Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLA.ÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið/Þorkell
VERKIÐ vekur ákveðnar spurningar um tengsl ástar og dauða og ástar og ofbeldis. Kristín
Ómarsdóttir segir að í raun sé ekki hægt að horfa fram hjá dauðanum þegar fjallað er um
homma. „Ástin er líka óhjákvæmilega tengd ofbeldinu; þú elskar og meiðir þig, þannig er það.“
SÖGUMAÐUR bregður sér í fjölmörg
hlutverk. „Honum er kannski að vissu
leyti stefnt gegu grallaraskap, gróf-
leika og ofbeldi Hrafns og Geirs í
Öskjuhlíðinni."
Ast, dauði og
ofbeldi
Þetta er klassískt leikrit; það hefur bæði ást
og dauða, ofbeldi, kynlíf og spennu, segir
Auður Bjamadóttir leikstjórí Ástarsögu 3 eft-
ir Kristínu Ómarsdóttur sem verður frumsýnd
í Borgarleikhúsinu í kvöld. Þröstur Helgason
fylgdist með æfíngu á leikritinu sem fjallar
um viðkvæmt efni á teprulausan hátt.
STARSAGA 3 eftir Kristínu
Ómarsdóttur er í raun fleiri
en ein saga sem gerast á
fleirum en einu sviði. Það eru marg-
ar sögur í sögunni, leikrit í leikrit-
inu. Allar fjalla þessar sögur á ein-
hvern hátt um ástina, ástina á ólík-
um sviðum, í mismunandi ljósi. Um
leið fjallar leikritið með ýmsum
hætti um skil eða mót leikrits og
veruleika og um áhrif leikritsins,
eða skáldskaparins, á veruleikann.
Stundum vita leikararnir ekki einu
sinni hvort þeir eru að leika eða
ekki. Eða eru þeir kannski alltaf
að leika?
Leikritið fjallar um tvo leikara
og vini, Hrafn og Geir, sem leika
saman í leikriti um tvo homma sem
eiga stefnumót í Öskjuhlíðinni. Milli
þess sem við fáum að fylgjast með
þeim í hlutverkum sínum er brugðið
upp myndum af þeim í búningsher-
bergi leikaranna. Þar er skyggnst
inn í einkalíf þeirra sem stundum
virðist vera undir áhrifum frá leik-
húslífinu og skáldskapnum. Sá sem
tengir svo þessa tvo heima saman
er sögumaðurinn sem er raunar
ekki allur þar sem hann er séður.
Spurning um hlutverk
„Það sem hreif mig mest við
verkið í upphafi,“ segir Auður
Bjarnadóttir leikstjóri, „voru and-
stæðurnar á milli annars vegar hins
léttleikandi og fyndna texta og svo
hins vegar alvarleikans og ljóðræn-
unnar. Við vinnum mjögmikið með
þessar andstæður og látum þær
kallast á í verkinu.
Svo eru þarna tvær sögur sem
skarast á mjög spennandi hátt í
miðju verki, leikritið sem leikararn-
ir eru að leika fer að hafa áhrif á
einkalíf þeirra. Og það er raunar
ekki nóg með að við höfum leikrit
í leikritinu heldur er múrinn milli
áhorfenda og leikara rofinn, við
gerum veruleikann að hluta af leik-
ritinu. Leikritið snýst að verulegu
leyti um hlutverk; hvenær er ég
leikari og hvenær ekki, hvenær er
ég hommi og hvenær ekki, hvað er
að vera vinur og hvenær snýst vin-
átta upp í ást, það vakna enda-
lausar spurningar um hlutverk.
Og svo var hlutverk sögumanns
mjög opið, við gátum eiginlega gert
það sem við vildum við hann. Ég
lagði mikla áherslu á að flétta hann
inn í söguna. Honum er kannski að
vissu leyti stefnt gegn grallaraskap,
grófleika og ofbeldi Hrafns og Geirs
í Öskjuhlíðinni. Sögumaðurinn á sér
nefnilega líka sögu sem er undir-
liggjandi í leikritinu og afskaplega
ljúfsár.
