Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eskifjörður, Neskaupstaður og Reyðarfjörður Kosið um sameiningu sveitarfélaganna í haust BÆJARSTJÓRNIR Eskifjarðar, Neskaupstaðar og Reyðarfjarðar samþykktu hver fyrir sig á auka- fundum sínum síðdegis í gær að gengið yrði til kosninga um samein- ingu þessara þriggja bæjarfélaga 15. nóvember nk. Alls búa um 3.300 manns í bæjunum þremur. Fundir voru haldnir í bæjar- stjórnunum kl. 17 í gær og var sameiningarkosning samþykkt samhljóða í Neskaupstað og á Eski- firði en á Reyðarfirði var einn bæj- arfulltrúi af sjö andvígur samein- ingu. Kynning á kostum sam- einingar framundan Hugmyndir um sameiningu bæj- arfélaganna þriggja hafa verið all- lengi til umræðu, og voru þær m.a. settar fram í nýlegri skýrslu Byggðastofnunar um svæðis- bundna byggðaþróun á Austur- landi. Eftir þessar samþykktir bæj- arstjórnanna stendur fyrir dyrum rækileg kynning á kostum samein- ingar meðal íbúa. Smári Geirsson, forseti bæjar- stjórnar Neskaupstaðar, sagðist ekki eiga von á öðru en að samein- ing yrði ofan á í kosningunum og að kjósa mætti til hins sameinaða sveitarfélags í næstu sveitar- stjórnakosningum næsta vor. Komið í veg fyrir brottflutning Staða bæjarfélaganna þriggja er mjög sterk og segir Þorvaldur Aðal- steinsson, oddviti á Reyðarfirði, að það sé gott veganesti fyrir fram- haldið. Undir það tekur Arngrímur Blöndahl, bæjarstjóri á Eskifírði, og segja þeir fulla ástæðu til að snúa vörn í sókn og standa saman að aðgerðum til að auka atvinnu- tækifæri og koma í veg fyrir brott- flutning íbúa. í Neskaupstað búa nú um 1.600 manns, 1.040 á Eskifirði og íbúar Reyðarfjarðar eru um 700. Barátta á Skákþingi HART er barist á Skákþingi Islands sem fram fer á Akur- eyri þessa dagana. Alls hafa verið tefldar 18 skákir í þrem- ur umferðum og hefur aðeins þremur skákum lokið með jafntefli. Eftir umferðirnar þijár eru Jóhann Hjartarson og Hannes Hlífar Stefánsson efstir með þijá vinninga, en 17 ára pilt- ur, Jón Viktor Gunnarsson, fylgir þeim eftir og er með 2,5 vinninga. I gærkvöldi urðu úrslit þau að Jóhann vann Rúnar, Hann- es Hlífar vann Jón Garðar, Arnar vann Braga, Jón Viktor vann Sævar, Þorsteinn vann Askel Örn og loks gerðu Gylfi og Þröstur jafntefli. Hrafnseyri Komu nið- ur á vegg- hleðslu HLAÐINN veggur og hugsanlega steingólf komu í ljós á hlaðinu á Hrafnseyri við Arnarfjörð þegar ver- ið var að grafa þar fyrir nýjum bens- íntaki. Að sögn Hjörieifs Stefánsson- ar, minjastjóra Þjóðminjasafnsins, hefur verið ákveðið að senda forn- leifafræðing vestur til að kanna hvað þarna er á ferðinni. Verktakar hjá Skeljungi voru að grafa fyrir bensíntankir.um. Þegar þeir höfðu grafið 2,5 metra niður komu þeir niður á gijót, allvandlega hlaðinn vegg og hugsanlega stein- gólf auk þess sem í Ijós komu ein- hveijar öskuleifar. Framkvæmdirnar voru stöðvaðar þar til fornleifafræð- ingur hefur kannað hvað þarna er að finna. Dauft í Smugunni AFLASKOTIÐ sem kom í Smugunni á sunnudagskvöld tók endi á þriðju- dag og hafa skipin síðan verið að fá frá engu og upp í 1,5 tonn í hali, að sögn Birgis Siguijónssonar, út- gerðarmanns Eyborgar EA. Ásamt Eyborgu eru Rán HF, Ýmir HF, Haraldur Kristjánsson HF, Frosti ÞH, Engey RE og Brettingur ÞH í Smugunni. Að sögn Birgis hefur Eyborg ver- ið á svæðinu frá 25. júlí og hefur ekki gengið nógu vel, aflaverðmætið er innan við 20 milljónir og mikið vantar á að skipið fylli sig. I skeyti frá skipinu í gær sagði að aflabrögð- in væru verri en menn hefðu vonast eftir, 0-1,5 tonn í hali síðan í gær, en mikið af loðnu væri á svæðinu. -----♦-------- Bifreiðagjöld innheimt Númer klippt af 105 bílum LÖGREGLA hefur klippt númera- plötur af 105 bílum í Reykjavík