Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
SKAKÞING ISLANDS Stig 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Vinn. Röð:
1 Rúnar Sigurpálsson 2.275 1 0 0 0 11.-12
2 Jón Viktor Gunnarsson 2.315 1 1/2 1* 1 II./2 3.-4.
3 Jóhann Hjartarson 2.605 1 1 2 1.-2.
4 Bragi Þorfinnsson 2.215 1 0 1 5.-8.
5 Gylfi Þórhallsson 2.330 1/2 0 1/2 9.-10.
6 Áskell Örn Kárason 2.305 0 0 0 11.-12
7 Hannes Hlífar Stefánss. 2.545 1 ' 1 2 1.-2.
8 Jón Garðar Viðarsson 2.380 1/2 1 11/2 3.-4.
9 Þorsteinn Þorsteinsson 2.305 0 1 1 5.-8.
10 Þröstur Þórhallsson 2.510 0 1 1 5.-8.
11 Arnar Þorsteinsson 2.285 1/2 0 1/2 9.-10.
12 Sævar Bjarnason 2.265 1 0 1 5.-8.
Jóhann og Hannes efstir
SKÁK
AlþýAuhúsiö á
Akureyri, 9. — 20.
sept.
SKÁKÞING ÍSLANDS,
LANDSLIÐSFLOKKUR
STIGAHÆSTU keppendurair hafa
þegar tekið forystuna á mótinu.
Eftir sigur Jóhanns Hjartarson-
ar á Þresti Þórhallssyni í fyrstu
umferð lítur út fyrir að það verði
þeir Jóhann og Hannes Hlífar Stef-
ánsson sem muni beijast hat-
rammri baráttu um Islandsmeist-
aratitilinn. Hannes hefur teflt ein-
um tíu sinnum í landsliðsflokki en
ekki enn tekist að hreppa titilinn,
þótt hann hafi a.m.k. þrisvar verið
kominn með höndina á bikarinn.
Yngstu keppendurnir á mótinu
fara vel af stað, Bragi Þorfinnsspn
fékk óskabyijun á sínu fyrsta ís-
landsmóti í iandsiiðsflokki er hann
lagði Þorstein Þorsteinsson að velli
í glæsilegri sóknarskák.
Þeir Jóhann og Þröstur drógust
saman strax í fyrstu umferð og
mótið fór vel af stað fyrir áhorf-
endur. Jóhann náði undirtökunum
í miðtaflinu, en Þröstur var ekki á
því að láta í minni pokann. Hann
fómaði báðum hrókunum fyrir
sókn og komst með drottningu og
riddara í návígi við kóng Jóhanns.
Þetta leit illa út, en Jóhann varðist
af nákvæmni og tókst að hrinda
sókninni:
Hvítt: Jóhann Hjartarson
Svart: Þröstur Þórhallsson
Sukileyjarvörn, drekaafbrigðið
I. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 -
cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - g6
6. Be2 - Bg7 7. 0-0 - Rc6 8.
Rb3 - 0-0 9 - Bg5 - a6 10. Hel
- h6
Þröstur velur áætlun sem veikir
peðastöðuna á kóngsvæng. 10. -
b5 er algengast og þá eru mögu-
leikar teflenda u.þ.b. jafnir.
II. Bh4 - Be6 12. Bfl - g5 13.
Bg3 - Rg4 14. h3 - Rge5 15.
Rd5 - Rg6 16. c3 - Hc8 17. Re3
- Kh7 18. Rf5 - Be5 19. Bxe5
- Rgxe5 20. Rbd4 - Rxd4 21.
cxd4 - Bxf5 22. exf5 - Rc6 23.
h4! - Hg8?!
Betra virðist 23. - gxh4 24.
Bd3 - f6 25. Dh5 - Hg8 26.
Dxh4 - Hg7. Nú nær hvítur yfir-
höndinni.
24. Db3! - d5
24. - Rxd4 25. Dxb7! er einnig
betra á hvítt, því 25. - Rc2? geng-
ur ekki vegna 26. Hxe7 og hvítur
vinnur.
25. Dxb7 - gxh4 26. f6! - Hc7
27. Dxa6 - e6 28. Db6 - Dd6
29. Hacl - h3 30. g3
30. - Hxg3+!?
Góð tilraun í tímahraki, en hvítu
varnirnar halda.
31. fxg3 - Dxg3+ 32. Khl -
Df3+ 33. Kh2 - Df2+ 34. Kxh3
- Re5!? Hvorki 34. - Df3+ 35.