Stundum hefur verið svolítið erf-
itt að fóta sig í þessu verki því það
er svo margþætt. Textinn er bæði
ástríðufullur, fyndinn, grófur og
grallaralegur en um leið leynast
tragískir þættir á bak við. Leikritið
er ögrandi á margan hátt.“
Þetta er bara ástarsaga
Verkið vekur upp ákveðnar
spurningar um tengsl ástar og
dauða og ástar og ofbeldis. Kristín
Ómarsdóttir segir að í raun sé ekki
hægt að horfa fram hjá dauðanum
þegar fjallað er um homma. „í ljósi
síðustu tveggja áratuga er ekki
hægt að horfa fram hjá dauðanum
í lífi homma. Ástin er líka óhjá-
kvæmilega tengd ofbeldinu; þú
elskar og meiðir þig, þannig er það.
Kynlíf og ofbeldi eru sömuleiðis
tengd."
„Sagði ekki Oscar Wilde að allir
drepi yndið sitt,“ bætir Auður við.
„Þetta er klassískt leikrit; það hefur
bæði ást og dauða, ofbeldi, kynlíf
og spennu."
Mér þykir líka sérstaklega vænt
um að vera með nýtt íslenskt leikrit
íhöndunum; hér er Öskjuhlíðin, 17.
júní og fleira sem við þekkjum, þetta
er okkar samtími og okkar veruleiki
o g því snertir verkið okkur ef til
vill meira en ella. Umfjöllunarefnið
er líka svolítið viðkvæmt. Sjálf hef
ég kynnst heimi homma töluvert sem
ballettdansari og það eru miklir for-
dómar í gangi; kannski vinnur leik-
ritið að einhverju leyti á móti þeim
en við hræðumst hins vegar ekki
hommaklisjurnar."
Kristín segir að leikritið eigi ekki
að vera ádeila. „Og það á ekki að
sjokkera, það er ekkert í þessu leik-
riti sem myndi teljast gróft eða
hneykslandi ef það kæmi fram í leik-
riti um gagnkynhneigða. Þetta er
bara ástarsaga."
Árni Pétur Guðjónsson og Þórhall-
ur Gunnarsson leika Hrafn og Geir
í verkinu en Þorsteinn Gunnarsson
fer með hlutverk sögumanns. Lýs-
ingu annast Lárus Björnsson, hljóð
er í höndum Ólafs Arnar Thoroddsen
og Hákons Leifssonar. Leikmynd og
búninga gerði Þórunn Jónsdóttir.
Sýningum lýkur
Gallerí Ingólfsstræti 8
SÝNINGU þýsku listakonunnar
Lore Bert sem staðið hefur yfir í
Galleríi Ingólfsstræti 8 frá 14. ágúst
lýkur nú um helgina.
Yfírskrift sýningarinnar er Meng-
enlehre - Mengjafræði, og sýnir
Lore Bert verk unnin í handunninn
pappír frá Nepal og Japan, og neón-
Ijósverk.
Gallerí Ingólfsstræti 8 er opið
fimmtudaga til sunnudaga frá kl.
14-18.
Norræna húsið
Tvær sýningar hafa staðið yfir í
Norræna húsinu undanfamar vikur.
Þær eru: On Iceland 1997, sem er
alþjóðleg sýning sem einkum lýtur
að tímatengdri myndlist og sýning á
ljósmyndum frá Samabyggðum
Finnlands sem Jukka Suvilehto hefur
tekið.
Báðum þessum sýningum lýkur
nú um helgina þ.e. sunnudaginn 14.
september.
On Iceland er opin frá kl. 14-9
og ljósmyndasýningin er opin alla
daga frá kl. 9-18 nema sunnudaga
frá kl. 12-18.
Lónakot
Sýningu Sigurrósar Stefánsdótt-
ur í Lónakoti, Skagafirði, lýkur nú
um helgina. Viðfangsefni myndanna
er daglegt líf og landslagstónar.
Inga Elín sýnir
skúlptúra
INGA Elín Kristinsdóttir opnar
sýningu á morgun, laugardag kl.
15-17, á skúlptúrum úr stein-
steypu og gleri í Galleríi Horninu,
Hafnarstræti 15. Sýningin ber yf-
irskriftina „Leyndarmálið".
Inga Elín stundaði listnám við
Myndlistaskóla Reykjavíkur
1972-74 og við MHÍ 1974-78 og
'81-82. Þá hélt hún til Danmerkur
í framhaldsnám við Danmark De-
sign skole og stundaði þar nám
1983-88. Lokaár sitt í Danmörku
hlotnaðist Ingu Elínu „Kunst-
haandværkerprisen". Inga Elín
hefur haldið fjölda einkasýninga
hér heima og erlendis. Hún er nú
bæjarlistamaður Mosfellsbæjar
1997.
