Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Leitað eftir rök- stuðningi BÆJARRÁÐI Akureyrar hefur borist bréf frá Herði F. Harðarsyni hdl. í Reykjavík þar sem óskað er skrifiegs rökstuðnings fyrir því hvað réð vali skólanefndar og bæj- arstjórnar á umsækjanda í starf skólastjóra Tónlistarskólans á Ak- ureyri sl. vor. Erindið er fram borið að beiðni Miehael Jóns Clarke, eins umsækjanda um starfið. Atli Guðlaugsson var ráðinn skólastjóri Tónlistarskólans eftir að bæjarráð hafði vísað málinu til bæjarstjómar. Þár fór fram leynileg atkvæðagreiðsla og fékk Atli flest atkvæði. Hann hefur verið skóla- stjóri Tónlistarskóla Eyjafjarðar síðustu ár. Við atkvæðagreiðslu í skólanefnd Tónlistarskólans á Akureyri fékk Atli tvö atkvæði og Michael Jón Clarke, kennari við skólann og sett- ur skólastjóri, eitt atkvæði. Alls voru sex umsækjendur um stöðuna. ♦—» 4---- Málþing um barnabækur MÁLÞING um barnabækur verður haldið á vegum bókasafns Háskól- ans á Akureyri á laugardag, 13. september og hefst það kl. 14 í háskólabókasafninu. Fyrirlesarar eru Silja Aðalsteins- dóttir bókmenntafræðingur en er- indi hennar nefnist Raddir barna- bókanna, Margrét Tryggvadóttir bókmenntafræðingur flytur erindi sem nefnist Setið í kjöltunni, Krist- ín Unnsteinsdóttir flytur erindið Margt er undrið; þróun sjálfsmynd- ar mannsins eins og hún birtist í Sögunni af Kisu kóngsdóttur og Magnea frá Kleifum fjallar um það hvernig bók verður tiL Börn flytja skemmtiatriði, boðið verður upp á veitingar, nýtt hús- næði háskólabókasafnsins verður sýnt en þar stendur yfir sýning á verkum Sigrúnar Eldjárn. Hraustir menn SUMARIÐ hefur kvatt Norð- lendinga, að minnsta kosti í bili. Snjór er niður í miðjar hlíðar, hálka á heiðum og hitastigið hangir rétt ofan við núllið. Félagarnir Ólafur Búi Gunnlaugsson, Skjöldur Jóns- son og Gunnar Jakobsson voru þrátt fyrir nepjuna mættir á golfvöllinn á Akur- eyri eftir hádegið í gær og létu sig ekki muna um að taka einn 18 holu hring. Þremenn- ingarnir voru þeir einu sem treystu sér á völlinn í þessu fyrsta kuldakasti haustsins. Skorið hjá þeim félögum var þokkalegt miðað við að- stæður og þurfti í einstaka tilfellum að leita boltans utan vallar. Á annarri myndinni má sjá þá Ólaf og Gunnar leita að boltanum í karganum, en Gunnar tók skýrt fram við ljósmyndara að hann væri að aðstoða Ólaf við leit að hans bolta. Morgunblaðið/Kristján rzm Sljórn FSA gerir kröfu um auknar fjárveitingar Verkefni hafa aukist langt umfram fiárveitingar STJÓRN Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri hefur skorað á sveitar- stjórnarmenn á Norður- og Austur- landi að leggja sér lið og gera kröfu um frekari uppbyggingu þess að sinni, sem og að gera þá kröfu til fjárveitingarvaldsins að þegar verði tekin ákvörðun um auknar fjárveit- ingar til sjúkrahússins sem geri því kleift að sinna hlutverki sínu. Hlut- verk FSA er þríþætt; það er héraðs- sjúkrahús fyrir Akureyri og nær- sveitir, sérgreinasjúkrahús fyrir Norður- og Austurland og aðalvara- sjúkrahús fyrir landið allt. Starfsemi FSA hefur aukist mjög Wm. Stórhöfða 17, vlð Gullinbrú, sími S67 4844 á undanförnum misserum og sífellt fleiri leita eftir þjónustu þess þann- ig að nú er svo komið að sögn Halldórs Jónssonar framkvæmda- stjóra að vart ræðst við að anna henni. Verkefnin hafi aukist langt umfram ljárveitingar til sjúkra- hússins. „Við höfum áhyggjur af þessari stöðu en ekki síst hvernig hún verður á næsta ári og hver þróunin verður í framtíðinni. Það er bara tvennt til í stöðunni, auknar fjárveitingar til að veita þessa