Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
HJORTUR H.
HJARTARSON
+ Hjörtur
Hjartarson
fæddist í Reykja-
vík 27. október
1928. Hann andað-
ist á Landspítalan-
um 4. september
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Hjörtur Ragnar
Björnsson, úr-
smíðameistari
Reykjavík, f. 13.
'w júní 1900, d. 12.
mars 1983, og
kona hans Vilborg
Bjarnadóttir, hús-
freyja, f. 30. október 1896, d.
22. apríl 1986.
Hjörtur kvæntist 7. desem-
ber 1963 Rósu Björgu Karls-
dóttur, skrifstofumanni, f. 27.
október 1941. Börn þeirra
eru: 1) Karl Asbjörn, bygg-
ingafræðingur, f. 6. júlí 1960,
giftur Elísabetu S. Valdimars-
dóttur, leikskólakennara, f.
20. nóvember 1962, og eiga
þau einn son, Daníel Andra,
f. 9. október 1996. 2) Ragnar,
stj órnmálaf ræðing-
ur, f. 21. maí 1965.
Hjörtur varð
stúdent frá MR árið
1948 og lauk lög;
fræðiprófi frá HÍ
1957. Hjörtur
starfaði sem full-
trúi hjá borgarfóg-
etanum (síðar yfir-
borgarfógetanum)
í Reykjavík frá okt.
1957 til okt. 1968.
Hann var fulltrúi
hjá borgarstjóran-
um í Reykjavík frá
okt. 1968 til árs-
loka 1972. Hjörtur var skipað-
ur deildarstjóri innheimtu-
deildar Reykjavíkurborgar frá
1. jan. 1973 og gegndi hann
því starfi til æviloka. Hjörtur
var formaður sérráðsdómstóls
knattspyrnuráðs Reykjavíkur
1957-69 og formaður héraðs-
dómstóls Iþróttabandalags
Reykjavíkur frá 1979.
Utför Hjartar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst
athöfnin kl. 15.
Maður tekur lífínu jafnan sem
sjálfsögðum hlut, en hrekkur við
þegar minnt er á að ekki er allt
komið til að vera. Ótímabært og
fyrirvaralaust hefur kær vinur
minn, Hjörtur, verið burtkallaður
af sjónarsviðinu og minningar á
sjötta tug liðinna ára hrannast upp
í hugann.
Við Hjörtur áttum báðir heima
í Vesturbænum sem drengir og
vorum bekkjarbræður í gagnfræða-
skóla og síðan í Menntaskólanum
í Reykjavík. í þá daga var ýmislegt
brallað og brugðið á leik. Við stund-
uðum íþróttir saman af kappi, en
æfðum þó aðallega handbolta. Báð-
ir vorum við í Knattspyrnufélaginu
Víkingi og sátum saman í stjórn
þess. Hjörtur sat ennfremur í sérr-
áðsdómstóli Knattspyrnuráðs
Reykjavíkur og í héraðsdómstóli
íþróttabandalags Reykjavíkur.
Leiðir okkar beggja lágu í laga-
deild Háskóla íslands og á þessum
árum ferðuðumst við mikið saman
bæði innan- og utanlands. Er mér
sérstaklega minnisstæð hestaferð
okkar um Biskupstungur að Geysi,
en áð var að Vatnsleysu, slegið á
létta strengi og lagið tekið. Einnig
er mér í fersku minni, er við keyrð-
um ásamt þriðja félaga okkar um
mest allt Þýskaland og síðan norð-
ur til Danmerkur og Svíþjóðar, þar
sem við hittum skólafélaga okkar,
Bjarna Guðnason, í Uppsölum.
Hjörtur var góður og skemmtilegur
ferðafélagi, jákvæður og ávallt með
sína ljúfu lund, en stutt í gaman-
semina. Þegar Hjörtur hafði lokið
laganámi, hóf hann störf hjá borg-
arfógetanum í Reykjavík og starf-
aði þar í liðlega 10 ár. Um það
leyti hafi hann öðlast héraðsdóms-
lögmannsréttindi. Hann var síðan
skipaður deildarstjóri hjá inn-
heimtudeiid Reykjavíkurborgar í
ársbyrjun 1973, og hefur unnið þar
æ síðan.
