Morgunblaðið - 12.09.1997, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 12.09.1997, Qupperneq 60
3T ■ft gnccnm grein i«w M'AiuAMtfurr 0BIINAÖARBANKI ÍSUNDS Jtewii£d -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@R1TSTJ.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Sjávarútvegsráðherra um dóminn í Sigurðarmálinu . Hefur áhrif á sam- skipti þjóðanna UNDIRRETTUR í Bodö í Noregi hefur, að kröfu norska ákæruvalds- ins, dæmt skipstjórann á Sigurði VE og útgerð hans til greiðslu sekt- ar að upphæð 4,3 milljónir króna. Ákveðið hefur verið að áfrýja dómn- um til hærra dómstigs. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að sér blöskri niðurstaða dómsins . og að hann hljóti að hafa áhrif varð- andi samstarf þjóðanna almennt og sameiginlega nýtingu fískistofna. Dómurinn vonbrigði Sigurður Einarsson, eigandi Sig- urðar VE, segir dóminn vonbrigði og verið sé að hengja þá fyrir algjör smáatriði. Dómurinn klofnaði um CJ Mest raf- orkusala á Islandi HORFUR eru á að um alda- mótin verði raforkunotkun á íbúa meiri á Islandi en nokk- urs staðar annars staðar í heiminum. íslendingar voru árið 1995 í öðru sæti á eftir Norðmönnum með um 17.500 kWst. orkunotkun á íbúa á ári. Norðmenn notuðu um 25.000 kWst. á ári. Áætlanir gera ráð fyrir að um aldamót verði raf- orkunotkun íslendinga 26.500 kWst. á ári á mann. Gert er ráð fyrir að orkusala til almenningsveitna aukist um 60 GWst. á ári fram til alda- móta. Þessi viðbót og þeir orkusamningar sem Lands- virkjun hefur gert við ISAL, Norðurál og Járnblendiverk- smiðjuna þýða að raforkunotk- un á íslandi mun aukast um 50% fram til aldamóta. Orku- sala Landsvirkjunar mun þá nema 7.500 GWst. á ári. Nýtir 10% Halldór Jónatansson, for- stjóri Landsvirkjunar, sagði að Landsvirkjun hefði í dag nýtt um 10% af nýtanlegri vatns- og gufuorku landsins. Um aldamót yrði þetta hlutfall komið í 15%. Hann sagði að Norðmenn hefðu nú þegar nær fullnýtt sína vatnsorku. Þeir hefðu uppi áform um að nota jarðgas til raforkufram- leiðslu, en andstaða væri við það. Halldór sagði að við áfram- haldandi orkunýtingu í fram- tíðinni væri mikilvægt að taka í auknum mæli tillit til um- hverfissjónarmiða. Þetta ætl- aði Landsvirkjun að gera og þess vegna hefði stjórn fyrir- tækisins samþykkt sérstaka umhverfisstefnu. Ráðinn yrði sérstakur umhverfisstjóri sem væri ætlað að fylgja umhverf- isstefnu fyrirtækisins eftir. ■ Landsvirkjun ræður/30 það atriði hvort beita ætti heimild- um til að sekta útgerðina og taldi minnihlutinn ekki tilefni til þess. Kristbjörn Árnason, skipstjóri á Sigurði VE, kvaðst lítið búinn að sjá af dómsniðurstöðunni nema í fjöl- miðlum en sagðist ekki hafa reiknað með að niðurstaðan yrði svona af- dráttarlaus staðfesting á aðgerðum strandgæslunnar og kröfum norska ákæruvaldsins. Blöskrar niðurstaðan „Manni blöskrar þessi niður- staða,“ sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra. „Það var al- veg ljóst þegar Sigurður var tekinn að það setti stórt strik í reikninginn í sambúð þessara þjóða og þessi dómur er einfaldlega framhald af því.“ Aðspurður sagði Þorsteinn að dómurinn hefði neikvæð áhrif á samskipti þjóðanna. „í sjálfu sér getur maður ekki sakast við dóm- stóla heldur fyrst og fremst við ákvarðanir stjórnvalda sem leiða til þessa en ekki dóminn sem slíkan. Það er augljóst að Norðmenn hafa ekki gert neitt til þess að bæta sam- búðina og þetta hlýtur að hafa áhrif varðandi sameiginlega nýtingu fískistofna og samskipti þjóðanna að öðru leyti." ■ Erum/6 Leikskóla- kennarar í baráttuhug LEIKSKÓLAKENNARAR fjöl- menntu á baráttufund sem hald- inn var í gær þegar tíu dagar voru til boðaðs verkfalls sem hefst 22. september hafí samn- ingar ekki tekist fyrir þann tíma. Meðal þeirra sem töluðu á fundinum, var Kolbrún Vigfús- dóttir, og sagði hún að félags- mönnum bæri skylda til að standa saman og leggjast á eina ár. Jafnframt vakti hún athygli á tengiliðum sem hefðu það verkefni að leiðbeina félags- mönnum um hvernig ætti að bregðast