Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 23 LISTIR • • Orugmir flutningrir TÓNUST Iláskólabíð SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Rossini, Moz- art, Dvorák, Rakhmaninov, Pro- kofiev, Chabrier, Puccini, Léhár og Ravel. Einsöngvari: Hanna Dóra Sturludóttir. Hljómsveitar- stjóri: Keri-Lynn Wilson. Kynnir: Jónas Ingimundarson. Fimmtudag- urinn 11. september 1997. SINFÓNÍUHUÓMSVEIT ís- lands hefur vertrarstarf sitt með þrennum kynningartónleikum. Efnisskráin er samansett af vin- sælum tónverkum og kallaðar til samstarfs við hljómsveitina voru tvær ungar tónlistarkonur, Hanna Dóra Sturludóttir, sem er hefja sinn starfsdag sem söngvari, og Keri-Lynn Wilson, íslenskættaður Kanadabúi, sem getið hefur sér gott sem hljómsveitarstjóri vest- anhafs. Tónleikarnir hófust á forleikn- um að óperunni Þjófótti skjórinn, eftir Rossini, sem Keri-Lynn Wil- son stjórnaði af myndugleika. Annað viðfangsefnið var arían Come scoglio, úr Cosi fan tutte, eftir Mozart, Hanna Dóra sem syngur í fyrsta sinn á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands, söng þessa frægu aríu af öryggi en af helst til mikilli hógværð eða réttara sagt gætni, hélt öllu sínu vel til haga. Hanna Dóra hefur góða rödd og hefur heyjað sér góða tækni og vantar aðeins að sleppa fram af sér beislinu. Dvorák átti þriðja verkefnið, Slavneskan, dans nr. 2, sem fiðl- urnar „sungu“ fallega. Vókalísan eftir Rakhmaninov er falleg tón- smíð og er vandi að láta hana „fljóta" eða líða áfram með mjúk- um hryn. Það vantaði nokkuð á þá kyrrð, sem yfir þessu verki á að ríkja, og á köflum mátti merkja þá tæpu óvissu í hljóðfalli, sem getur tekið á sig sérkennilegar myndir, án þess að nokkuð fari úrskeiðis. Hanna Dóra söng Vok- alíuna á köflum fallega. Klassíska sinfónían, eftir Pro- kofiev, varð fyrir klappi á milli kafla enda ekki greint frá kafla- skipan verksins í efnisskrá sem er þó sjálfsögð fagleg kurteisi. Margt var vel gert í þessari skemmtilegu sinfóníu en í heild var verkið of hratt flutt, svo að fyrsti kaflinn hafði ekki yfir sér hið klassíska yfirbragð og í Ga- vottuna vantaði sveifluna en loka- Morgunblaðið/Golli Góð söngkona en vantaði að sleppa fram af sér beislinu. kaflinn varð allt of órólegur. Það má segja að klassíska sinfónían eftir Prokofiev hafi „skotist fram- hjá og rétt mátt vera að því að heilsa“. Espana eftir Chabrier er eins konar dægurlagasyrpa, skemmti- lega rituð fyrir hljómsveitina og sannkölluð veisla fyrir blásarana, er áttu marga góða tónhending- una, undir öruggri stjórn Keri- Lynn Wilson. Hanna Dóra Sturlu- dóttir flutti söng Mimiar úr óper- unni La Bohéme, eftir Puccini, sem hún söng mjög vel og sama má segja um Vilja sönginn úr Kátu ekkjunni eftir Lehár. Allt sem Hanna Dóra gerði var yfir- vegað og vel mótað með skýrum framburði en það sem vantaði, var að sleppa fram af sér beislinu og syngja út. Það er ljóst að Hanna Dóra Sturludóttir er góð söngkona en leiðin upp til Parnassum er löng og torsótt. Tónleikunum lauk með La Vals eftir Ravel, sem hljómsveitin lék mjög vel undir stjórn Keri-Lynn Wilson, sem gaman væri að heyra í flutningi verka, er hún sjálf teldi henta sér best, því víst er þarna á ferðinni góður hljómsveitarstjóri enda stjórnaði hún allri efnis- skránni utan að og rak hvergi svo í vörðurnar að eftir væri tekið. Kynnir á tónleikunum var Jónas Ingimundarson er gladdi áheyr- endur með nokkrum kímilegum tónlistarsmásögum. Jón Ásgeirsson Frumskógar- sveiflan slær í gegn TONLIST II ó t c I S a g a DJASS Á RÚREK Pierre Dorge og New Jungle Orchestra ÞEIR komu, sáu og sigruðu í Reykjavík á miðvikudagskvöld, meistari Pierre Dorge og frumskóg- arsveitin hans: New Jungle Orch- estra. Pierre er sosum ekki óvanur að heilla íslendinga uppúr skónum. í fyrra voru tónleikar kvartetts hans á RúRek slíkt eyrnakonfekt að fagn- aðarlátum ætlaði aldrei að linna og 1991 var hann hér með tríói sínu í bland við íslendinga og Svía. Tónleikar Dorge á RúRek á mið- vikudagskvöld í boði danska sendi- ráðsins og Jazzvakningar, voru ekki aðeins veisla fyrir eyrað heldur og augað. Spilagleðin geislaði af hljómsveitinni og sérhver tónn átti sér samsvörun í líkamshreyfingum. Gamalreyndur tónlistarmaður sagði við mig eftir tónleikana: „Svona eiga tónleikar að ve/a, samtvinnuð list og skemmtun. Eg er orðinn of gamall til að hafa tíma fyrir leið- indi.