Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 35
+ Guðrún Þórðar-
dóttir var fædd
að Ljósalandi í
Vopnafirði 3. októ-
ber 1909. Hún varð
bráðkvödd á heim-
ili sínu í Reykjavík
hinn 3. september
síðastliðinn.
Foreldrar henn-
ar voru Þórður Jón-
asson, (1867-1938)
bóndi á Ljósalandi
og kona hans Alb-
ína Jónsdóttir,
(1874-1966). Systk-
ini hennar voru:
Jóhanna, (1900-1969), Jónas,
(1901-1993), María, (1902-
1934), Ingibjörg, (1904-1982),
í dag er til moldar borin Guðrún
Þórðardóttir, Stigahlíð 28 í Reykja-
vík. Hún varð bráðkvödd á heimili
sínu í miðri dagsins önn.
Með henni hverfur verðugur full-
trúi þeirrar kynslóðar sem á ævi
sinni fékk að reyna lífskjarabylting-
una frá sjálfsþurftarbúskap til
tölvualdar en Guðrún var alltaf
reiðubúin að tileinka sér það sem
betur mætti duga.
Guðrún, föðursystir mín, var í
miðjum hópi 11 systkina frá Ljósa-
landi, Vopnafirði og fluttist til
Reykjavíkur 23 ára gömul. Þar
stundaði hún verslunarstörf lengst
af, en í rúm 40 ár starfaði hún í
Regnhlífabúðinni. Hélt hún heimili
með þremur systrum sínum, Jó-
hönnu, Fríðu og Ingibjörgu og var
það heimili jafnan miðpunktur allr-
ar fjölskyldunnar, en Jóhanna rak
saumastofu á heimilinu og var þar
oft margt um manninn. Börn í fjöl-
skyldunni kunnu að meta hvernig
Guðrún dekraði við þau og er óhætt
að segja að uppeldisaðferðir hennar
hafi verið nútímalegar. Ekki var
heldur við öðru að búast þar sem
Guðrún var nútímakona og fylgdist
af áhuga með nýjungum og tísku.
Fríða, f. 1907, Sig-
ríður, (1908-1997),
Sigvaldi, (1911-
1964), Helgi, f.
1915, Guðbjörg, f.
1918 og Steingrím-
ur, f. 1922.
Guðrún fluttist til
Reykjavíkur 1932
og starfaði í Regn-
hlífabúðinni, bæði
við regnhlífagerð
og sem verslunar-
stjóri allt frá stofn-
un hennar 1937 þar
til hún hætti störf-
um upp úr 1980.
Útför hennar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Heilbrigð og jákvæð lífsskoðun ein-
kenndi Guðrúnu öðru fremur, en
hárfínu skopskyni beitti hún þegar
við átti. Það var sama hvað hún tók
sér fyrir hendur, allt lék í höndunum
á henni, hvort sem um var að ræða
hannyrðir eða matseld og alltaf var
hún tilbúin til að reyna eitthvað
nýtt. Er mér í fersku minni þegar
dóttir mín kom með byijun á mis-
heppnuðum forláta trefli til hennar.
Guðrún tók trefilinn í sínar hendur,
fannst hann of vel pijónaður til að
rekja hann upp. Stuttu síðar var
orðin úr þessum trefli einhver sú
fallegasta bamapeysa sem ég hef
séð og frágangur allur svo vandað-
ur að engum hefði dottið í hug for-
saga peysunnar.
Nú þegar Guðrún er öll, er efst
í huga þakklæti fyrir að hafa átt
hana að. frænku. Minningin um
heilsteypta manneskju sem aldrei
hlífði sér og var alltaf tilbúin til að
hjálpa öðram mun lifa meðal þeirra
sem hana þekktu.
Guðfinna Thordarson.
í dag er ástkær afasystir kvödd.
Guðrún Þórðardóttir bjó mestan
MINNINGAR
sinn aldur með systram sínum í
Stigahlíðinni. í fyrstu voru þær fjór-
ar saman en síðustu fimmtán árin
vora þær tvær, Gunna og Fríða.
