Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 41 Ólafur var ráðuneytisstjóri sam- gönguráðuneytisins þegar ég óreynd- ur og óvænt kom þangað til starfa einn septemberdag haustið 1988. Þá var gott að hitta þar fyrir þaulreynd- an og traustan embættismann með víðtæka þekkingu á viðfangsefninu eins og Ólafur Steinar var. Hann eins og annað starfsfólk samgönguráðu- neytisins tók mér virkta vel. Ólafur Steinar var með lagnari mönnum sem ég hef átt samstarf við hvað það snertir að vera manni innan handar og leiðbeina á þann hógværa hátt að maður tók eiginlega aldrei eftir því að hann væri að leggja lín- urnar. Það kom einnig fljótlega á daginn að við áttum ýmis sameigin- leg áhugamál á sviði samgöngu- og ferðamála sem tekið var til við að vinna að. Vil ég í því sambandi sér- staklega nefna áhuga á almennri framtíðarstefnumótun í samgöngu- málum, samræmingu samgönguþátt- anna og samræmdri uppbyggingu í samgöngumálum og síðast en ekki síst áhuga hans á að efla ferðaþjón- ustu sem atvinnugrein. Að þessu ásamt auðvitað fjölmörgu fleiru var talsvert unnið í minni tíð í samgöngu- ráðuneytinu og naut ég þar ekki síst starfskrafta og áhuga Ólafs. Samgönguráðuneytið var, og er það best ég veit enn, fremur lítill en vel skipulagður og afkastamikill vinnustaður. Ég man að Ólafur sagði mér að það hefði aldrei verið sín stefna né þeirra sem hann hefði mest unnið með að þenja ráðuneytið út eða gera það að miklu bákni. Þvert á móti að halda ráðuneytinu sem fámennri en lipurri yfirstjórn í málaflokknum og efla þess í stað þær stofnanir sem undir það heyrðu. Þetta fyrirkomulag tel ég að hafi gefist vel. Sú tilfinning sem eftir situr í mínum huga er að samgöngu- ráðuneytið undir stjórn Ólafs hafi verið góður vinnustaður með þægi- legum starfsanda og ágætri sam- heldni starfsfólks í anda þeirra eigin- leika sem hann sjálfur gat ríkulega miðlað af. Ólafur Steinar var prýðilega fróð- ur maður ekki aðeins um það sem til hans starfssviðs heyrði heldur og ekki síður kunni hann að segja vel og skemmtilega frá ýmsu af mönn- um og málefnum. Það var ekki ónýtt að vera viðstaddur þegar þeir vinirn- ir, hann og Ludvig Hjálmtýsson, fyrrum ferðamálastjóri, komust á skrið við að segja frá liðinni tíð, ekki síst frá gömlum dögum í Reykjavík. Við leiðarlok Ólafs Steinars Valdi- marssonar vil ég þakka fyrir það ágæta samstarf sem ég átti við hann og ánægjuleg viðkynni og vináttu við hann og hans góðu konu, Fjólu, sem fylgdu í kjölfarið. Ég votta henni og börnum þeirra og öðrum aðstand- endum samúð mína og fjölskyldu minnar. Steingi’ímur J. Sigfússon. Mikil kempa er að velli lögð. Ólaf- ur Steinar Valdimarsson, ráðuneyt- isstjóri er til moldar borinn í dag. Barátta hans fyrir lífinu hafði verið löng og ströng. Vorið 1993 kenndi hann hins illvíga sjúkdóms. Þótt hann hafí unnið stundarsigur var það aldr- ei nema stundarsigur og vonbrigði mikil þegar sjúkdómurinn tók sig upp. En honum var styrkur að Fjólu og börnunum enda mikill fjölskyldu- maður alla tíð og heimakær. Ham- ingjumaður í sínu einkalífi. Og hann fékk að deyja heima. Miklar þakkir á fólkið í heimahlynningu Krabba- meinsfélags íslands skildar fyrir störf sín óeigingjöm og kærleiksrík. Ég kynntist Olafi Steinari fyrst eftir að ég tók sæti á Alþingi og þurfti til hans að leita. Leysti hann jafnan ljúfmannlega úr vanda mín- um. Með okkur tókust síðan náin kynni eftir að ég varð samgönguráð- herra 1991. Hann var vel skipulagð- ur í störfum sínum og ég fann fljótt að hann var vinur starfsfólksins og því þótti vænt um hann. Ég á góðar minningar frá þessum árum enda unnum við vel saman. Og það tók á okkur báða þegar hann hlaut að hætta daglegum störfum vegna hins þunga sjúkdóms. Við höfðum gert ráð fyrir að hann kæmi aftur til