Morgunblaðið - 12.09.1997, Síða 28

Morgunblaðið - 12.09.1997, Síða 28
28 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Á SÍÐUM Morgun- blaðsins hefur að und- anförnu verið nokkuð fjallað um norrænt samstarf og öryggis- mál í kjölfar ráðstefnu Norðurlandaráðs í Helsinki dagana 25. og 26. ágúst sl. Ólafur Þ. Stephensen blaða- maður hefur gert ágætlega grein fyrir sjónarmiðum hægri manna og Geirs H. Haarde og einnig inn- ieggi Halldórs Ás- grímssonar á ráð- stefnunni. Til að gera mynd þessarar um- fjöllunar í Morgunblaðinu fyllri vil ég leggja lið með því að gera grein fyrir sjónarmiðum flokkahóps vinstri manna og því sem talsmenn þeirra höfðu fram að færa, en ég var einn í þeirra hópi og einn þriggja íslendinga sem talaði á ráðstefnunni. Frumkvæði vinstri manna Ráðstefnan sjálf var haldin að frumkvæði flokkahóps vinstri manna eða vinstri sósíalista. Mörg undangengin ár hefur það verið flokkahópur vinstri manna sem hefur unnið að því að fá öryggis- mál á dagskrá í norrænu sam- starfi. Það var flokkahópur vinstri manna sem fyrstur lagði fram til- lögur um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum, sem fyrstur lagði til að utanríkisráðherrar og varnarmálaráðherrar kæmu á Norðurlandaráðsþing og eins og áður sagði komst ráðstefnan í Hels- inki á koppinn í kjölfar frumkvæð- is frá vinstri hópnum. Öryggismálin eru nú tekin til umfjöllunar í miklu víðara sam- hengi en fyrr. Áður voru það aðeins stjórn- málamenn af vinstri kantinum sem ræddu um öryggismálin í víðu samhengi, töluðu um breikkað öryggishug- tak. í dag gera það flestir ef ekki allir. Hvað er svo breikkað öryggishugtak? Jú, það felur í sér að líta á öryggismálin sem meira heldur en púður og fallbyssukúlur. Það þýðir að taka einnig tillit til hinna félags- legu og umhverfislegu þátta, líta til öryggis- mála með hliðsjón af sambúð ólíkra kynþátta og trúarhópa, lífskjara, stjómmálaástands, þjóðfélagsað- stæðna og umhverfisaðstæðna al- mennt. Staða öryggismála í dag Hver er þá staða Norðurlanda, nálægra svæða og Evrópu yfirleitt í öryggismálum? Stöðunni verður e.t.v. best lýst með þvi að segja að hún feli annars vegar í sér stór- kostlega möguleika til að byggja upp heildstæðar lausnir í öryggis- málum fyrir heimshluta sem áður var klofínn sundur af múrum og víggirðingum. Á hinn bóginn er ástandið afar viðkvæmt og má lítið út af bera til að upp úr sjóði. Brúar- smíð er í gangi milli gamalla fjenda en spenna milli ólíkra þjóðarbrota, trúarhópa og svæða hefur einnig aukist. í ijósi þessara flóknu aðstæðna er þeim mun mikilvægara að öll umfjöllun um evrópsk öryggismál byggi á heildstæðum grunni. Ör- yggishugtakið þarf að nota í sinni víðustu mynd og umfram allt Umræðan um öryggis- mál er komin á dagskrá í norrænni samvinnu, segir Steingrímur J. Sigfússon, og komin þangað til þess að vera. Því ber að fagna. varast að einblína á vígbúnað og hemað sem lausn. Flokkahópur vinstri manna telur að Norðurlöndin þurfi að ná betur saman á sviði öryggismála þrátt fyrir að þau hafi að hluta til valið sér ólíkar leiðir. Norðurlöndin hafa einnig gætt sameiginlegra hags- muna og lengi átt í utanríkis- og öryggismálasamstarfi sem heild. Þar má að sjálfsögðu fyrst telja yfirleitt mikla samstöðu Norður- landaþjóðanna á vettvangi Samein- uðu þjóðanna og innan Stofnunar- innar um öryggi og samvinnu í Evrópu. Ólík staða Norðurlandanna hvað varðar tengsl við Nato og Evrópusambandið