Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 39 - KATRÍN GÍSLADÓTTIR + Katrín Gísla- dóttir fæddist á Heiðarbæ í Þing- vallasveit 2. apríl 1903. Hún lést í Reykjavík 5. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru: Guðríður Jó- hannsdóttir frá Nesjavöllum í Grafningi og Gísli Guðmundsson frá Saurbæ í Ölfusi. Guðríður fæddist árið 1876 og lést 1949. Gísli fæddist árið 1854 og lést 1920. Systkini Katrínar: 1) Þorleifur, f. 1905, látinn. 2) Þorsteinn, f. 1908, látinn. 3) Jóhann Grímur, f. 1913, lát- inn. 4) Þorgerður, f. 1914 til heimilis að Droplaugarstöð- um í Reykjavík. Auk þess átti Katr- ín 2 systkini sem dóu í barnæsku. Katrín var lærð hjúkrunarkona. Lengst af sínum starfsferli vann hún sem yfirhjúkrun- arkona á skurð- deild Landspít- alans. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Hún Katrín föðursystir mín var um margt einstök manneskja. Þeir eðlisþættir sem einkenndu hana fyrst og fremst voru: Hreinskilni, gjafmildi og lífskraftur. Hreinskilni Kötu frænku gat á stundum komið við kaunin. Hún var ekki að skafa af hlutun- um, notaði oft kröftug lýsingarorð þegar hún vildi koma sjónarmiðum sínum á framfæri og ég minnist þess sem krakki að ýmsir stjórn- málamenn og þá sérstaklega þeir sem voru að skara eld að eigin köku áttu í huga Kötu hreinlega ekki tilverurétt. Mér eru þessar fyrstu kennslustundir um hegðan stjórnmálamanna og gróðapunga og hvernig skuli með þá farið greyptar í minnið. Heimili Kötu var okkur systkin- unum alltaf opið og varla leið sú fríhelgi hjá Kötu að ekki væri eitt- hvert okkar í heimsókn hjá henni á þeim árum sem við vorum að vaxa úr grasi. Það var einstaklega nota- legt að vera heima hjá Kötu, þar var ekki allt vaðandi í leikföngum en þar voru ýmsar góðar bækur, dönskublöðin, og svo Kata sjálf að fræða okkur um allt milli himins og jarðar, enda lífsreynd og marg- sigld. Hún lagði okkur líka lífsreglur um framkomu og hegðun, þrifnað og mataræði og það sem Kata sagði var mun meira „respekterað“ en það sem predikað var í föðurhúsum. Það var alltaf einhver ljúfur og menningarlegur blær yfir heimili Kötu. Þú átt aðeins það sem þú gefur öðrum. Þetta spakmæli var samofíð lífi Katrínar, hún var sígefandi, jafnt veraldlega muni sem hluta af sjálfri sér. Sjálf eignaðist Kata ekki böm en þau eru ekki fá börnin sem hafa litið á hana sem mömmu eða ömmu. Mér er minnisstætt þegar Kata heimsótti okkur hjónin til Vestmannaeyja að sonur okkar, þá ungur að árum, sagði við Kötu: „Eg á eina alvöruömmu en ég kalla þig bara ömmu Kötu frænku," og voru þau nöfn notuð innan fjölskyldunn- ar upp frá því af þeim sem yngri voru. Vingarður Kötu var óvenju stór. Mér er í fersku minni að á jólaföstu ár hvert var Kata í óða önn að senda gjafir til útlanda ýmsu fólki, böm- um jafnt sem fullorðnum, sem höfðu orðið vinir hennar á lífsleiðinni. Hún gleymdi engum og við hér á Fróni gleymdumst ekki heldur. Það var ávallt stór stund í lífi okkar systkinanna í Eskihlíðinni þegar Kata birtist fjallhress þegar þrír tímar voru liðnir frá því að heilagt varð á aðfangadag og allir jólapakkar afhjúpaðir nema sá síð- asti en ekki