starfa í ráðuneytinu og ynni að sigl- ingamálum sem honum voru hug- leikin. En til þess kom aldrei. Svo óvægilegt var hans langa stríð. Þessar fáu línur bera þér Fjóla, börnum þínum, barnabörnum og fjölskyldu þakklæti og samúðar- kveðjur okkar Kristrúnar. Guð blessi minningu Ólafs Steinars og styrki ykkur öll. Hann var ykkur svo náinn. Halldór Blöndal. í dag er jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík Ólafur Steinar Valdimarsson fyrrverandi ráðuneyt- isstjóri samgönguráðuneytisins. Öl- afur Steinar var borgarbarn. Fædd- ur og uppalinn í Reykjavík á tímum mikilla breytinga í þjóðlífinu. Engu að síður hafði hann tilfinningu og sterkan skilning á nauðsyn framfara og uppbyggingar í þágu fólksins í landinu öllu. Leiðir okkar Ólafs Steinars lágu fyrst saman þá er ég var sveitarstjóri og átti margvísleg erindi í samgönguráðuneytið. Frá fyrstu fundum okkar varð mér ljóst að þar fór vandaður og traustur embættismaður sem gott var að leita til. Hann var embættismaður sem vann sitt verk af samviskusemi á meðan heilsa og kraftar entust. Hann hafði ríkan vilja til þess að sinna hinum margvíslegu verkefnum samgöngumála og fékk tækifæri til þess að verða mótandi við uppbygg- ingu stofnana á vegum ráðuneytis- ins, setningu reglugerða og undir- búning lagafrumvarpa á sviði sam- göngumála. Þau starfssvið sem Ólaf- ur fékkst við í ráðuneytinu voru fjöl- mörg. Meðal þeirra voru hafnamál og ferðamál. Sem formaður Hafnar- áðs og Hafnabótasjóðs til margra ára hafði hann mikil áhrif á fram- vindu bæði varðandi hafnarfram- kvæmdir, gjaldskrármál og rekstur hafna landsins. Hann átti mikil sam- skipti við þingmenn, útgerðarmenn, hafnastjóra og sveitarstjórnarmenn vegna hafnarmála og mætti á árs- fundi Hafnasambands sveitarfélaga og kynntist þannig sjónarmiðum þeirra sem fóru með málefni hafn- anna. Ólafur Steinar var einstaklega laginn að laða fram ásættanlega niðurstöðu þegar að ráðuneytinu var sótt af kappsfullum fulltrúum hafn- anna vegna framkvæmda sem ekki þoldu bið. Ég held að hafnamálin hafi verið honum sem embættis- manni sérstakt áhugamál og gefið honum gott tækifæri til þess að kynnast viðfangsefnum um allt land. Ólafi Steinari var það vel ljóst hversu mikilvægu hlutverki ferðamál gegna fyrir þjóðarbúið. Hann var því mjög hvetjandi að ferðaþjónustan mætti eflast um landið allt og veitti þeim margvísleg ráð og stuðning sem stóðu í framkvæmdum t.d. við hótel- byggingar. Hann átti ríkan þátt í því að Ferðamálasjóður mætti eflast og verða þess megnugur að lána til hótelbygginga og fleiri verkefna á sviði ferðaþjónustu. Hann var á því sviði þátttakandi sem embættismað- ur í miklum breytingum og framför- um í ferðaþjónustunni í landinu. Starf ráðuneytisstjóra er fjöl- breytt, en um leið erilsamt og krefj- andi þegar sótt er að úr öllum áttum og verkefnin á hveiju strái í gróandi þjóðlífi. í slíkum störfum verður erf- itt um vik þegar heilsan bilar. Það varð því hlutskipti Ólafs að láta undan síga og hætta í ráðuneytinu þegar alvarleg veikindi gerðu vart við sig hjá honum. Sýndist mér þá þegar að veikindin hefðu gengið nær honum en hann vildi vera láta. Hann naut við þær aðstæður og síðar í veikindum sínum einstaks stuðnings og atorku Fjólu eiginkonu sinnar. Að leiðarlokum í lífi Ólafs Stein- ars vil ég votta Fjólu og fjölskyld- unni samúð mína um leið og ég þakka gott samstarf og vináttu og ánægjulegar stundir í Hólminum þegar merkum áföngum var náð og ríkuleg ástæða var til að gleðjast. Þær stundir verða tengdar minning- unni um góðan samferðarmann. Sturla Böðvarsson. Kæri vinur, nú er leiðir okkar skiljast leitar hugurinn til baka og margs er að minnast. Samfylgdin hefur verið ljúf og hefðum við óskað þess að hafa hana miklu lengri. í Spámanninum