Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 45 FRETTIR Þj ónustumiðstöð fyrir íbúa vígð í Grafarvogi BORGARSTJÓRI Reykjavíkur mun vígja Miðgarð nk. laugardag, 13. september, kl. 14. Miðgarður verður aðsetur nýrrar hverfis- nefndar Grafarvogshverfis. Einnig verður veitt þar margvísleg þjón- usta til íbúa hverfisins. Hverfamiðstöðin Miðgarður er tilraunaverkefni á vegum Reykja- víkurborgar til tveggja ára þar sem meginmarkmið eru tvíþætt. Ann- ars vegar að bæta og hagræða þjónustu við íbúa Grafarvogshverf- is og hins vegar með því að auka lýðræði með starfrækslu Hverfis- nefndar sem sækir bakland sitt til Grafarvogsráðs. Dagskrá vígslunnar verður snið- in að allri fjölskyldunni. Mun Furðuijölskyldan ásamt lúðrasveit hverfisins aðstoða við að halda upp á þennan dag. Á opnunarhátíðinni mun m.a. Lúðrasveit Grafarvogs leika, formaður Hverfisnefndar býður gesti velkomna, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, ávarpar gesti, miðstöðin verður formlega opnuð. Gestum býðst að ganga um skrifstofurnar og kynna sér starfsemina. Einnig verður kynning á starfsemi félaga og sam- taka í hverfinu. Veitingar verða í boði í tilefni dagsins. Barnakór 5 ára barna syngur. Dagskránni lýk- ur kl. 15. Framkvæmdastjóri verkefnisins er Regína Ástvaldsdóttir. í Hverfisnefnd ei*u: Guðrún Ög- mundsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir, Hilmar Guðlaugsson, Knútur Hall- dórsson og Friðrik Hansen Guð- mundsson. Norræn ráðstefna um geðhjúkrun RÁÐSTEFNA norrænna geðhjúkr- unarfræðinga hefst á Hótel Loft- Ieiðum í Reykjavík dagana 17.-20. september nk. Ráðstefnan er haldin annað hvert ár og nú í fyrsta sinn á íslandi. Umsjón hafa Fagdeild geðhjúkrunarfræðinga innan Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga og HH Ráðstefnuþjónusta. 480 manns eru skráðir á ráðstefnuna, þar af 45 íslenskir hjúkrunarfræð- ingar. Aðalefni ráðstefnunnar er þáttur geðhjúkrunarfræðinga í forvörnum, meðferð og stuðningi við ungt fólk með geðræna erfiðleika og fjöl- skyldur þeirra. Meðal fyrirlesara eru Stephen Haines RPN RN frá Victoria í Ástralíu en hann er yfir- hjúkrunarfræðingur miðstöðvar forvarna og meðferðar fyrir ungt fólk með byrjandi geðræna erfið- leika og geðsjúkdóma, Per Lund, forstjóri Sct. Hans Hospital í Hró- arskeldu í Danmörku og Jóhanna Bernharðsdóttir, lektor við náms- braut í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands. Á dagskránni er einnig móttaka í boði Reykjavíkurborgar og heil- brigðisráðuneytisins og skoðunar- ferð til Þingvalla, Gullfoss og Geysi. Ráðstefnan verður formlega sett fimmtudaginn 18. september kl. 9 í þingsal Hótel Loftleiða. Formaður fagdeildar geðhjúkr- unarfræðinga er Guðbjörg Sveins- dóttir, forstöðumaður^ Vinjar, at- hvarfs Rauða kross íslands fyrir geðfatlaða. Lancia Y frumsýndur í Garðabæ LANCIA Y, sem er nýr lúx- ussmábíll, verður um helgina sýndur hjá umboðinu, fstraktor, í Garðabæ. Sýndir verða fimm bílar, mismunandi litir, en alls eru í boði 112 litir. Meðal búnaðar í Lancia Y er hemlalæsivörn, tveir líknar- belgir, rafmagn í rúðum og samlæsingar. Verðið er 1.180 þúsund krónur. Jafnframt bíia- sýningunni verður snyrtivöru- kynning á vörum frá Clarins og Dior. Sýningin stendur laug- ardag og sunnudag milli klukk- an 10 og 17. Úrslitakvöld í drag-keppni URSLITAKVÖLD í drag-keppni verður laugardaginn 13. septem- ber á Nelly’s café, en undanfarin tvö laugardagskvöld hafa farið fram