sá sísti, pakkinn frá Kötu frænku, hann klikkaði aldrei, hvort heldur var mjúkur eða harður. Kata var ekki ýkja rík að efnis- legum gæðum framan af ævi og festi ekki kaup á íbúð til eigin nota fyrr en hún var komin á sjöunda áratug ævi sinnar, þá á Blómvalla- götu 13 í Reykjavík, og þar bjó hún allt til í nóvember á síðasta ári að hún sökum skertrar orku flutti yfir götuna á Elliheimilið Grund, þar sem hún naut umönnunar þess ágæta fólks sem þar hjúkrar öldruð- um. En hún var rík af öðrum gæðum. Hún naut góðrar heilsu og eignað- ist virðingu og velvild samferða- manna sinna, ættingja og vina vegna þess að hún mat meira að gefa en þiggja. Kata lagði mikla rækt við fjöl- skyldu sína, ekki aðeins þá nánustu heldur lengra upp og niður eftir ættartrénu. Hún „stúderaði" líka einkenni þeirra ætta sem að okkur stóðu, hún sagði mér frá göllum og kostum þess fólks sem var for- feður okkar, hvað varðaði líkamlegt atgervi, líkamsbyggingu, andlegar veilur og mannkosti. Ein ættin var fremur þunglynd, önnur glaðvær. Þetta sá hún gjörla í sínu fólki og opnaði augu mín fyrir þessum hlut- um. Það var góður skóli þær stund- ir sem hlustað var á Kötu. í upphafi gat ég lífskraftsins sem einkenndi Kötu. Þessi kraftur lýsti sér m.a. í því að hún fór flestra sinna ferða fótgangandi langt fram eftir níunda áratug ævi sinnar. Hún gekk til starfa löngu eftir að lög- boðnum starfslokaaldri var náð. Hún hætti ekki að ferðast jafn utan- lands sem innan þótt komin væri á efri ár. Hún hélt upp á 80 ára af- mælið í Vínarborg og ég minnist hennar í útilegu í Þórsmörk þegar hún var 83 ára. Ferðalög uxu henni aldrei í augum. Hún var snögg til verka, hafði gaman af dansi og tónlist og aldrei heyrði ég hana kvarta en hún gat sett út á hluti og gerði það ósvikið ef með þurfti. Hún naut þess að lifa og að gera lífíð lifandi. Katrín Gísladóttir hjúkrunarkona kvaddi þennan heim kl. 13 föstu- daginn 5. september sl. Nokkrum dögum áður hafði hún litið augum ársgamlan frænda sinn sem er að hálfu Japani og var kominn yfir hálfan hnötinn með foreldrum sín- um. Kata hafði síðustu vikurnar oft spurt: Hvenær kemur Róbert með drenginn? Mér fannst hún vera að bíða eftir því að sjá þann litla og föður hans, og þá var kominn tími til að kveðja. Það voru tvær góðar hjúkrunar- konur sem kvöddu þennan heim 5. september, önnur var heimsþekkt, móðir Teresa, hin var Katrín Gísla- dóttir. Mér fínnst við hæfí að þær hverfi saman til nýrra heimkynna. Blessuð sé minning Kötu frænku. Gísli Þorsteinsson. Við vorum víst ekki allir sérlega upplitsdjarfír stúdentarnir, sem gengu sín fyrstu skref á göngum háborgar íslenskrar læknisfræði Landspítalans fyrir rúmlega hálfri öld. í þann tíð báru menn nær tak- markalausa virðingu fyrir lærðu læknunum en þó mesta fyrir kenn- urum okkar, prófessorunum. En það var annar starfshópur sem við lærðum líka fljótlega að bera tak- markalitla virðingu fyrir en það voru yfirhjúkrunarkonurnar á deild- unum. Þær réðu skilyrðislaust inn- anhúss á deildunum og tóku aðeins við fyrirmælum frá læknunum og þá fyrst og fremst yfirlæknunum. Vei þeim sem af einhverjum ástæð- um lenti í andstöðu við þær. Mér rennur víst aldrei úr minni þegar ég mætti sem ungur stúdent á skurðgang Landspítalans í fyrsta sinni. Á móti mér tók fremur lág- vaxin en þéttvaxin, glaðbeitt kona á miðjum aldri. „Sæll góði ég heiti Katrín Gísladóttir," sagði konan og tók þétt í hönd mér. Svo sagði hún; „Hérna er sloppur handa þér, þú átt að fara inn á skurðstofu og svæfa.