Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Eínkennileg barátta og miklar sviptingar Norskir stjómmálamenn segjast vart hafa upplifað aðra eins kosningabaráttu og nú. Enn gætir áhrifa þjóðaratkvæðisins um ESB-aðild, þótt hún sé ekki á dagskrá og miklar breytingar hafa orðið á fylgi flokka frá síðustu kosningum. Urður Gunnars- dóttir brá sér á fundi með leiðtogum stjóm- málaflokkanna. flokkanna 37, S% Framfaraflokkur Hægriflokkur,. (ristilegi þj. flokkur I 'r/\ Sósfáiíjst instriflokkur ' 'I7,ð% 14,8% 11,0% c'r EMj Miðflokkur j |' álslyndir (Venstre) V i___l S,ð% Verkamannafl. ð,ð% Framfarafl. Hægri fl. ð,ð% Kristilegi þj. fl. Sósíalíski vinstrifl. Miðflokkur Frjálslyndir Thorbjorn Jagland, V erkamannaflokki. JanPetersen, Hægriflokki. Carl I. Hagen, Framfaraflokki. Anne Enger La- hnstein, Miðflokki. Krenz lát- inn laus DÓMSTÓLL í Þýskalandi úr- skurðaði í gær að Egon Krenz, fyrrum leiðtogi Austur-Þýska- lands, skyldi látinn laus úr gæsluvarðhaldi. Krenz tók við af Erich Honecker sem leiðtogi Austur-Þýskalands haustið 1989 og var sex vikur við stjórnvölinn áður en Berlín- armúrinn féll. Hann var í síð- asta mánuði dæmdur fyrir að bera ábyrgð á dauða fólks, sem var skotið við flóttatilraunir vestur yfir landamæri alþýðu- lýðveldisins, og var þegar fangelsaður þótt dómurinn hefði enn ekki lagalegt gildi. Eftir að lögmenn hans bentu á að Krenz hefði alltaf mætt til réttarins og því væri engin ástæða til að ætla að hann reyndi að flýja iand eða fara í felur var tilskipun um gæslu- varðhald afturkölluð. IRA lofar engu TALSMAÐUR írska lýðveldis- hersins, IRA, sagði í blaðavið- tali í Dublin í gær að samtök- in hefðu ekki í hyggju að af- henda vopn sín fyrr en varan- leg lausn hefði fundist á mál- efnum Norður-írlands. Hann dró einnig mjög úr tengslum hryðjuverkasamtakanna við stjórnmálaarm þeirra, Sinn Fein, sem í vikunni skrifaði undir yfírlýsingu gegn ofbeldi. Yfirlýsingar hans drógu mjög úr bjartsýni manna um árang- ur af friðarviðræðum, um málefni Norður-írlands, sem hefjast eiga á mánudag. N-Kórea með í viðræðum STJÓRNVÖLD í Norður- Kóreu staðfestu í gær að þau myndu taka þátt í viðræðum til undirbúnings friðarviðræð- um á Kóreuskaga. Viðræðun- um, með þátttöku Suður- og Norður-Kóreu, Kína og Bandaríkjanna, er ætlað að komast að friðarsamkomulagi sem mun leysa af hólmi óform- legt vopnahlé frá árinu 1953. N-kóreskur embættismaður sagði í Japan í gær að hindrun- um vegna viðhorfs Bandaríkj- anna hefði verið rutt úr vegi en viðræðurnar sigldu í strand eftir að Bandaríkin veittu tveimur n-kóreskum stjórnar- erindrekum pólitískt hæli. Mistök í Hondúras HELDUR óheppilega vildi til er Lee Teng-hui, forseti Tæ- vans, kom í opinbera heimsókn til Hondúras á miðvikudag. í stað þess að heilsíðuauglýsing- ar, sem birtar voru í dagblöð- um honum til heiðurs, sýndu fána Tævans sýndu þær fána Kínverska alþýðulýðveldisins, sem er svarinn óvinur stjómar Teng-hui. Þá var mynd af að- stoðarkonu hans sögð vera af eiginkonunni. Teng-hui er á ferð um fjögur ríki í rómönsku Ameríku, og miðar ferðin að því að styrkja stöðu stjórnar hans á alþjóðavettvangi. Hondúras er eitt 30 ríkja sem viðurkenna stjómina í Taipei og hafa stjómvöld þar beðist velvirðingar á mistökunum. ÞEIR kvarta um þreytu og hæsi þessa dagana, stjórnmálamennirnir í Noregi. En þeir tala sig heita um málefnin, hvom annan og ekki síst mögulegt stjómarsamstarf eftir kosningar. Þar virðist hver höndin uppi á móti annarri en rétt eins og venjan er til, munu menn slá af kröf- unum þegar á hólminn er komið. Kosningabaráttan hefur verið ein- kennileg segja þeir, áhrifa klofnings- ins sem varð í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni um Evrópusambandið gæti enn. Kjósendur