Allir, sem kynntust Hirti, komust
fljótt að því að þar fór drengur
góður. Hann var hógvær og hæglát-
ur, en jafnframt einkar hlýr og
þægilegur í viðmóti. Hjörtur hafði
fastmótaðar skoðanir á þjóðmálum,
sem hann fylgdi af einurð, en ætíð
af háttvísi. Hjörtur var traustur vin-
ur vina sinna og í þeim hópi leyfði
hann sér að slá á létta strengi og
glensast og hafði lag á að sjá
spaugilegu hliðamar á hlutunum.
Hann var músíkalskur og tók gjarna
lagið á píanó, ef þannig stóð á.
Við gamlir Víkingar stofnuðum
fyrir margt löngu með okkur fé-
lagsskap, sem kallaðist „Víkvetj-
ar“. Markmiðið var raunar fyrst
og fremst að hittast og spjalla sam-
an um lífið og tilveruna og það sem
MINNIIMGAR
efst var á baugi í þjóðmálum hveiju
sinni. Það höfum við gert mánaðar-
lega árum saman og komum saman
a.m.k. einu sinni á ári á heimilum
hver annars með mökum eða farið
var út að borða, í leikhús eða ann-
að. Einnig höfum við farið saman
í utanlandsferðir og vorum við með
þeim hjónum í ógleymanlegri há-
landaferð til Skotlands fyrir nokkr-
um árum.
Þannig höfum við Víkvetjar
styrkt vináttu okkar ótjúfaniegum
böndum, en sl. vetur var höggvið
skarð í hópinn, er Gunnar H. Gunn-
arsson fyrstur félaga okkar féll frá
eftir stutta sjúkdómslegu. Nú hefur
verið höggvið annað skarð í þennan
samheldna félagahóp við hið
skyndilega fráfall Hjartar og erum
við allir harmi slegnir.
Hjörtur átti því láni að fagna
að kynnast ungri og glæsilegri
konu, Rósu Karlsdóttur, og gengu
þau í hjónaband 7. des. 1963. Lengi
bjuggu þau Rósa og Hjörtur á
Ægissíðunni, en fyrir allmörgum
árum byggðu þau sér einbýlishús
við Granaskjól 64. Enda þótt Rósa
starfaði jafnan utan heimilisins hjá
Gjaldheimtu Reykjavíkurborgar,
hafði hún yndi af því að gera heim-
ili þeirra fagurt og bar það vott
um smekkvísi og natni hennar.
Rósa og Hjörtur áttu tvo syni.
Karl Ásbjörn, tæknifræðing, sem
er starfandi hjá Vátryggingafélagi
íslands, og Ragnar, sem er með
BA-próf í frönsku frá HÍ og stjórn-
málafræðingur frá París.
Sár er vinarmissir, en sárastur
er harmur að eiginkonu og sonum
kveðinn.
Kæra Rósa, Karl og Ragnar, við
hjónin vottum ykkur dýpstu samúð
okkar á þessari sorgarstundu, en
vonum að minningin um heilsteypt-
an og kærleiksríkan félaga megi
deyfa sorgina er tímar líða.
Himinn yfir. Huggast þú, sem grætur.
Stjömur tindra, geislar guðs,
gegnum vetramætur.
(Stefán frá Hvítadal)
Jóhann Gíslason.
Mér er minnisstætt þegar Ragn-
ar vinur minn sagði við mig fyrir
skemmstu, hve mikils virði það
væri honum að foreldrar hans
hefðu ævinlega gert sér far um að
kynnast vinum hans og fyrir vikið
væru vinir hans e.t.v. engu minni
vinir foreldra hans.
Ég kynntist fjölskyldunni í
Granaskjóli 64 þegar ég var á 17.