kemur fráleitt í veg fyrir að þau geti í auknum mæli tekið öryggismál á dagskrá í sínu samstarfi og leitað sameigin- legra lausna. í þessu sambandi er óhjákvæmilegt að nefna og lýsa fullri andstöðu við það sjónarmið hægri manna sem Geir H. Haarde talaði fyrir, að nauðsynlegt væri að hlutlausu ríkin á Norðurlöndun- um, Svíþjóð og Finnland, gengju í Nato til þess að Norðurlöndin gætu átt fullnægjandi samstarf á sviði öryggismála. Þessu er öfugt farið og það lýsir gamaldags áherslum á hernaðarbandalög og vígbúnað sem er á skjön við þá þróun ör- yggismálaumræðunnar að líta á málin í víðara samhengi. Heildstæðar lausnir Lausnir í öryggismálum Evrópu þurfa að vera heildstæðar og taka til allra. Stofnanir eins og ÖSE eru vænlegri kostur heldur en hernað- arbandalög á gamaldags grunni. Þrátt fyrir viðleitni sína til að breyt- ast og finna sér ný verkefni í kjöl- far endaloka kalda stríðsins blasir við sú hryggilega mynd af Nato, sem enginn hefur dregið betur upp en skáldið og stjórnmálamaðurinn Václav Havel, að „Nato eigi á hættu að daga uppi sem gamaldags og íhaldssamur klúbbur herfor- ingja.“ Gleymum því ekki að Nato er hluti af gamalli heimsmynd sem leiddi Evrópu inn í 50 ára ísöld kalds stríðs og vígbúnaðarupp- byggingar. Fyrsti framkvæmda- stjóri Nato, Lord Imsey, á að hafa sagt einhvern tíma að Nato hafí verið stofnað til þess að halda Ameríkumönnum inni, Rússum úti og Þjóðverjum niðri. Allir sem til þekkja vita hvaða þjáningar slíkur hugsunarháttur hafði í för með sér. Sú siðferðislega skylda hvílir á öllum í dag að endurtaka ekki sömu mistökin. Af þessum sökum hafa ýmsir orðið til þess að vara við iila grunduðum og fljótfærnis- legum áformum um stækkun Nato. Ræða aðstoðarutanríkisráðherra Rússa á ráðstefnunni sýndi ótví- rætt að stækkun Nato er í reynd í harðri andstöðu við Rússa. Við vinstri menn leggjum áherslu á að leitað sé heildstæðra lausna þar sem allir séu með. Unnið verði að því að koma upp kjarnorkuvopna- lausu svæði á Norðurlöndum sem Norðurlandaráð hefur reyndar fyrir mörgum árum samþykkt en ríkis- stjórnir Norðurlanda því miður lítið gert með. Áfram verði haldið og reynt að koma á fót kjarnorku- vopnalausu svæði og friðarbelti sem breikki til beggja átta út frá Norðurlöndum og niður eftir Evr- ópu miðri. Öryggi og umhverfi í minni ræðu fjallaði ég ekki síst um nauðsyn þess að taka félags- mál, umhverfismál, lífskjör og stjómmálaþróun í Evrópu, einkum í austanverðri álfunni með í reikn- inginn. Þörfin fyrir átak í umhverf- ismálum hrópar í himininn, þeim mun hörmulegra verður það ef lönd- in um miðbik álfunnar sem nú á að taka inn í Nato, verja stórum fjárhæðum til vígbúnaðar í stað þess að bæta lífskjör og ráðast til atlögu við mengun. Ég nefndi sem dæmi hvort það væm slík verkefni eða hundraða milljarða fjárfestingar í nýjum herflugvélum og hergögn- um sem nú væm brýnust í Pól- landi. Þá er geysilega mikilvægt að stuðla að þróun í átt til aukins lýð- ræðis og almennra mannréttinda og reyna að styðja þessi lönd til sjálfsbjargar á sviði efnahagsmála og mikil þörf er fyrir nýja áætlun, einhvers konar Marshall-áætlun íyr- ir alla austanverða Evrópu. Það væm skelfileg mistök að beina að- stoðinni aðeins til ríkja sem fá aðild að Nato eða Evrópusambandinu en vanrækja að styðja við bakið á hin- um þar sem ástandið er verst, þörf- in og hættan á átökum er mest. Því miður virðist eiga að velja úr þá sem teljast með