Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 25 LISTIR LOKATÓNLEIKARNIR í Davies Symphony Hall, San Francisco. HAFNFIRÐINGARNIR og krakkarnir frá Soweto í Suður-Afríku. Á ÆFINGU rétt fyrir tónleika í bænahúsinu í Oakland. Söngur ogsól Á liðnu sumri tók Kór Öldutúnsskóla þátt í al- þjóðlegu kóramóti, sem fram fór í nágrenni San Francisco. Egill Friðleifs- son segir hér frá ferðinni. AÐ var í febrúarmánuði 1996 að boð barst til Kórs Öldutúnsskóla um að taka þátt í Golden Gate International Childrens Choral Festival sem fram átti að fara í nágrenni San Francisco sumarið 97. Mótshaldarinn var Piedmont barnakórinn, sem starfar í einu úthverfi San Francisco borgar. Reyndar höfð- um við hitt þennan kór á stóru alþjóðlegu móti í Hong Kong árið 1988 og verið „laus- tengdir" síðan. Hér var vissulega um spennandi verkefni að ræða. Þetta mót er haldið annað hvert ár og ég hafði heyrt mjög vel af því látið. Þangað átti að bjóða 15 kórum úr öllum heimsins hornum til söngs og samvista. V ar nú gerð rækileg úttekt á umfangi ferðarinn- ar, bæði faglega og íjárhagslega. Og í apríl 96 var ákveðið að ráðast í þetta verkefni. Það sem þeirri ákvörðun réð var ekki síst jákvæð viðbrögð menningarmálanefndar Hafnarfjarðar um fyrirgreiðslu en bæjaryfir- völd í Hafnarfirði hafa jafnan sýnt starfi kórsins velvild og skilning. Og þá var bara að bretta upp ermarnar og hefja undirbúning af fullum krafti. Áætlanir voru gerðar um kóræfingar og fjáröflun sem allar stóðust - nema að einu leyti. Það gat enginn séð það fyrir hve dollarinn átti eftir að hækka mikið og þetta var löng ferð og dýr. Maður er jú bara hálfnaður í New York! En til þess eru erfiðleikarnir að sigrast á þeim. OG til að gera langa sögu stutta flaug Kór Öldutúnsskóla á vit ævintýrsins sunnudaginn 22. júní sl. Það er rétt að taka fram að farar- stjórar voru þær Sigríður Björnsdóttir, eigin- kona þess er þetta ritar, og Guðmunda Svav- arsdóttir. Auk þess var með í för Halldór Árni Sveinsson frá Almiðlun ehf, filmaði það markverðasta í ferðinni auk þess að reynast snjall bílstjóri eins og síðar verður greint frá. Eftir góðan kvöldverð og þægilegt flug var lent í Baltimore og gist þar. En þegar við komum á Sheraton hótelið kom í ljós að það vantaði einar fjórar ferðatöskur, sem höfðu einfaldlega oltið úr farangursgeymslu rútunnar hvernig svo sem það gat nú gerst, en fundust brátt á „förnum vegi“ í þess orðs fyllstu merkingu, svo málið leystist farsæl- lega. KÓR Öldutúnsskóla við Golden Gate brúna í San Francisco. Ljósmynd/Egill Friðleifsson Annað óvænt atvik gerðist á Hótel Shera- ton. Er við höfðum sofið af nóttina og feng- ið okkur hressandi sundsprett í kaldri laug- inni morguninn eftir ætluðum við í morgun- verð. Kom þá í ljós að enginn hafði búist við hópnum í morgunmat. Eftir nokkrar umræð- ur var komist að samkomulagi er hljóðaði svo: Þið gefið okkur mat, við syngjum fyrir ykkur! Var síðan gengið til snæðings og á eftir stillti kórinn sér upp í móttökunni og söng fyrir brosandi starfsfólkið. Þessum óvænta konsert lauk reyndar með því kaupsýslumaður í hvítri skyrtu og stíf- pressuðum fötum var gripinn glóðvolgur og fenginn til að stjórna lokalaginu. Gerði