“ Ekki man ég lengur til hvers verið var að svæfa sjúkling- inn, en hann lifði af. Meðan á að- gerðinni stóð kom Katrín inná skurðstofuna til að leiðbeina mér og gæta þess að sjúklingurinn and- aði enn. Þetta voru fyrstu kynni okkar Katrínar, en samvinnustundir okkar áttu eftir að verða ærið margar, eða allt þar til hún yfirgaf skurð- stofuganginn, en áður en það varð, hafði hún hætt störfum sem yfir- hjúkrunarkona. Störfín á skurðstofunum þegar Katrín réð þar ríkjum voru um flest frábrugðin því sem nú er, þó sjúk- dómarnir væru að mestu þeir sömu. Yfirhjúkrunarkonan þurfti að vera þúsundþjalasmiður. Hún var verk- stjóri, hún annaðist verkfærin, brýndi meira að segja hnífa og nál- ar, hún sá um öll aðföng, hún að- stoðaði við aðgerðir og hún svæfði ef á þurfti að halda. Af sjálfu leiddi að vinnutímanum voru oft lítil tak- mörk sett. Aldrei minnist ég þess að Katrín æðraðist, hvað sem á gekk, en hún átti til að hækka róm- inn ef henni fannst viðbrögð sam- starfsfólksins of hæg. En þó skurðstofan væri gildasti þáttur í ævi Katrínar og starfi átti hún sér áhugamál sem hún stund- aði fram til síðustu stunda, en það var tónlistin. í æsku dvaldi hún um alllangt skeið erlendis, mig minnir í Þýska- landi, sem aðstoðarstúlka á heimili frægrar söngkonu. Það væri nú víst kallað að vera „au pair“. Þar festi hún ást á klassiskri tónlist, ást sem aldrei kulnaði. Hún sótti reglulega tónleika hjá Tónlistarfélagi Reykja- víkur og var styrktarfélagi íslensku óperunnar frá upphafi. Á tónleikum og samkomum kringum tónlist hitt- umst við oft eftir að samvinnu okk- ar á skurðstofu Landspítalans lauk. Á slíkri samkomu hittumst við síð- ast. Ellin, sem hafði lengst af látið hana ótrúlega ósnortna, hafði loks merkt hana nokkuð en brosið og hlýjan í augunum var óbreytt. Það er gott að minnast samveru- stundanna með Katrínu, svo í starfi sem á gleðistundum. Hún var ein af þeim sem gefa lífinu lit. Við Lóló sendum aldraðri systur og öðrum ættingjum innilegar sam- úðarkveðjur. Arni Björnsson. Föðursystir mín Katrín Gísladótt- ir, eða Kata frænka eins og við systkinin kölluðum hana ávallt, var einstök kona. Frá því ég fyrst man eftir mér hefur hún ávallt verið okkur nálæg og veitt okkur gleði og ánægju með nærveru sinni. Á sunnudögum fór pabbi oft með okk- ur krakkana í bíltúr og þá var oft- ast komið til Kötu frænku. Kata átti alltaf eitthvað gott handa okk- ur, og oft fengum við ís og ávexti borið fram i fínum ísskálum. Kata átti líka ýmsa skemmtilega hluti sem gaman var að skoða. Kata frænka lifði lífinu lifandi.og fram á efri ár tók hún virkan þátt í gleði þess og sorgum. Einnig var hún mjög gjafmild kona og gaf hún okkur systkininum oft stórgjafir - gleymdi aldrei neinum - og segja má, að máltækið: „sælla er að gefa en þiggja" hafí átti vel við hana. Einu atviki man ég eftir þar sem ég gat þó gefið henni svolítið sem gladdi hana mikið, ég hafði veitt murtu í Þingvallavatni og gaf henni hluta aflans. Kata var ættuð úr Grafningnum, þar var veidd murta og var oft á borðum. Margir leituðu til Kötu bæði börn og fullorðnir. Hún eignaðist lika nokkur fósturböm sem bjuggu í sama húsi, en hún hafði gott lag á börnum, það leið öllum vel í návist hennar. Einhveiju sinni sagði hún: „meðan ég er með börnum og ungu fólki verð ég ekki gömul.“ Kata frænka kunni að njóta góðr- ar tónlistar og sótti hún tónleika bæði innanlands og utan. Fyrir nokkrum árum fór hún til Vínar- borgar og gat fengið að njóta alls þess besta sem þar er boðið uppá. Hún hafði góðan smekk og næmt auga fyrir því fagra og bar heimili hennar þess glöggt vitni. Kata þurfti snemma að bjarga sér og hjálpa móður sinni og systk- inum. Föður sinn missti hún ung og kom það í hlut þeirra elstu að hugsa um hin yngri. Kata var elst, en á eftir henni komu: Leifí, Steini, Gerða og Jói. Kata ákvað snemma að hún vildi læra hjúkrun, og var hún fyrsti neminn á skurðstofu Landspítalans, en varð síðan yfirhjúkrunarkona þar í mörg ár. Kata var alla tíð kraftmikil, ósér- hlífín og sjálfstæð kona. Hún fór ung utan til frekara náms og til að vinna á Norðurlöndunum og í Þýskalandi. Lærði á þessum árum mörg tungumál. Þegar Kata var ung, um 1930, var Charleston-dansinn vinsæll. Hún kunni hann ennþá og tók stundum nokkur létt spor þegar vel lá á henni. Þegar komið var saman á góðum stundum hafði hún gaman af að segja frá, og fengum við systkinin þá að heyra margt skemmtilegt og fróðlegt. Kata hafði þann hæfileika, að þegar hún sagði frá náði hún athygli allra áheyrenda. Kata frænka kom alltaf til okkar á afmælum, tyllidögum og hátíðum. Þegar Kata frænka var komin heim í Eskihlíðina á jólunum voru jólin komin. Síðustu jól kom Kata líka og fór hjálparlaust upp á fjórðu hæð. Eitt sinn sagði Kata frænka, að þótt hún ætti ekki sjálf böm, væru öll börn hennar. Ég þakka fyrir að hafa fengið að vera eitt af þessum börnum. Síðustu mánuðina bjó Kata frænka á elliheimilinu Grund og átti orðið erfítt með gang en var skýr og fylgdist vel með. Róbert bróðir minn, sem býr úti í Japan og á einn son, ætlaði að koma heim í júli en seinkaði um mánuð. Kata spurði oft hvort Róbert færi ekki að koma með drenginn, hún fékk að lifa það að sjá litla drenginn. Elsku Kata frænka mín, hafðu þökk fyrir allt. Katrín. Það var ánægð og stolt kona sem stóð á stigapallinum fyrir framan íbúðina hennar Hrefnu í Eskihlíð sl. aðfangadagskvöld. Hún mátti líka svo sannarlega vera stolt enda komin hátt á 94. aldursár og búin að ganga óstudd hinar mörgu tröppur sem liggja upp á fjórðu hæð hússins. Þrátt fyrir að hennar lík- amlegu kraftar færu þverrandi, var viljastyrkurinn mikill og upp þessar tröppur ætlaði hún sér að komast. Þegar takmarkinu var náð geislaði hin aldna heiðurskona af gleði og feginleik. Hún heilsaði sinni kæru mágkonu með kossi og sagði bros- andi: „Hér hef ég alltaf verið á aðfangadagskvöld." Þarna var komin Katrín Gísladóttir