hæfílegum und- irbúningi hæfir til inngöngu í vel- megunarklúbb vestrænna hemaðar- og efnahagshagsmuna en láta hin mæta afgangi. Þessi aðferðafræði er röng og hættuleg. Ég vil að lok- um nefna að baráttu gegn fasisma og ofstækisfullri þjóðemisstefnu verður að taka á dagskrá af fullri alvöru í Evrópu, einnig baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi og loks þurfa Vesturlönd að taka sér tak hvað varðar tvöfeldni í mannrétt- indamálum og alþjóðlegum viðskipt- um. Nærtækt og himinhrópandi dæmi um tvískinnunginn í þeim efn- um em þau mannréttindabrot sem Tyrkjum líðast með þegjandi sam- þykki. Umræðan um öryggismál er komin á dagskrá í norrænni sam- vinnu og komin þangað til þess að vera. Því ber að fagna. Höf. er þingmaður fyrir Alþýðubandalagið á Norðurlandi eystra ogásæti í Norðuriandaráði og starfar þar í fiokkahópi vinstri manna. • • ■ Oryggismál og norrænt samstarf Steingrímur J. Sigfússon Reynsluhverfi í Grafarvogi - nýmæli í þjónustu A MORGUN, laug- ardaginn 13. septem- ber, verður hleypt af stokkunum tilrauna- verkefni í Grafarvogi. Þá mun verða vígð hverfismiðstöð fyrir alla íbúa Grafarvogs, og hlotið hefur hún nafnið „Miðgarður" fjölskylduþjónusta Grafarvogsbúa. Þetta tilraunarverk- efni hefur eftirfarandi að markmiði: • Bæta og hagræða þjónustu við íbúa Grafarvogs með sam- ræmingu á opinberri þjónustu í hverfinu. • Auka lýðræði með því að veita íbúum, fulltrúum félagasamtaka og starfsmönnum aukin áhrif á skipulag nánasta umhverfis og fyrirkomulag þjónustu Reykja- víkurborgar í hverfinu. • Skipuleggja samstarfsverkefni og samþætta þjónustu ríkis og Reykjavíkurborgar í hverfinu. I „Miðgarði" mun Reykjavíkur- borg sinna persónulegri og félags- legri þjónustu við alla íbúa Grafar- vogs, og mun hverfismiðstöðin sinna sjálfstætt þeim verkefnum sem Félagsmálastofnun, fagsvið og þjónustusvið Dagvistar barna og þjónustusvið Fræðslumiðstöðvar sinna í öðrum hverfum. Að auki verður bryddað upp á nýjum verk- efnum á sviði íþrótta, tómstunda og menningarmála. Meginmarkmiðið er að veita íbúum, stofn- unum og félagasam- tökum samræmda þjónustu og brydda upp á nýjungum í sam- starfi við ýmsa aðila hverfisins, ekki hvað síst íbúa þess. Samstarf - samþætting þjónustu Til viðbótar felst í samræmingunni möguleiki á almennri ráðgjöf og stuðningi við íbúa á sviði for- varna, uppeldis- og fjölskyldumála. Dæmi um slíkt verkefni gæti verið samvinna fagmanna á hverfamið- stöðinni um foreldrafræðslu, opnir tímar fyrir sérhæfða ráðgjöf, sam- starfsverkefni við skólana í for- varnarstarfi, hópastarf meðal ungl- inga annarsvegar og foreldra hins- vegar, og svona mætti áfram telja. Rík áhersla verður lögð á samstarf við aðrar stofnanir í hverfinu, til þess að samræma og bæta þjón- ustu. Mjög mikilvægt er, og lögð er sérstök áhersla á samstarf við lögreglu og heilsugæslu til þess að vinna forvarnarstarf í þágu barna og ungmenna hverfisins. Sama gildir um samstarf við kirkjuna og íþróttafélögin. Hverfisskrifstofan hefur jafn- framt, samkvæmt nánara sam- Meginmarkmið hverf- ismiðstöðvarinnar er, ----------------n---- segir Guðrún Og- mundsdóttir, að veita íbúum, stofnunum og félagasamtökum sam- ræmda þjónustu og brydda upp á nýjungum í samstarfi við ýmsa aðila hverfisins. komulagi, aðgang að öllum öðrum úrræðum sem veitt eru í borginni. Sem dæmi um þetta getur hverfís- skrifstofan vistað barn með sama hætti og aðrar hverfaskrifstofur