Þetta heimili var ekki líkt neinum
öðram heimilum, enda bjuggu þar
einstakar konur. Það var samfélag
út af fyrir sig. Stigahlíðin var eins-
konar paradís þar sem hvorki giltu
lög né reglur. Gunna átti sinn stóra
þátt í því enda vora uppeldishug-
myndir hennar mjög einfaldar, allt
var leyfílegt. Það þótti ekki tiltöku-
mál þó að haldnar væra tískusýning-
ar í stofunni þar sem allt of síðir
samkvæmiskjólamir vora sýndir
ásamt skrauti úr skartgripaskrín-
unum. Það sama var að segja um
varalitina og aðrar snyrtivörar. Þær
mátti einnig nota til þess að búa til
fögur listaverk. Það var alveg sama
upp á hveiju var tekið, Gunna upp-
fýllti alltaf óskirnar. Það eru forrétt-
indi að hafa fengið að vera ein af
prinsessunum í paradísinni. Þar ríkti
gagnkvæmt traust og kom aldrei tii
greina að misnota það. Það sem ein-
kenndi þessa góðu frænku fyrst og
fremst var að hún gat alltaf sett sig
inn í hugarheim bamsins og ungl-
ingsins. Minningamar era hlýjar og
um leið dýrmæt lífsreynsla sem aldr-
ei mun gleymast.
Gunna hafði listrænt auga sem
kom greinilega fram í hannyrðum
hennar. Hún hafði mikinn áhuga á
allri leiklist og fyrir nokkra sá hún
söngleikinn Hárið og undi sér vel.
Guðrún Þórðardóttir var síung kona
í orði og verki. Það er engin tilvilj-
un að hún er titluð „afgreiðslu-
stúlka" í símaskránni.
Blessuð sé minning góðrar konu.
Hanna Þóra.
Ein af styrkustu stoðum uppeldis
míns, Guðrún föðursystir mín, er
fallin frá hátt á níræðisaldri. Hún
bjó með systrum sínum, Jóhönnu,
Ingibjörgu og Fríðu. Var heimili
þeirra miðstöð föðurijölskyldu
minnar frá því ég fyrst man eftir
mér. Þangað fluttist ég inn með
foreldram mínum þegar við komum
með Esjunni heim frá Petsamó í
stríðsbyijun.
Guðrún var einstakur uppalandi.
GUÐRÚN
ÞÓRÐARDÓTTIR
Uppeldisaðferð hennar var mjög
einföld og skýr. Ekkert var manni
of gott og öllu fékk maður að ráða.
Það var því prinsessulíf að vera
elsta barn í barnfárri fjölskyldu við
þessar aðstæður, og kannski nýt
ég góðs af því enn. Þeim sem fundu
að þessari uppeldisaðferð hennar,
svaraði hún því til, að auðvitað yrðu
börn að fá tækifæri til að læra að
stjórna, annars væru þau illa undir
lífið búin.
Þrátt fyrir háan aldur var hún
síung nútímakona, sem mundi tvær
heimsstyijaldir og lífið í Reykjavík
frá því upp úr 1930. Hún þekkti
atvinnurekstur af eigin raun allt frá
árinu 1937. Hún var mjög vel að
sér, einstaklega vel verki farin í
hveiju sem var og kunni yfirleitt
ráð við flestu. Það kom þess vegna
af sjálfu sér að ræða við hana flest-
öll vandamál sem upp komu, hvers
eðlis sem þau vora, því hún var
mjög góður hlustandi og enn betri
ráðgjafi. Oftast varð niðurstaðan
sú að ekkert er nýtt undir sólinni
því alltaf fann hún samsvöran við
iiðna tíð.
Hún hafði mjög ákveðna skoðun
í peningamálum. Peningar eiga að
vera í umferð, það á ekki að geyma
þá, engum til gagns nema bönkun-
um. Þetta kölluðum við systkinin
alltaf mafíustarfsemina og nutum
góðs af.
Þegar talið barst að konu sem
kvartaði sáran undan einveru sinni,
og enn meira undan öllum í kringum
sig, sagði Guðrún að það væri nú
svo skrítið að ef maður gæti ekki
verið einn með sjálfum sér gæti
maður enn síður verið með öðram.