séu ruglaðir, frambjóð- endurnir raunar einnig, sviptingarn- ar geysimiklar og daglegar skoðan- akannanir stýri miklu. Stefnumálin eru á sínum stað og hefðbundin en allt annað virðist viðsnúið. Forystu- menn flokkanna áttu fundi með blaðamönnum í Ósló í vikunni þar sem þeir kynntu málefni sín og svör- uðu spurningum. Allt bendir til þess að Kristilegi þjóðarflokkurinn muni vinna stórsig- ur í kosningunum á mánudag, tvö- falda fylgi sitt og fá um 14%. Kjell Magne Bondevik, fyrrverandi leiðtogi hans, var valinn til að vera forsætis- ráðherraefni miðflokkanna; Kristi- legra, Miðflokks og Venstre, sem er dæmigerður fijálslyndur flokkur. Bondevik eftirlét Valgerd Svarstad- Haugland formennskuna í flokknum fyrir tveimur árum, en vegna reynslu hans, sem ráðherra og þingmanns, var honum falið að vera sameiningar- tákn miðjuflokkanna. Kristilegir vongóðir Svarstad-Haugland er að vonum ánægð með árangurinn og segist gera sér miklar vonir um stjórn mið- flokkanna, sem hún vonast til að muni njóta stuðnings m.a. Framfara- flokksins. Hún kveðst hins vegar ekki reiðubúin til stjórnarsamstarfs við flokkinn, til þess greini of margt þá að. Flokkamir tveir eiga þó ýmis- legt sameiginlegt, segir Svarstad- Haugland, báðir leggja áherslu á málefni aldraðra og fjölskyldunnar. Kristilegi þjóðarflokkurinn er hins vegar afar andvígur stefnu Fram- faraflokksins í málefnum innflytj- enda, vill ijölga þeim og auka út- gjöld til þróunaraðstoðar. Til þess að mæta þessum auknu útgjöldum legg- ur Kristilegi þjóðarflokkurinn til að tekinn verði upp hátekjuskattur og gengið verði á olíuauðinn. „Um ára- mótin voru um 50 miiljarðar nkr. í olíusjóðum en nú hafa um 20 milljarð- ar, um 200 milljarðar ísl. kr., bæst í hann vegna hærra olíuverðs og hærra gengis dollars. Aukin útgjöld til velferðarmála eru í takt við þá stefnu okkar að leggja áherslu á kristileg gildi, svo sem að sýna ná- ungakærleik. Það þýðir hins vegar ekki að biblían sé stefnuskrá okkar.“ Kristilegi þjóðarflokkurinn hefur áhuga á samvinnu við Hægriflokk- inn, segir Svarstad-Haugland, en þar sem hægrimenn og Miðflokkur- inn aftaka samstarf, hafa kristilegir tekið Miðflokkinn fram yfír. Gerði Venstre mistök með því að ræða miðjuflokkastjórn? Hinn frjálslyndi Venstre er elsti flokkurinn í norskum stjórnmálum en fjarri því að vera sá stærsti því í síðustu kosningum náði hann að- eins einum manni inn á þing. Nú er flokknum spáð fjórum þingsætum og þakkar einn af forystumönnum flokksins, Teije Johansen það Lars Sponheim, formanni flokksins. Bar- áttumál Venstre eru m.a. að einfalda skattkerfið, koma á 30% flötum skatti, fjölga „grænum“ sköttum til að styrkja velferðarkerfið, auka að- stoð við smáiðnað og lítil fyrirtæki, rýmka flóttamannalöggjöfína, hætta niðurgreiðslu á orku til iðnfyrir- tækja, koma í veg fyrir fyrirhugað gasorkuver, selja hlut ríkisins í bönk- um og auka útgjöld til menningar- mála. „Og svo koma yfirþyrmandi valdi Verkamannaflokksins frá en hann hefur notað það til að tryggja stöðu sína en ekki í þágu þjóðarinn- ar. Löng seta eins og sama flokks við stjórnartaumana er hættuleg lýð- ræðinu. Við viljum opna allt upp á gátt í stjórnkerfinu," segir Johansen. Hann kann ekki skýringu á því hvers vegna dregið hefur úr fylgi við Vens- tre eftir að flokknum skaut upp með miklum hraða í upphafi kosninga- baráttunnar. „Sumir kjósendur hafa sagt það hafa verið mistök að hella sér út í umræður um mögulegt stjórnarsamstarf fyrir kosningar, sérstaklega með Miðflokknum. Ég sé hins vegar ekki eftir því, þetta var það eina sem við gátum gert í stöðunni. Við stöndum við ákvörðun okkar og segjum við kjósendur að vilji þeir að Bondevik verði forsætis- ráðherra, eigi þeir að kjósa okkur til að tryggja okkur sæti á þingi, annars er miðflokkastjórn ekki möguleg.