Kh2 - Df2+ 36. Khl né 34. -
Hc8 35. Db3 voru betri leiðir. Jó-
hann aflífar hinn svarta hrókinn
með ískaldri ró:
35. Dxc7! - Df3+ 36. Kh2 -
Df4+
Eða 36. - Rg4+ 37. Kgl -
Df2+ 38. Khl - Dh4+ 39. Kg2 -
Df2+ 40. Kh3 - Df3+ 41. Kh4
og vinnur. Hvíta drottningin ver
berskjaldaðan maka sinn úr íjar-
lægð!
37. Khl - Dh4+ 38. Kg2 - Dg4+
39. Kf2 - Dxd4+ 40. He3 -
Jóhann Hannes Hlífar
Hjartarson Stefánsson
Rg4+ 41. Kf3 - Dxe3+ 42. Kxg4
- h5+ 43. Kxh5 - Df3+ 44. Kh4
- Dxf6+ 45. Kg3 og svartur gafst
upp.
Teflt er kl. 17 virka daga á
Skákþingi íslands, en kl. 14 um
helgar. Yfirdómari á mótinu er
Þráinn Guðmundsson, alþjóðlegur
skákdómari.
Sveitakeppni hjá Helli
á föstudag
Síðastliðið vor efndi Taflfélagið
Hellir til svokallaðrar klúbba-
keppni í samvinnu við VISA ís-
land. Á annað hundrað skákmenn
tóku þátt í þessari skemmtilegu
keppni, þar á meðal fjölmargir sem
lítið eða ekkert hafa teflt á opin-
berum skákmótum um margra ára
skeið. Næsta föstudagskvöld efnir
Hellir til svipaðrar keppni, þar sem
keppt verður í fjögurra manna
sveitum. Tefldar verða 9 umferðir
með 7 mínútna umhugsunartíma.
Keppnin hefst klukkan 20 og er
haldin í Hellisheimilinu, Þöngla-
bakka 1, Mjódd.
Öllum er heimil þátttaka í mót-
inu og sveitirnar má mynda á
hvern þann hátt sem menn kjósa
sér. Nú þegar eru á annan tug
sveita skráðar og greinilegt er að
mikill áhugi er á þessari keppni.
Þeir sem hafa hug á að taka
þátt í sveitakeppninni geta skráð
sig í símum 557-7805 (Daði), eða
581-2552 (Gunnar). Einnig er
hægt að skrá sig á skákstað. Þátt-
tökugjald er 1.600 kr. á sveit.
Framvegis er hugmyndin sú að
„klúbbakeppnin" verði einungis
fyrir raunverulega klúbba og verði
haldin á vorin. „Sveitakeppnin"
verður hins vegar haldin á haustin
og fyrir hana mega skákmenn
mynda sveitir að viid.
Krislján Eðvarðsson efstur
á atkvöldi Hellis
Taflfélagið Hellir stóð fyrir at-
kvöldi mánudaginn 8. september
s.l. Á atkvöldunum eru tefldar 6
umferðir, fyrst 3 hraðskákir en
siðan 3 atskákir með 20 mínútna
umhugsunartíma. Kristján Eð-
varðsson sigraði örugglega á mót-
inu, vann allar skákir sínar og
hlaut að launum rnáltíð fyrir tvo
hjá Pizzahúsinu. Úrslit á atkvöld-
inu urðu sem hér segir:
1. Kristján Eðvarðsson 6 v.
2. Einar Hjalti Jensson 5 v.
3. -7. Árni Ármann Árnason,
Andri Áss Grétarsson, Erlingur
Hallsson, Gunnar Nikulásson og
Hrólfur K. Valdimarsson 4 v.
o.s.frv.
Þátttakendur voru 20. Skák-
stjóri var Vigfús Vigfússon.
Skákskóli íslands
Vetrarstarf Skákskóla íslands
fer nú senn að hefjast og mun
kennsla í byijenda- og framhalds-
flokkum hefjast kennsluvikuna
15.-20. september. Aðalkennarar
í þessum flokkum verða þeir Davíð
Ólafsson og Sigurður Daði Sigfús-
son og ennfremur mun Guðfríður
Lilja Grétarsdóttir annast kennslu
stúlkna á fyrri haustönn. Nám-
skeiðin verða byggð upp með svip-
uðum hætti og áður. Kennt verður
einu sinni í viku 1 ‘/2 klst. í senn
í hveijum byijendaflokki og 2 klst.
í framhaldsflokkum. Við lok fyrstu
haustannar verður haldið veglegt
skákmót með glæsilegum verð-
launum.
Námskeiðsgjald í byijendaflokki
er 4.500 kr. og 6.000 kr. í fram-
haldsflokki. Þá er veittur sérstakur
systkinaafsláttur. Skráning og
nánari upplýsingar eru á skrifstofu
Skákskóla Islands í síma 568-9141
alla virka daga frá kl. 10-13.