segir: „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran). Þegar rósimar fólna og hörpunnar strengur er hljóður er hugurinn kvíðinn og treginn hann nístir svo sár þá huggar það okkur við vitum að Guð er góður af gæsku og mildi hann læknar og þerrar öll tár. Lífið er oft eins og sólskin á sumardegi og sólin hún veitir manninum kraft og trú. Þær ánægjustundir sem verða á okkar vegi Þær verma og ylja í sorginni eins og nú. Minningar allar frá mörpm og góðum fundum munum við geyma þó sorgin sé dimm og köld það er svo fjarri við sjáum á sólskinsstundum sólina ganga til viðar næsta kvöld. Því er svo sárt að hugsa um hljóðnaða strengi og hjartað er fullt af því sem enginn sér. Við þökkum þér Guð að við áttum hann að svona lengi og óskum hann fái að hvfla í faðmi þér. (G.G.E.) Með söknuði og hlýhug kveðjum við þig nú, þökkum þér yndislegar stundir og allan velvilja og vináttu í okkar garð. Við óskum þér velfarn- aðar í nýjum heimi, fullviss um end- urfundi síðar. Elsku Fjóla, Magnús, Kristín, Steinunn og Ingi Þór, Guð veri með ykkur og fjölskyldum ykkar, hann styrki ykkur og breiði sína kærleiks- vængi yfir ykkur og leiði ykkur í ljósið. Barbara, Rúnar, Diðrik Orn og Andri Rúnar. Elskulegur mágur og vinur, Ólaf- ur Steinar Valdimarsson, er látinn og er í dag kvaddur hinstu kveðju. Eg hugsa til þín hrygg i lund þú hjartans vinur kær. Við áttum marga ögurstund því er þín minning tær. Margir vilja spyija og spá og spreytt hafa sig nóg, nú ert þú vinur fallinn frá og fengið hefur ró. Þú varst svo hlýr og vildir gott og væn og góð þín lund, birta og ylur bar þess vott og ber hann alla stund. Eilífðin er öllum trú þar allir hitta sína og samúð mína sendi nú er syrgja brottför þina. (Jóna Gísladóttir) Við minnumst samskiptanna við Steinar með söknuði og eftirsjá. Minning hans mun ávallt lifa meðal okkar. Að leiðarlokum viljum við þakka samfylgdina. Far þú í friði kæri vinur. Hjartans Fjóla, Maggi, Kristín, Steinunn, Ingi Þór, tengdabörn og barnabörn. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi Guð gefa ykkur styrk í sorginni. Kristín, Ingólfur og Eggert Magnús. Elsku Steinar, kveðjustundin er komin, ekki óvænt en þó sár og tregablandin. Viljum við þakka þér samfylgdina af alhug. Frá öllum heimsins hörmum, svo hægt í friðar örmum þú hvflist hels við lín. - Nú ertu af þeim borinn hin alira síðstu sporin, sem með þér unnu og minnast þín. Með tryggð til máls og manna á mátt hins góða og sanna þú trúðir traust og fast. Hér er nú starfsins endi. I æðri stjómar hendi er það, sem heitt í hug þú barst. Guð blessi lífs þíns brautir, þitt banastríð og þrautir og starfs þíns mark og mið. Við hugsum til þín hljóðir. - Að hjarta sér vor móðir þig vefur fast og veitir frið. (Einar Benediktsson.) Kæra fjölskylda, Fjóla, Magnús, Kristín, Steinunn, Ingi Þór, tengda- börn og barnabörn, við biðjum algóð- an Guð að blessa ykkur og styrkja í ykkar miklu sorg. Linda, Stefán, Arnar og Telma. í dag þegar ég kveð vin minn, Ólaf Steinar Valdimarsson, vakna margar minningar frá liðnum sam- verustundum: Það er ljúft að þakka og muna þó að nú mér sértu fjær hve gott var hjá þér æ að una ölium var þin návist kær. Leiðir okkar Ólafs lágu fyrst sam- an á fundum í Ferðamálaráði fyrir þremur áratugum. Hann var þar full- trúi samgönguráðherra en ég átti sæti í ráðinu á vegum Eimskips. Kynni okkar urðu þar ekki náin og fundimir ekki margir sem við sátum saman. En ekki þurfti margar sam- verustundir til að sjá hvem mann hann hafði að geyma og minningin um hann er mér skýr frá þeim tíma þó horfið sé i haf gleymskunnar allt það sem rætt var á fundunum. Og ekki líða mér úr minni fögur orð Ludvigs Hjálmtýssonar, formanns Ferðamálaráðs, sem hann lét falla um Ólaf Steinar. Þeir þekktust