Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ BÍLAR Nýjar kynslóðir tveggja af söluhæstu bílum 1 Evrópu, VW Golf og Opel Astra, eru frumsýndar á bílasýningunni í Frankfurt sem nú stendur yfir. Guðjón Guðmundsson blaðamaður og Arni Sæberg ljósmyndari sóttu sýninguna. Opel Astra með nýju útliti OPEL Astra kom fyrst á markaðinn 1991 og var önnur kynslóð bílsins kynnt á bílasýningunni í Frankfurt. Það k'ður þó talsverður tími áður en bíllinn kemur á markað og er talað um allt að eitt ár í því sambandi á sumum mörkuðum. Bíllinn er talsvert mikið breyttur. Framendinn minnir nú á stóra bróður Omega og allar línur í honum eru nýjar. Nýja Astran er líkt og VW Golf með galvamseraða yfirbyggingu og 12 ára ábyrgð gegn gegnumtæringu. Búnaðurinn verður einnig svipaður, þ.e. tveir líknarbelgir, ABS-hemla- kerfi og diskahemlar. Nýi bíllinn er með 9,7 sm lengra hjólhafi en fyrirrennarinn. Hægt verður að velja miili sex vélagerða í Opel Astra, sömu véla og nú eru í boði, þ.e. frá 1,4 lítra, 60 hestafla vél upp í 1,8 lítra, 115 hest- afla vél. Dísilvélin er 1,7 lítrar að slagrými með eða án forþjöppu, 68 og 82 hestafla. Bíllinn verður fyrst fáanlegur hér á landi sem 1999 árgerð, væntanlega haustið 1998. Morgunblaðið/Árni Sæberg NÝ Opel Astra var frumsýnd í Frankfurt. Talsvert líður áður en bfll- inn kemur á markað. Morgunblaðið/Ámi Sæberg NÝR Volkswagen Golf er ekki mikið breyttur í útliti en er nokkru stærri og með meiri búnaði en áður. Nýjar framlugtir er meðal nýj- unga í fjórðu kynslóð Volkswagen Golf. Stærri og betur búinn Volkswagen Golf OPEL beitir nýstárlegum aðferð- um tölvutækninnar til að kynna sýningargestum fyrirtækið, sögu þess og framleiðslu. Ferðast er um tíma og rúm án þess að þátttak- endur hreyfi sig úr stólum sem snúast og líkja eftir flugi í þyrlu, A Opel kynningu ferð í rússíbana og akstri á hrað- brautum. Viðkomustaðirnir eru heimasíða Opel á alnetinu, hrað- brautir Þýskalands og himingeim- urinn. Saga og hugmyndir fyrir- tækisins eru raktar í máli og myndum. ÚTLITSBREYTINGAR á fjórðu kynslóð Golf virðast minni en bú- ast hefði mátt við. Bíllinn er kom- inn með nýjar framlugtir með tVeimur ljóskerum í hvorri þeirra, meiri halli er á framrúðunni og síð- ast en ekki síst er bíllinn nokkru stærri en áður. VW hefur e.t.v. talið ástæðulaust að breyta í grundvallaratriðum bíl sem hefur verið sá söluhæsti í Evrópu síðustu ár. VW Golf er 4,16 metrar á lengd, 13 sm lengri en fyrirrennarinn og 3 sm breiðari. Þá hefur hjólhafið aukist um 4 sm. Þetta nýtist í meira innanrými og hefur innrétt- ing bílsins verið endurhönnun. Ökumannssæti eru hæðarstillan- leg í öllum útfærslum og einnig farþegasæti í dýrari útfærslum. Fjölmargar tækninýjungar eru í bílnum. Golf er fyrsti bíllinn í sín- um stærðarflokki sem er með leið- sögukerfi í mælaborðinu. I fram- rúðunni eru skynjarar sem setja rúðuþurrkurnar af stað þegar vatn sest á rúðuna. Líknarbelgir og ABS staðalbúnaður Golf er á stærri dekkjum en áð- ur, 14-16 tommu, allt eftir útfærslu og búnaði, og virkar kraftalegri fyrir vikið. Yfirbyggingin er gal- vaníseruð og býður VW bflinn nú með 12 ára ábyrgð gegn gegnum- tæringu. Mikil áhersla var lögð á öryggis- þáttinn við hönnun hins nýja bíls. Farþegarýmið er sérstaklega styrkt til að þola álag við veltu og í hurðum eru styrktarbitar. Líknar- belgir fyrir ökumann og farþega í framsæti er staðalbúnaður í öllum gerðum og hægt er að fá hliðar- belgi í dýrari gerðum. ABS-hemla- kerfi er einnig staðalbúnaður í öll- um gerðum og diskahemlar eru á öllum hjólum, kældir að framan. VW Golf fæst með nýrri 1,4 lítra, 16 ventla vél sem er úr áli. Hún skilar 75 hestöflum. Einnig er hann fáanlegur með 1,6 lítra, 100 hest- afla vél og VW kynnir einnig til sögunnar nýja 1,8 lítra, 125 hest- afla vél sem er sú fyrsta í Golf með fimm ventlum á hvern strokk. Hún er einnig með WT tækni, þ.e. breytilegri ventlastillingu. Þessi vél er einnig fáanleg með for- þjöppu og skilar þá 150 hestöflum. Stærsta vélin er svo 2,3 lítra, V5, 150 hestafla. Þá eru í boði tvær dísilvélar, 1,9 lítra, með og án for- þjöppu, 68, 90 og 110 hestafla. Samkvæmt upplýsingum frá Heklu hf., umboðsaðila VW, kemur nýi bfllinn hingað til lands í janúar nk. Ekki er búist við að hann hækki mikið í verði frá því sem nú er þrátt fyrir mun meiri búnað. Morgunblaðið/Árni Sæberg SÝNINGARGESTIR gátu ekki sest upp í nýjan Alfa 156 frekar en Opel Astra. Alfa 156 - nýr fj ölskyldusportbíll ALFA 156, sem kemur á markað í Evrópu í október, vakti mikla at- hygli í Frankfurt, enda um heims- frumsýningu að ræða og rík hefð fyrir ítölskum bflum í Mið-Evr- ópu. Þegar hafa borist pantanir í fimm slika bfla, þar af einn með V6 vél. ístraktor hf., umboðsaðili Alfa, fær tvo sýningarbfla til landsins í byrjun næsta mánaðar. Alfa 156 er fernra dyra bfll, 4,43 m langur og 1,74 m breiður. Hann sýndur á pöllum á sýning- unni og gestum ekki leyft að setj- ast inn í hann. Við fyrstu sýn gætu menn talið að þetta væri tveggja dyra bfll því hurðaropnar- ar á afturhurðum eru staðsettir við horn afturrúðunnar og sjást ekki nema grannt sé skoðað. Bfllinn er fáanlegur með sex gerðum véla, þar af fjórum bens- ínvélum, allt frá 1,6 lítra, 120 hestafla, upp í 2,5 lítra V6, 190 hestafla. Dísilvélarnar 1,9 lítra TD, 105 hestafla, og fimm strokka 2,4 lítra með forþjöppu og milli- kæli. Hérlendis kostar bfllinn með 1,8 lítra vélinni um 1.880.000 krónur en hann er ekki fáanlegur með sjálfskiptingu. 2ja lítra bfllinn kostar 2.080.000 krónur og V6 bfllinn 2.390.000 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.