hann það með slíkum tilþrifum að lengi verður í minnum haft. Var nú stefnan tekin á San Francisco og lent þar að kvöldlagi. Tók þar á móti okkur elskuleg kona sem ber það kunnuglega nafn frú Simpson. Var haldið sem leið liggur til Piedmont, þar sem kórfélagar dvöldu í heima- gistingu, en við hinir fullorðnu komum okkur fyrir í Best Western Inn hóteli, fengum strax bílaleigubíl af Honda gerð og vorum engum háð. Halldór Árni tók strax ástfóstri við þenn- an bíl og keyrði út og suður af öryggi og villtist ekki nema einu sinni og þá svo ræki- lega að hann þurfti á aðstoð lögreglu að halda, sem forðaði honum frá villu síns veg- ar. Og það segja mér kunnugir að þá hafí verið stæll á Dóra þegar hann hafði fyrir framan sig vígalegan lögregluþjón á stóru mótorhjóli sem þar að auki skartaði banda- ríska fánanum akandi um stræti borgarinnar. OG þá var komið að alvörunni. Mótið hófst að morgni 24. júní. Til leiks voru mætt um 600 börn og unglingar í 14 kórum úr 11 þjóðlöndum frá fjórum heimsálfum Sum hvít, önnur gul eða svört. Hvað um það, öll samein- uðust þau í söngnum. Þarna voru kórar frá íslandi, Bandaríkjunum, Slóveníu, Rússlandi, Indónesíu, Þýskalandi, Suður-Afríku, Tævan, Kanada og Póllandi. Allir höfðu kórarnir æft sömu tónverkin hver í sínu horni heimsins en sum þessara verka eru býsna snúin tækni- lega. Og söngurinn sameinar, söngurinn brúar bil milli manna og milli þjóða. A hveijum morgni alla vikuna voru þessi sameiginlegu verk æfð og framfarirnar leyndu sér ekki. Reyndar var mótið einnig með keppnisfyrir- komulagi og sá kór sem átti bestu gengi að fagna var Carmelina kórinn frá Slóveníu, framúrskarandi góður kór þar sem allir með- limir hans leika á hljóðfæri, eitt eða fleiri. En margir kóranna voru góðir, sumir á heims- mælikvarða. Við máttum mjög vel una við okkar hlut - hlutum afar góðar viðtökur og lofsamleg ummæli. íslensku verkin vöktu óskipta athygli en við reyndum að sjálfsögðu að kynna þau við hvert tækifæri. Kórarnir komu margoft fram bæði utan húss og innan. Mér er sérstaklega minnis- stæður konsert er við héldum ásamt kórum frá Flórída og Vladivostok í Rússlandi í syna- gógu, þ.e. bænahúsi gyðinga, í Oakland. Þar komum við okkur fyrir milli hárra sjöarma kertastjaka, Davíðsstjarnan hékk yfir okkur og áletranir á hebresku blöstu við á gafli. Það var einnig eftirminnilegt að syngja á Jack London Square sem kennt er við rithöf- undinn fræga, sem bjó þar um tíma og er kofi hans enn varðveittur. Annars fór stærstur hluti mótsins fram í mikilli menningarmiðstöð er nefnist Henry J. Kaiser Convention Center í Oakland. En milli þess sem æft var og sungið gafst þó tækifæri til að skoða borgina og sigla um sundin blá. En það var gaman að fylgjast með því að Hafnfirðingarnir náðu bestu sam- bandi við krakkana frá Soweto í Suður-Afr- íku og notuðu þau hvert tækifæri til að syngja og leika saman. San Francisco er afar falleg borg og stend- ur við samnefndan flóa. Loftslag er þar mjög þægilegt, ekki of heitt en ætíð hressandi hafgola. Á stórborgarsvæðinu San Francisco - Oakland - San José búa um 5,5 milljónir manna og menning og listir eru þar í háveg- um höfð. Sinfóníuhljómsveit borgarinnar