síð- ustu tvo daga. Sérstakt átak stendur nú yfir í samvinnu lögreglunnar og tollstjór- ans í Reykjavík til þess að inn- heimta vangoldin bifreiðagjöld og er það ástæða þess að klippt hefur verið af flestum bílanna, að sögn Þorkels Samúelssonar, varðstjóra í umferðardeild lögreglunnar. Talsvert er þó einnig um að núm- eraplötur séu klipptar af bílum sem vanrækt hefur verið að fara með til skoðunar. Morgunblaðið/Theódór Gamla húsið að Svigna- skarði rifíð Borgarnesi. Morgunblaðið. GAMLA reisulega íbúðarhúsið að Svignaskarði í Borgarhreppi sem byggt var árið 1909 var rifið í gærmorgun. Það var Guðmundur Daníelsson, landsþekktur at- hafnamaður á sinni tíð, sem lét byggja húsið, sem var stein- steypt, þriggja hæða og alls 1.052 rúmmetrar. Síðast var búið í hús- inu árið 1980. Svignaskarð er fornt höfuðból og þar átti Snorri Sturluson bú um tíma. Frá fyrstu tíð hefur oftast verið búið stórt á Svigna- skarði og sátu þar fyrrum höfð- ingjar og valdsmenn. Um tíma var þar stærsta refabú landsins, þar var rekið gistihús og starf- rækt símstöð. Árið 1968 var Svignaskarð selt Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík og hefur félagið látið reisa stórt orlofsbústaðahverfi norður af bænum. Suður af bæn- um gengur ás sem heitir Nónholt og þar leigir Skógræktarfélag Borgarfjarðar 20 hektara spildu sem nú er að mestu skógi vaxin. Ábúendur á Svignaskarði frá 1959 hafa verið Skúli Kristjóns- son og Rósa Guðmundsdóttir, þá átti Ingimundur Kristjánsson heima þar lengi. Að sögn Guðmundar Þ. Jóns- sonar formanns Iðju er eftirsjá í húsinu en hann sagði það vera búið að gegna hlutverki sínu. Allt of dýrt hefði verið að gera það upp, þó svo að það hefði ver- ið hugleitt af stjórn Iðju á sínum tíma. Yfir 100 framhaldsskólar í myndbandakeppni á vegum Evrópuráðsins MK-nemar fengu verðlaun annað / • X f •• X arið í roð HEIMILDARMYND um trú á ís- landi, sem níu nemendur úr Menntaskólanum í Kópavogi gerðu siðasta vetur ásamt ensku- kennara sínum Neil McMahon, hlaut aðalverðlaunin í mynd- bandasamkeppni sem haldin er á vegum Evrópuráðsins. Yfir 100 framhaldsskólar frá 20 Evrópu- löndum tóku þátt í keppninni. Verðlaunaafhending fer fram á Wight-eyju suður af Englandi 25. september nk. Þetta er í ann- að sinn sem nemendahópur Neils vinnur til verðlauna i þessari keppni, því fyrir ári unnu nem- endur hans 1. verðlaun í flokki heimildarmyndbanda. Neil, sem er lærður kvik- myndafræðingur, segist hafa byrjað á því í fyrra að kenna enskunemum sínum kvikmynda- gerð, en markmiðið með því væri ekki sist að auka færni þeirra í ensku, því sjálf heimild- armyndin er á því tungumáli. Hann segir að verkefnið skiptist í þrjá hluta, fyrst hafi verið unn- ið að heimildarvinnu, síðan hafi tökur farið fram og að lokum var endanlega gengið frá mynd- inni. „Heimildarmyndin fjallar um breytingar hér á landi í sam- bandi við trúarbrögð. Fjallað er um þá kreppu sem Þjóðkirkjan hefur verið í að undanförnu og hvort hún ætti að vera aðskilin ríkinu eða ekki. Þá er til dæmis fjallað um ásatrú, búddisma og Krossinn, en meiri gróska er i þessum trúfélögum en áður,“ segir hann. Neil segir að þetta hafi verið mikil vinna, en þau hafi byijað á myndbandinu í janúar sl. og unnið að því fram í lok júní, eft- ir að sumarfrí nemenda var byrj- að. Að sögn Neils mun hópurinn leggja af stað til Englands 20. september nk., en verðlaunaaf- hendingin verður 25. september eins og fyrr segir og fá þau málverk i verðlaun. Dagana fyrir verðlaunaafhendinguna taka nemendurnir þátt í ráðstefnu sem tengist keppninni, en þar munu allir þeir nemendur sem sendu inn myndbönd hittast og ræða m.a. verkefni hver annars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.