Morgunblaðið - 12.09.1997, Page 2

Morgunblaðið - 12.09.1997, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eskifjörður, Neskaupstaður og Reyðarfjörður Kosið um sameiningu sveitarfélaganna í haust BÆJARSTJÓRNIR Eskifjarðar, Neskaupstaðar og Reyðarfjarðar samþykktu hver fyrir sig á auka- fundum sínum síðdegis í gær að gengið yrði til kosninga um samein- ingu þessara þriggja bæjarfélaga 15. nóvember nk. Alls búa um 3.300 manns í bæjunum þremur. Fundir voru haldnir í bæjar- stjórnunum kl. 17 í gær og var sameiningarkosning samþykkt samhljóða í Neskaupstað og á Eski- firði en á Reyðarfirði var einn bæj- arfulltrúi af sjö andvígur samein- ingu. Kynning á kostum sam- einingar framundan Hugmyndir um sameiningu bæj- arfélaganna þriggja hafa verið all- lengi til umræðu, og voru þær m.a. settar fram í nýlegri skýrslu Byggðastofnunar um svæðis- bundna byggðaþróun á Austur- landi. Eftir þessar samþykktir bæj- arstjórnanna stendur fyrir dyrum rækileg kynning á kostum samein- ingar meðal íbúa. Smári Geirsson, forseti bæjar- stjórnar Neskaupstaðar, sagðist ekki eiga von á öðru en að samein- ing yrði ofan á í kosningunum og að kjósa mætti til hins sameinaða sveitarfélags í næstu sveitar- stjórnakosningum næsta vor. Komið í veg fyrir brottflutning Staða bæjarfélaganna þriggja er mjög sterk og segir Þorvaldur Aðal- steinsson, oddviti á Reyðarfirði, að það sé gott veganesti fyrir fram- haldið. Undir það tekur Arngrímur Blöndahl, bæjarstjóri á Eskifírði, og segja þeir fulla ástæðu til að snúa vörn í sókn og standa saman að aðgerðum til að auka atvinnu- tækifæri og koma í veg fyrir brott- flutning íbúa. í Neskaupstað búa nú um 1.600 manns, 1.040 á Eskifirði og íbúar Reyðarfjarðar eru um 700. Barátta á Skákþingi HART er barist á Skákþingi Islands sem fram fer á Akur- eyri þessa dagana. Alls hafa verið tefldar 18 skákir í þrem- ur umferðum og hefur aðeins þremur skákum lokið með jafntefli. Eftir umferðirnar þijár eru Jóhann Hjartarson og Hannes Hlífar Stefánsson efstir með þijá vinninga, en 17 ára pilt- ur, Jón Viktor Gunnarsson, fylgir þeim eftir og er með 2,5 vinninga. I gærkvöldi urðu úrslit þau að Jóhann vann Rúnar, Hann- es Hlífar vann Jón Garðar, Arnar vann Braga, Jón Viktor vann Sævar, Þorsteinn vann Askel Örn og loks gerðu Gylfi og Þröstur jafntefli. Hrafnseyri Komu nið- ur á vegg- hleðslu HLAÐINN veggur og hugsanlega steingólf komu í ljós á hlaðinu á Hrafnseyri við Arnarfjörð þegar ver- ið var að grafa þar fyrir nýjum bens- íntaki. Að sögn Hjörieifs Stefánsson- ar, minjastjóra Þjóðminjasafnsins, hefur verið ákveðið að senda forn- leifafræðing vestur til að kanna hvað þarna er á ferðinni. Verktakar hjá Skeljungi voru að grafa fyrir bensíntankir.um. Þegar þeir höfðu grafið 2,5 metra niður komu þeir niður á gijót, allvandlega hlaðinn vegg og hugsanlega stein- gólf auk þess sem í Ijós komu ein- hveijar öskuleifar. Framkvæmdirnar voru stöðvaðar þar til fornleifafræð- ingur hefur kannað hvað þarna er að finna. Dauft í Smugunni AFLASKOTIÐ sem kom í Smugunni á sunnudagskvöld tók endi á þriðju- dag og hafa skipin síðan verið að fá frá engu og upp í 1,5 tonn í hali, að sögn Birgis Siguijónssonar, út- gerðarmanns Eyborgar EA. Ásamt Eyborgu eru Rán HF, Ýmir HF, Haraldur Kristjánsson HF, Frosti ÞH, Engey RE og Brettingur ÞH í Smugunni. Að sögn Birgis hefur Eyborg ver- ið á svæðinu frá 25. júlí og hefur ekki gengið nógu vel, aflaverðmætið er innan við 20 milljónir og mikið vantar á að skipið fylli sig. I skeyti frá skipinu í gær sagði að aflabrögð- in væru verri en menn hefðu vonast eftir, 0-1,5 tonn í hali síðan í gær, en mikið af loðnu væri á svæðinu. -----♦-------- Bifreiðagjöld innheimt Númer klippt af 105 bílum LÖGREGLA hefur klippt númera- plötur