Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heilbrigðiseftirlitið lokar leikfimissal í Miðbæjarskólanum Veldur vandræðiun í Kvenna- skólanum KVENNASKÓLINN í Reykjavík og Tjarnarskólinn geta ekki leng- ur nýtt leikfimissal Miðbæjarskól- ans við Fríkirkjuveg 1 undir leik- fimikennslu, þar sem salnum hef- ur verið lokað. Ástæðan er að sögn Gerðar G. Óskarsdóttur fræðslustjóra að sturtuklefar og búningsaðstaða sem fylgja saln- um uppfylla ekki kröfur Heil- brigðiseftirlits Reykjavíkur. Niðurstaða Heilbrigðiseftirlits- ins lá fyrir í lok ágúst, rétt áður en skólahaid átti að hefjast og því hefur Kvennaskólinn orðið fyrir töluverðum vandræðum af þessum sökum, að sögn Aðal- steins Eiríkssonar skólameistara. Leikfimikennsla Tjarnarskólans hefur þins vegar verið flutt í gamla ÍR-húsið við Túngötu. Mar- grét Theódórsdóttir skólastjóri Tjarnarskóla segir aðstöðuna þar vera ívið betri, en þykir miður að hafa misst aðstöðuna í Miðbæjar- skólanum þar sem nemendur þurfí nú að fara lengri veg í leikfími. Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri segir að þegar Mið- bæjarskólinn hafi verið gerður upp á síðasta ári hafi allt húsið verið tekið í gegn nema leikfimis- salurinn, baðaðstaðan og anddyrið við hann. En þar sem gera átti upp húsið í skrefum, hefur enn ekki verið lokið við þennan hluta, að sögn Gerðar. Gerður segir hins vegar að málið horfi svolítið öðruvísi við í dag eftir að úrskurður Heilbrigði- seftirlitsins liggi fyrir og telur sennilegt að dýrara sé að taka leikfímisaðstöðuna í gegn en áður hefur verið talið. Búið að gera ráð fyrir leikfiminni í stundaskrá í niðurstöðu Heilbrigðiseftir- litsins segir m.a. að búnings- og baðaðstaða sé algjörlega ónothæf sem vistarvera og skuli því lokað þar til endurbætur hafi átt sér stað. Gerður segir að verið sé að endurmeta nákvæman kostnað hjá byggingadeild Borgarverk- fræðings og hvaða framkvæmdir sé hugsanlega hægt að ráðast í. Sú vinna er á byijunarstigi sam- kvæmt upplýsingum frá Borgar- verkfræðingi, en þar fengust einn- ig þær upplýsingar að verið væri að kanna hvort salinn ætti að nýta sem fundarsal í framtíðinni eða leikfimissal. Morgunblaðið/Þorkell PILTAR úr Kvennaskólanum í körfubolta í ÍR-húsinu í gær. Aðalsteinn Eiríksson skólameist- ari Kvennaskólans segir í samtali við Morgunblaðið að lokun leikfím- issalarins hefði komið mjög flatt upp á hann, því hann hefði átt að vera tilbúinn áður en skólahald hæfíst eins og um var talað í vor. „Við erum því í miklum vandræðum núna vegna þess að við erum búin að gera ráð fyrir leikfími í stunda- skrá nemenda en þar myndast göt ef þeir komast ekki í tíma.“ Áðalsteinn segir að verið sé að leita að aðstöðu annars staðar og bendir reyndar á að hægt sé að komast að I Laugardalshöllinni, þar sem leikfimi fyrir stráka sé nú þegar kennd. Sá kostur sé hins vegar mjög óhagkvæmur fyrir nemendur, þar sem þeir þurfi að gera sér sérstaka ferð til að kom- ast þangað. En verði sá kostur hins vegar fyrir valinu verði að breyta stundatöflu nemenda að nýju og þar með að endurskipu- leggja töflu kennara. Margrét Theódórsdóttir annar skólastjóra Tjarnarskóla segir í samtaii við Morgunblaðið að það hefði verið haft samband við stjórnendur skólans frá Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur í vor og stungið upp á því að leikfimitími nemenda skólans yrði fluttur upp í gamla ÍR-húsið við Túngötu, þar sem salurinn í Miðbæjarskólanum væri kominn í hrörlegt ástand. Margrét segir að málið hafi verið látið standa opið í sumar, en í lok ágúst hefði stjórnendum skólans verið tjáð að það ætti að loka salnum í Miðbæjarskólanum út af heilbrigðisástæðum. í fram- haldi af því hefði verið bent á ÍR-húsið, þar sem ekki væri fjár- magn til að koma leikfimiðsað- stöðunni í Miðbæjarskólanum í viðunandi ástand. Margrét segir það vissulega miður að missa aðstöðuna í Mið- bæjarskólanum, þar sem það væri styttra fyrir nemendur Tjarnar- skóla að fara þangað, en eins og staðan væri í dag væri ÍR-húsið ívið betri kostur. „Það er þó leiðin- legt að þetta skuli vera örlög eins elsta íþróttasalar Reykjavíkur- borgar,“ segir hún og vísar til þess að Miðbæjarskólinn var tek- inn í notkun árið 1898. Alþýðubandalag í Norðurlandi vestra Fundur kjör- dæmisráðs í lok október AÐALFUNDUR kjördæmisráðs Al- þýðubandalagsins í Norðurlands- kjördæmi vestra verður líklega hald- inn í endaðan október. Þar verður til umíjöllunar hvernig staðið verður að uppstillingu á lista flokksins í kjördæminu í næstu alþingiskosn- ingum, en Ragnar Arnalds alþingis- maður, sem leitt hefur listann í kjör- dæminu, hefur tilkynnt að hann muni ekki gefa kost á sér. Jóhann Svavarsson, formaður kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í kjördæminu, sagði í samtali við Morgunbiaðið að umfjöllun um skip- un listans væri mjög skammt á veg komin innan kjördæmisráðsins. Menn væru í raun nýbyijaðir að ræða þetta sín í millum. Á fundi kjördæmisráðsins, sem ráðgerður væri í lok október, yrði væntanlega tekin afstaða til þess hvort farin yrði sú leið að efna til forvals í kjör- dæminu eða hvort uppstillinganefnd myndi stilla listanum upp. ------» » ♦---- Sex slösuðust í árekstri SEX voru fluttir á heilsugæslustöð- ina á Selfossi eftir árekstur sem varð á vegamótum Þingvallavegar og Grafningsvegar við Syðri-Brú í Grímsnesi á áttunda tímanum á miðvikudagskvöld. Annar bíllinn var á leið upp Þing- vallaveg og hinn að koma úr Grafn- ingi þegar þeir rákust á með þeim afleiðingum að annar þeirra lenti á húsi bensínstöðvarinnar á Syðri-Brú og valt. Allir í bílunum voru fluttir á heilsugæslustöð en samkvæmt upp- lýsingum lögreglu á Selfossi voru meiðsli þeirra mun minni en óttast var í fyrstu. Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 4. flokki 1992 4. flokki 1994 2. flokki 1995 Innlausnardagur 15. september 1997. 4. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 7.260.111 kr. 1.452.022 kr. 145.202 kr. 14.520 kr. 4. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 6.075.711 kr. 1.000.000 kr. 1.215.142 kr. 100.000 kr. 121.514 kr. 10.000 kr. 12.151 kr. 2. flokkur 1995: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 5.824.430 kr. 1.000.000 kr. 1.164.886 kr. 100.000 kr. 116.489 kr. 10.000 kr. 11.649 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. [&] HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SÍMI 569 6900 Formaður Alþýðubandalagsins um tekjutengingu barnabóta Breyta verður tekju- skattskerfinu jafnhliða MARGRÉT Frímannsdóttir, formað- ur Alþýðubandalagsins, segir