ári og naut fljótt þeirrar velvildar
og gestrisni sem þar ríkti. Svo eðli-
legt samband myndaðist milli okkar
allra að okkur krökkunum fannst
aldrei annað en sjálfsagt að Hjörtur
og Rósa væru þátttakendur í boð-
um sem Ragnar bauð til. Hjörtur
átti sinn þátt í að skapa það góða
andrúmsloft sem þar ríkti. Þessara
stunda minnist ég nú með þakk-
læti því þar kynntist ég því hve
ljúfur maður Hjörtur var, hæglát-
ur, hógvær og traustur. Hann valdi
þá uppeldisleið sem einkenndist af
skilningi, umburðarlyndi, þolin-
mæði og rósemi. Hann kunni þá
list betur en margir aðrir að tala
við okur, óharðnaða unglingana
sem jafningja. Gaf sér tíma til að
ræða málin og bar virðingu fyrir
skoðunum okkar, án tillits til þess
hvort hann væri þeim sammála.
Með þessu ávann hann sér sérs-
takrar virðingar minnar og opnaði
augu mín fyrir mikilvægi þess að
foreldrar séu góðir félagar barna
sinna. Aðeins þannig myndast
gagnkvæmur skilningur og virðing
þeirra á milli.
Fyrir nokkrum mánuðum
eignuðust Hjörtur og Rósa sitt
fyrsta barnabarn. Ég hugsa til þess
með hlýju þegar Hjörtur sagði mér
frá drengnum og það var auðheyrt
að hann hlakkaði til fjölmargra
ánægjustunda í samvistum við hinn
nýja fjölskyldumeðlim.
Margt fer á annan hátt en ráð-
gert er. Dauðinn knýr dyra án til-
lits til framtíðaráforma og drauma.
Minningin um traustan og góðan
mann er það sem við sem lifum
erum skilin eftir með.
Ég votta Ragnari vini mínum og
allri fjölskyldu hans mína dýpstu
samúð.
Kristín Jóhannesdóttir.
Ekki grunaði mig þegar ég kom
að máli við Hjört fyrir rúmum
þremur vikum, að það yrði í síð-
asta skipti sem við töluðum saman.
Þá virtist hann vera við góða heilsu,
en fljótt skipast veður í lofti.
Hjörtur starfaði um árabil sem
lögfræðingur hjá Reykjavíkurborg.
Hann var góður fulltrúi borgarinn-
ar og vann mörg vandasöm störf
í hennar þágu af mikilli kostgæfni.
Það er eftirtektarvert hversu gott
orð fór af Hirti og hve mikils hann
var metinn hjá öllum þeim sem
áttu því láni að fagna að kynnast
honum og eiga við hann samskipti.
Hjörtur var heilsteyptur maður
og miklum mannkostum búinn.
Hann var maður sem í senn var
bæði góðgjarn og réttsýnn. Enda
leituðu margir til hans með sín
vandamál. Hjörtur leysti öll þau
verk, sem honum var trúað fyrir,
vel af hendi.
Hjörtur var hamingjumaður í
einkalíft og átti góða eiginkonu og
góða syni. Ég sem þessi orð rita
átti því láni að fagna, að hafa Hjört
fyrir yfirmann um nokkurra ára
skeið. Ekki er hægt að velja sér
betri yfirmann en hann var og það
er með hryggð og miklum trega í
huga sem ég kveð hann nú vegna
þess að Hjörtur var einn af þeim
mönnum, sem sannarlega átti skilið
að njóta efri áranna að loknu giftu-
ríku ævistarfi.
Sagt er: „Þar sem góðir menn
fara eru guðs vegir.“ Þessi orð eiga
sannarlega við um Hjört Hjartar-
son.
Ég vil votta eiginkonu Hjartar,
sonum og öllum öðrum aðstandend-
um hans samúð mína við fráfall
hans. Einnig vil ég þakka honum
alla þá velvild og hlýhug, sem hann
hefur sýnt mér og mínum.
Það er mikill sjónarsviptir þegar
menn eins og Hjörtur falla frá.
Blessuð sé minning hans.
í guðs friði.
Hans W. Ólafsson.