Sýningin stendur til 1. október
og verður opin alla daga frá kl.
11-23.30. Verk Ingu Elínar Kristinsdóttur.
Dönsk mynd í Norræna húsinu
DANSKA kvikmyndin „Busters verd-
en“ verður sýnd sunnudaginn 14.
september kl. 14.
„Busters verden" er margverð-
Iaunuð dönsk bama- og fjölskyldu-
mynd eftir Bille August, byggð á
sögu Bjame Reuter. Buster Oregon
Mortensen er 10 ára gutti, hann er
mikill draumóramaður og hefur fjör-
ugt ímyndunarafl. Buster er einnig
nokkuð fær töframaður og úrræða-
góður með eindæmum. Myndin er
með dönsku tali, og er 91 mín. að
lengd. Aðgangur ókeypis.
Brúðuleik-
sýning og
fyrirlestrar
á Jakútíu-
dögum
í TENGSLUM við myndlistarsýn-
ingu Alexöndru Kjuregej og Jóns
Magnússonar í MIR-salnum,
Vatnsstíg 10, mun Hallveig
Thorlacius sýna brúðuleik sinn
„Minnsta tröllastelpan í heimi“ í
bíósal MÍR við Vatnstíg, á morg-
un, Iaugardag kl. 14.30. Að-
gangseyrir rennur óskiptur til
greiðslu á kostnaði við ferðir
listamannanna frá Jakútíu, þeirra
Nikolaj Pavlovs og Júrí Spiri-
donovs sem nú sýna verk sín í
Ráðhúsinu við Vonarstræti og
Nýlistasafninu við Vatnsstíg.
Daginn eftir, sunnudag kl. 14.30,
verða listamennirnir gestir MÍR
í bíósalnum og spjalla þá um
heimaland sitt Sakha-Jakútíu,
eitt víðlendasta hérað Rússlands,
segja frá landi og landkostum,
þjóðlífi og menningu. Mál þeirra
verður túlkað á íslensku, en að-
gangur er ókeypis.
Margrét Ulrich
Bóasdóttir Eisenlohr
Ljóðatónleik-
ar í Listasafni
Kópavogs
MARGRÉT Bóasdóttir sópran-
söngkona og Ulrich Eisenlohr
píanóleikari halda tónleika í
Listasafni Kópavogs sunnudags-
kvöldið 14. september kl. 20.30.
Efnisskrá tónleikanna er að
mestu sú sama og var á tónleik-
um er þau héldu í ýmsum borgum
Þýskalands fyrr á árinu; íslenskar
þjóðlagaútsetningar eftir Fjölni
Stefánsson, ljóðasöngvar eftir F.
Schubert, Jórunni Viðar, E. Gri-
eg, Jónas Tómasson og Jón Hlöð-
ver Áskelsson.
Margrét Bóasdóttir og Ulrich
Eisenlohr stunduðu samtímis
nám við ljóðadeild Tónlistarhá-
skólans í Stuttgart og hafa hald-
ið fjölmarga tónleika saman.
Veflist í
Stöðlakoti
FRÍÐA S. Kristinsdóttir opnar
sýningu í Stöðlakoti, Bókhlöðu-
stíg 6, Reykjavík,_ á morgun,
laugardag kl. 15. Á sýningunni
eru myndverk og þrívíð verk úr
vír, pappír, roði og hör, ofin með
tvöföldum vefnaði.
Fríða er mynd- og hand-
menntakennari við Handíðabraut
Fjölbrautaskólans í Breiðholti.
Hún er með vinnustofu í Listhús-
inu við Engjateig. Hún rekur
ásamt sjö listakonum Kirsubeija-
tréð Vesturgötu 4.
Sýningin er opin alla daga frá
kl. 14-18 og henni lýkur 28.
september.
Myndlistarsýn-
ingáCafé 17
GUÐMUNDUR Helgi mynd-
verkamaður hefur opnað sýningu
á verkum sínum í Café 17,
Laugavegi 91. Á sýningunni eru
myndir unnar með blandaðri
tækni.
Þetta er þriðja einkasýning
Guðmundar Helga. Sýningin er
opin til 6. október á opnunartíma
Café 17.