“ Og annar bætti við: „Ég gat varla setið kyrr, en þá komu mér í hug orð Gugge Hedrenius á Nor- rænu útvarps-jassdögunum 1990. „Hér er ekkert pláss til að dansa svo þið verðið bara að dansa í hug- anum.“ Og það gerði ég.“ Efnisskrá Dorges spannaði vítt svið einsog venjulega. Þarna mátti heyra djassklassík á borð við St. Louis Blues eftir W.C. Hándy og The Mooche eftir Duke Ellington; lög sem verið hafa á efnisskránni í áraraðir einsog Sunday in Zúrich eftir Darge og Monkey Forrest eft- ir konu hans Irene Becker, sem er píanisti frumskógarsveitarinnar, svo og splunkunýja ópusa eftir Pi- erre, m.a. Peking Kong úr kín- verska frumskóginum. Af ótrúlegri elju hefur Pierre D^rge stjórnað New Jungle hljóm- sveitinni í 17 ár. Þau voru ríkis- hljómsveit Danmerkur frá 1994-96, fyrst rýþmískra sveita. Það gerði þeim kleift að ferðast um allan heim og auðga tónlistina. Diskur þeirra er kom út í fyrra: Music from the Danish Jungle, er að mínu viti einn fremsti djassdisk- ur þessa áratugar. Állir eru þeir félagar fínir djass- spilarar, en frábærustu sólóana að mínu viti blés þó Jesper Zauten saxófónleikari. Hann hefur verið með Darge frá upphafi og er einn af brautryðjendum hins fijálsa djass í Danmörku. Það hefur löngum ver- ið eitt höfuðeinkenni tónlistar Dorg- es að blása í fijálsdjassstíl villt og tryllt en halda rýþmanum heitum og fagnandi um leið svo hlustand- inn, sem aldrei mundi hlusta á fram- úrstefnublástur, nýtur hvers tóns fram í fingurgóma. Dorge er arkitekt hljómsveitar- innar og mótar tónlistina og semur. Hann gefur þó mönnum sínum frelsi til að koma eigin hugmyndum á framfæri. Þess vegna leiðist engum í frumskógarsveitinni. Ellington og Afríka eru höfuðáhrifavaldarnir, enda helsta formlega tónlistar- kennsla sem Dorge hefur fengið hjá tónlistarmönnum í Ghana og Gambíu og frá Ghana er hinn frá- bæri kongótrommari Ayi Solomon, sem keyrði hrynsveitina áfram ásamt Bent Clausen trommara og Hugo Rasmussen bassaleikara. Hugo, sem fyrst kom til íslands að spila fótbolta 1956 hitti hér Bjarna Fel, gamlan boltafélaga. Hann er einn af dönsku stórbassistunum og kann að syngja Öxar við ána sem skiptir engu máli og plokka bassann einsog Wellman Braud í Ellington bandinu í Cotton Club sem skiptir öllu máli. Þá var hinn ellingtoníski frumskógareldur kveiktur og efldur af urrandi demparablæstri yngsta félagans í sveitinni, Kasper Trand- berg trompetleikara, og Kenneth Agerholm og Mads Hynhe básúnu- leikurum. Kenneth er magnaður básúnuleikari með Tricky Sam og Butter Jackson á hreinu og unun að heyra hann sameina fortíð og nútíð í spuna sínum. Frederik Lund- in er nýliði í bandinu og þekkja margir íslendingar hann frá því hann blés á RúRek með Sigga Fiosa. Hann fellur vel inní hópinn og er allólíkur hinum alvarlega Lundin, er maður hefur helst kynnst, þegar hann blæs frumskóg- armúsíkina. Ógleymanlegir tónleikar ógleym- anlegra listamanna og ekki var það bara hljómsveitin, hljómsveitar- stjórnin og tónskáldskapurinn er Dorge færði okkur - hann er líka einn skemmtilegasti gítarleikari evrópsks djass. Vernharður Linnet Frábært tilboð á golfsettum. Golfskór, Hi-Tec, Rebook, Etonic, ýmsar gerðir 10% afsláttur, 15% stgr. Gönguskór Salomon, Robusta Allt að 40% afsláttur Símar: 553 5320 568 8860 Ármúla 40 Verslunin 5 % staðgreiðsluafsláttur Ein stærsta sportvoruverslun landsins STORUTSALA! Reiðhjól allt að 40% afsláttur 21 gíra DIAMOND EXPLOSIVE með Shimano girum, Grip-Shift, álgjörðum, átaksbremsum, brúsa, standara, gír og keðjuhlff. Gott hjól á frábæru tilboði. Kr. 19.900 stgr. 18.905 (áður kr. 27.300) BRONCO Ultimate 21 gíra álhjól aðeins kr. 33.300, stgr.kr. 31.635, (áður kr. 47.000) Frábært verð á vönduðum SCOTT 21 gíra fjallahjólum m/Alivio gírum frá kr. 29.900, stgr. kr. 28.405 (áður kr. 43.000.) SCOTT 21 gíra STX frá kr. 39.200, stgr. kr. 37.240, (áður kr. 65.300) Bómullarfatnaður Æfingagallar Allt að 30% afsláttur íþróttaskór Adidas, Puma og Reebok Allt að 40% afsláttur 15% afsláttur, 20% stgr. HIPPO golfbolir, peysur og regnfatnaður Regnblússa, áður kr. 5.700, nú 4.800, stgr. 4.560 Golffatnaður Champion, Nike, Puma, Ozon og Adidas Allt að 40% afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.