Félagsmálastofnunar. Jafnframt því hefur miðstöðin aðgang að öðr- um sérúrræðum sem til staðar eru og boðið er uppá hjá Reykjavíkur- borg. Megináhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf hinna mis- munandi faghópa og jafnframt þró- un nýrra leiða og vinnubragða sem bæta á þjónustu við íbúa hverfisins. Hverfisnefnd Hverfísnefnd hefur verið skipuð, og í henni eiga sæti 3 fulltrúar Guðrún Ögmundsdóttir kosnir hlutfallskosningu í borgar- stjórn og jafnmargir til vara. Full- trúar íbúasamtakanna í Grafarvogi tilnefna tvo fulltrúa og jafnmarga til vara. Kjörtímabil nefndarinnar er hið sama og borgarstjórnar. Hverfísnefnd reynsluhverfis í Graf- arvogi er stjórnamefnd hverfísmið- stöðvarinnar og hefur sömu réttar- stöðu í stjórnkerfínu og aðrar fastar nefndir Reykjavíkurborgar. í þeim málaflokkum sem hverfís- miðstöðin er ábyrg fyrir, fer hún með sömu formlegu og efnislegu réttindi og skyldur og þær nefndir og ráð Reykjavíkurborgar sem ella myndu fjalla um hina einstöku málaflokka. Jafnframt mun hverf- isnefndin fá til kynningar, áður en til endanlegrar afgreiðslu kemur, önnur stærri mál er varða hverfíð sérstaklega, s.s. uppbyggingu þjón- ustustofnana, umferðaröryggismál o.fl. Grafarvogsráð í haust mun verða stofnað sér- stakt Grafarvogsráð, sem er opinn samráðsvettvangur með aðild íþúa- samtaka, nemendasamtaka, fé- lagasamtaka, foreldrafélaga og stofnana í hverfinu, og mun það starfa samkvæmt reglum sem það sjálft setur. Ráðið verður virkur vettvangur varðandi hagsmuni hverfisins og hefur hverfisnefndin jafnframt möguleika á því að veita ákveðnu fjármagni til tiltekinna samþykktra verkefna, t.d. menn- ingardaga í hverfinu, heilsuátaks, slysavarna og þess háttar. Mikilvæg tilraun - aukið lýðræði Með opnun „Miðgarðs" skapast margir möguleikar á flutningi frek- ari verkefna til hverfisnefndarinn- ar. Mikilvægt er að lofa verkefninu að þróast, en fram að áramótum er gert ráð fyrir 7,5 stöðugildum, en mun verða aukið í 14,5 stöðu- gildi strax á næsta ári. Stöðugildin eru ýmist ný eða flutt frá öðrum stofnunum sem vinna að þeim málaflokkum sem þarna verður sinnt. Tilraunin felur í ser áhugaverða nýjung, þar sem þar munu starfa saman fagfólk sem áður hefur starfað hvert á sínu sviði og á mis- munandi stofnunum. Við þessa samþættingu gefst tækifæri til nýrra og markvissari vinnubragða og heildstæðari stefnu í forvarna- og þjónustustarfi á vegum Reykja- víkurborgar. Jafnframt er gert ráð fyrir, eins og áður sagði, öflugu og markvissu samstarfí við lögregl- una, heilsugæsluna, kirkjuna og félagasamtök í hverfinu, sem vænt- anlega mun skila sér í betri þjón- ustu við íbúana og auknum for- vörnum. Skipulag tilraunaverkefnisins skapar jafnframt aukna möguleika á virkri þátttöku íbúa og félaga- samtaka við uppbyggingu félags- legrar þjónustu í hverfinu og við mótun nánasta umhverfis. Fulltrú- ar íbúa sýndu strax í upphafi mik- inn áhuga á þessu verefni og tóku mjög virkan þátt í umræðu og stefnumótun, og slíkt lofar góðu um framhaldið. Ég vil að lokum óska okkur öllum til hamingju með að tilraunaverk- efnið skuli verða að veruleika og vonast ég eftir að sjá sem flesta við opnun „Miðgarðs", við Langa- rima 21, á morgun, laugardag, kl. 14, því þá mun hverfismiðstöðin verða formlega tekin í notkun. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður bverfisnefndar Grafarvogs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.