afasystir mín, eða Kata frænka eins og hún^ var oftast nefnd. Kata frænka var mikil merkis- kona og það voru forréttindi að þekkja hana. Hún var komin á efri ár þegar ég fór fyrst að muna eftir henni. Snemma áttaði ég mig á því að hún var afar fróð manneskja og skemmtileg að sama skapi. Lífs- kraftur hennar var svo mikill að allt þar til nú fyrir fáum misserum fannst mér Kata mun yngri en hún í raun var. Heimili Kötu á Blómvallagötu 13 var sannarlega notalegur staður og*'*’ þangað var alltaf gott að koma. Hún gaf sér góðan tíma til að sinna gestum og tók vel á móti fólki. Það var afar gott að vera í henhar ná- vist og hún var alltaf tilbúin að veita manni hlýju sem hún átti í ríkari mæli en gengur og gerist hjá flestum. í hennar húsakynnum ríkti þægilegur friður og ró. Yfir Kötu ríkti ákveðinn virðu- leiki sem hélst allt til dauðadags. Þannig fannst mér alltaf hátíðlegt að koma í heimsókn og setjast í sófann í stofunni og spjalla við hana um menn og málefni. Éftir stundar- korn stóð hún upp og gekk söngl- andi fram í eldhús og kom til baka með ís og ávexti í fallegum skálum.** Svo voru dregin fram myndaalbúm og sagðar sögur. Hún hafði mikið yndi af að segja manni frá því sem hún hafði upplifað enda margt séð og víða farið á sinni viðburðaríku ævi. Frásagnir hennar frá fyrri tíð í fjarlægum löndum minntu oft á ævintýri og fljótlega mátti þá heyra smitandi hlátur Kötu, sem kom manni alltaf í gott skap. Kata var viðræðugóð en hún kunni líka að hlusta á aðra. Hún hafði gaman af að velta fyrir sérí* spurningum um lífíð og tilveruna og komst oft að ákveðinni niður- stöðu eftir þær vangaveltur. Hún var næm á fólk og velti mannlífinu mikið fyrir sér. Aldrei kastaði hún fram fljótfærnislegum sleggjudóm- um um fólk heldur dró hún mjög skynsamlegar ályktanir út frá stað- reyndum svo stundum minnti tal hennar einna helst á sálgreinanda. Kata frænka var kona sem skip- aði mjög stóran sess í lífí allra sem voru svo lánsamir að kynnast henni. Hún gaf þeim sem henni var annt um mikið í víðustu merkingu þess orðs. Nú er hún lögð af stað í sitt lengsta ferðalag. Þar bíður hennar án efa það besta sem þar má fínna^- Ekki er ólíklegt að móðir Teresa sem kvaddi þetta jarðlíf á sama degi og mín góða frænka verði henni samferða í hennar hinstu för. Þessar tvær konur áttu það sameig- inlegt að láta sig velferð þeirra sem voru hjálpar þurfi miklu varða og voru samnefnarar fýrir allt það besta sem finna má í manneskj- unni. Ég kveð mína elskulegu frænku með djúpu þakklæti og virð- ingu. Guð blessi minningu Katrínar Gísladóttur. Hrefna Clausen. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR HÖSKULDSDÓTTIR, Hátúni 10, sem lést á heimili sínu 5. september, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánudaginn 15. september kl. 13.30. Sigríður Kristinsdóttir, Birgir Björnsson, Gíslína Lóa Kristinsdóttir, Gunnar Guðmundsson, Guðrún Kristinsdóttir, Kristján Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar ÓLAFS STEINARS VALDIMARSSONAR er skrifstofa okkar í Reykjavík lokuð frá hádegi. Ferðamálaráð íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.