Hjörtur Hjartarson var fæddur
Reykvíkingur og starfsævi hans
tengdist lengst af borginni. Eftir
að hafa lokið prófi í lögfræði í maí
1957 starfaði Hjörtur um nokkurt
árabil sem fulltrúi hjá borgarfóget-
anum í Reykjavík, en frá 1968
starfaði hann á skrifstofu borgar-
stjóra og deildarstjóri innheimtu-
deildar Reykjavíkurborgar var
hann frá 1. janúar 1973. Auk þess
að hafa með margvíslega inn-
heimtu að gera og stýra daglegum
rekstri innheimtudeildarinnar ann-
aðist Hjörtur frágang á lóðarsamn-
ingum og öðrum leigusamningum,
skuldabréfum og ýmsum öðrum
lögfræðilegum skjölum, m.a. varð-
andi kaup og sölu eigna.
Þessi vinna krefst nákvæmni og
athygli og lipurðar í samskiptum
við viðsemjendur borgarinnar og
voru það kostir, sem Hjörtur átti í
ríkum mæli. Störf sín vann hann
af samviskusemi og trúmennsku
og með samstarfsfólki var hann
jákvæður og glaðvær, en stærilæti
eða yfirmannshroki var ekki til í
fari hans, enda var hann að eðlis-
fari hlédrægur og barst lítt á, en
skapgerðin var traust og viðhorf
til úrlausnarefna athugul og mál-
efnaleg.
Þekking Hjartar á þeim málum,
sem hann vann að, var yfirgrips-
mikil og reyndist mér oft vel að
leita upplýsinga og ráða hjá honum
í störfum mínum fyrir Reykjavíkur-
borg í nær þrjá áratugi.
Skólafélagi og vinur úr lagadeild
Háskóla íslands og síðar náinn
samstarfsmaður um langt árabil
er kvaddur með þökk og söknuði.
Gamlir starfsfélagar í Ráðhúsi
Reykjavíkur senda eiginkonu
Hjartar, Rósu Karlsdóttur, sonum
þeirra og öðrum aðstandendum
samúðarkveðjur.
Jón G. Tómasson.
-4- Sesselja Sig-
* urðardóttir
fæddist í Deild á
Eyrarbakka 30.
júní 1912. Hún lést
í Reykjavík 26. ág-
úst síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Ágústa Ebe-
nesardóttir og Sig-
urður Daníelsson.'
Systur Sesselju
eru: Klara, f. 2.
mars 1914, d. 18.
apríl 1991. Fyrri
maður hennar var
Jóhann Friðriks-
son skipstjóri, sem nú er lát-
inn, og eignuðust þau eina
dóttur, Margrétí Ágústu.
Seinni maður hennar var Þor-
steinn Bjarnason, bókari og
kennari við Verslunarskóla Is-
lands, sem nú er lát-
inn og eignuðust þau
einn son, Jóhann
Bjarnason, bónda á
Auðólfsstöðum í
Langadal í Húna-
vatnssýslu. Þorbjörg,
f. 4. janúar 1919, d.
2. mars 1991. Maður
hennar var Einar Ól-
afsson, bifvélavirki,
sem nú er látinn.
Börn þeirra eru Ses-
se^ja Ólafía, f. 21.8.
1938, sjúkraliði hjá
Sjálfsbjörg, Katrín
JSærún, f. 6.5. 1941,
húsmóðir, Ágústa, f. 14.11.1943,
húsmóðir í Keflavík, Sigrún, f.
10.6. 1949, húsmóðir, Gróa Sig-
ríður, f. 31.12. 1950, húsmóðir í
Reykjavík, Þórey, f. 1.1. 1954,
starfsstúlka hjá Sjálfsbjörg,
Lind, f. 11.7. 1956, ritari, Ólaf-
ur Brypjólfur, f. 16.1. 1967,
líffræðingur.
Sesselja giftist 11. júní 1932
Bergsteini Ármanni Berg-
steinssyni mótorista, síðar
fiskmatssíjóra ríkisins, frá
Tjörnum í Vestur-Eyjafjalla-
hreppi, f. 16. okt. 1907, d. 19.
jan. 1976. Foreldrar hans voru
Bergsteinn Bergsteinsson,
bóndi á Tjörnum og formaður
í Vestmannaeyjum, og Sigríð-
ur Tómasdóttir, húsmóðir. Ses-
selja og Bergsteinn eignuðust
fjögur börn. Þau eru: 1) Haf-
þóra, f. 28. okt. 1932, húsmóð-
ir og starfsstúlka á Elliheimil-
inu Grund. 2) Sigurður, f. 4.
júní 1941, húsgagnasmiður, 3)
Sigurberg Bragi, f. 23. okt.