undankeppnir í drag-keppni á Nelly’s café. 6 keppendur kom- ust í úrslit og munu keppa um titil- inn Drag-drottning íslands 1997. í verðlaun er farandbikar og ferð fyrir tvo til Manchester. Auka- vinningar verða fjölmargir fyrir aðra þátttakendur sem skara fram úr. Hörður Torfason tónlistamaður er formaður dómnefndar, síðastlið- ið laugardagskvöld fékk hann til liðs við sig óvænta meðdómendur, söngkonurnar Skin og Emilíönu Torrini ásamt Ace og Rósu, segir í fréttatilkynningu. Kynnir drag- keppninnar er Jón Gnarr. Húsinu verður lokað klukkan 22:00 úrslitakvöldið og keppnin hefst klukkan 22:30. Ákveðið hef- ur verið að keppt verði um titilinn Drag-drottning íslands árlega. Forsala aðgöngumiða er hafin á Nelly’s. 1 J Morgunblaðið/Ásdís BJÖRG Skúladóttir og Jón Ásgeir Ríkharðsson í versluninni Koffortið. Ný gjafavöruverslun í Hafnarfirði OPNUÐ hefur verið ný gjafa- vöruverslun að Fjarðargötu 11 í Hafnarfirði og ber hún heitið Koffortið. Eigendur eru Björg Skúladóttir og Jón Ásgeir Rík- harðsson. í versluninni er hægt að fá amerískar handunnar gjafavör- ur í kántrýstíl, hurðakransa sem letrað er á á íslensku, afskorin blóm, endurunnin kerti frá Sól- heimum í Grímsnesi og einnig kerti og stjaka frá Danmörku, smíðajárn frá Snorra Magnús- syni og handunnar leirvörur. Opnunartími verslunarinnar er frá kl. 10-22 alla daga nema sunnudaga. Síðasta útivistar- helgin í Viðey FRAMUNDAN er síðasta útivistar- helgin í Viðey á þessu sumri. Eftir hana falla niður áætlunarferðir Við- eyjarferjunnar og fastir afgreiðslu- tímar veitingahússins í Viðeyjarstofu. Bæði fyrirtækin sinna þó ætíð hópum sem panta þjónustu fyrirfram. Að venju verður gönguferð á laug- ardagseftirmiðdag og síðan staðar- skoðun heima fyrir eftir hádegi á sunnudag. Síðasta kvöldgangan verður nk. þriðjudag. Bátsferðir út í Viðey heíjast kl. 13 báða dagana og verða á klst. fresti til kl. 17, en í land aftur á hálfa tímanum til kl. 17.30. Á laugardag verður gengið frá kirkjunni kl. 14.15 vestur með Klausturhól, um Klifið niður á Eiðið og þaðan yfir á Vesturey, þar sem Áfangar, súlnapörin 9, umhverfis- listaverkið sem R. Serra gaf á lista- hátíð 1990 verður skoðað og síðan genginn góður hringur um eyna sunnanverða. Þar getur einnig að líta steina með áletrunum frá 1810- 1842 og fleira er þar fornra minja. Ferðin tekur rúma tvo tíma. Nauð- synlegt er að vera á góðum skóm og hafa annan búnað eftir veðri. Á sunnudag verður staðarskoðun sem hefst í kirkjunni kl. 14.15. Hún Tónlistarskóli Hafnarfjarðar Nýtthús vígt í dag NÝTT hús Tónlistarskóla Hafnar- ijarðar verður formlega vígt i dag, föstudaginn 12. september. Kl. 16.45 hefst skrúðganga frá bifreiðastæði aftan við Strandgötu 6, þ.e. bak við Bæjarbíó. Gengið verður suður Strandgötu inn á torg- ið við nýja tónlistarskólann og Hafnarfjarðarkirkju og inn í nýja skólann, þar sem vígsluathöfnin fer fram. -----»-■♦ ♦--- Lokapredik- anir í guð- fræðideild HÍ GUÐFRÆÐINEMARNIR, Hall- dóra Ólafsdóttir, Sigurður Rúnar Ragnarsson og Sigurður Grétar Sigurðsson, flytja lokapredikanir í Háskólakapellunni laugardaginnn 13. september. Athöfnin hefst kl. 14.00 og eru allir velkomnir. er fróðleg og öllum auðveld því lítið þarf að ganga. Þá verða gömlu Við- eyjarhúsin skoðuð, fornleifaupp- gröfturinn og annað í næsta ná- grenni húsanna. Veitingahúsið í Viðeyjarstofu er opið frá kl. 14 en ljósmyndasýningin í Viðeyjarskóla og hestaleigan eru nú aðeins opnar fyrir hópa sem panta fyrirfram. LEIÐRETT Gjábakki öllum opinn VEGNA fréttar í Morgunblaðinu í gær um félags- og tómstundastarf fyrir eldri borgara í félagsheimilinu Gjábakka í Kópavogi, vill forstöðu- maður heimilisins taka fram að Gjá- bakki er rekinn af Kópavogsbæ, en þar hafa ýmsir hópar fengið að- stöðu, þ.