mjög vel og unnu mikið saman. í fáum kveðjuorðum er ekki ætlun mín að rekja starfsferil Ólafs Stein- ars. Væntanlega gera það aðrir sem gleggri skil kunna á þeirri sögu. En það hef ég fyrir satt að hann kunni vel til verka og ekki verður um villst að hann verðskuldaði það traust að vera valinn til vandasamra ábyrgð- arstarfa í háu embætti. Hann var laginn við að samræma ólík sjónar- mið sem stundum gat verið næsta erfitt að sætta. Þar réð trúlega miklu um að enginn þurfti að efast um það að orðum hans mætti treysta og að ætíð legði hann gott til mála. Allt annað var honum framandi og and- stætt. Þá minnist ég hve lagin hon- um var sú list að krydda hversdags- leikann með hnyttinni stöku, sem hann átti til að kasta fram þegar vel var við hæfi. Hann flíkaði ekki þeim hæfileika fremur en öðrum góðum sem hann var gæddur. Það var Ólafi Steinari rótgróið líf- sviðhorf, meðvitað eða ómeðvitað, að láta réttvísi skipa öndvegi í sam- skiptum við aðra menn. Hann var heill í hveiju sem hann tók sér fyrir _ hendur, vanrækti ekki smámuni daglegs lífs sem mörgum vilja gleymast en kunna oft að varða svo miklu. Hann skildi að listin að lifa er meðal annars fólgin í því að kunna að njóta sólskins, frelsis og smá- blóma. Viðmót hans var vinahlýtt og glaðlegt. Hann var mikill jafn- vægismaður; mér fannst hann alltaf vera nákvæmlega hann sjálfur. Að kynnast slíkum drengskapar- manni er verðmæti sem ekki glat- ast. Að honum gengnum verður heimurinn mér ekki hinn sami og áður. Eftirsjá er mikil því vináttan^* þekkir dýpi sitt á skilnaðarstund. Þetta rennur upp fyrir mér þegar ég horfí út um gluggann og sé að komið er að kveldi og senn muni elda af nýjum degi. Hin síðari árin bar fundum okkar oft saman. Þeir voru allir ánægjuleg- ir og við bundumst traustum vináttu- böndum. Einnig átti ég og kona mín margar samverustundir með honum og Fjólu, konu hans. Frá þeim geym- um við góðar minningar sveipaðar birtu og yl. Fyrir nokkrum árum kenndi Ólaf- ur Steinar sér þess meins sem varð honum að aldurtila. Oft var baráttan óvægin, en hann sýndi alla tíð karl- mennsku og einstakt sálarþrek.^ Hann hélt ró sinni og kvaddi í sátt við Guð og menn. En aldrei stóð hann einn. Traustur lífsförunautur, sem var honum í senn eiginkona og besti vinur, studdi hann og styrkti af því ástríki sem aldrei bregst. Að leiðarlokum þakka ég vini mínum af einlægni fyrir ánægjulega samfylgd. Ég fel engli kærleikans að vefja hann vængjum sínum og leiða heim til Hans sem ljósið skóp á hinum fyrsta morgni. Fjólu, börnum, barnabörnum og öðrum ástvinum vottum við Hallá** innilega samúð okkar. Sigurlaugur Þorkelsson. • Fleiri minningargreimr um ÓlafSteinar Valdimarsson bíða birtingar ogmunu birtast í blað- inu næstu daga. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓHANN JÓNSSON, Sunnuvegi 13, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugar- daginn 13. september kl. 15.30. Sigríður Ólfna Marinósdóttir, Marinó F. Einarsson, Valgerður Jakobsdóttir, Hansína Ásta Jóhannsdóttir, Guðbjörg Jóhannsdóttir, Sigdór Vilhjálmsson, Guðmundur Rúnar Jóhannsson, Margrét Fanney Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÞORVALDÍNA AGNBORG JÓNASDÓTTIR, Hlíf 2, ísafirði, veður jarðsett frá Isafjarðarkirkju laugardaginn 13. september kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Slysavarnafélag Islands, Sigurður G. Sigurðsson, Helga M. Ketilsdóttir, Brynjólfur I. Sigurðsson, Ingibjörg Lára Hestnes, Elín S. Sigurðardóttir, Jóhannes Torfason, Þórarinn J. Sigurðsson, Hildur Káradóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Verslunin verður lokuð I dag, föstudag vegna jarðarfarar GUÐRÚNAR ÞÓRÐARDÓTTUR. Regnhlífabúðin, Laugavegi 11.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.