1943, kennari. 4) Albert
Ebenezer, f. 5. feb. 1952, guð-
fræðingur.
Barnabörn Sesselju og
Bergsteins eru níu og barna-
barnabörnin þrettán.
Útför Sesselju var gerð í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
SESSELJA
SIG URÐARDÓTTIR
Mig langar til að minnast henn-
ar Settu móðursystur minnar
nokkrum orðum. Hún fæddist í
^ Deild á Eyrarbakka, dóttir Ágústu
Ebenesardóttur og Sigurðar Daní-
elssonar. Þau eignuðust þrjár
dætur, elst var Sesselja, þá Klara
og yngst Þorbjörg móðir undirrit-
aðrar. Þær ólust upp við gott at-
læti og áttu góðar minningar um
foreldra sína og æsku. Setta gift-
ist Bergsteini Á. Bergsteinssyni,
þau eignuðust fjögur börn. Lengst
af bjuggu þau á Brávallagötu 50
en byggðu hús við Sunnuveg 23
og bjuggu þar upp frá því. Frá
því að ég man eftir mér hefur
Setta frænka verið fastur punktur
í minni tilveru. Þegar ég fæddist
bjuggu foreldrar mínir hjá Settu
og Steina (eins og við kölluðum
þau alltaf) og þar átti ég heima
fyrstu mánuðina. Síðar minnist
ég ferðanna af Miklubrautinni
vestur á Brávallagötu með Njáls-
götu/Gunnarsbraut-strætó,
stundum ein og stundum þrjár
saman systurnar. Alltaf var jafn
vel tekið á móti okkur og boðið
upp á það besta sem til var. Þá
má nefna súkkulaðiboðin hennar
Settu frænku sem helst voru á
afmælum og um hátíðar. Þau
hjónin voru okkur systrunum sér-
staklega góð. Það kom oft fyrir
að Steini birtist á sunnudögum á
Willis-jeppanum sínum og tók
okkur systurnar í „salíbunu“ eins
og hann kallaði það. Þetta var
áður en pabbi eignaðist bíl, þann-
ig að í augum okkar barnanna var
þetta heilmikið ævintýri. Einnig
ef Steini fór ti útlanda, sem ekki
var eins algengt og nú er. Þá
keytpi hann alltaf eitthvað handa
okkur systrum, ég man eftir fal-
legum kjólum og fleira skemmti-
legu sem við fengum.
Setta var lagleg kona, dökk á
brún og brá og með mikla útgeisl-
un, hún var listræn í sér og mikil
hannyrðakona, málaði myndir,
unni blómum og ræktaði fallegan
garð við húsið sitt. Hún fylgdist
vel með öllu og hafði áhuga á
mörgu, t.d. ættfræði, og svo spil-
aði hún á orgel sem hún lærði á
í Deild á Eyrarbakka. Henni féll
heldur aldrei verk úr hendi. Má
þar nefna motturnar sem hún flétt-
aði úr afgöngum og ónýtum fötum
sem eru hreint listaverk, bæði vel
gerðar og litum fallega raðað sam-
an. Motturnar prýða mörg heimilin
í dag. Það var alltaf gaman að
spjalla við hana, hún var viðræðu-
góð og hafði góða kímnigáfu. Ég
á eftir að sakna þess að geta ekki
hringt eða komið og spurt hana
Settu frænku um ýmislegt. Hún
var svo heppin að yngsti sonur
hennar, Albert, hugsaði um hana
í ellinni á aðdáunarverðan hátt.
Ég vil að lokum þakka henni
samfylgdina og góðvildina við okk-
ur systkinin öll og börnin okkar
og bið guð að varðveita hana.
Blessuð sé minning Sesselju Sig-
urðardóttur.
Sesselja Ó. Einarsdóttir.