gefa launanefnd skýr skilaboð um að hækka laun leikskólakennara umfram annarra. Síðasta tilboð 16,25% hækkun Björg fór yfir stöðuna og sagði að samninganefndin væri að skoða síðasta tilboð launanefndar sem lagt var fram á fundi hjá sáttasemjara en það fæli í sér 16,25% hækkun á núgildandi launatöflu eða rúmar 94 þús. krónur í byijunarlaun í upphafi árs 2000. Jafnframt að leitað yrði leiða til að ná 100 þús. króna byijun- arlaunum í lok samningstímans. Björg sagði að engu væri líkara en að viðsemjendur gerðu sér ekki grein fyrir að leikskólum yrði lokað um leið og leikskólastjórar og leik- skólakennarar leggja niður vinnu og að ekki yrði tekið við börnum jafn- vei þótt meirihluti starfsmanna væri réttindalaus og því ekki í verkfalli. Veik staða sveitarstj órnarmanna Björg sagði að pólitískir fulltrúár sveitarfélaganna ættu hagsmuna að gæta því það yrði þeirra að svara foreldrum þegar öryggið og festan sem leikskólinn skapar væri ekki lengur til staðar. „Það verða fjöl- margir foreldrar sem ganga að kjör- borðinu í væntanlegum sveitar- stjórnarkosningum á komandi vori svo ekki sé talað um alla leikskóla- kennarana og þá verður fólk ekki búið að gleyma kjaradeilu leikskóla- kennara, hvernig sem hún endar,“ sagði hún. „Sveitarstjórnarmenn eru í veikri stöðu. Ennþá ætla ég að leyfa mér að vona að þeir komi sér ekki í það klandur sem af því hlýst ef verkfall skellur á. Þetta segi ég ekki af ein- skærum hlýhug mínum til sveitar- stjórnarmanna almennt heldur vegna þess að verkfall er aldrei tak- mark í sjálfu sér, það er neyðar- úrræði.“ Jafningjafræðslan í Fjölbrautaskóla Vesturlands hlýtur viðurkenningu menntamálaráðherra Morgunblaðið/Þorkell NEMENDUR og starfsfólk skólans fjölmenntu á sal til að fylgjast með þegar viðurkenningarnar voru veittar. MENNTAMÁLARÁÐHERRA af- henti í gær tengiliðum Jafningja- fræðslu framhaldsskólanna í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi og nemendafélagi skólans við- urkenningarskjöl og 200 þúsund króna ávísun fyrir frábært starf í þágu Jafningjafræðslunnar á vor- önn 1997. Athöfnin markaði enn- fremur upphaf hátíðahalda vegna tuttugu ára afmælis skólans en í kvöld verður hátíðarsamkoma á sal skólans á Akranesi og á morgun, laugardag, verður opið hús í skól- anum frá kl. 13-17. Á sl. vori var gert sérstakt átak i sex framhaldsskólum, sem fólst í því að setja saman þriggja daga dagskrá sem miðaði að því að bæta forvarnastarf í skólunum og fá nemendur til að taka virkan þátt í starfinu. Einna ánægjulegast að fylgjast með Jafningjafræðslunni Árangur tengiliða Fjölbrauta- skóla Vesturlands þótti skera sig úr. Bar þar hæst að stofnaður var Jafningjafræðsluklúbbur en hlut- verk hans er að virkja nemendur í starfi Jafningjafræðslunnar og ferðaklúbbsins Flakks. í klúbbinn skráðu sig á mettíma 238 nemend- ur en í dagskólanum á Akranesi eru rúmlega 600 nemendur. í ræðu sinni við afhendingu við- urkenninganna sagði Björn Bjarna- son að á þeim rúmu tveimur árum sem hann hefði starfað sem menntamálaráðherra hefði honum verið einna mest ánægja að því að fylgjast með þróun og framvindu J afningj afræðslunnar. Verður eytt í eitthvað sem mun gagnast vel í baráttunni Um leið og hann afhenti tengilið- unum viðurkenningarnar og nem- endafélaginu 200 þúsund kr. styrk til enn frekari eflingar starfsins minnti hann á að ekkert væri mikil- vægara fyrir ungt fólk, fyrir utan það að afla sér góðrar menntunar, en að komast hjá því að hún færi í súginn vegna fíkniefna. Tengiliðir Jafningjafræðslunnar á Akranesi, þeir Erling Ormar Vignisson og Óli Örn Atlason, þökkuðu ráðherra frábæra viður- kenningu og lofuðu því að henni yrði eytt í eitthvað sem myndi gagnast vel í baráttunni gegn eitur- lyfjum. Ivar Öm Benediktsson, formaður nemendafélagsins, þakkaði einnig og sagði þessa viðurkenningu mikla hvatningu til enn frekari eflingar heilbrigðs félagslífs í skólanum. Mættu á baðslopp- um með vegg- spjöld á bakinu ÞEGAR þeir Erling Ormar og Óli Örn voru spurðir hvernig þeir hefðu farið að því að virkja svo marga samnemendur sína til þátttöku í starfi Jafningjafræðsl- unnar, litu þeir sposkir hvor á annan. Sögðu síðan frá því að á þriðja degi átaksins í vor, þegar ýmislegt hafði verið gert til að vekja athygli á vandanum, t.d. haldinn kynningarfundur og sýndur sjónvarpsþáttur Jafn- ingjafræðslunnar, og þeim þótti sem þátttakan væri ekki nógu almenn, þá hefðu þeir gripið til sinna ráða. „Við mættum í skólann á bað- sloppum, með plaköt frá Jafnin- gjafræðslunni á bakinu og vegg- fóðruðum salinn nieð plakötum. Síðan gengum við um og fengum fólk til að skrá sig í Jafningja- fræðsluklúbbinn. Þetta virkaði og strax í hádeginu sama dag gátum við hringt suður til aðal- stöðva Jafningjafræðslunnar í Reykjavík og tilkynnt að við værum búnir að stofna klúbb og þegar komnir með 215 félaga," rifja þeir upp. Félagatalan komst raunar upp í 238 seinna um dag- inn. Síðan hefur ýmislegt verið gert á vegum klúbbsins, m.a. far- ið í eftirminnilega ferð niður Hvítá. Þá var komið á samstarfi við Vinnuskóla Akraness í sum- ar, þar sem um 150 krakkar fengu fræðslu um vímuefni. Þeir eru sammála um að viðurkenn- Morgunblaöið/Þorkcll TENGILIÐIR Jafningjafræðslunnar á Akranesi, þeir Erling Ormar Vignisson og Oli Örn Atlason, taka við viðurkenningar- skjölum frá Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra. ingin nú sé himnasending fyrir vetrarstarfið, þar sem margt er á döfinni, t.d. fleiri flakkferðir, myndbandasýningar og kaffi- húsakvöld. Aðspurðir um vímuefnavanda- mál á Akranesi segja þeir það vissulega til staðar og að mesta áhyggjuefnið sé að neyslan fari sífellt neðar í aldri. Því sé draum- urinn að koma á virku samstarfi við grunnskólann. Hvatning til enn frekari efl- ingar heilbrigðs félagslífs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.