Einhveiju sinni þegar ég spurði
hana hvers vegna hún hefði aldrei
farið til Kanada eins og mörg systk-
ina hennar gerðu, og henni stóð
einnig til boða, svaraði hún því til
að ef maður ætti sér ekki framtíð
í eigin landi, ætti maður sér ekkert
frekar framtíð í framandi landi.
Föðursystir mín kvaddi heiminn
á jafnskýran hátt í samræmi við
lífsviðhorf sitt, án nokkurs aðdrag-
anda og sátt við lífið og tilverana.
Eftir langa samfylgd situr sú til-
finning eftir á kveðjustund, að það
var alltof margt sem ég gleymdi
að spyija hana um. Allt of margt
sem við áttum eftir að ræða.
Albína Thordarson.
Göfug kona er fallin frá, farin .
yfir móðuna miklu, sem er leiðin
okkar allra. Leiðir okkar Guðrúnar
Þórðardóttur lágu saman fyrir tutt-
ugu og einu ári, þegar ég keypti
verzlunina Regnhlífabúðina, sem
Guðrún hafði starfað við frá stofnun
þess fyrirtækis. í 39 ár var hún
búin að vera hægri hönd Láru Sig-
geirsdóttur, sem stofnaði þetta fyr-
irtæki. Fyrstu árin voru saumaðar
regnhlífar og regnfatnaður, en
starfsemin þróaðist fljótlega í að
selja nærfatnað og snyrtivörar, því
mun þessi verzlun vera sú elzta í
þessu landi, sem selur snyrtivörar.
Guðrún starfaði áfram hjá mér í
mörg ár og var það mín gæfa. Hún
var minn mesti velgjörðarmaður,
mér óskyld. Hún kenndi mér það,
sem ég kann í verzlunarrekstri,
enda hafði hún meira og minna
borið ábyrgðina á verzluninni árum
saman. Engan veit ég, sem ekki
dáði þessa gáfuðu og góðu konu.
Það var sama hvort það var við
afgreiðsluborðið, þar sem hún leysti
úr hvers manns vanda, eða við sína
tómstundavinnu, sem var handa-
vinna af hæsta gæðaflokki, einsp-
innu herðasjöl og pijónaðir skímar-
kjólar, sem voru hrein listaverk.
Slík voru handverk þessarar merku
konu, sem vann samt öll sín verk *
í kyrrþey, án þess að hreykja sér
af neinu. Já, það er gæfa að kynn-
ast mannkostamanneskju eins og
Guðrúnu Þórðardóttur, því það
verður alltaf eitthvað eftir af góðu
og göfugu hugarfari, sem maður
getur miðlað öðrum. Það er örstutt
síðan Guðrún „mín“, eins og bæði
ég og fleiri kölluðum hana, var í
búðinni „okkar", eins og við töluð-
um um hana og ákváðum að halda
búðinni afmælisveizlu í nóvember,
þegar hún verður 60 ára. i-
Eg trúi því, að þú verðir samt
með okkur, kæra vinkona.
Guð veri þér náðugur, beztu
kveðjur,
Guðríður Sigurðardóttir
og fjölskylda.
NÍELS
HERMANNSSON
+ Níels Her-
mannsson
fæddist í Málmey á
Skagafirði 27. júlí
1915. Hann lést á
heimili sínu 5. sept-
ember síðastliðinn.
Hann fluttist
þriggja ára með
foreldrum sínum að
Ysta-Mói í Fljótum,
þar sem hann ólst
upp, þriðji elstur af
níu systkinum.
Foreldrar hans
voru Hermann
Jónsson, bóndi og
kaupfélagsstjóri á Ysta-Mói, og
kona hans Elín Lárusdóttir.
Þau bjuggu lengst af búska-
partíð sinni á Ysta-Mói, en
höfðu áður búið á Hofsósi og í
Málmey. Systkini hans eru Hall-
dóra Margrét, f. 11. okt. 1912;
Lárus, f. 4. mars 1914; Rann-
veig Elísabet, f. 12. nóv. 1916,
d. 1981; Hrefna, f. 25. júní 1918;
Sæmundur Árni, f. 11. maí
1921; Haraldur, f. 22. apríl
1923; Georg, f. 24. mars 1925;
Björn Valtýr, f. 16. júní 1928.