að hug- myndir hennar um að afnema tekju- tengingu barnabóta miðist við að breytingar verði jafnhliða gerðar á tekjuskattskerfínu. Til þyrftu að koma fleiri tekjuskattsþrep og barna- bætumar þyrftu að breytast frá því að vera einhvers konar tekjujöfnun í það að vera aðferð við að gera grein- armun á skattlagningu barnafólks og þeirra sem aðeins hafa fyrir sjálfum sér að sjá. „í þeim anda er dómur sem stjórn- lagadómstóll í Þýskalandi kvað upp, en í honum segir að skattar foreldra skuli alltaf vera lægri en skattar barnlauss fólks, hvort sem tekjur séu háar eða lágar. Munurinn á að reikn- ast út frá lágmarksframfærslukostn- aði bama, en síðan á að nota tekju- skattskerfíð til þess að ívilna sérstak- lega þeim sem eru með lágar tekjur og ná aftur til baka af þeim sem eru með sérstaklega háar tekjur. Þetta er því spurningin um þá hugsun sem er á bak við barnabæturnar. Skattkerfíð á íslandi er ómann- úðlegt gagnvart meðaltekjufólki sem er með böm á framfæri, húsnæðis- skuldir og námslán. Þetta kerfí gerir þessu fólki nánast ófært að bjarga sér. Við verðum því að breyta skatt- kerfinu þannig að tekjujöfnunin fari fram í gegnum tekjuskattskerfíð en barnabæturnar séu hins vegar aðferð til að gera greinarmun á skattlagn- ingu barnafólks og annarra," sagði Margrét. Hún sagði að útreikningar fjár- málaráðuneytisins og niðurstöður jaðarskattanefndar varðandi barna- bæturnar miðuðust við ríkjandi kerfi, en Alþýðubandalagið væri hins veg- ar að ræða um verulegar breytingar á skattkerfinu í heild. „Síðan eru ýmsir tekjustofnar ónýttir, sem gjarnan mættu koma ungu fjölskyldufólki til góða, eins og auðlindagjald fyrir notkun á öllum sameiginlegum auðlindum landsins, hvort sem þær heita vikur, kísilgúr eða óveiddur fískur. Það er því dálítið mikil einföldun að afgreiða málið þannig að afnám tekjutengingar barnabóta kosti rúma flóra milljarða króna. Það er að vísu rétt ef miðað er við óbreytt kerfi, en það er rangt ef skattkerfinu er breytt þannig að tekjuskattskerfið sé notað til tekjujöfnunar og að tekn- ir séu inn nýir tekjustofnar fyrir rík- ið sem sé hluti af þeim tillögum sem við erum að ræða,“ sagði Margrét Frímannsdóttir. Símaskrá í tölvutæku formi Undirbúningxir hafinn að útgáfu FYRIRTÆKIÐ Alnet hefur þegar hafið undirbúning að því að gefa út símaskrá í tölvutæku formi, en Sam- keppnisráð hefur ákvarðað að Póstur og sími hf. veiti þeim keppinautum sem þess óska aðgang að gagna- grunni símaskrár Pósts og síma á sambærilegum kjörum og gilda munu fyrir tölvutæka símaskrá Pósts og síma hf. Hjá Pósti og síma hefur ekki ver- ið tekin ákvörðun um hvort ákvörð- un Samkeppnisráðs verður áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnis- mála. Að sögn Matthíasar Magnússonar hjá Alneti breytir úrskurður Sam- keppnisráðs miklu fyrir Alnet. Tölvusímaskráin sem fyrirtækið hóf útgáfu á árið 1995 hefði aðeins náð yfir fyrirtæki og stofnanir, en ekki einstaklinga, og þá yrði núna loksins hægt að koma með rétta skrá yfir einstaklinga og fyrirtæki. „Það er alveg Ijóst að verði þetta endanleg niðurstaða þá munum við hefla útgáfu símaskrárinnar í tölvu- tæku formi og undirbúningur að því er byijaður á fullu," sagði Matthías.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.