á m. Félag eldri borgara í Kópavogi og Hana nú. Aðgangur að Gjábakka er hins vegar ekki bundinn af féiagsaðild að þssum hópum og er öllum eldri borgurum frálst að koma í Gjábakka og taka þátt í því starfi sem þar fer fram. Mistök í sultuuppskrift KRISTÍN Gestsdóttir biður lesendur sína fyrirgefningar á mistökum sem henni urðu á í uppskrift að sólbeija- hlaupi og segir við þá: Ég hefi því miður engin sólber í mínum garði og hefi litla reynslu af sultugerð með þeim. Ég á mikið úrval mat- reiðslubóka, þ.á m. danskra, sem ég tók þessa sólbeijauppskrift úr. Ég geri mjög lítið af því að taka upp úr bókum og blöðum og ef það ger- ist prófa ég það sjálf. En í þetta skipti sveikst ég um og það sýnir mér að það á maður aldrei að gera. Kona hringdi í mig og kvartaði yfir að ekki tækist að sía sólberin og eftir mikil átök væri eldhúsið í rúst. Mikið hefi ég á samviskunni. En hin sama kona gaf mér gott ráð, en það er að sía berin í rauðum nælonpoka sem er utan um græn- meti og setja sigti inn í hann og setja meira en 1 dl af vatni saman við berin. Ef allir hafa ekki gefist upp ættu þeir að prófa þetta. Ég vona að lesendur fyrirgefi mér þetta, mér finnst þetta mjög leitt. Gjafir til háskóla í frétt í blaðinu fyrr í vikunni þar sem sagði frá veglegum gjöfum til Háskólans á Akureyri slæddist inn ein villa. Harpa og Páll Árdal gáfu háskólanum bækur og tímarit úr heimspekisafni sínu í Kanada. Páll var sagður Páll J. Árdal sem ekki er rétt og eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á því. Lisa Ner- gaard á Islandi DANSKI rithöfundurinn Lise Norgaard, höfundur sjónvarpsþátt- anna Matador, gistir ísland á næstu dögum í boði danska sendiráðsins og^Norræna hússins. í þáttunum styðst Lise Norgaard að hluta til við bernskuminningar og lýsingar á persónum og um- hverfi tengjast æskuárum hennar í Hróarskeldu. Þetta kemur vel í ljós við lestur endurminninga hennar. Lise Norgaard hefur verið afkasta- % . mikill rithöfundur. Auk skáldsagna hefur hún skrifað leikrit fyrir út- varp og sjónvarp, t.d. „Huset pá Christianshavn". Þá hefur hún skrifað handrit að mörgum kvik- myndum. Lise Norgaard hefur gegnt ýms- um trúnaðarstörfum og hlotið ýms- ar viðurkenningar, t.d. Publicist- verðlaunin 1982, Rithöfundur árs- ins „De Gyldne Laurbær" 1992, Árets kaffepris 1994. Lise Norgaard er fædd í Hróars- keldu 1917 og hefur starfað sem blaðamaður við fjölda vikublaða og dagblaða í Danmörku á löngum starfsferli. , Hún talar í Norræna húsinu um - starf sitt sem rithöfundur og blaða- maður sunnudaginn 14. september kl. 16. Mánudaginn 15. september heimsækir hún tvo menntaskóla í Reykjavík og verður viðstödd endursýningu á kvikmyndinni „Kun en pige“ í Háskólabíói kl. 19.30. Lise Norgaard verður rithöfund- ur mánaðarins hjá bókaverslun Eymundsson. Hún áritar þar bækur þriðjudaginn 16. september frá kl. 16.30-17.15. rýmmjasölunnar MIKILL AFSLATTUR Seljum uppsetningar í verslun, einnig rúmgafla, náttborð, DUX rúmdýnur, yfirdýnur, borðstoíúhúsgögn og gjafavöru. VIÐ FLYTJUM í Ármúla 10 DUX GEGNUM GLERIÐ Faxafeni 7 - Sími: 568 9950
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.