“ Formaður Miðflokksins i fallhættu Fylgið hefur hrunið af Miðflokkn- um, tæplega viku fyrir kosningar bentu kannanir til þess að hann hefði tapað tveimur þriðju hiutum fylgisins sem hann hlaut í síðustu kosningum og var fyrst og fremst þakkað andstöðunni við Evrópusam- bandsaðild. Nú tala menn ekki leng- ur um ESB og kjósendurnir hafa flúið Miðflokkinn, sem hlaut 16% stuðning í síðustu kosningum en nýtur nú tæplega 6% fylgis. Fylgis- hrunið er raunar svo mikið að óvíst er að formaður flokksins, Anne Ing- er Lahnstein, hljóti kosningu. Lahnstein kann ekki skýringu á slöku gengi flokksins, aðra en þá að baráttumál hans nái ekki til fólks nú og að tilraunir Verkamanna- flokksins og hægrimanna til að fara aftur yfir í kerfí tveggja stóru blokk- anna til vinstri og hægri í norskum stjórnmálum, hafí að einhveiju leyti tekist. Lahnstein segir að þrátt fyrir allt ríkidæmið í Noregi aukist munurinn á ríkum og fátækum og það verði að koma í veg fyrir. Miðflokkurinn vilji vinna gegn miðstýringu og við- halda byggð og þjónustu á lands- byggðinni. „Þá er of mikil gróða- hyggja í stjórnmálum. Við teljum að það verði að gæta hófs þegar verið er að dæla olíu upp úr sjónum og leggjum til að dregið verði úr olíuframleiðslu um 10%. Það er nauðsynlegt umhverfisins vegna og framtíðarinnar vegna. Oiíuauðnum á ekki að vetja í fjárfestingar í út- löndum eins og stjórn Verkamanna- flokksins hefur gert, heldur nota í þágu aldraðra, sjúkra og til upp- byggingar á landsbyggðinni." Lahnstein segir kosningabarátt- una nú vera „baráttu strákanna“, konurnar sem hafi verið svo áber- andi í kosningunum fyrir fjórum árum, hafi farið sjálfviljugar eða verið ýtt út af sjónarsviðinu. Kennir hún fjölmiðlum og Jagland um það síðarnefnda, segir báða hafa horft fram hjá konum í leiðtogaembættum og beint sjónum þess í stað að körl- unum. Kosningabaráttan snýst ekki hvað síst um hvað tekur við eftir kosning- ar og Lahnstein segir einhug hafa verið í Miðflokknum um að ráðast bæði gegn hægri og vinstriflokkum og láta reyna á samstarf miðjuflokk- anna. Hún útilokar hins vegar ekki að flokkur sinn muni styðja Verka- mannaflokkinn. Vinstrimenn tala fyrir daufum eyrum Auk Miðflokksins hefur Sósíalíski vinstriflokkurinn stutt stjórn Verka- mannaflokksins. Og eins og Mið- flokkurinn, horfa vinstrimenn fram á mikið fylgistap, tæplega 50%. Erik Solheim, sem lét af formannsemb- ætti fyrir skömmu, telur skýringuna þá að eitt aðalbaráttumál flokksins, umhverfismál, hafi ekki átt upp á pallborðið hjá kjósendum að þessu sinni. Baráttumálin eru að öðru leyti jafnari skipting auðsins og aukin áhersla á málefni ungs fólks, um- bætur í skólakerfí og húsnæðismál- um. Solheim segir að ekki hafi verið grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi nei-flokkanna svokölluðu eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um ESB-aðild, þeir eigi ýmislegt sam- eiginlegt en þó ekki stefnuna í efna- hagsmálum. Venstre eigi í rauninni flest stefnumál sín sameiginleg með hægrimönnum og Miðflokkurinn hafí ekki komið fram með nein ný mál frá þjóðaratkvæðinu. Solheim á ekki von á öðru en að Verkamannaflokkurinn haldi áfram í stjóm. Hann útilokar ekki að miðju- flokkarnir komist að um skamma hríð en segir núverandi stjórn þá einu sem muni halda velli. Sósíalíski vinstriflokkurinn muni því áfram styðja stjórn Jaglands og reyna að hafa eins mikil áhrif á hana og kost- ur sé. Sjálfur segist Solheim vilja vera í samsteypustjórn með Verka- mannaflokknum en ekki sé vilji fyrir því innan hans flokks eða stjórnar- flokksins. Verkamannaflokkurinn hefur ver- ið við völd í ellefu ár, að einu ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.