við þegar vinir og ætt- ingjar leituðu eftir gæslu fyrir sín börn, þar sem ieikskólakenn- arinn væri hvort sem er heima í verkfalli og einnig hvernig best væri að bregðast við í minni sveitarfélögum þegar leikskóla- kennurum væri kennt um að allt atvinnulífíð hefði stöðvast. ■ Hvatning/11 Morgunblaðið/Ásdís Ufi&nrtAt Morgunblaðið/Jón Svavarsson SKRtíFUBLÖÐIN skekktust þegar þau rákust í jörð eftir að vélinni hafði verið ekið í holu á flughlaði á Reykjavíkurflugvelli. Ohapp á flughlaði í flugkeppni SKRÚFUBLÖÐ skemmdust á einni þeirra 19 flugvéla sem taka þátt í flugkeppninni frá Reykjavík til Tyrklands, sem hófst í gærmorgun. Óhappið varð með þeim hætti að skrúfublöðin skekktust þegar þau rákust í jörð á flughlaði á Reykjavík- urflugvelli vegna þess að vélin fór of- an í holu sem þar er í malbikinu. Hreyfillinn var í hægagangi og skemmdist hann því ekki en skrúfu- blöðin skekktust og verður ekki hægt að fljúga vélinni fyrr en skipt hefur verið um þau. Tvær konur eru flugmenn vélar- innar. Reynt var í allan gærdag að útvega skrúfublöð í vélina erlendis frá, en það tókst ekki. Var þá ákveð- ið að athuga hvort nota mætti skrúfublöð af hreyfli annarrar teg- undar án þess að það hefði áhrif á ábyrgðarskilmála hreyfilsins til að freista þess að konurnar gætu tekið þátt í keppninni. Að sögn Gunnars Þorsteinssonar, upplýsingafulltrúa keppninnar, eiga konurnar þrátt fyrfr þessa erfiðleika möguleika á að vera með í keppninni og er reiknað með að þær leggi af stað frá Reykjavíkurflugvelli á ní- unda tímanum en þær verða að leggja af stað fyrir kl. 14. Konurnar fá lánuð svipuð hreyfilblöð á íslandi og voru á vélinni en það skerðir af- kastagetu hennar um 10%. Ný skrúfublöð munu bíða kvennanna þegar þær snúa til baka á leiðinni yf- ir Norður-Atlantshafið. Vélin er af gerðinni Mooney 231, en settur hefur verið í hana hreyfill úr Cessna 402 flugvél. Skrúfan er þriggja blaða og stærri en sú sem fyrir var í vélinni. SIF kaupir stærstu salt- fiskvinnslu Kanada SÖLUSAMBAND íslenskra fiskframleiðenda hf., SÍF, hefur keypt allt hlutafé kanadíska fisk- vinnslufyrirtækisins Sans Souci Seafood Limited í Yarmouth á Nova Scotia í Kanada. Gengið var frá kaupsamningi síðastliðinn mið- vikudag. Einnig hefur SÍF keypt allar eignir, land, fastafjármuni, áhöld og tæki fyrirtækisins Tara Nova í Shelboume á Nova Scotia. SIF tek- ur við rekstri beggja fyrirtækjanna hinn fyrsta október. Kaupverð er ekki gefið upp. Sans Souci er í dag stærsta fyrirtækið í vinnslu, dreifingu og sölu á saltfiski í Norður- Ameríku. Mai-kaðir þess eru fyrst og fremst stór- og ofurmarkaðir í New York og nágrenni og í Miami á Flórída. Fyrirtækið hefur einnig sterka markaðsstöðu í Puerto Rico og á öðrum eyjum í Karíbahafinu. Einnig er Sans Souci með Tekur við rekstrinum um næstu mánaðamót töluverða dreifingu og sölu á heimamarkaði í Kanada. Fyrirtækið fullvinnur allar sínar afurðir og er þurrkun á saltfiski veigamesti þátturinn. Hjá þessu fyrirtæki starfa um 100 manns á tveimur vöktum. Hráefnisþörf á þessu ári er um 9.000 tonn af fiski, sem skilar um 6.000 tonnum af fullunnum afurðum. Ái-leg velta þess er um 1,8 milljarðar króna og fjárhagsleg staða sterk. Eiginfjárhlutfall um mitt þetta ár er um 29%, að sögn Gunnars Amar Kristjánssonar, fram- kvæmdastjóra SIF. „Fyrir þessi kaup var SÍF-samstæðan stærsta einstaka saltfiskfyrirtæki í heiminum. Með þessum kaupum má gera ráð íyrir því að SIF og dótturfyrirtæki þess sé með um 16% saltfiskviðskipta í heiminum. Kaup þessi munu ekki aðeins styrkja stoðir SIF og dótturiýrir- tækja þess, heldur einnig þá framleiðendur sem starfa með SIF. Þessi kaup munu einnig hafa þau áhrif að velta SIF-samstæðunnar mun aukast um á annan milljarð króna þegar tekið er tillit til allra innri viðskipta. Einnig er fyrirséð að kaupin munu hafa áhrif til aukningar á þeim hagnaði sem ráð var fyrir gert á þessu ári,“ seg- ir Gunnar Öm Kristjánsson. I SIF-samstæðan/19

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.