Árið 1941 kvæntist Níels
Hrefnu Skagfjörð frá Hofsósi
og eignuðust þau
þrjá syni: 1) Her-
mann, f. 1. okt.
1941, eiginkona
hans er Ingibjörg
Magnúsdóttir og
eignuðust þau fjög-
ur börn. 2) Björn,
f. 18. nóv. 1942,
áður giftur Unni
Ragnarsdóttur og
eignuðust þau fimm
börn. Núverandi
sambýliskona
Björns er Jórunn
Jóhannesdóttir. 3)
Níels, f. 19. des.
1944, eiginkona hans er Guð-
björg Sigurjónsdóttir, börn
þeirra eru þrjú. Níels og
Hrefna slitu samvistum.
Árið 1953 kvæntist Níels
Steinunni Jóhannsdóttur frá
Glæsibæ og lifir hún mann sinn.
Þau eignuðust eina dóttur,
Hönnu, sem er fædd 15. júní
1954, eiginmaður hennar er
Helgi Björgvinsson; börn þeirra
eru tvö. Barnabarnabörn Níels-
ar eru orðin nitján.
Útför Níelsar verður gerð
frá Grensáskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Í dag er kvaddur síðasti prinsinn
í Málmey, afi minn og vinur sem
fluttist þriggja ára með foreldram
sínum og systkinum í land úr eynni.
Þegar einstakt góðmenni er kvatt
verður oft fátt um orð en mörg era
tárin sem falla nú þegar ég minnist
afa míns. Ekki datt mér í hug að
það yrðu síðustu samfundir okkar
þegar við hittumst á Yzta-Mói í
byijun ágúst og þú baðst mig að
moka úr malarhaugnum í heim-
keyrslunni að sumarústaðnum ykk-
ar ömmu. Og síðan hljóp ég á eftir
þér vestur allan mel með fullan
poka af lúpínufræjum sem þú vildir
að væri sáð.
Fyrsta minningin um afa minn
er skýr: Ég er sex ára snáði á leið
I sveit norður í Hofsós til afa, ömmu
og Hönnu frænku. Það sumar
kenndir þú mér að veiða. Um hveija
helgi og stundum í miðri viku fóram
við til langafa og langömmu, Her-
manns Jónssonar og Elínar Láras-
dóttur á Yzta-Mói, í nafla alheims-
ins, Fljótin. Þú ókst Skódanum og
ég í skúffunni fyrir aftan aftursætið.
í einni ferðinni, sem ég man eft-
ir, átti bara að skjótast út að Mói
og heim aftur. „Ekkert að veiða,“
sagðir þú. En ég hélt nú ekki og
vildi veiða. Þú sagðir nei, ég sagði
jú. Gömlu, erfíðu vegirnir urðu mér
til happs því að á endanum gafst
þú upp og sagðir: „Jæja þá; í fimm
mínútur." Er að Yzta-Mói kom hljóp
sá stutti í einu hendingskasti niður
að á og kastaði. Og viti menn! Fimm
punda urriði! Og nú var það hróðug-
ur snáði sem arkaði inn í stofu og
hrópaði: „Hvað sagði ég?“
Og hvort ég man ekki þegar
amma lét mig fela mig er þú varst
á leiðinni heim eitt kvöldið og sagði
þér að ég væri ekki kominn heim.
Þú varst svo snöggur að rjúka út
áður en ég gaf mig fram að á endan-
um urðum við amma að leita að þér.
Bezt af öllu var þó að þú varst
alltaf til staðar þegar ég þurfti á
styrk eða hvatningu að halda sem
barn, unglingur eða fullorðinn
maður.
I Fljótunum undir þú þér vel við
að segja frá hinu og þessu og labba
upp með Flókadalsánni sem þú
þekktir manna bezt. í henni veiddir
þú í yfir sextíu ár. Mikil er móðir
náttúra. Eftir rúm sextíu ár gaf áin
þér fyrsta laxinn sem fór yfir tutt-
ugu punda múrinn, nánar tiltekið
tuttugu og tvö pund. Það var kveðja
hennar til þín og síðasti laxinn þinn
hérna megin.