þjón- ustu, eða endurmeta þá þjónustu sem hér er í boði,“ sagði Halldór en hann ásamt Baldri Dýríjörð for- manni stjómar FSA gerðu bæjar- ráði Akureyrar grein fyrir erfiðri fjárhagsstöðu sjúkrahússins í gær. Rekstrarkostnaður hækkaði um liðlega 2% milli áranna 1995 til 1996, en starfsemi jókst um 10-20% á flestum sviðum. Brugðist hefur verið við kröfu stjómvalda um sparnað og hefur tekist að halda rekstrargjöldum inn- an ramma fjárveitinga allan síðasta áratug þrátt fyrir aukna starfsemi, en á liðnu ári varð 1% halli á rekstr- inum. Verri staða en í fyrra „Við erum í mun verri stöðu núna en í fyrra og áfram heldur sú þróun að þörf fyrir þjónustu vex og við höfum tekið að okkur aukin verkefni. Við ráðum ekki við þetta þjónustumagn sem hér er í boði lengur,“ sagði' Halldór en hann kvaðst vongóður um að fjárveiting- ar til sjúkrahússins á þessu ári yrðu léiðréttar. Verði hins vegar ekki hækkun á ijárveitingu næsta árs myndi það þýða uppstokkun og mun minni þjónustu en nú er. Við yrðum að gíra niður, en það er í raun skref aftur á bak. Við getum ekki enda- laust aukið starfsemina án þess að því fylgi auknir íjármunir. Væntan- lega hefðu þessi auknu verkefni farið eitthvert annað eða myndað þrýsting og iengt bið á öðrum sjúkrahúsum,“ sagði Halldór. Bæjarráð Akureyrar hefur tekið Sjö vilja í stól fram- kvæmda- sljóra SJÖ umsóknir bárust um starf framkvæmdastjóra Fóðurverk- ■ smiðjunnar Laxár hf. á Akureyri en umsóknarfrestur rann út í vik- unni. Guðmundur Stefánsson hefur látið af starfi framkvæmdastjóra fyrirtækisins og ráðið sig til Bænda- samtaka íslands í Reykjavík. Nöfn umsækjenda fengust ekki upp gefin en Árni V. Friðriksson, stjórnarformaður fyrirtækisins sagði stefnt að því að ráða í stöð- una fyrir lok mánaðarins. Hjá Laxá starfa að meðaltali 7-10 starfsmenn og er aðalfram- leiðsla fyrirtækisins fiskafóður. Starfsemin er í Krossanesi og voru nýlega gerðar verulega tæknilegar umbætur á verksmiðjunni. undir sjónarmið stjórnar FSA og leggur áherslu á að haldið verði við stefnumörkum stjórnvalda um hlut- verk sjúkrahússins og fjárveitingar verði í fullu samræmi við þá stefnu. KEA Nettó Rýmri af- greiðslutími FRÁ og með 1. september síðast- liðnum hefur afgreiðslutími KEA Nettó á Akureyri verið lengdur. Verslunin er nú opin hálftíma lengur síðdegis en var, eða til kl. 19 alla virka daga. Auk þess verður verslunin opnuð kl. 10 á föstudags- morgnum í stað hádegis áður. Af- greiðslutíminn er óbreyttur um helgar, frá kl. 10 til 16 á laugardög- um og 13 til 17 á sunnudögum. Lengri afgreiðslutimi er liður í að bæta þjónustu og koma til móts við óskir viðskiptavina. Dregið í hjólaleik DREGIÐ hefur verið í Oxford- hjólaleik KEA-Nettó. Mjög góð þátttaka var í leiknum og skiptu innsendir seðlar þúsundum. Tveir seðlar voru dregnir úr bunkanum og reyndust þær Laufey B. Gísladóttir, Lönguhlíð 9b, og Þórunn Sif Héðinsdóttir, Heiðarlundi 8h, báðar á Akur- eyri, hafa haft heppnina með sér. Þær fengu hvor sitt fjalla- hjól af bestu gerð. Nú stendur yfir svonefndur Skólaleikur í versluninni en auk hennar standa Tölvutæki/Bókval og Toppmenn & Sport að leikn- um. Til að vera með þarf að skila inn tveimur kassakvittunum frá tímabilinu 25. ágústtil 10. októ- ber úr einhverri verslananna og festa við þátttökuseðil. Vegleg verðlaun eru í boði, borgarferðir út í heim, skólavörur, íþróttavör- ur, matarúttektir og fleira. ÞÓRUNN og Laufey við fjallahjólin sem enn eru í umbúðunum. Ráðning skólasljóra Tónlistarskólans Fóðurverksmiðjan Laxá hf. á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.