er ein hin virtasta í Bandaríkjunum og þar er fjöldi listasafna. Mannlíf er bæði fjölbreytt og ijörugt. Eitt glæsilegasta mannvirki borg- arinnar er hin fræga Golden Gate brú og þangað lögðum við að sjálfsögðu leið okkar auk annarra merkra staða. Og þannig liðu þessir annasömu og eftir- minnilegu dagar furðu fljótt við söng og leik frá morgni til kvölds. Lokatónleikamir fóru fram í einu helsta tónleikahúsi San Francisco borgar - Davies Symphony Hall - að við- stöddu fjölmenni. Það var tilkomumikil og ógleymanleg sjón þegar þessir nær 600 fal- legu og vel syngjandi kórfélagar komu sér fyrir á rúmgóðu sviðinu og hófu að syngja tandurhreint og ákveðið Guði til dýrðar „Ju- bilate Deo“ svo undirtók í húsinu. Já, söngur- inn sameinar, söngurinn brúar bil milli manna og milli þjóða. Og brátt var ævintýrið á enda. Lokahljómurinn þagnaður og ekki var annað eftir en þakka og kveðja. Og það voru hlý handtökin og þétt faðmlögin og sums staðar mátti sjá tár blika á hvarmi. En eftir lifir minningin um ógleymanlega daga við söng, leik, sól og sælu. Að móti loknu komu kórfélagar til okkar á hótelið og við höfðum tvo daga til að hvíl- ast, synda, skoða, versla og borða. Og það var þreyttur en ánægður hópur sem lenti á Keflavíkurflugvelli snemma morguns mið- vikudaginn 2. júlí farsællega komin heim eftir vel heppnaða og viðburðaríka ferð. Rómantískt hundalíf KVIKMYNPIR Bíóborgin/ Kringlu- bíó/ Sambíóin, Álía- bakka HEFÐARFRÚIN OG UM- RENNINGURINN „The Lady and the Tramp" ★ ★ ★ Leikstjórar: Clyde Geronimi, Wilfred Jackson og Hamilton Luske. Helstu leikraddir: Edda Heiðrún Backman, Hilmir Snær Guðnason, Margrét Vil- hjálmsdóttir, Felix Bergsson, Róbert Arnfinnsson, og Pálmi Gestsson. 75 mín. Bandarísk. Walt Disney Productions. 1955. EF FÓLK vill sjá gamaldags róm- antík ætti það að skella sér i bíó með börnunum og horfa aftur (þ.e.a.s. ef það sá hana í Gamla Bíói á sínum tíma) á Hefðarfrúna og umrenninginn. Þessi Disney teikni- mynd er ekki frá dýrðardögum Fant- asíu og Gosa, báðar frumsýndar 1940, en hún er engu að síður falleg áhorfunar og sérstaklega hugljúf. Teikningarnar búa enn yfir mýkt eldri teiknimyndanna og harði, flati stíllinn sem einkenndi myndimar sem komu í kjölfarið ekki kominn til sög- unnar. Aðalpersónurnar eða réttara sagt aðalhundarnir eru ósköp sætir en frekar óspennandi. Það eru aukakar- akteramir, eins og oft áður í Disney teiknimyndum, sem gefa myndinni lít og fyllingu. Gömlu herrahundarn- ir tveir, nágrannar Freyju, eru jafn- skemmtilegir og þeir voru í æsku- minningunni, og síamskettir fræn- kunnar og ofvirki bjórinn i dýragarð- inum jafnvel betri. Flækingshund- arnir í hundageymslunni eru einnig skemmtileg blanda af týpum. Á heildina litið er Hefðarfrúin og umrenningurinn frekar átakalítil saga og ég velti því jafnvel fyrir mér hvort myndin væri ekki of hæg fyrir nútímabörn en þeir krakkar sem fylltu salinn þegar ég horfði á mynd- ina virtust kunna vel að meta svo það em kannski óþarfa áhyggjur. Nú er Hefðarfrúin og umrenningur- inn að sjálfsögðu með íslensku tali og vandað til verksins eins og í fyrri talsetningum á Disney teiknimynd- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.