Minningarnar era ótal margar.
Þær eigum við ófölskvaðar eftir þig
liðinn, elsku afi. Og nú hefur engl-
um himins borist mikill liðsauki -
en jörðin okkar er grárri en áður.
Mér finnst við hæfi að kveðja afa
minn með kvæði eftir annan Skag-
firðing, Hannes Pétursson skáld:
Fjallið sem þögult fylgdi mér eftir hvert
skref
hvert fótmál sem ég steig, nú er það horfið.
Á beru svæði leita aup mín athvarfs.
Um eilífð á burtu fjallið sem fylgdi mér eftir
til fjærstu vega, gnæfði traust mér að baki.
Horfið mitt skjól og hreinu, svalandi
skuggar.
Nú hélar kuidinn hár mitt þegar ég sef.
Og hvarmar mínir brenna þegar ég vaki.
Elsku amma. Vertu sterk og
traust eins og þú hefur alltaf verið.
Vertu óhrædd því að afi gengur
alltaf við hliðina á þér. Það er ég
viss um.
Níels R. Björnsson
og fjölskylda.
Elsku afi minn, hve sárt er að
horfa á eftir þér vitandi að við
sjáumst aldrei aftur. Margar minn-
ingar á ég um samverustundir okk-
ar og hafa þær verið stöðugt í huga
mínum síðan pabbi hringdi á föstu-
dagskvöldið og sagði mér að þú
værir dáinn. Þið pabbi ætluðuð að
halda snemma af stað á laugar-
dagsmorgun til veiða í Fljótunum
og hafðir þú verið að undirbúa ferð-
ina allan daginn. En svo skyndilega
breyttist ferðaáætlunin.
Það var alveg einstakt hve dug-
legur þú varst að finna tilefni,
sama hve lítil þau voru til að bjóða
fjölskyldunni í kaffi og kökur. Það
var haldið upp á að sextíu ár voru
frá því að þú fékkst bílpróf og tíu
ár síðan þið fluttuð á Háaleitis-
brautina og svo auðvitað jólaboðin
þar sem þú skipulagðir leiki fyrir
okkur. Þegar ég var lítil fékk ég
að sofa um helgar hjá þér og
ömmu. Þá fékk ég að vera á milli
og svo að velja hádegismat á
sunnudeginum sem var alltaf hrís-
gijónagrautur með rúsínum. Þú
leyfðir mér líka að vera inni á skrif-
stofunni þinni, skrifa á ritvélina
og skoða ýmislegt annað merkilegt
dót sem leyndist þar inni. Einnig
minnist ég margra útreiðartúra,
sem við fórum saman þú á Tvisti
og ég á Toppu. Oft hringdir þú og
bauðst okkur barnabörnunum í
stuttar ferðir innan bæjar sem
okkur þótti mikið til koma. Og
seinna fór Arnar Bjarki sonur minn
með þér í slíkar ferðir. Það var
mér mikils virði að hann fékk að
kynnast þér, afi minn.
Eftir að við fluttum austur fyrir
fjall var notalegt að vita af því að
þú værir að hugsa til mín því alltaf
vildir þú vita hvernig mér gekk
yfir Hellisheiði ef þú vissir af mér
á ferðinni.
Elsku afí minn, það hefði ekki
átt við þig að verða ósjálfbjarga og
er það eina huggunin við því hve
snögglega þú kvaddir okkur og ..
þennan heim. Ég hélt að ég fengi
að hafa þig lengur hjá mér. Elsku
amma, missir þinn er mikill og megi
Guð veita þér styrk í sorg þinni.
Við hittumst aftur, afí minn, þín
sonardóttir,
Anna Björg.
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld-
ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa,
öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu-
kerfin Word og Wordperfect eru einnig
auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til
blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang
þess þess (minning@mbl.is) — vinsam-
legast sendið greinina inni í bréfinu,
ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar
má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg
tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina
örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega
línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.