af 105 bílum í Reykjavík síð- ustu tvo daga. Sérstakt átak stendur nú yfir í samvinnu lögreglunnar og tollstjór- ans í Reykjavík til þess að inn- heimta vangoldin bifreiðagjöld og er það ástæða þess að klippt hefur verið af flestum bílanna, að sögn Þorkels Samúelssonar, varðstjóra í umferðardeild lögreglunnar. Talsvert er þó einnig um að núm- eraplötur séu klipptar af bílum sem vanrækt hefur verið að fara með til skoðunar. Morgunblaðið/Theódór Gamla húsið að Svigna- skarði rifíð Borgarnesi. Morgunblaðið. GAMLA reisulega íbúðarhúsið að Svignaskarði í Borgarhreppi sem byggt var árið 1909 var rifið í gærmorgun. Það var Guðmundur Daníelsson, landsþekktur at- hafnamaður á sinni tíð, sem lét byggja húsið, sem var stein- steypt, þriggja hæða og alls 1.052 rúmmetrar. Síðast var búið í hús- inu árið 1980. Svignaskarð er fornt höfuðból og þar átti Snorri Sturluson bú um tíma. Frá fyrstu tíð hefur oftast verið búið stórt á Svigna- skarði og sátu þar fyrrum höfð- ingjar og valdsmenn. Um tíma var þar stærsta refabú landsins, þar var rekið gistihús og starf- rækt símstöð. Árið 1968 var Svignaskarð selt Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík og hefur félagið látið reisa stórt orlofsbústaðahverfi norður af bænum. Suður af bæn- um gengur ás sem heitir Nónholt og þar leigir Skógræktarfélag Borgarfjarðar 20 hektara spildu sem nú er að mestu skógi vaxin. Ábúendur á Svignaskarði frá 1959 hafa verið Skúli Kristjóns- son og Rósa Guðmundsdóttir, þá átti Ingimundur Kristjánsson heima þar lengi. Að sögn Guðmundar Þ. Jóns- sonar formanns Iðju er eftirsjá í húsinu en hann sagði það vera búið að gegna hlutverki sínu. Allt of dýrt hefði verið að gera það upp, þó svo að það hefði ver- ið hugleitt af stjórn Iðju á sínum tíma. Yfir 100 framhaldsskólar í myndbandakeppni á vegum Evrópuráðsins MK-nemar fengu verðlaun annað / • X f •• X arið í roð HEIMILDARMYND um trú á ís- landi, sem níu nemendur úr Menntaskólanum í Kópavogi gerðu siðasta vetur ásamt ensku- kennara sínum Neil McMahon, hlaut aðalverðlaunin í mynd- bandasamkeppni sem haldin er á vegum Evrópuráðsins. Yfir 100 framhaldsskólar frá 20 Evrópu- löndum tóku þátt í keppninni. Verðlaunaafhending fer fram á Wight-eyju suður af Englandi 25. september nk. Þetta er í ann- að sinn sem nemendahópur Neils vinnur til verðlauna i þessari keppni, því fyrir ári unnu nem- endur hans 1. verðlaun í flokki heimildarmyndbanda. Neil, sem er lærður kvik- myndafræðingur, segist hafa byrjað á því í fyrra að kenna enskunemum sínum kvikmynda- gerð, en markmiðið með því væri ekki sist að auka færni þeirra í ensku, því sjálf heimild- armyndin er á því tungumáli. Hann segir að verkefnið skiptist í þrjá hluta, fyrst hafi verið unn- ið að heimildarvinnu, síðan hafi tökur farið fram og að lokum var endanlega gengið frá mynd- inni. „Heimildarmyndin fjallar um breytingar hér á landi í sam- bandi við trúarbrögð. Fjallað er um þá kreppu sem Þjóðkirkjan hefur verið í að undanförnu og hvort hún ætti að vera aðskilin ríkinu eða ekki. Þá er til dæmis fjallað um ásatrú, búddisma og Krossinn, en meiri gróska er i þessum trúfélögum en áður,“ segir hann. Neil segir að þetta hafi verið mikil vinna, en þau hafi byijað á myndbandinu í janúar sl. og unnið að því fram í lok júní, eft- ir að sumarfrí nemenda var byrj- að. Að sögn Neils mun hópurinn leggja af stað til Englands 20. september nk., en verðlaunaaf- hendingin verður 25. september eins og fyrr segir og fá þau málverk i verðlaun. Dagana fyrir verðlaunaafhendinguna taka nemendurnir þátt í ráðstefnu sem tengist keppninni, en þar munu allir þeir nemendur sem sendu inn myndbönd hittast og ræða m.a. verkefni hver annars.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.