Daði Örn Jónsson
Margeir Pétursson
Skriðklukka
(Campanula rapunculoides)
ÞAð ER kominn septem-
ber og stöðugt fækkar
þeim tegundum blóma og
runna, sem eru í blóma.
Stór ættkvísl blóma skart-
ar þó sínu fegursta frá því
síðari hluta júlí, allan ág-
ústmánuð og talsvert fram
í september. Þetta er ætt-
kvíslin Campanula eða
bláklukka.
Bláklukkuættkvíslin
vex á norðurhveli jarðar,
einkum í Miðjarðarhaf-
slöndunum og í Litlu- og
Mið-Asíu. Bláklukkur
vaxa norður eftir allri
Evrópu og meira að segja
vaxa tvær tegundir villtar
hérlendis, bláklukka og
fjallabláklukka. Bláklukk-
an er ein af einkennisjurt-
um Austurlands, en vex
aðeins á stöku stöðum þar
fyrir utan. Fjallabláklukk-
an er enn sjaldgæfari, hún
vex hátt til fjalla og finnst
helst umhveríis Eyjafjörð.
Margir telja að dreifing
þessara tveggja tegunda
sýni, að þær hafi lifað af síðustu
ísöld á svokölluðum miðsvæðum,
snjólausum svæðum, sem hafa
staðið upp úr jökulbreiðunni, og
síðan hafi þær dreifst Iítillega út
frá þessum miðsvæðum.
Bláklukkan íslenska ber flest
einkenni þessarar ættkvíslar.
Nafnið eitt segir til um lögun
blómsins, en latneska heitið
Campanula táknar einmitt lítil
klukka. Bláklukkurnar hafa 5
ydd, samvaxin krónublöð, krónan
er ýmist trektlaga,
bjöllulaga, eins og
hjá íslensku blá-
klukkunni, eða mikið
opin, jafnvel nær al-
veg hjóllaga. Blöðin
mynda hvirfingu við
jörð, þau eru ýmist
heil eða smátennt,
oft lensu- eða hjarta-
laga. Blómleggurinn
er grannur, oft blað-
laus, einkum hjá lág-
vaxnari tegundum.
Stöngullinn ber
ýmist eitt blóm, líkt
og hjá fjallablá-
klukkunni, eða fleiri.
Blómliturinn er eins
og íslenska nafnið
bendir til, oftast blár, en hann
spannar þó frá hvítu um fölblátt
yfir í dökkblátt. Eins eru til bleik-
ar tegundir og fjólublátt er nokk-
uð algengt. Örfáar gular blá-
klukkur eru til, en þær eru mjög
sjajdgæfar í ræktun.
í bláklukkuættkvíslinni eru 250
- 300 tegundir, afar breytilegar
að stærð, allt frá tommu háar upp
í mannshæð. Bláklukkurnar eru
ýmist einærar, tviærar eða fjölær-
ar. Þær eru margar hveijar fylli-
lega harðgerðar hérlendis þótt
sumar dekurplöntur eigi best
heima í köldu gróðurhúsi. Betle-
hemstjarnan, sem var mjög vin-
sælt inniblóm hér áður fyrr, til-
heyrir einmitt þessari ættkvísl.
Sú bláklukka sem ég ætla að
fjalla sérstaklega um núna flokk-
ast þó alls ekki undir dekurplöntu-
hópinn. Sjálfsagt á enginn garð-
eigandi með snefil af sjálfsvirð-
ingu að viðurkenna að hún vaxi
í hans garði, því skriðklukkuna
flokka flestir sem argasta illgr-
esi. Danir kalla hana havepest og
að eina rétta ræktunaraðferðin
við hana sé stór skófla til að grafa
hana upp. Illgresi - en þá er þetta
fallegasta illgresi, sem ég hef
eignast. Skriðklukkan er 50 - 100
sm há með beinum blöðóttum
stönglum. Neðri blöðin eru mjó-
hjartalaga en þau efri lensulaga.
Blómklukkurnar eru dijúpandi í
löngum einhliða klasa. Þær eru
fjólubláar að lit en til er hvítt
afbrigði. Skriðklukk-
an byijar að
blómstra í ágústlok.
Hún er mesta garða-
prýði þar sem hún
lyftir sér upp yfir
hálfsölnaða ná-
granna og stendur
vel af sér veður. Hún
er skemmtileg í vasa,
þótt hún standi ekki
lengi, en maður þarf
ekki að hafa sam-
viskubit af að kippa
upp þeim mun fleiri
blómstönglum. Eins
og nafnið bendir til
skríður skriðklukkan
ótæpilega um með
löngum jarðrenglum.
