Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Djasshátíðin KU Skorað á lietjuinar GAGARIN geimfari verður í Tjarnarbíói í kvöld kl. 21. Hann snýr óvænt aftur og birtist á Rúrek-sýningu þýska dans- og djassleik- hússins Off-Off Theater und Tanzwerkstatt. „Hugmyndin að verkinu kviknaði í leiksmiðju fyrir leikmynda- og búningahöf- unda í Dresden vorið 1996,“ segir Hlín Gunnars- dóttir sem hannar einmitt leikmynd og búninga og gerir skúlptúr fyrir sýning- arnar hér. Sú fyrri var í gærkvöldi. „VERKIÐ er áskorun fyrir alla sem standa að því og reynir sérstaklega á næmni listamannanna og samspil," segir Hlín. Morgunblaðið/Kristinn HLÍN Gunnarsdóttir er leikmynda- og búningahönnuð- ur frá Accademia Albertina di Belle Arti í Torino á ítaliu. Hún starfaði með Teatro dei Piccoli og Teatro Approche í Aosta en flutti heim árið 1987 og hefur unnið á fjórða tug leikmynda fyrir leikhúsin á höfuð- borgarsvæðinu. „Við fengum svo dansara og leikstjóra til að vera með í vinn- unni,“ segir hún. Gunter „Baby“ Sommer slagverksleikari og Inge MiSmahl danshöfundur völdu þetta verk til að vinna áfram með Hlín og Kari Laakkonen leik- myndahönnuði. Verkið var svo flutt tíu mínútna langt í kastalan- um í Dresden og sýnt eitt kvöld með reglulegu millibili við góðar undirtektir 200 þúsund áhorfend- ur. Núna er það um klukkustund- ar langt. „Verkið er áskorun fyrir alla sem standa að því og reynir sér- staklega á næmni listamannanna og samspil," segir Hlín, „það er rammi um hetjur og goðsagnir, og innan hans er rúm til að spinna og gera eitthvað nýtt. Það á líka að geta höfðað til margra því það sameinar tónlist, dans og mynd- list.“ Fyrsti þátturinn heitir Gag- arin snýr aftur og leitar fortíðar sinnar. Hlín býr til víraskúlptur í upp- hafi sýningarinnar í kvöld eins og í gærkvöldi. í kvöld mun því Sovét- maðurinn Gararin snúa aftur úr geimnum og leita að hetjum menn- ingarinnar sem ráfa gleymdar í himingeimnum eða í rökkvuðum hugarfylgsnum mannanna. Kvikmyndir/Regnbofflnn sýnir The Spitfire Grill sem fjallar um unga stúlku á tímamótum í lífínu og leit hennar að lífshamingju í bandarískum smábæ. Fortíðin í farteskinu Ellen Burstyn á að baki langan og fjölskrúðugan feril í kvikmynd- um, sjónvarpi og á leiksviði, og hefur hún unnið óskarsverðlaun, Golden Globe-verðlaunin ___________ nefnd til verðlaunanna fyrir hlut- verk sín í The Last Picture Show, The Exorcist og Resurrection. Með- al fjölmargra annarra mynda sem _________ hún hefur leikið í eru og Tony-verðlaun fyrir ÝmÍS levndar- ^arry and Tonto, Dying frammistöðu sína. Eins -. .-t ______ Young, The Cemetary ogElliott byijaði Burstyn . ® Club og How to Make an sem fyrirsæta en fyrsta ins IJOS American Quilt. sviðshlutverkið fékk hún 1957. Þekktust er hún fyrir sviðs- leik í Á sama tíma að ári árið 1975, en fyrir það fékk hún Tony-verð- launin sem besta leikkonan það árið. Árið áður krækti hún í óskars- verðlaunin sem besta leikkonan fyr- ir hlutverk sitt í myndinni Alice Doesn’t Live Here Anymore. Hún hlaut svo óskarstilnefningu fyrir hlutverk sitt í kvikmynd sem gerð var eftir leikritinu Á sama tíma að ári, en að auki hefur hún verið til- Marcia Gay Harden hefur einnig komið víða við í kvik- myndum, sjónvarpi og á leiksviði. Fyrsta kvikmyndahlutverk hennar var í myndinni Miller’s Crossing, sem þeir Coen bræður gerðu, en síðan lék hún m.a. í myndunum Used People, Safe Passage og Crush. Síðast sást hún á hvíta tjald- inu í The First Wifes’ Club og næsta mynd hennar er Desperate Measur- es með þeim Andy Garcia og Micha- el Keaton. PERCY Talbot (Alison Elliot) er nýlega laus úr fangelsi og ákveður að setjast að í smábænum Gilead þar sem hinar fáu hræður sem ílengst hafa eru löngu hættar að verða fyrir áhrifum af náttúrunni umhverfis bæinn. Fljótlega flýgur fiskisagan um fortíð Percy sem fær samastað í Spitfíre grillhúsinu þar sem Hannah Ferguson (Ellen Burstyn) ræður ríkjum. í staðinn þjónar Percy til borðs í grillhúsinu og fljótlega bindast þær stöllur tryggðarböndum ásamt Shelby (Marcia Gay Harden), en hún er tveggja barna móðir sem leggur sitt af mörkum í grillhúsinu. Vin- átta þeirra er ólík öllu sem þær ÞÆR Percy (Alison Elli- ott) Hannah (Ellen Burstyn) og Shelby (Marcia Gay Hard- en) bindast fljótlega tryggðarböndum. ALISON Elliott leikur Percy Talbott sem reynir að byrja nýtt líf eftir að hafa afplánað fangelsisvist. hafa áður upplifað og smám saman fara vel varðveitt leyndarmál að líta dagsins ljós. Alison Elliott vakti athygli árið 1995 þegar hún lék í mynd Ste- ven Soderberghs, The Under- neath, en næsta hlutverk hennar var í sjónvarpsþáttunum The Buccaneers sem sýndir hafa verið hér á landi. Elliott byijaði feril sinn sem sýningarstúlka og í tengslum við starfíð ferð- aðist hún víða um heiminn. Fyrsta hlutverkið í kvikmynd áskotnaðist henni árið 1993 þegar henni bauðst auka- hlutverk í Wyatt Earp, sem Kevin Costner gerði og lék aðalhiutverkið í. Síðan hefur hún leikið í sex kvikmyndum. PERCY fær húsaskjól og starf í grillhúsinu The Spitfire Grill. útsala Skór frá kr. I .990,- Háskólapeysur frá kr.2.000,- 15% afsláttur af nýjum vörum Vorum að fá bakpoka, úlpur og margt margt fleira iþrótt Allt að 70% afsláttur errea ^sizmo Verslunin íþrótt Skipholti 50d sími 562 0025 Á hátfðinni í dag: Kl. 17.00 síðdegisjazz á Jómfrúnni við Lækjargötu Kl. 21.00 Off-Off Teater i Tjarnarbiói siðari sýning á djassverkinu Gagarín - síðasta hetjan Kl. 22.00 Jazzbræður og Krafla i Sunnusal Hótel Sögu Kl. 23.00 RúRek á miðnætti: Spuni i tali og tónum á Jómfrúnni við Lækjargötu Miðasala i Japis Brautarholti Miðapantanir i sima 551 0100. Námufélagar Landsbankans fá afslátt. Frumsýning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.