í blómabeði er best að rækta hana
í djúpu keri, en hún væri skemmti-
leg í villtum garði eða blómaengi.
Það er undir hæð bláklukkn-
anna komið, hvar þær eru ræktað-
ar í garðinum. Smávaxnar blá-
klukkur, eins og íslenska blá-
klukkan, eiga einstaklega vel
heima í steinhæðum, enda flestar
upprunnar í fjalllendi, en þær
stærri sóma sér vel í blómabeðum
meðal annarra fjölæringa.
Bláklukkur almennt þrífast
ágætlega í venjulegri garðmold
sem er þokkalega framræst. Blá-
klukkur eru ekki kvillasamar jurt-
ir, þó geta sniglarnir ekki stillt
sig um að sýna dálæti sitt á þeim
á áþreifanlegri hátt en garðeig-
endum líkar. Bláklukkum er yfir-
Ieitt auðvelt að fjölga, hvort held-
ur með sáningu, skiptingu eða
græðlingum. Venjulega eru fræ
af mörgum blákiukkutegundum á
frælista G.í.
s.Hj.
BLOM
VIKUNNAR
368. þáttur
Umsjón Ágústa
Björnsdóttir
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Bridsfélag Hafnarfjarðar
•v
Vetrarstarf Bridsfélags Hafnar-
fjarðar hófst mánudaginn 8. sept-
ember með þriggja kvölda Mitchell-
tvímenningi. Formaður félagsins,
Ásgeir Ásbjörnsson, bauð spilara
velkomna á fyrsta spilakvöldið og
minntist Árna Þorvaldssonar, heið-
ursfélaga félagsins, er lést í sumar.
Úrslit fyrsta spilakvölds starfs-
ársins urðu þessi:
N-S riðill:
Ásgeir Ásbjömsson - Dröfn Guðmundsdóttir 204
Ingvar Ingvarsson - Atli Hjartarson 183
Jón Gíslason - Snjólfur Ólafsson 182
A-V riðill:
Halldór Stefánsson - Valdimar Axelsson 188
Halldór Einarsson - Bjami Óli Sigursveinsson 178
Ólafur Ingimundarson - Sverrir Jónsson 172
Miðlungur var 168
Athygli er vakin á að til verð-
launa í fyrstu keppninni gilda tvö
bestu kvöldin af þremur, sem
keppnin spannar yfir, þannig að
ekkert er til fyrirstöðu að nýir spil-
ara láti sjá sig næsta mánudags-
kvöld. Spilað er í félagsálmu
Haukahússins, innkeyrsla er frá
Flatahrauni.
Bridsfélag Hreyfils
Ágæt mæting var hjá bílstjórunum
sl. mánudagskvöld. 23 pör spiluðu
í tveimur riðlum og urðu úrslit þessi
í N/S:
Sigurleifur Guðjónss. - Róbert Geirsson 283
Ámi Halldórsson - Þorsteinn Sigurðsson 260
Ingunn Sigurðard. - Eiður Gunnlaugsson 243
Hæsta skor í A/V:
Flosi Ólafsson - Sigurður Ólafsson 277
ÓskarSigurðsson-ÞorsteinnBerg 253
Friðbjöm Guðmundss. - Björn Stefánss. 227
Reynir Haraidsson - Daniel Halldórsson 227
Á mánudaginn kemur hefst
tveggja kvölda tvímenningskeppni.
Spilað er í Hreyfilshúsinu við Grens-
ásveg, 3. hæð.
Bridsfélag Suðurnesja
Vetrarstarf félagsins hófst sl.
mánudagskvöld með eins kvölds
tvímenningi. Björn Dúason og
Reynir Karlsson sigruðu. Næsta
mánudagskvöld verður einnig eins
kvölds keppni en síðan hefst alvar-
an, þriggja kvölda hraðsveita-
keppni, JGP-mótið.
Þessu móti lýkur 6. október en
13. október hefst fjögurra kvölda
tvímenningur þar sem 3 efstu
kvöldin telja til úrslita.
Aðalsveitakeppni félagsins hefst
10. október og verður spiluð næstu
5 mánudaga eða til 8. desember.
Jólatvímenningurinn verður spil-
aður 15. desember og hin vinsæla
keppni „Vanir-óvanir“ milli jóla og
nýárs eða nánar tiltekið 29. desem-
ber.
Eftir áramótin verður síðari hluti
aðalsveitakeppninnar en spilakvöld-
in ráðast af fjölda sveita.
Spilað er í félagsheimilinu við
Sandgerðisveg.